Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 28
28 M0HGUN3LAÐIÐ Miðvikudagur 27. október 19® Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Hún hugsaði sig um andar- tak. — Það var einhver ung- írú.... sem ég man ekki, hvað hét, einhver stærðfræðikennari, sem gæti vitað eitthvað um þetta. Okkur fannst hún bölv- aður vargur, en Úrsúla kom sér vel saman við hana. Ég veit ekki, hvort hún er þarna enn, en því gætuð þér sjálfsagt kom- izt eftir .... hún hét Musgrove, -að mig minnir. Ég kvaðst skyldu hafa þetta í huga, og hélt áfram: — Svo hittuzt þið aftur fyrir svo sem hálfu ári? — Við vorum báðar fyrir- sætur. Ég var í kyrramyndum fyrir tímarit, og svo einn morg- uninn var hún komin þangað líka. Við töluðum saman og ég bauð henni hingað heim að borða, og síðan höfum við hitt hana talsvert oft, einkum síð- ustu vikurnar. — Var það af einhverjum sér- stökum ástæðum? — Hammond var að mála mynd af henni.......sagði hann yður það ekki? Augnatillitið, sem ég sendi Hammond hefði getað borað gat á herskip. Hann rétti upp hend- urnar. — >ér spurðuð mig alls ekki um það. — Nei, það gerði ég víst ekki. Hversu reglulega hefur hún kom ið hingað? — Eitthvað tvisvar á viku og tvo tíma í hvert sinn. — Hve lengi? — Einar fjórar vikur. — Fannst yður — eða ykkur — hún vera nokkuð óróleg á nokkurn hátt. Þau litu hvort á annað og Stúlkan sagði: — Eitthvað fannst mér hún einkennileg, síðasta hálfa mánuðinn. Éða fannst þér það ekki líka.t elsk- an? Maður hennar yppti öxlum. — Mér fannst hún nú alltaf skrítin. — Og hvernig það? Hann dró djúpt að sér and- ann og glennti út fingurna aft- tur. □- -□ 10 □----------------------------□ — Ég veit varla, hvernig ég á að útskýra það. Ég fann það einhvernveginn bara á mér. Kannske hefur það verið af sí- felldri hræðslu við, að hún gerði atlögu að mér. En þó var það einn daginn, ekki alls fyrir löngu, að hún fékk skjálftakast. Ég hélt, að hún hefði fengið flensuna, eða eitthvað þesshátt- ar. Ég sendi hana heim til að hvíla sig. Hún var líka eitthvað skrítin í augunum, þegar ég fer að hugsa um það, og það ruglaði fyrir mér, því að ég var þá einmitt að mála augun. — Hvernig einkennileg? — Það var rétt eins og hún hefði dropa í þeim, sjáaldrið hafði stækkað, og varð eins og gler.....þér vitið . . . — Og höfðuð þér aldrei tek- ið eftir þessu áður? Hann yppti öxlum, eins og hann væri ekki viss. ' — Minntist hún ekkert á neina kunningja sína? — Engan, sem ég geti mun- að. Kona hans greip nú fram í: — Hún var stundum að tala um einhvern sem hún kalláði Bert .... líklega hefur hann heitið Herbert. —- Kannski Albert? tvÖRUClRVAL) V i' —1 HANDÁBURÐUR ■\ URVALSVORUR O. JOHNSON & KAABER HF. — Kynni að vera. Maður hennar greip fram í: — Það gæti kannski verið þessi Albert Hall? — Ég lét sem ég heyrði hann ekki. — Munið þér, hvað hún sagði um hann? — Mér skildist hún ekki kæra sig mikið um hann. — Þér hittuð hann aldrei, eða hvað? Hún kvað nei við því, en hins vegar hefðu verið svo margir karlmenn kring um Úrsúlu, að hann hefði hæglega getað verið einn í þeim hópi. — Þekkið þér þennan? spurði ég og sýndi henni myndina af Albert Hall. Hún athugaði mynd ina vandlega og sagði síðan, að hún kæmi sér eitthvað kunn- uglega fyrir sjónir. — Var hún nokkurntíma í Hásetaklúbbnum? Ég sá út undan mér, að Hamm ond Barker stirðnaði eitthvað upp, en konan svaraði, alveg eðlilega: — Já, það var hún.... oft. — Var hún félagsmaður? — Ja, hún var þar bara oft... eiginlega alltaf. —• Þýðir það sama sem, að þið séuð þar öllum stundum? Hammond .Barker svaraði stuttarlega: — Við erum þar félagar. — Voruð þið þar í gærkvöldi. Það varð örlítii þögn áður en málarinn svaraði: — Nei, við vorum þar ekki í gærkvöldi. — Hvar voruð þið þá? — Hvað kemur það málinu við? Ég benti honum á, að það gæti verið gott að hafa fjarveru sönnun. Perlita var eitthvað ó- róleg. — Þér hafið þá annað- hvort okkar grimað? — Eins og er, hef ég alla grun aða. Hún tautaði: — Ég var á bíó. — Hvaða bíói? — Forum í Fulham Road. — Voruð þið hjónin saman? i— Nei, ég fór ein. — Hittuð þér nokkurn þar, sem gæti sannað mál yðar? — Það held ég ekki. . Ég sneri mér að eigirimann- inum. — Og þér? En hann var af einhverjum ástæðum orðinn önugur. — Ég var hér að vinna, svaraði hann, stuttarlega. — Það kom enginn til mín, og enginn hringdi, og það var enginn annar í húsinu. Ég heyrði þegar Perlita kom heim og fór beint í rúmið. — Og hvað var klukkan þá? — Það veit ég ekki. Ég er ekki með úr á mér, eins og þér sjáið, og það er engin klukka í herberginu. Ég hef enga á- nægju af að keppast við klukk- una. Ég leit spyrjandi á Perlitu. Hún hristi höfuðið. — Ég sá myndina til enda og fór gangandi heim. Ég var rennvot. — Og J?ér lituð ekki inn til mannsins yðar? — Nei. — Hversvegna? Hammond Barker þaut upp af stólnum og nú gat hann illa leynt reiði sinni. — Ef þér viljið endilega vita það, þá rifumst við fyrr um kvöldið, og höfðum beinlínis ekkert meira hvort við annað að tala. Og ennfremur ... sagði hann og var mikið niðri fyrir.. .. þá var þetta rifrildi algjört einkamál. — Afsakið hr. Barker, en þessar spurningar eru óumflýj- anlegar. Nú var hann loksins skriðinn úr híðinu, og það var ekki mik- ill vafi á því, hvað hann héldi gtUDSON Hinir sérstæðu dömusokkar HIJDSOIM fást nú aftur í sérverzlunum. — 30 den. Margföld ending um mig eða hvert hann óskaði mér að fara. Hann stóð þarna upp við málaragrindina og sneri að mér, en sterklegir fingurnir krepptust um pensilskaftið. Ég tók eftir, að. hann var með hefti plástur yfir þvert handarbakið. Nú sagði hann, og það var eng in gleði í röddinni: — Ef þér eruð ekki með fleiri spurning- ar, þætti mér vænt um, að þér lofuðuð mér að halda áfram a5 vinna. Ég veik fimlega til hliðar, svo að ég gat séð myndina, sem var á grindinni — sam hann hafði verið að vinna að. Og Úrsúla Twist starði beint í augun á mér. Þetta var óhugnalegt; það var rétt eins og hún væri lifandi. Og þögnin var líka óhugnanleg. Allir horfðu á mig — steinþegj- andi. En þá reis Saunders á fæt ur og dragnast til mín og • tók sér stöðu við hlið mér. Eg heyrði, að hann dró snöggt að sér andann, er hann sá mynd- ina. Þetta var almynd og næstum í fullri líkamsstærð. Letilegt kæruleysi skein út úr svipnum, samskonar og ég hafði svo oft séð hjá öðru fólki. Hendurnar voru á kafi í vösunum á þröng- um regnfrakka, sem var svo fast gyrtur, að hið dásamlega vaxtarlag stúlkunnar naut sin fullkomlega. Hún horfði aðeins upp á við og hallaði ofurlítið undir flatt, en lampaljósið yfir henni uppljómaði hárið, og augun — annað hálflokað vegna rsyksins úr vindlingi, sem hún hafði milli varanna — störðu beint í mín augu, lævíslega eggj- andi. Tvennu öðru tók ég eft- ir, er ég starði á myndina: á vinstra únlið var hún með of- urmjóa gullkeðju, en yfir öðr- um vasanum á regnfrakkanum var dökkbrún klessa. Það hefði verið væglega til orða tekið að segja, að mér hnykkti við að horfa á mynd- ina. Ég fann til klígju af að horfa á hana. Og þaS gerði Saunders líka. Ég sneri mér frá myndinni og leit á listamanninn. Andlitið á honum var gjörsamlega svip- laust. — Jæja, nú vitið þér álit mitt á henni, sagði hann lágt og rödd in skalf ofixrlítið, líkast og af hatri. Ég starði fast á hann, án þess að segja orð, en gekk svo að hattinum mínum og tók hann upp, horfði fast á hann, slétti úr honum og fitlaði eitthvað við borðann á honum. Rétt sem snöggvast tók ég að velta þvi fyrir mér, hvort ég ætti að taka manninn fastan á staðnum og stundinni. En loks áttaði ég mig. — Komdu, Saunders, tautaði ég. — Við skulum fara. Við er- ur líka önnurn kafnir. Hammond Barker sagði lágt: — Þér gleymið myndinni yðar. — Ég tók við henni úr hendi hans, án þess að segja orð, og sem hrædd, rauðhærð stúlka við gengum út úr dyrunum, opnaði fyrir okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.