Morgunblaðið - 23.10.1965, Page 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. október 199
JNttgtiiiWftfrife
Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Ey jólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnaríulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 5.00 eintakið.
HIÐ SAMEINANDI
AFL
¥ dag hefst hér í Reykjavík
ráðstefna Sjálfstæðisflokks-
ins um sveitarstjórnarmál. í
sambandi við þann fund verð-
ur svo haldinn fundur í flokks
ráði Sjálfstæðisflokksins.
Fundurinn um sveitarstjórn
armál er nýjung í starfsemi
Sjálfstæðisflokksins. Hann
hefur ekki áður kvatt til
slíkrar ráðstefnu'. En á henni
munu eiga sæti fulltrúar
flokksins í sveitarstjórnum
víðs vegar um land.
Á því fer vel að sveitar-
stjórnarmenn Sjálfstæðis-
flokksins hittast nú og bera
saman bækurnar. Á næsta ári
fara fram kosningar til bæj-
ar- og sveitarstjórna, og ber
nauðsyn til þess að þær séu
undirbúnar af árvekni og
dugnaði.. Hin ýmsu bæjar- og
sveitarfélög eiga að sjálf-
sögðu nú, eins og jafnan áð-
ur, við ýmis vandamál að
etja. Af hálfu núverandi rík-
isstjórnar hefur þó ýmislegt
verið gert til þess að bæta
aðstöðu sveitarfélaganna.
Það er mjög þýðingarmikið
fyrir almenning í landinu, að
dugandi menn veljist til for-
ustu innan bæjar- og sveitar-
stjórna, og á málum þeirra sé
haldið af framsýni og hygg-
indum.
★
Nauðsynlegt er að góð sam-
vinna ríki milli sveitarfélag-
anna og ríkisvaldsins, og
milli sjálfra sveitarfélaganna.
Er áreiðanlega æskilegt að sú
samvinna verði aukin til
muna í framtíðinni. Stækkun
sveitarfélaga kemur einnig
mjög til greina vegna þess,
hve örfámenn einstök sveitar-
félög eru orðin. Þessi örlitlu
sveitarfélög hljóta auðvitað
oft og einatt að vera vanmegn
ug þess að leysa viðfangsefni
sín og tryggja fólkinu þá þjón
ustu, sem nauðsynleg verður
að teljast.
Á flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins verður stjórn
málaviðhorfið í landinu rætt,
og afstaða tekin til margra
þýðingarmikilla mála. í
flökksráði eiga sæti allir
þingmenn flokksins, mið-
stjórnarmenn, fjármálaráð og
kjörnir fulltrúar úr öllum
kjördæmum. Flokksráðið tek-
ur því jafnan þýðingarmikinn
þátt í mörkun þeirrar stefnu,
sem Sjálfstæðisflokkurinn
berst fyrir á hverjum tíma.
★
Sjálfstæðisflokkurinn er í
dag, eins og jafnan áður, hið
sameinandi afl íslenzku þjóð-
arinnar. Hann hefur haft for-
ustu um hið mikla uppbygg-
ingarstarf, sem unnið hefur
verið í landinu á þeim tveim-
ur áratugum, sem liðnir eru
frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar. Sjálfstæðisflokk-
urinn skildi kall hins nýja
tíma, og barðist af frjálslyndi
og víðsýni fyrir fjölmörgum
þjóðfélagslegum umbótum,
sem gerbreytt hafa lífi ís-
lenzku þjóðarinnar. Til þess
ber því brýna nauðsyn, að ís-
lendingar haldi áfram að
treysta og efla Sjálfstæðis-
flokkinn til þess að gera hann
stöðugt færari um að gegna
hinu mikilvæga forustuhlut-
verki sínu í íslenzkum stjórn-
málum.
SUMARIÐ KVATT
CJumarið hefur verið kvatt. í
dag er fyrsti vetrardag-
ur. Sumarið 1965 mun fá góð
eftirmæli í íslenzkum annál-
um. Yfirleitt má segja að það
hafi verið hagstætt þjóðinni
til lands og sjávar. Heyskap-
ur var yfirleitt góður, sums
staðar frábær, en kalskemmd-
ir á Austurlandi sköpuðu aust
firzkum bændum vandkvæði,
sem bætt var úr með sameig-
inlegum átökum.
Sjávarafli var á þessu
sumri mikill, síldarafli meiri
en nokkru sinni fyrr, í skjóli
nýrrar tækni og kunnáttu.
Veðrátta’ var góð, sumarið
bjart og fagurt, og sólfar jafn-
vel meira en í mörgum ná-
grannalöndum okkar suður í
Evrópu.
★
Fyrir alla þessa árgæzku
ber að þakka nú þegar vetur
gengur í garð, og skammdegi
er framundan. En grös eru
ennþá græn og veður milt,
þótt vatnsflaumur spilli veg-
um og skapi erfiðleika í ein-
stökum héruðum. Þótt
skammdegisnóttin komi yfir
þetta norðlæga land nú, eins
og jafnan áður, er hún þó
ekki eins skuggalöng og þegar
fátækt og úrræðafeysi mótaði
allt líf og starf fólksins. Yl-
ur og birta í nýjum og glæsi-
legum húsakynnum hefur
leyst myrkrið í göngum
gömlu torbæjanna af hólmi.
Nýr tími er genginn í garð.
Ofurveldi vetrarins hefur ver
ið hrundið. Þess vegna geta
íslendingar gengið einnig á
móti Vetri konungi í bjart-
sýnni trú á lífið og framtíðina.
Byggingarsaga hljómleika
salaríns í Lincoln Centre
EINS ogr frá hefur verlð skýrt
í fréttum, byggðu Bandarikja-
menn fyrir nokkrum árum
hljómleikasal í Lincoln Centre
í New York, og var takmark-
ið að gera hann að „bezta“
hljómleikasai í Lincoln Center
ing hefur gengið allskrykkj-
ótt, einkum vegna þess, að út-
reikningar færustu hljóm-
burðarsérfræöinga hafa eng-
an veginn staðizt. Rúmlega 60
millj. ísl. kr. hefur verið var-
ið í ótal breytingar síðan sal-
urinn var fyrst tekinn í notk-
un, en það var árið 1962. Hér
á eftir fer ágrip af bygging-
arsögu þessa salar.
1961: Framkvæmdastjórn
Lincoln Centers tilkynnti að
samastaður New York Phil-
iharmonic myndi verða „bezti
hljómleikasalur Bandaríkj-
anna“.
1962: Hljómleikahcllin var
opnuð. Gagnrýnendur voru
þeirrar skoðunar, að hljóm-
burðurinn væri ómögulegur;
þurr, dimmur,. kaldur og flat-
ur. Hinir 136 sexhyrndu end-
urvarpsflekar í lofti salarins
voru hækkaðir og lækkaðir,
en það virtist ekki koma að
neinu gagni. Hljómdreifing í
salnum þótti afar ójöfn og hið
skoplega var, að ódýrustu
sætin á efstu svölum buðu upp
á kársta ihljóminn.
Hljóðfæraleikararnir kvört-
uðu yfir því að heyra ekkert
hvorir til annarrá á sviðinu
og töldu að salurinn væri ekki
annað en íburðarmikill 17.7
milljón dollara „glymskratti".
Sögusagnir gengu um það, að
hljómsveitir sem til borgar-
innar kæmu, mundu snið-
ganga þenna sal og leika held-
ur í Carnegie Hall, sem hefur
upp á mun mýkri hljóm að
bjóða. Einleikarar voru
felmtri slegnir og ræddu um
að aflýsa tónleikum. Fram-
kvæmdastjórn Lincoln Cent-
ers hélt hins vegar fram, að
það myndi taka eyrun nokk-
urn tíma að venjast salnum.
Hljómburðarfræðingur húss-
ins, Leo Beranek, sem áður en
bygging hófst hafði í fjögur
ár rannsakað alla beztu hljóm
leikasali heimsins , bað sér
vægðar: „Ég spáði því í upp-
hafi, að það mundi taka okk-
ur eitt ár að ganga endanlega
frá salnum.“ William Schu-
man, forseti Lincoln Centers,
hafði ekki annað að segja en
„Hjálp!"
1963: Hópur af hljómburð-
arsérfræðingum var kallaður
saman og lítillækkun gróf um
sig í sál Beraneks. Bilin milli
hinna 250 kg. loftfleka voru
að nokkru fyllt með svörtum
krossviði og sömuleiðis var
settur krossviður á hliðar-
veggi sviðsins. Blýtjald var
sett fyrir aftan hljómsveitina
og á það var sett hljóðdeyf-
andi trefjagler. Kostnaður við
þessar breytingar varð alls
21.1 millj. ísl. kr. Sérfræðing-
ur frá Bell símafélaginu var
fenginn til að rannsaka hljóm
burðinn með aðstoð rafheila.
Rafheilinn „sagði“ aðal vanda-
málin vera: skortur á bassa,
ójöfn hljómdreifing og flökt-
andi bergmál. Þetta var tekið
til athugunar og nauðsynleg-
ar umbætur gerðar. Gagnrýn-
endur töldu rafheilann vera
með „lausa skrúfu“, — eyru
þeirra væru honum ekki sam-
mála. Hljóðfæraleikararnir
sögðu að nú væri engu líkara
en að þeir væru að leika á
botninum í stórri tunnu. —
Eftir að hljómsveitarstjórinn
George Szell hafði stjórnað í
salnum í fjóra mánuði, hafði
hann þetta að segja um fram-
lag sérfræðinganna: „Hugsum
okkur konu, haltan mann og
rangeygðan kroppinbak með
tvær vörtur. Allt sem þessir
"sérfræðingar hafa gert, er að
fjarlægja vörturnar!“
1964: Þýzkur hljómburðar-
fræðingur, Heinrich Keilholz,
var fenginn til að taka að sér
yfirstjórn. Loftflekarnir voru
hækkaðir og bilin milli þeirra
að fullu hulin með krossviði.
Hinir upprunalegu sexhyrndu
flekar voru nú ekki annað en
loftskraut. — Bárumyndaðar
plötur voru settar á hliðar-
veggi sviðsins, salarveggir
endurbyggðir og loftkælikerf-
ið var hljóðdeyft. Kostnaður
alls: 14.4 millj. ísl. kr. Gagn-
rýnendur voru ennþá óánægð-
ir; töldu að bérgmáls yrði enn
þá vart og að bassinn, væri
orðinn dapfur og hljómlaus.
Almennt var þó álitið að
hljómurinn væri orðinn mun
mýkri en áðúr, en þó þyldi
salurinn engan samanburð við
Grosser Musikvereinssaal í
Vín, Concertgebouw í Amster-
dam eða Symphony Hall í
Boston, en þessir salir voru
állir byggðir áður en hljóm-
burðarfræðin varð að vísinda-
grein:
1965: Keilholz komst að
þeirri niðurstöðu, að áklæði
og gólfteppi drykkju allt of
mikinn hljóm í sig. Hið gull-
litaða gólfteppi var fjarlægt
og svartur gólfdúkur settur í
þess stað, Áklæði var tekið af
öllum sætum og skinn sett í
staðinn. Nýir hallandi endur-
varpsflekar voru settir á veggi
sviðsins. Kostnaður alls: 20
millj. ísl. kr. Gagnrýnendur
eru nú loks ánægðir og hljóð-
færaleikarar sömuleiðis. —
Hljómurinn er nú líflegri,
meiri styrkur hárra og djúpra
tóna og bergmálið að mestu
horfið. Dómur augans er aft-
ur á móti neikvæður; þessi
salur ,sem upphaflega var sér-
lega glæsilegur hefur tekið
miklum stakkaskiptum. Vegg-
irnir minna helzt á tómstunda
herbergi, bárumyndaðar vegg-
plötur stangast á við sex-
hyrndu loftflekana. Hinum
nýju sætum svipar einna helzt
til sæta í ódýru kvikmynda-
húsi, En þrátt fyrir allt, býð-
ur Philhapmonic-hljómleika-
salurinn nú loksins upp á við-
undandi hljómburð.
„Ef við höfum lært eitthvað
á þessu öllu saman “.andvarp-
ar arkitekt salarins, Max
Abramovitz, „þá er það það,
að hljómburðarfræðin er enn-
þá afar óáreiðanleg vísinda-
grein“.
(Þýtt úr „Time Magazine")