Morgunblaðið - 28.09.1965, Side 8
8
MORGUNBLAÐID
r
Þriðjudagur 28. sept. 1965
ÞJÓNNINN. Leikstjóri Joseph
Losey. Framleiðendur: Losey
& Norman Priggen. Handrit:
Harold Pinter, eftir sögu
Robin Maugham. Kvikmynd-
un: Douglas Slocombe. Tón-
listí Johnny Dankworth.
Brezk frá 1963. 111 mín. ís-
lenzkur texti. Kópavogsbíó.
Þjónninn (The Servant) er
líklega ein athyglisverðasta
kvikmynd sem sýnd hefur
verið hér á landi í langan
tíma. Það er kannske einkenn
andi fyrir okkar tíma, að
beztu kvikmyndir sem nú eru
gerðar fjalla á einhvern hátt
um siðspillingu og niðurrif
mannlegra „dyggða“. í Þjónn-
.nn er húsbóndinn í upphafi
Tony (James Fox), ungur
piltur nýkominn frá Afríku,
þar sem hann hefur vanizt
því að við hann sé stjanað
og dekrað. Foreldrar hans eru
nýlátnir og hann hefur keypt
sér hús í London. Nú vantar
hann einhvern sem vill stjana
við hann. Hann velur þjóninn
Barrett (Dirk Bogarde), sem
finnur að þessi veikgeðja og
áhrifagjarni ungi maður er
ákjósanlegt viðfangsefni. í
Húseignin Óðinsgnln 30
er til sölu. í húsinu eru 2 litlar íbúðir, verzlunar-
húsnæði, geymslur og fL — Uppl. gefur
Svavar Pólsson, lög. endurskoðandi
Sími 38175.
Verzlunarstjóri
Ein af eldri húsgagnaverzlunum bæjarins, óskar
eftir að ráða mann, sem getur veitt verzluninni.
forstöðu. Upplýsingar um menntun og fyrri störf,
sendist blaðinu fyrir 5. október n.k. merkt: „6434“.
Til sölu
Vefnaðarvöruverzlun við Skólavörðustíg.
ÓLAFIJR ÞORGRÍMSSON, HRL.
Austurstræti 14, Reykjavík.
Húsgögn
Eigum von á takmork-
uðu magni af stílhús-
gögnum frá Ung-
verjalandi, svo sem
kommóðu, borðstofu-
húsgögnum í „HEPP-
ELWHITE“ o. fl.
Myndir með nánari upplýsingum eru til
sýnis í verzlun okkar.
Kristján Siggeirsson hf.
Laugavegi 13 — Sími 13879.
fyrstu dekrar Barrett við
hann. Allt sem Tony æskir,
er Barrett þegar búinn að
framkvæma, áður en hann
hefur orð á því, og leikur á
á allan hátt á veikleika hans.
Smám saman er Tony orð-
inn svo háður Barrett, að
hann getur ekki lifað án hans.
jBarrett hefur raunar tekið að
sér hlutverk húsmóðurinnar,
sem öllu ræður í lifi piltsins,
óbeint þó. Vinkona Tonys,
Susan (Wendy Craig), skynj-
ar þetta og á milli þeirra á
sér stað sífellt einvígi um
ráðin yfir Tony. Barrett sér
að hún er óvinur sem verður
að ryðja úr vegi, því hann
vill einnig ráða í svefn-
herbergi Tonys. Hann ræður
þj ónustustúlku, Veru (Sarah
Miles), sem hann segir að sé
systir sín, en er raunar ást-
kona hans. Með því að koma
henni í bólið hjá Tony, nær
hann enn betri tökum á hon-
um og rýfur nær algjörlega
samband hans við Susan. En
þegar Tony og Susan koma
að Barrett og Veru í sæng
Tonys, rekur hann þau burt.
En nú koma áhrif Barretts í
Ijós. Tony reikar stjórnlaus og
eirðarlaus um krár, einmana
og raunar aðeins hálfur mað-
ur, þar til hann rekst að lok-
um á Barrett, sem hann tekur
aftur í sátt. En nú er það
Barrett sem smám saman nær
yfirtökunum. Barrett heldur
honum innanhúss í því hreiðri
sem þeir búa einir. Hann fær-
ir honum áfengi og hvað sem
er og hefur hann algjörlega á
sínu valdi. Leikur við hann
barnalega leiki ,sem þó bera
keim af kvalanautn. Vera
kemur aftur, og Barrett rífur
hana úr faðmi Tonys og rek-
Ur burt. Susan reynir seinast
að heimsækja Tony, þegar
Barrett er í þann mund að
halda einkennilegt samkvæmi
á því heimili sem hann ræð-
ur nú. Eftir að hafa náð á-
kveðnu valdi á Susan rekur
hann hana út ásamt öðrum
gestum, en hvíslar að einni
furðukerlingu í rándýrum
pelsi: „Komdu aftur annað
kvöld — og hafðu John með“.
Síðan setur hann slagbrand-
inn fyrir dyrnar og lokar
þessu einkaheimsveldi sínu
fyrir öllum utanaðkomandi.
Tony horfir aðeins drykkju-
sljóum augum á og lætur
hann ráða. Nú er þjónninn
orðinn húsbóndi og húbónd-
inn þræll.
Losey segir í mjög upplýs-
andi samtali í tímaritinu
Film, að myndin fjalli um
þj ónustulundina, sem allsstað-
ar ríki í þjóðfélaginu í dag.
Gagnvart peningum, yfirmönn
um, kennurum, eiginkonum.
Maðurinn er hlaðinn sektar
og þjónustukennd gagnvart
siðareglum trúar og þjóðfé-
lags. Myndin fjallar um þræls
lundina bæði hjá þeim sem
ræður og undirmanninum.
Þessi þjðfélagsádeila á nokk-
uð erfitt uppdráttar í mynd-
inni, því atburðir og persón-
ur hennar eru á vissan hátt
óraunverulega langt frá venju
legu mannlífi. Þetta virðist
Barrett kyndir undir veik- lyndi hins siðvana Tonys, þar
til hann hefur hann algjör- lega í hendi sér.
einangrað fyrirbrigði og á-
deilan verður því ekki eins
sterk og höfundur hefur ætl-
azt til. Annað „element“ í
myndinni sýnist sterkara í
þessu óraunverulega um-
hverfi, ekki þjóðfélagslegt
heldur einstaklingsbundið. —
Verður því sambandið hús-
bóndi og þjónn tvírásað. Yfir-
ráð þjónsins yfir húsbóndan-
um eru ekki aðeins stéttar-
legs eðlis. Duldar hvatir
liggja á bak við margt í sam-
skiptum Tonys og Barretts.
Eins og Losey segir í fyrr-
greindu samtali: Margir munu
varir við hinn hómósexúela
grunn, eða sjá hann aðeins
eftir nokkra umhugsun. Aðrir
munu aldrei koma auga á
hann. Þannig vildi ég hafa
myndina og þannig tel ég hún
hafi meiri áhrif. Eitt af því
sem myndin gæti haft áhrif á,
er að gera kynferðislega af-
stöðu víðsýnni og draga úr
einföldun afstöðunnar gagn-
vart kynferðisvandamálum
myndarinnar. En ég held að í
hverju innilegu sambandi,
hvað sem kynferði líður, þá
sé það sterk kynferðisleg upp
spretta sem sá innileiki
sprettur frá.“
Þessi þáttur sem Losey vill
dylja að nokkru, kemur samt
víða fram í myndinni. Þar
notar hann m. a. ýmis tákn,
sum auðsæ. Þegar Tony fellur
fyrst með Veru, þá notar
Losey hljóðfall dropanna sem
falla úr krananum sem tákn.
í feluleik Tonys og Barretts,
sem er raunar atriði kvala-
fýsnar, notar hann aftur
dropahljóðfallið sem symól-
iska bendingu þess, að hið
sama eigi sér nú stað og í
fyrra atriðinu. Losey setur
einnig upp heilt atriði ein-
ungis til að koma fram játn-
ingu þeirra á kvalafýsninni
sem ríkir í báðum. Mestu á-
nægjustundir þeirra voru sem
nýliðar í hemum, en þar
grasserar sadisminn í garð
nýliðanna, sem látnir eru
sæta hvað mestri niðurlæg-
ingu. •
Leikskáldið Harold Pinter,
sem kunnur er af Húsverðin-
um í Þjóðleikhúsinu, hefur
gert handritið og tekizt mjög
vel. Það er mjög í anda Pint-
ers, þar sem húsið eða á-
kveðið herbergi er sérstakur
heimur, lokaður frá veröld-
inni úti; hreiður blekkingar-
innar. Hvert atriði er tvírætt
og hverja setningu, eins og í
leikriti Pinters, má skilja á
marga vegu. Því miður er ís-
lenzka þýðingin á hárnákvæm
um og margræðum texta
myndarinnar stundum furðu-
lega ónákvæm og jafnvel
skemmandi. Er það leiðinleg-
ur blettur á annars ágætum
þýðingum Lofts Guðmunds-
sonar. Svið það sem Losey
hefur skapað með hjálp mál-
arans Richards MacDonalds
er afburðagott og samsvar-
andi er sérstæð kvikmyndun
og kontrastarík lýsing Slo-
combes. Myndríki Losey er
mikið og sviðsnotkun hans
sérkennileg og heillandi, þótt
væna megi hann um ofnotkun
á speglamyndum á stundum
og tilhneigingar til að of-
skreyta og útsauma mynd-
vefnað sinn. Ýmis aukaatriði
falla t. d. ekki vel inn í mynd-
ina og virðast útúrdúrar,
nema um sé að ræða blindu
manns fyrir táknum Loseys.
Má þar nefna kaffihúsa-
atriðið, þar sem fram koma
leikskáldin Pinter og Alun
Owen, ásamt tveimur lesbisk-
um konum og „dúbíós“ klerk-
um. Máske á það að vera ein-
hverskonar svipmynd af spill
ingu mannlífsins í heild. Ann
ars notar Losey oft svo dúlin
tákn að erfitt er að ráða í
þau. Barokkstíll hans er
skemmtilegur og áhrifaríkur,
einnig smáatriðadýrkun hans.
Margræði í stíl og tali (sem
er mikið og blæbrigðaríkt,
svo minnir á leikhús) er
meistaralega unnið á sinn
hátt, þótt ekki falli öllum í
geð og þyki jafnvel tilgerðar-
legt. Margt sem Losey segir
verður stundum ekki fullljóst
fyrr en við aðra sýn myndar-
iimar.
Sjaldan eða aldrei hefur
Dirk Bogarde leikið betur,
enda er eins og hlutverk
Barretts sé samið fyrir hann.
Sú niðurbælda slægð sem ein-
kennir Barrett er túlkuð frá-
bærlega. James Fox, nýliði í
kvikmyndum, fellur einnig al
gjörlega að persónu Tonys;
ungur laglegur maður, sem
ber með sér útlifun og lífs-
þreytu ungs gamalmennis.
Miður hefur tekizt til með
kvenhlutverkin og höfundar
frekar vanrækt þau. Wendy
Craig hefur vanþakklátasta
hlutverkið á hendi, stendur
sig vel en virðist ekki hafa
beint í hlutverk yfirstéttar-
stúlkunnar. Sarah Miles er
þrátt fyrir nokkra tilgerð
hæfilega gáluleg og girnileg
sem hin bólkáta Vera. Loks-
ins virðist uppáhalds setning-
ar Tónabíós og Kópavogsbíós
um „eina allra sterkustu
mynd, sem hér hefur verið
sýnd“, eiga nokkurn rétt á
sér. Því hér er á ferðinni
nijög sterk og áhrifarík mynd.
Pétur Ólafsson.