Morgunblaðið - 23.10.1965, Page 25
Laugardagur 23. október 1965
MORCU N BLAÐIÐ
25
— Hefur þú tekið eftir því,
að þegar kvenmaður biður um
eitthvað, þá lækkar hún rödd-
ina.
— Já, og ef hún fær það ekki,
hækkar hún röddina aftur.
>f,
— Konan mín segist ætla að
skilja við mig, ef ég hætti ekki
að leika golf.
— Sú er góð.
— Já, ég er viss um að ég mun
sakna hennar.
>f:
r — Hræðilegt að frú Guðrún
skuli vera búin að missa mann-
inn eftir eins árs sambúð.
— Þetta er að nokkru leyti
henni sjálfri að kenna. Hún vissi
vel áður en hún gifti sig að hann
kunni engar umferðarreglur.
SARPIDONS SAGA STERKA K— —-k— Teiknari; ARTHÚR ÖLAFSSON
Síðan sigu sanian fylkingar,
og hófst upp orrusta. Jarlsson
hafði skipt liði sinu í þrjár fylk
ingar, og var hann sjálfur fyrir
einni, Serapus fyrir annarri, en
Karbúlus fyrir hinni þriðju.
Viktor konungur hafði og þrjár
fylkingar. Stýrði hann sjálfur
meginhernum móti jarlssyni.
Aðra fylkingu hafði jarl sá, er
Sörli hét, og var hann móti
Serapusi, en fyrir hinni þriðju
var kappi sá, er Njörfi hét, og
skyldi hann þar að, er Karbúlus
var fyrir.
Gjörðist nú grimm orrusta
með hrópi og háreysti og braki
og brestum, þá er sverðin
gnustu á hjálmunum og skjöld-
unum. Verður nú eigi frá öllu
sagt í einu, og skal fyrst skýra
frá þvi, að Karbúlus ræðst á
fylking Njörva og veður eftir
henni endilangri með stórum
höggum og drepur á tvær hend-
ur allt hvað fyrir verður. Sér
þá Njörvi, að eigi má svo búið
standa, og sækir því móti Kar-
búlus. Finnast þeir, og höggur
Njörvi til hans. Karbúlus brá
við skiidinum, og hrekkur
sverðið út af og kemur á lær
honum, svo hann verður sár. En
er hann sér blóð sitt renna,
verður hann óður og tekur
sverðið tveim höndum og högg-
ur í hjálm Njörva og klýfur
hann í beltisstað. Þar eftir kast-
ar hann skildinum á bak sér
aftur og veður aftur fram um
herinn, svo allt hrökk fyrir.
>f
Sköllóttur maður segir við
annan mann: — Ég sé að þú
liggur á hægri hliðinni, er þú
eefur, því aft skeggið á þér er
miklu þynnra þeim megin.
— Já, og ég sé að þú stendur
á höfði, er þú sefur, svaraði þá
hinn.
>f
-— Það er svo kalt, þar sem við
vorum, sagði heimskautafarinn
viá keppinaut sinn, að ljósið á
kertinu fraus og við gátum ekki
slökkt það.
— Ekki er ég hissa á því, anz-
aði hinn. — Þar sem við vorum
Irusu orðin af vörum okkar og
við urðum að bræða þau til þéss
að vita, hvað við vorum að segja.
— Hvað ætlarðu að vilja til
Ameríku?
---Ég ætla að safna mér pen-
ingum fyrir fargjaldinu heim
aftur.
— Hvernig kynntust þið?
— Það gerðist í strætisvagni
fyrir fjórum árum. Andspænis
mér sat ung stúlka og er vagn-
inn tók eitt sinn krappa beygju,
hentist stúlkan í fangið á mér
og hefur setið þar síðan.
Frúin: — Ég ætla að fá vindla.
— Sterka eða veika?
— Sterka, því annars mölvar
eiginmaður minn þá strax í vasa
s'
Sjúklingurinn: — Ég er ákaf-
lega lasinn. Mér finnst eins og
það sé verið að lemja á hausinn
é mér með hamri, stinga hníf í
brjóstið á mér og stinga mig með
nálum í fæturnar.
Læknirinn: — Þér eruð með
bðrum orðum eins og heil járn-
vöruverzlun.
~K
Bófinn (með skammbyssu á
lofti): — Komið þér með vesk-
ið og úrið eða þér skuluð hafa
verra af.
Prófessorinn: — Sjálfsagt
herra minn (og réttir bófanum
hvort tveggja). — En ég ætla
bara að láta yður vita, að úrið
6einkar sér um 5 mínútur á sói-
arhring.
JAMES BOND —>f— —>f— Eftir IAN FLEMING
löngu, þar til þú fáir að yfirgefa sjúkra-
húsið. Ég hélt að ég gæti kannski farið
með þig á baðströndina, sem ég fann.
inn með þér á ströndinni þinni, þar eð
likami minn er ekkert nema ör og mig
langar ekkert til þess að hræða fólk.
ég ætlaði aðeins að reyna að ..... ég vildi
aðeins hjálpa þér að verða friskur, styn-
ur Vesper.
J Ú M B Ö - K— —-K— —
Teiknari: J. MORA
— Þetta datt mér í hug, sagði Júmbó
og reyndi að opna dyrnar allt hvað af
tók. Hún er lokuð og læst. En hver skyldi
hafa áhuga á að loka OKKUR inni? —
Og hvar erum við? spurði Spori. — f kjall-
ara gistihússins?
— Komið aðeins hingað, sagði prófessor
Mökkur. — Ég er búinn að finna rifu á
veggnum. Ef við skiptumst á að halda
vörð um þessa rifu, þá hlýtur að koma að
því að einhver gangi fram hjá, sem við
getum fengið til þess að aðstoða okkur.
— Júmbó hafði ekki staðið í margar
mínútur, áður en hann rak upp undrunar-
óp. — Komið og sjáið, Spori, hvíslaði hann
æstur. Ég held að það sé kjötkveðjuhátið
þarna hinum megin. Þetta er það stór-
furðulegasta, sem ég hef séð í langan
tíma ...
KVIKSJÁ
——--K— —-K— Fróðleiksmolar til gagns og gamans
j
:: :1. . ' ... :
FYRIRMVNDIN AÐ ROBIN-
SON CRUSOE — Oft hafa rit-
höfundar haft fyrirmyndir úr
hinu daglcga lifi að skáldverk-
um sínum. T.d. fékk Daniel
Defoe hugmyndina að sögunni,
sem allt ungt fólk hefur svo
gaman af, Robinson Crusoe,
þegar hann heyrði af skozkum
sjómanni, Alexander Selkirk,
sem dvalizt hafði árum saman
á eyðieyju. Selkirk fór í leið-
angur tii suðlægra hafa árið
1703, en eftir að hafa rifizt við
skipstjóra þess skips, er flutti
hann, tók skipstjórinn það ráð
að setja hann á land á eyðieyju,
sem hét Juan Fernandez. Á
þessari eyju lifði Alexander
næstu fjögur ár og fjóra mán-
uði og tókst að bjarga sér og
fleyta fram lífinu — oft þó með
harmkvælum. Árið 1709 kom
skip Woodes Rogers skipstjóra
að þessari eyju til þess að
sækja vatn. Þeir sendu bát í
land og fundu Selkirk, sem slóst
í för með þeim heim. Tiu ár-
um siðar kom bók Defoe’s út.
Bókin var Robinson Crusoe,
hún varð metsölubók. Meðal
persónanna í bókinni var með-
al annars hinn innfæddi Frjá-
dagur, sem að sjálfsögðu var
uppfinning Defoe’s.