Morgunblaðið - 17.10.1965, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 17. október 1965 ]
Bygging Suðurlandssjúkrahúss
hefst væntanlega árið 1967
Heilbrigðismálaráðherm á
fundi með sjúkrahússtjórninni
SVO sem margoft hefur verið
frásagt eru sýslurnar á Suður-
landi samningsbundnar sín á
milli um að byggja og reka á
Selfossi sjúkrahús fyrir Suður-
land allt.
Gerir samningurinn ráð fyrir,
að sjúkrahúsið verði endanlega
fyrir 120 sjúkrarúm en verði
byggt í áföngum, fyrsti áfangi
fyrir allt að 60 sjúkrarúm og
allar vinnustofur.
Fyrirætlun þessi var rædd á
fundi, sem sjúkrahússtjórn hélt
með landlækni 7. sept. í fyrra
og í framhaldi af þeim fundi var
rætt við heilbrigðismálaráðherra
og fulltrúa hans og óskað eftir
fyrirgreiðslu þeirra. Skömmu síð
ar fól heilbrigðismálaráðherra
húsameistara ríkisins að skipu-
leggja sjúkrahúslóðina og hefja
annan undirbúning að uppdrátt-
um í samvinnu við sjúkrahús-
stjórn. I>að starf stöðvaðist þó
með öllu, . er tilboð barst um
ókeypis aðra lóð en þá lóð á Sel-
fossi, sem samningur sýsianna
gerði ráð fyrir.
Svo sem greint er frá í skýrslu
sjúkrahússtjórnarinnar, sem birt
var í sumar í Suðurlandsblöðun-
um tveimur, „Suðurlandi" o.g
Þjóðólfi, getur sjúkrahússtjómin
ekki ráðizt í framkvæmdir við
sjúkrahúsið, fyrr en fyrsta fjár-
veiting er veitt til þess- í fjár-
lögum. Er það samkvæmt ákvæði
í nýju sjúkrahúslögunum. >að er
því kappsmál Sunnlendinga, að
fjárveiting verði vöitt sem fyrst,
og til að kanna horfur á því svo
og til að ræða málið nánar að
öðru leyti, bað sjúkrahússtjórnin
heilbrigðismálaráðherra að koma
til fundar við sig á Selfossi.
Fundur nieð heilbrigðismála-
ráðherra á Selfossi
Heilbrigðismálaráðherra, Jó-
hann Hafstein varð góðfúslega
við þeirri ósk og sótti hann fund
sjúkrahússtjórnarinnar á Selfossi
2. október sl. ásamt fulltrúa sín-
um Jóni Thors.
Umræðuefni var sem fyrr seg-
ir undirbúningsaðgerðir og hve-
nær vænta mætti fyrstu fjárveit-
ingar til sjúkrahússins. Ráðherr-
ann gerði grein fyrir því, að
ríkissjóður stendur í þungbærum
skuldbindingum við byggingu
nýrra sjúkrahúsa, sem nú eru í
smíðum í höfuðstaðnum, Vest-
mannaeyjum og víðar, og taldi
hann, að varla þyrfti að vænta
framlags til sjúkrahúss Suður-
lands, fyrr en þessum nýbygg-
ingum væri að mestu lokið. Sagð-
ist ráðherrann reikna með, að
svo yrði 1967, og því mætti búast
við, að fyrsta fjárveiting tii
sjúkrahúss Suðurlands yrði veitt
það ár.
Bæði ráðherrann og fulltrúi
hans lögðu ríka áherzlu á, áð
uppdráttum og gostnaðaráætlun-
um yrði lokið í tæka tíð.
Bréf ráðuneytisins
Ráðuneytið staðfesti síðan nið-
urstöður fundarins með bréfi
dags. 6. þ.m., sem hér fer á eftir:
„Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið
Reykjavík, 6. októfoer 1965.
í framhaldi af fundi heilbrigðis
málaráðherra með stjórn sjúkra-
húss Suðurlands 2. þ.m. og með
vísun til fyrri viðræðna og bréfa
skrifta, tekur ráðuneytið hér
fram, að það samþykkir að
fengnum tiUögum landlæknis, að
haldið verði áfram skipulagn-
ingu lóðar og hafinn undirbún-
ingur að byggingu héraðssjúkra-
húss, er rúmi allt að 60 sjúklinga,
fyrir Suðurland að Selfossi, og
gengur ráðuneytið út frá því, að
sjúkrahúsið verði reist á lóð
þeirri, sem stjórn sjúkrahússins
og sýslunefndirnir hafa sam-
þykkt.
Ráðuneytið fellst einnig á, að
undirbúningsvinna og teikningar
verði unnið á vegum húsameist-
ara ríkisins. Við gerð uppdrátta
ber að hafa samráð við land-
iækni og ráðuneytið og verði
miðað við, að hlutverk sjúkra-
hússins verði að sinna eftirtöld-
um sjúklingum:
1. Sjúklingum með bráða sjúk-
dóma og slys, sem örðugt er að
sepda á. sérdeildasjúkrahús i
Reykjavík.
2. Hjúkrunarsjúklingum, sem
hafa fengið rannsókn og fyrstu
meðferð á sérdeildum, eftir því,
sem nauðsynlegt er talið.
3. Fæðandi konum, *
Þegar uppdrættir og nákvæm,
sundurliðuð kostnaðaráætlun
liggur íyrir, skal samkvæmt 1»
málsgr. 11. gr. sjúkrahúslaga nr.
54/1964 leggja þá fyrir ráðuneyt-
ið og á það skal ibent, að því að-
eins er heimilt að hefja fram-
kvæmdir, að alþingi samþykki
fjárveitingu til framkvæmdar-
innar, siþr. 2. málsgr. 11. gr.
nefndra laga, en þess er ekki að
vænta, að fjárveiting fáist fyrr
en í fyrsta" lagi árið 1967.
Verkið er þegar hafið.
Mörgum Sunnlendingunf mun
þykja löng biðin eftir byrjuninni
til 1967 að minnsta kosti, en
menn verða að athuga, að svo er
ekki sem sýnist. Á undirbún-
ingsvinnunni hvílir allt fram-
haldið og sú vinna er þegar haf-
in. Því hléi, sem á henni hefur
orðið, mun nú ljúka og samstarf
sjúkrahússtjórnarinnar og húsa-
meistara ríkisins hefjast á ný. Er
varlegt að áætla, að þessu undir-
búningsstarfi verði lokið á
skemmri tíma en einu til tveimur
árum.
Sjúkrahúsmál Sunnlendinga
er því á réttri leið. Sjúkrahús-
stjórnin foer fyllsta traust til
heilbrigðismálaráðherra og ráðu-
nauta hans í þessu máli og er
Iþess fullviss, að innan tiltölulega
skamms tíma muni vandað og
glæsilegt héraðssjúkrahús Sunn-
lendinga tilbúið til starfa.
ivfatthías Ingibergsson
formaður
Gunnar Sigurðsson
ritarL
Dagur Blindra-
vinaféðagsins
SUMRI hallar, hausta fer, og
enn á ný þarf að safna og dreifa
til þeirra, sem þörfina hafa. Fyrir
árlega haustsöfnun Blindravina-
félags fslands með sínar starfs-
stöðvar í Ingólfsstrætí 16 og
Bjarkargötu 8 hefur jafnan
verið hægt að framkvæma marga
nauðsynlega hluti fyrir blinda,
eldri og yngri á ýmsum stöðum,
styðja þá eldri til atvinnu og
ánægju af starfi, veita hinum
yngstu almenna menntun. Þetta
er rétt að fólk viti, sem gefið
hefur, og þetta ber að þakka
þegar aftur er knúið á dyr á
nýju hausti með sama erindi,
því að nýr tími rennur upp með
endurteknum skyldum og úr-
lausnarefnum. Og þó að mrg-
um finnist nóg um þessar miklu
og tíðu safnanir, eru allir ánægð-
ir yfir því, hve margt gott og
mannúðlegt er unnið fyrir
frjálsa fjársöfnun í okkar þjóð-
félagi og nú um helgina finnst*
þeim áreiðanlega betur farið að
hafa rétt blindum nokkrar krón-
ur, án þess að hugsa sérstaklega
um það, hxort happdrættismerk-
ið þeirra verður þeim sjálfum
að peningalegu gagni eða ekki,
en einhvers staðar mun sjón-
varpstækið og ísskápurinn lenda
meðal þeirra, sem láta af hendi
hrökkva til blindra í þessari
söfnun.
Með blindrakveðju,