Morgunblaðið - 14.10.1965, Side 12
12
MÖkGUN BLAÐIÐ
Fimmtudagur 14. o1-1'her 1965
VfcöW
TUNGARÐINN TUNG/
GÁRÐI
u
Vinnur að jurtakynbdtum
í Suðaustur-Asíu
Rætt við Dr. Björn Sigurbjörnsson
r YRIR nokkru var á ferð
hér á landi dr. Björn Sigur-
björnsson. Dvaldist hann hér
I mánuð í sumarleyfi. Við not-
um tækifærið og röbbum við
hann nokkra stund. Dr. Björn
er vel þekktur hér á landi
fyrir starf sitt við Búnaðar-
deild Atvinnudeildar Háskól-
ans, þar sem hann vann að
jurtaerfðafræði og kornrann-
sóknum. Við spyrjum dr.
Björn um starf hans erlendis
og farast honum orð á þessa
leið:
— Ég vinn sem deildarstjóri
við jurtakynbóta- og erfðafræði-
deild, sem heyrir undir FAO og
Alþjóðakjarnorkumálastofnunina.
Bækistöð mín er í Vín. Þarna í
Vín eru 800 manns við hverskon-
ar kjarnorkurannsóknir. 25 km
aunnan við Vín eru rannsóknar-
stöðvar og þar hefir landbúnað-
urinn allgóða aðstöðu. 90% af
starfi þessara stofnana er fyrir
þróunarlöndin og mitt svæði er
í SA-Asíu og þess vegna er starfs
svið mitt nær eingöngu hrís-
grjónarannsóknir. Markmiðið er
að auka framleiðsluna í þessum
löndum, því stöðugt er þörf auk-
innar fæðu vegna hinnar stór-
felldu fólksfjölgunar. Fram-
leiðsluaukningin er fengin með
því að nota við hana geislun og
afbrigði valin eftir því hve
snemmþroska þau eru og hve
mótstaðan. er mikil gegn sjúk-
dómum, sem herja plöntutegund-
ir þarna í stórum stíl.
Minn þáttur í starfinu er að
skipuleggja rannsóknarverkefnin
með því að hafa samband við
skóla og þá fáu lærðu, sem fyrir
eru í hverju landi. Síðan hittast
rannsóknarmennirnir á árlegum
fundum og bera saman bækur
sínar. Jurtakynbæturnar eru að
sjálfsögðu mitt sérsvið.
Mjög athyglisverður þáttur I
þessu starfi er útrýming skordýra
en sá þáttur heyrir þó ekki beint
undir mína deild. Útrýmlng skor-
dýranna tíðkast nú mjög með
þeim hætti að stráð er miklum
fjölda ófrjórra skordýra innanum
Wn frjóu. Finna mörg hinna
frjóu sér maka meðal hinna ó-
frjóu en geta engin afkvæmi og
þannig deyr skordýrategundin út,
eftir að ófrjóum dýrum hefir ver-
iS blandað saman við nægilega
aft.
— Hvað eru jurtakynbætur
með geislum, dr. Björnr
— Geislakorn er talsvert þekkt
hér á landi. Korntegundir, sem.
hafa verið valdar íil útsæðis eftir
að stökkbreytingar hafa verið
gerðar á þeim með geisiun, eru
harðgerðustu korntegundir, sem
nú spretta. Hér á landi þekkjum
við Mary-kornið, sem er sænskt
og framleitt af prófessor Gustav-
son, sem talinn er faðir þessarar
tækni, þ.e. jurtakynbóta með
geislun.
— Starf þitt er í fjarlægum
heimshluta. Ferðalög hljóta því
að vera snar þáttur í því?
Dr. Björn Sigurbjörnsson.
— Já. Ég ferðast geysimikið og
nánast er starfið mest ferðalög,
en nú tekur það ekki langan tíma
að ferðast milli heimshluta. Ég
hef á ferðum mínum farið til 30
ríkja. Þrátt fyrir þetta hef ég
lengst verið í burtu frá heimili
mínu í Vín aðeins tæpar 4 vikur.
— En hvað ségir þú mér um
sérfræðilega aðstoðarmenn? Er
ekki erfitt að fá þá?
— Við reynum eftir föngum að
útvega sérfræðinga til ferða til
hinna einstöku landa, þar sem
skortur er sérmenntaðra manna.
Eitt af hlutverkum mínum er að
útvega ungum námsmönnum
styrki til frekara náms og velja
fyrir þá skóla og menntastofnan-
ir er þeim henta bezt með tilliti
til þess að við reynum að tengja
námið saman við þau verkefni,
sem við erum að vinna að. Einn
íslendingur vinnur um þessar
mundir verkefni sem þessi og
stundar jafnframt nám.
• — En hvað um starfsemi
Alþ j óðak j arnorkus tof nunarinnar
hér á íslandi?
— Það ríkir fyrir því áhugi
með ráðamönnum stofnunarinnar
að hér á íslandi yrði sett upp
ofurlítil verksmiðja til að geisla
fisk svo flytja mætti hann á er-
lendan markað í fersku ástandi.
Hann yrði því hvorki frystur né
saltaður, aðeins geislaður og að
sjálfsögðu er það algerleg hættu-
laus aðgerð á fiskinum fyrir þá
sem hans neyta. Geislun er nú
notuð við geymslu margra mat-
vælategunda, svo sem á kartöfl-
um, svínafleski og hveiti.
•— Og hvað hyggstu svo starfa
lengi að þessum málum erlendis,
dr. Björn?
-— Ég hef nú unnið við stofn-
unina í 2 ár og verð a.m.k. eitt
ár í viðbót, en við þann tíma er
fjarvistarleyfi mitt frá Atvinnu-
deildinni hér miðað. Hvað skeður
að þeim tíma liðnum er enn allt
óráðið.
— Er starfið skemmtilegt og
vel launað?
— Þetta er bæði skemmtilegt
starf og einnig býður það upp á
fjölda verkefna, þar sem sér-
kunnáttan nýtist út í æsar. í ann-
an stað gefur starfið mjög sæmi-
lega lífsafkomu, þar sem maður
þarf ekki að leita sér aukastarfa
til að geta lifað sómasamlega.
Auk þess vinnur þarna úrvalsfólk
allstaðar að úr heiminum. Ég er
þarna eini íslendingurinn, segir
Þáttur kólesterol-
sins í bló&inu
SEM kunnugt er^hefir hér
á landi verið talsVert rætt
um mataræði og einkum
hættu þá er stafar af mik-
illi neyzlu dýrafeiti og þá
sérstaklega fyrir þá, sem
hæga innivinnu stunda.
Leidd hafa ve*ið rök og
gagnrök í þessu máli
í hinu heimskunna tíma-
riti „World Helth“, sem út
kom í júní-júlí í sumar eru
mjög athyglisverðar grein-
ar um það sem nýjast er í
hjartarannsóknum. Einn
kaflinn f jallar um kolester-
ólið í blóðinu og fer hann
hér á eftir:
Mataræði er oftast kennt
um, og á síðari árum hefur
það komizt í tízku að benda
ásakandi á kólesterol, þegar
þessi mál hefur borið á góma.
Enginn vafi leikur á því, að
breytingar, sem benda til þess
að kólesterol sé sökudólgur-
inn, verða á slagæðum dýra,
sem fá ríkulegt magn af kól-
esteroli í fæðunni. En rann-
sóknir, sem gerðar hafa verið
á allra síðustu árum í fjöl-
mörgum rannsóknarstofnun-
um, hafa sýnt fram á, að kól-
esterolinu sjálfu er ekki að
kenna um hörðnun æðaveggj-
anna, heldur er þarna óbeint
samband á milli; þannig að
aukið kólesterolmagn í blóð-
inu er merki um truflanir á
efnaskiptastarfseminni. Aukn-
ing kólesterols í blóðinu er
ekki eingöngu komin undir
magninu, sem er í fæðunni,
heldur því magni, sem mynd-
ast við starfsemi líkamans.
Magn og samsetning fitunn-
ar í fæðunni virðist vera
mikilvægt atriði. Dýrafeiti,
sem inniheldur aðallega mett-
aðar fitusýrur, eykur fitumagn
blóðsins í rikari mæli en sama
magn af ómettuðum fitusýr-
um, og hið síðarnefnda getur
jafnvel dregið úr kólesterol-
innihaldi blóðsins. Vandamál-
ið liggur samt engan veginn
svona ljóst fyrir. Nefna má
tvö einkennileg dæmi, sem
ekki er hægt að skýra með
framansögðu. Stríðsmenn Sam
buru-ættbálksins í Kenya
drekka 8—10 lítra af kúa-
mjólk daglega um regntím-
ann, og fjárhirðar í Sómalíu
drekka úlfaldamjólk í svo rík-
um mæli, að hún sér þeim fyr-
ir 6.000 hitaeiningum (kalórí-
um) eða 300 grömmum af
dýrafitu á hverjum sólarhring.
Hjá báðum þessum aðiljum er
kólesterolmagn blóðsins næst
um hið sama og lægsta meðal-
tal, sem mælzt hefur í Evrópu,
og hjá hvorugum fundust
merki um harðnandi æða-
veggi.
df. Björn Sigurbjörnsson að lok-
um.
— vig.
Vaxandi gengi grasmjölsins
EKKI alls fyrir löngu birtist
í Frey all-sérkennileg grein
um grasmjölsrannsóknir á
Norðurlöndum. Undirskrift
greinarinnar var „Norden“. í
tilefni þessa snerum við okk-
ur til Gunnars Bjarnasonar,
kennara á Hvanneyri, og báð-
um hann segja okkur hvað
nýjast væri í þessum efnum í
heiminum, en hann fylgist
manna bezt með þessum mál-
um, af hlutlausum aðilum,
vegna fóðurfræðikennslu sinn
ar og samningu bókar um bú-
fjárfræði. Gunnar segir svo
frá:
— Það er mikilvægt, að odd-
vitar atvinnulífsins hafi trú á
þekkingu og vísindastarfsemi. Ef
brjóstvitsmenn og illa menntaðir
menn ná vísindastofnunurn á
sitt vald, verða þær að engu
gagni eða til ógagns; geta hindr-
að framkvæmdir og nýjungar
með úrtölum og bölsýni.
Grasmjölsverksmiðjurnar í
landinu, að Hvolsvelli, Brautar-
holti og Gunnarsholti, eru glæsi-
legustu landbúnaðarnýjungar hér
á landi. „Rationalisering“ í bú-
skap er sú vísindagrein, sem
menntuð lönd leggja mest kapp
á þessi árin. Þetta eru verkvís-
indi. Jóhann Franksson og Helgi
Þorsteinsson voru hér brautryðj-
endur í „rationaliseringu“ bú-
skapar, sem nefna má slíku
nafni. Þetta orð nær ekki niður
til einyrkjabúskapar, þótt stór-
kot megi kallast. Þar koma
dyggðirnar, verklagni og hag-
sýni að gagni. Brautryðjendur
einkaframtaksins á þessu sviði
voru hins vegar bræðurnir i
Brautarholti, synir hins lands-
þekkta bónda, Ólafs Bjarnasonar.
Ef einhverjir menn halda, að
þessar framkvæmdir séu afleið-
ing af vísindalegum afrekum ís-
lenzkra búvísindastofnana og fyr
ir áeggjan þaðan, þá er það mjög
fjarri sanni. Úrtölur og andróður
var þeirra hlutur, ,en saga þeirra
skal ekki frekar sögð, nema óskir
komi fram um það. Mörgum iðju-
verum er hjálpað af stað, þegar
um nýjungar er að ræða, s. s.
ætlunin er með gúrverksmiðju
við Mývatn og alúmínverk-
smiðju, en verksmiðjur til að
framleiða úrvals-fóðurbæti úr is-
lenzkum grösum fá enga aðstoð
eða vernd. Það væri svo sem í
lagi, ef það væri raunin með all-
an atvinnurekstur, sem til gagns
er í þessu landi.
Lúzernumjöl og grasmjöl er i
mjög vaxandi áliti meðal mennt-
aðra búnaðarþjóða, og j/ísinda-
menn á þessu sviði telja flestir,
að hér sé um að ræða fóðuröfl-
unarleiðir framtíðarinnar.
í mörgum löndum er verið að
rannsaka gildi lúzernumjöls í fóð
urbæti mjólkurkúa, en sjónarmið
eru breytileg, svo að ég ætla
ekki að sinni að ræða nánar um
það, en grasmjöl er notað nú þeg-
ar í miklum mæli í kúafóður-
blöndur í ýmsum löndum, eins og
ég hef áður sagt frá í greinum.
Hins vegar gegnir lúzernu-
mjöl mjög mikilvægu hlutverki í
fóðri svína og alifugla, og er ver-
ið að gera ýtarlegar rannsóknir
á þessu í Bandaríkjunum, og er
þeim veitt athygli í búmenntuð-
um löndum.
Grasmjölið okkar er ennþá
betra og fuilkomnara fóður en
lúzernumjölið, og ættum við að
geta notað það í miklu meira
magni en lúzernumjöl e rnotað.
Dr. T. J. Cunha við háskólann
í Flórída, dr. Beeson við tilrauna-
stöðina í Purdue, prófessor Wahl-
strom vi8 tilraunastöð háskólans
í Suður-Etakota og margir fleiri
amerísk* vísindamenn hafa sl.
ár unnið að rannsóknum á gildi
lúzernumjöls og grasmjöls í fóðri
svína. í júníhefti tímaritsins „Pig
Farming" er sagt frá nýlegri bók
dr. Cunha og tilvitnuð eftirfar-
andi orð hans um gildi grasmjöla
í fóðri svina:
„Dúzernumjöl hefur í sér ein-
hverja ennþá óþekkta „faktora**,
er hafa mikilvægt gildi fyrir svín
í uppvexti, sem verka mánuðum
seinna á hæfileika gyltanna til að
frjóvgast, ganga með fóstur og
fóstra og fæða grísina eftir fæð-
ingu. 5% af næringargildinu næg
ir ekki til að þessar verkanir
komi í ljós. 10 eða jafnvel 15%
af lúzerunmjöli verður að hafa 1
fóðrinu til að þessir „óþekktu
faktorar“ geri sig gildandi I
fóðri, sem blandað er að mestu
úr maísmjöli og soyamjöli". Öll-
um tilraunum þessara manna ber
saman um, að miklu betri árang-
ur fáist í frjósemi gyltna, far-
sæld um meðgöngutímann og eft-
ir got, ef gefið er um 10% af lúz-
ernumjöli í fóðrinu i stað aðeins
2—3%, eins og víða hefur verið
venja að hafa, t.d. á Norðurlönd-
um. Greinarhöfundurinn í „Pig
Farming“, ritstjórinn Alan Ward,
lýkur máli sínu með þessum orð-
um: „Maður undrast og spyr,
hvers vegna brezkir vísindamenn
á sviði landbúnaðar hafa alger-
lega sniðgengið (totally ignored)
þessar sláandi niðurstöður, sem
mætti hagnýta til aukins gróða
fyrir svínakjötsframleiðendur
(commercial pig breeders)".
Vegna furðulegrar afstöðu
nokkurra manna hér á landi til
notkunar á grasmjöli í fóðri
fugla, vil ég birta hér niðurstöð-
ur rannsókna, sem gerðar voru á
Framhald á bls. 16