Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 5
MiðvlKUdagur 27. október 1965 MORGUtlSLADlD 5 Frjáls sölumaður á listaverk Vöruskipti með i j. listaverk „Ég held ég hafi orðið tölu verða reynslu í að selja mál- verk. Kef staðið í baráttunni í fimm ár, haldið um 30 listsýningar með öllu og öllu, og þar á ofan 12 mál- verkauppboð. Nú er ég komin í ný húsakynni, og get bo'ðið bæði seljendum og kaupend um upp á betri þjónustu." Það er Kristján Fr. Guð- mundsson málverkasali á Týsgötu 3, sem þannig mælti, þegar við heimsóttum hann á dögunum. Hann hefur nú flutt ' málverkasölu sína frá Laugavegi að Týsgötu 3, og er gengið inn gegnum horn- dyrnar á horni Týsgötu og Lokastígs. Þarna eru hin vist- legustu húsakynrii og allt þak ið málverkum eftir fjöldann allan af listmálurum. ,,Ég vil bjóða öllu listafólki að koma til mín með verk sín og hafa hér til sölu“, heldur Kristján áfram „Ég tel mig ekki vera listagagnrýnanda, og er það ekki. Ég er einung- is frjáls sölumaður með þau listaverk, _sem ég tel fram- bærileg. Ég vil ekki verzla með neitt rusl. Þegar svo er komi'ð, er það raunar listamönnunum í sjálfs vald sett að koma með góð verk til mín. Mér er alveg sama hvort ég verzla með abstrakt list eða náttúrulist, einungis að verkin séu fram- bærileg. Vil aðeins vinna fyr- Tvær reglusamar stúlkur óska eftir tveim herb. með aðgangi að eldhúsi. Hús- hjálp möguleg. Tilboð send ist Mbl. merkt: „1313 — 2839“ fyrir 30. þ. m. ir listafólkíð. Listamönnunum má vera sama um, þó verk þeirra séu boðin til sölu innan um verk eftir aðra, ef ekki er um hreint rusl að ræða. Eins og þú sérð er ég með málverk hér eftir þekkta ag óþekkta listamenn jöfnum höndum, hér eru myndir eft- ir Kjarval, Nínu Sæmunds- son, Helgá Bergmann, Guð- mund frá Miðdal, Ásgeir Bjarnþórsson, Magnús Á. Árnason, Ferró, Jóhannes Geir, Jón E. Guðmundsson, Pétur Friðrik, Eirík K. Jóns- son, Axel Einarsson, Sigurð Kristjánsson og Hrein Elias- son, svo aðeins fáir séu nefnd- ir. VÍSUKORIM SUÐUBNESJAKABL KVEÐUB TÁBVOTUM AUGUM í BIGN- INGUNNI: Nú ég feginn færi veginn gamla. JHörð'um sleginn holufans, hreyfðist eigi buddan manns. urmn sagði að hann hefði verið að fljúga um í kringum Háskólann í fyrra kvöld. Veðrið var eins og venju lega um þessar mundir, ausandi rigning og strekkingsvindur, og svona ætti ekki að vera hvert einasta kvöld. Rétt upp úr kl. 10 kom fjöldi fólks útúr Háskól- anum líkt og verið væri að kenna þar að kvöldlagi. Rétt hjá . Háskólatröppunum stórkostlegu hitti storkurinn mann, sem var í náttúruskapi. Storkurinn: Hváðan ert þú að koma, ljúfurinn? Maðurinn í náttúruskapinu: Ég var að koma af fundi í Nátt- úrufræðifélaginu. Það var fullt út úr dyrum, svo að enn er ís- lenzka þjóðin ekki verr á vegi Stödd en það í fróðleiksmálum, að enn er til nóg af fólki, sem vill eyða kvöldstund til að fræð ast um náttúvu landsins. Ungur jarðfræðingur, Harald- ur Sigui'ðsson flutti þarna fróð- legt erindi um jarðfræði Grund- arfjarðar og Kolgrafarfjarðar, og skýrði mál sitt með mörgum fögrum litmyndum af svæðinu ósamt skýringarmyndum, sem hann teiknáði jafnóðúm á töfl- una í 1. kennslustofu Háskólans, en þar var fundurinn haldinn. Sú stofa er löngu orðin of lítil fyrir þessa vinsælu fundi, en formaður félagsins, Eyþór Einarsson grasa fræðingur, upplýsti, að erfið- leikar væru á að útvega stærra og jafnhentugt húsnæði, og er það illa farið, því að vitað er, að fjölmargir fundarmanna verða að standa allan fundinn. Fjörugar umræður urðu að loknu erindinu, og þar upplýstist þótt ekki væri beinlínis til um- ræðu, af vörum Guðmundar Kjartanssonar, að hellarnir hjá Ægissíðu væru örugglega gerðir að mannavöldum, og eru þvi all ar vangaveltur um hið gagnstæða óþarfar hér eftir. Mér finnst, sagði maðurinn, Hið íslenzka Náttúrufræðifélag vera með þörfustu félögum hér lendis, og hefur unnið mjög þarft verk á liðnum tíma. Það gefur út tímaritið Náttúrufræ'ðinginn, og er hann innifalinn í félags- gjaldinu. Félagar munu nú vera orðnir 950 talsins. Storkurinn var manninum al- veg samínála, enda mikill nóttúru vinur, og með það flaug hann upp á þakið á Atvinnudeildinni, en þar vinna margir náttúrufræð ingar, stóð þar á annari löppinni og söng þetta gamalkunna: Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Árnað heilla Nýlega opinberuðu trúofun sína ungfrú Regína Viggósdóttir, Rauðalæk 35 og Leifur Teitsson, Bjargi, Seltjarnarnesi. Laugardaginn 23. okt. opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Áslaug Bergsteinsdóttir frá Að lokum get ég bætt því við, áð ég hef hafið vöruskipta verzlun með listaverk, og er það nýung. Fólk getur komið með óskemmd og góð lista- verk og áðra muni, t,d. bæk- ur og bókaskápa og margt, margt fleira og látið andvirði þeirra ganga upp í ný mál- verk, sem það langar til að prýða heimili sín með. Vænti ég þess, að fólki líki þessi ný- þreytni", sagði listaverkasal- inn Kristján Fr. Guðmundsson að lokum. MENN 06 == MALEFN!= Laugarvatni og Kristinn Jóns- son, Stigahlíð 36. 16. okt. voru gefin saman í Neskirkju af séra Trausta M. Halldórssyni, ungfrú Sonja J. Hansen, Breiðabliksvegi 3, Vest- mannaeyjum og Þurfður H. Ólafsson, Vesturgötu 45 Akranesi Heimili þeirra er að Deildartúni 4 A'kranesi. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Jakobína Sveins- dóttir skrifstofustúlka Heiða- gerði 59 og Eiríkur Rósberg raf- virkjanemi, Barónsstíg 61. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þorstína Bjartmars- dóttir, Neskaupstað og Gunnar D. Jones, Snorrabraut 67. KAUPMANNASAMTÖK ISLANDS KVÖLDÞJÓNUSTA VERZLANA Vikan 25. okt. til 29. okt. Kjörbúðin Laugarás, Laugarásvegi 1. Verzlunin Rangá, Skipasund 56. Hverfiskjötbúðin, Hverfisgötu 50. Kjötbúðin Bræðraborg, Bræðraborg- arstíg 16. Birgisbúð, Ránargötu 15. Austurver h.f., Fálkagötu 2. Austur- ver h.f., Háaleitisbraut 68. Verzlun Jóhamnesar B. Magnússonar, Háteigs- vegi 20. Verzlunin Varmá, Hverfis- götu 84. Laugabúðin, Laugateigi 37. Sig Þ. Skjaldberg h.f., Laugavegi 49. Verzl. Lárus F. Björnsson, Freyjugötu 27. Kiddabúð, Bergstaðastræti 48. Sólvallabúðin, Sólvallagötu 9. Magga- búð, Framnesvegi 19. Silli & Valdi, Laugarnesvegi 114. Silli & Valdi, Hringbraut 49l Verzlunin Kjalfell, Gnoðarvogi 78.' Verzlunin Þróttur, Samtúni 11. Kaupíélög Rvíkur og nágrennis: Kron, Tunguvegi 19. og Kron, Bræðraborgarstíg 47. sá NÆST bezti Einn gamall og goður náungi sat eitt sinn heima hjá vini sínum, meðan þjóðkórinn geisaði í útvarpinu. Þeir sátu báðir hljó’ðir, meðan þau ósköp dundu yfir ,eins og fólk í loftvarnarbyrgi í loft- áras. Þá spurði vinurinn náungann: „Hvernig líkar þér yfirleitt þjóðkórinn?“ „Því er nú ekki fl) itsvaráð íyrir jafn ósöngfróðan mann, eins og ég er. Það er foráttutalandi á Páli, og þegar þetta blandast allt saman, þá finnst mér það þægiiegur hóvaði." AÐSTOÐABSTULKA óskast á tannlæknastofu í Miðbænum. Þær, sem hug hafa á starfinu, leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl., merkt: „Klínikdama — 2763“. Fiskibátar Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. SKIPA- SALA OG_____ SKIPA- LEIGA M VESTURGÖIU 5 Sími 13339. INIýsmsði réttingar bílasprautun klæðningar og boddýviðgerðir BÍLAYFIRBYGGINGAR S/F Auðbrekku 49 — Sími 38298, Kópavogi. Atvinna Heildverzlun óskar að ráða stúlku, sem er vön almennum skrifstofustörfum og sem getur annast enskar bréfaskriftir. — Góð laun. Umsóknir, sem tilgreina aldUr, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt: „Framtíð — 2755“. IVEiðstöðvarrör Miðstöðvarrör %” sv. fyrirliggjandi. Byggingavöruverzlunin Valfell sf. Sími 30720. Ski ifstof uhúsnæði 6 skrifstofuherbergi til leigu á Suðurlands- braut 6. Verða tilbúin um nk. mánaðamót. Glæsilegasta útsýni í borginni. Bílastæði. Greið aðkeyrsla að húsinu. Strætisvagna stopp við húsdyrnar. Upplýsingar veittar á staðnum. Gólfteppi Þessa viku er síðasta tækifæri að panta stór gólf- teppi til afgreiðslu fyrir jói. Gólfteppagerðin h.f Skúlagötu 51, Reykjavík — Símar 23570 og 17360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.