Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 23. októb«r 1983 MORGUNBLAÐIÐ 17 SJÓMANNAFÉLAG Reykja- víkur er 50 ára í dag. Það var slofnað laugardaginn 23. októ- ber árið 1915 í Bárubúð og nefndist fyrstu árin Háseta- félag Reykjavíkur. Stofnend- ur eru taldir vera 165 talsins, en meðlimir félagsins eru rúmlega 1.700 í dag. Á fundi með blaðamönnum í til efni afmælisins minntist formað- urinn, Jón Sigurðsson, þess, hversu miklar breytingar hefðu orðið á kjörum og öryggi sjó- manna á þeirri hálfu öld, sem félagið hefur starfað. I*ó væri ýmLslegt, sem enn þyrfti að halda áfram að berjast fyrir og mætti þar nefna lífeyrissjóð fyrir alla sjómenn og að trygging við dauða og örorku verði jafnhá fyrir alla sjómenn. í úrdrætti um sögu félagsins, sem formaðurinn hefur látið blaðinu í té, segir svo: Aðdragandi stofnunar félagsins „Um tildrög og undirbúning þessarar félagsstofnunar ségir svo, í tíu ára sögu félagsins, sem gefin var úr árið 1925. „Botnvörpuskipin leystu segl- skipin af hólmi. Sjómenn hugðu gott til breytingarinnar. Mánað- arkaup var hærra á botnvörpung um og mataræði stórum betra. En meingalli mikill fylgdi atvinn unni á þessum skipum. I>að voru vökurnar. Fyrst í stað var eins og sjómenn litu á þær sem óhjá- kvæmilegt böl, er hlyti að fylgja þessum veiðiskap. En þegar fram í sótti fóru menn að sjá betur og betur, að þær voru hvorttveggja í senn: óþarfar og óþolandi. Og jafnframt urðu þeir fleiri og fleiri sem sáu, að þetta böl varð ekki bætt með öðru en samtök- um sjómanna. Þess er áður getið að þegar þilskipaútgerðin hér var komin vel á laggirnar, fóru útgerðarmenn að snúa sér að því, að þröngva kosti sjómanna. Þessi saga endurtók sig, þegar botn- vörpuútgerðin var komin í fast- ar skorður. Kom þetta einkum niður á hlutarbótunum. Hlutar- bótin á botnvörpuskipunum var lifrin. Hana seldu útgerðarmenn, og andvirði skiptist milli skips- hafnar. Lifrin var í mjög lágu verði framan af, og þá varð þetta ekki að ágreiningsefni. En þegar lifrin hækkaði í verð, tóku út- gerðarmenn að skammta verðið eftir geðþótta. Vorið 1913 ritaði háseti einn grein í Verkamannablaðið: „Nokkur orð um lífið á íslenzku botnvörpungunum“. Þar segir meðal annars: „Óvissar tekjur þessara manna (þ.e. sjómannanna) eru lifrar- peningarnir. Þeir skiptast jafnt milli allra á skipinu nú, orðið, nema vélamanna og kyndara. En nú hafa útgerðarmenn komið sér saman um að við skyldum fá 10 kr. fyrir fatið af lifrinni þetta ár. Þetta er nokkurskonar ein- okun, sem nær yfir allan Faxa- flóa. Þessu verðum við að sæta, þó annarsstaðar á landinu séu gefnar 16—18 kr. fyrir fatið. Það er með öðrum orðum: Þeir eru búnir að taka af okkur næstum hálfa lifur“. Fleira er í þessari grein, sem varpar skýru ljósi yfir kjör há- seta á botnvörpungunum á þess- um árum. Þess má geta, að grein in vakti enga sérstaka athygli. þegar hún kom út, því hún sagði ekki annað en það, sem þá var Núverandi stjórn félagsins, frá vinstri: Óli Bardal, Pétur Thorarensen, Sigfús Bjarnason, Jón Sigurðsson, formaður. Kristján Jóhannsson og Jón Helgason. Á myndina vantar Hilmar Jónsson, sem er veikur, Pétur Sigurðsson, sem er erlendis, og Karl E. Karlsson, sem er á sjó. Sjómannafélag Reykjavíkur á hálfrar aldar af mæli í dag alkunna. Um vinnubrögðin far- ast „háseta“ svo orð: „Þegar bærileg er tíð, er alltaf verið að fiska, og eins og margir vita, eru engin vökuskipti á þess um skipum á fiskiríi, heldur standa allir í einu. Ef lítið fiskast, geta menn oft haft nægan svefn, en þó allt í smáskömmtum, t.d. oft ekki meira en 1 klst. í einu, og þykir það gott, en svo fer að fiskast meira og þá fer nú að versna í því, nú líður fyrsti sól- arhringurinn og svo annar, að ekki fær maður að sofna, en á þriðja sólarhringnum eru menn oftast látnir sofa eitthvað lítið. Ég veit, að fólki úr landi myndi oft bregða í brún að sjá þessa menn dragast áfram í fiskkös- inni, eins og þeir væru dauða- drukknir, og undir eins og þeir setjast niður að borða, eru sum- ir steinsofnaðir með nefin ofan í Nokkrir af stofnendum félagsins, sem gerðir voru heiðursfélagar á 25 ára afmæli þess. I fremri röð, frá vinstri: Jón Kristmunds- son, Björn Jónsson, Árni Sigurðsson, Hjörtur Guðbrandsson, Maríus Pálsson, Jón Guðnason, Björn Blöndal Jónsson, Eggert Páls- son. I aftari röð, frá vinstri: Jóhann Þorieifsson, Jón Páisson, Vilhjálmur Bjarnason, Jón Bach, Egill Ólafsson, Sigurjón Jónsson, Baidvin Einarsson, Eiríkur Þorsteinsson, Þórður Sigurðsson og Jón Jónsson. diskunum sínum. Svona geta full frískir menn, á bezta aldri, orðið, þegar búið er að ofbjóða þeim með vökum og vinnu. Nú er hætt að toga, og segir þá skipstjórinn, áður en hann fer niður að sofa: „Þið gerið svo að þessum fáu bröndum piltar“. Þessar „fáu bröndur" eru þá oft 6-—8 þúsund fiskar, og það endist mönnum, eins og þeir eru nú á sig komnir, vanalega 8—10 tíma, og veit eng inn nema sá sem reynt hefur, hvað menn taka út í þessari síð- ustu skorpu, eru þá líka oft komnir 60—70 tímar frá því menn hafa sofið eða hvílt sig. Nú fær maður að sofna, vana- lega í 5—6 tíma, svo byrjar sama skorpan aftur, en þá er maðúr orðinn úthaldslaus og þol- ir ekki að vaka jafnlengi næst, af því hvíldin var ekki nógu löng sem menn fengu fyrst. Sumir skipstjórarnir eru nú farnir að sjá, að þeir hafa helberan skaða af að láta menn vaka svona mik ið, og eru það einkum þeir eldri og reyndari, en sumir eru ennþá svo blindir og hrokafullir, að þeir hvorki sjá þetta né vilja sjá. Sér og útgerðinni til miikls tjóns láta þeir menn vaka þangað til þeir eru orðnir ónýtir til vinnu og dragast áfram með veikum mætti, af eintómri undirgefni og hlýðni, því þeir vita sem er: ef einhver gengur (að skipstjóra dómi) lakar fram en anhar, þá má hann bú.ast við að fá að „taka pokann sinn“ og fara í land við fyrsta tækifæri, en þá er hræðslan við atvinnuleysi, þegar í land er komið, svo menn eru eins og milli steins og sleggju, þeir kjósa heldur að láta pína sig og kvelja, heldur en að fara á vonarvöl. Þetta vita líka skip- stjórarnir. Þeir geta alltaf fengið menn, hvernig sem þeir haga sér við þá þegar út á sjóinn er kom- ið“. Svona var ástandið á botn- vörpungunum 1913. Kjör háseta Framhald af bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.