Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 30
so MÖRGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. október 1965 „Það væri reiðarslag ef við töpuðum fyrír íslandi" segja dönsku blööin um leik kvennalands- liðanna í handknattleik ANNAÐ KVÖLD, fimmtudag, mætast landslið íslands og Dan- merkur í handknattleik kvenna í fyrri leik landanna sem sker úr um það hvort landanna fær rétt til þátttöku í úrslitakeþpni um heimsmeistaratitil. Danir hafa þegar valið 11 kvenna lið og. lagt öll ráð í hendur stjórnanda liðsins utan vallar, hvernig liðið end- anlega verður skipað. Það er dálítið skemmtilegt, að sú er ræður endanlega vali er kona Gríms Gunnarssonar, sonar Gunnars Gunn- arssonar skálds, frú Else Birkemose Gunnarsson. Hún var áður fræknasta landsliðskona Dana í handknattleik. Döns'ku blöðin telja sigur vísan yfir íslenzku stúlkunum. í einu blaðanna (að minnsta kosti) var látfð að því liggja að reyna mætti varakonur í liðið til að sjá hvern ig þær reyndust fyrir heims- meistarakeppnina sem fram fer 7.-13. nóv. En tveir leikir liða íslands og Danmerkúr ráða úr- slitum um það hvort liðanna fer í lokakeppnina. í>að sama danska blað lætur í það skína að sigur Dana í tveim kvennaiandsleikjum gegn Noregi á dögunum sýni og sanni að Danir séu sterkastir í þessari grein. Hins vegar bendir blaðið á að ísl. stúlkurnar séu sterkar og hafi enda unnið Norðurlanda- meistaratitil kvenna utanhúss í fyrra. Fimleikcæfíngar ÍR fyrir hina eldri Blaðið hefur nokkrar setningar úr fréttasendingum eftir Sigríði Sigurðardóttur, fyrirliða liðsins, þar sem hún viðurkennir að Danir séu betri innanhúss en utan en lætur í ljós vonir um hið bezta ísl. liðinu til handa. Danska blaðið segir hreint út, að það væri reiðarslag af Danir töpuðu fyrir íslendingum í þess- um leikjum og kæmust ekki til lokakeppninnar. ★ Þess má að lokum geta að í allt sumar hafa Danir í blaðaskrifum sínum varla gert ráð fyrir þess- um leikjum við ísl. liðið, heldur talað um að þessum og hinum mættu þeir í lokakeppni heims- meistarakeppninnar. Karatekappi brýtur fjöl með berum höntfium. Wý íþrótt kynnt: • \ Hvað er karate ? ársþlng KKÍ um helgina ÁRSÞING Körfuknattleikssam- bands íslands verður haldið 30. og 31. október í KR-húsinu. — Hefst þingið kl. 2 síðd. á laug- ardaginn. fR hefur forystu um frúaleik- fimi og leikfimi „Old boys“ nú eins og undanfarin ár. Frúaleikfimin er I Langholts- skóla og eru æfingar á þriðju- dögum- og fimmtudögum kl. 20.30. Kennari er Aðalheiður Helgadóttir. „Old boys“ leikfimin er á iþriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.10. Fara æfingar fram í ÍR-húsinu við Túngötu. Kennari er Jóhannes Sæmundsson. VID höfðum spumir af því að nokkrir menn hér á landi væru famir að iðka íþróttagrein sem áður er hér óþekkt. Nefnist hún og á erl. tungu Karate. Báðum við upphafsmann greinarinnar hér, Jón Geir Ámason að segja okkur frá í hverju íþróttin fælist og varð hann vel við. Kom í ljós að hann hefur hug á að skipu- leggja flokk manna er vill til- einka sér þessa grein, sem er austurlenzk að uppruna. Jón Geir kom með eftirfar- andi skýringu á íþróttinni og Stofnað verður til fjórð- ungsglímumóta Kjartan Bergmann endur- þinginu að gjöra breytingar á glímulögunum, sem taka gildi 1. janúar 1936, en gildi aðeins í tvö ár. Þótti ekki annað fært en hafa þennan reynslutí,ma. kjörinn formaður G.L.Í. Skipuð hefur verið nefnd til að safna skráðum heimildum um ÁRSÞING Glímusambands Is- lands var haldið í Reykjavík 24. október sl. og sett af formannni sambandsins, Kjartani Berg- mann Guðjónssyni. í upphafi fundar gat formaður þess, aðstjórn Glímusamibands íslands hefði kjörið sem heiðurs- félaga þá Sigurð Greipsson, skóla stjóra, Haukadal og Jón Þor- steinsson, íþróttakennara, Reykja vík. Þingforsetar voru kjörnir Gísli (Haildórsson, forséti íþróttasam- bands íslands, og Sigurður Inga- son en ritarar Sigurður Geirdal og Stefán Þengill Jónsson. Formaður gaf skýrslu um starf semi sambandsins frá stofnun (þess 11. apríl sl., en hún var mjög fjöliþætt og mörg mál í athug- un til efiingar glímuíþróttinni í landinu. Má þar nefna ,að ákveð ið hefur verið að koma á fjórð- ungsglimumótum fyrir lands- fjórðungana. Þessir aðilar hafa gefið verðlaunagripi til glímu- képpninnar: Kaupfélag Eyfirð- inga gefur verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórðungsglímu móti Norðlendingafjórðungs. Ólafur Ólafsson, útgerðarmaður, Seyðisfirði, gefur verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórðungs- glímumóti Austfirðingafjórðungs. Samvinnufélögin á Suðurlands- undirlendi gefa verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórðungs- glímumóti Sunnlendingafjórð- ungs, og Sigurður Ágústsson, al- þingismaður, Stykkishólmi, gef- ur verðlaunagrip, sem keppa skal um á Fjórðungsglimumóti Vest- íirðingafjórðungs. Endurskoðun glímuiaga hefur verið all-lengi á döfinni. Glímu- sambandið tók við nefnd að Í5Í, sem hafði það verkefni. — Hún hafði að mestu lokið störfum fyr- ir Glímuþingið. Samiþykkt var á glímuna í þeim tilgangi ,að síð- ar yrði rituð glímusaga. Einnig hefur verið ákveðið að vinna að stofnun mínjasafns glím unnar. Glímusambandið hefur fengið fyrirheit frá ekkju Hall- gríms Benediktssonar, glímu- kappa, frú Ásiaugu Benedikts- son, og fjölskyldu hennar um minjagripi — myndir og verð- launapeninga frá glímuferli Hall- gríms. í stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir: Kjartan Bergmann Guð- jónsson, formaður, sem var end- urkjörinn, Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Ól- afpr H. Óskarsson, Reykjavík, Sigtryggur Sigurðsson, Reykja- vík og Sigurður Geirdal, Kópa- vogh heímsmeistaranum í greininni; en öllum er áhuga hafa eða kynnu að fá hann er bent á að hafa samband við Jón. HiINN mikli Karatemeistari Herra Masutatsu Oyama er fædd ur 1923 í þorpinu Wa-Ryong-Ri- yong-ehi-Myón-Chul-Na-Do, ná- lægt Gansun í SuðurKóreu. í fyrstu reyndi hann hnefalei'ka, ýmsar glímur og judó, en hon- um þótti júdóið of takmarkað svið. Dag einn fékk hann tæki- færi til að horfa á Karate í fram kvæmd. Þá þegar varð honum Jjóst, að það var þetta, sem hann leitaði að. Og er hann hafði æft Karate um árabil varð honum það æ ljósara, að Karate var æðsta íþróttin. Oyama skrifaði bókina „Hvað er Karáte“ árið 1958 til að svara þúsundum fyrirspurna alls staðar að úr heiminum. I bókinni eru 700 myndir og er hún jafnt ætl- fuð byrjendum og þeim, sem lengra eru komnir. 1 febrúar 1965 kom út bókin „Þetta er Karate“ etfir Oyama með yfir 3000 myndum og fullkomnum skýringartextum. Þessi grein eg þýdd úr báðum þessum bókum og gefum við nú Oyama orðið. Karate er þjálfun jafnt fyrir hugann sem líkamann og verða menn sjálfir að þjálfa það til að öðlast skilning á því. Til að móta persónuleika sinn og ná árangri verður Karate-maðurinn að leggja á sig þær hörðustu æfingar, sem hægt er að bjóða mannlegum mætti. Þjálfun hugans feist í einbeit- ingu að ákveðnum hlut eða tak- marki. Þjálfun hugans kallast „Zen“. Þetta er mögulegt á tvénnan hátt, sitjandi (Zasen) og standandi (Ritsu Zen). I. Við líkamlega þjálfun til að æfa afl og þrek eru notuð lyft- ingatæki (barefli og dumbell), einnig Shashi, sem eru kínversk æfingatæki, sem steypt eru úr hörðum málmum og hafa sína ákveðnu lögun. H. Fyrir hraða er æft sipp, hoppað yfir hluti, sem hafa viss- ar hæðir og hlaupa 100 m. spretti ásamt þolhlaupi. Hendurnar eru hertar á hálm- strákippum (maki-wara) eða svampi. Fyrir fingur er notað sandbox, og einnig Karateátök. Einnig eru framkvæmdar öndun aræfingar, þ.e. normal öndun, Ibuki, róleg öndun og nogare, sem getur orðið að öskri og gefið manninum afl. Maður, sem hefur þjálfað Karate nauðsynlegan árafjölda, hefur ótakmarkaða hugarró. — Hann er óhræddur við menn og dýr, hann er rólegur í brennandi húsi, í jarðskjálfta, hann hefur lært að taka hverju sem að hönd um ber. Honum hefur orðið Ijóst að hver mínúta færir hann nær dauðanum. Hann hefur öðl- ast heiðríkju hugans og hann veit að ekkert er að hræðast og ekkert er óframkvæmanlegt. Karate er ekki leikur. Karate er sjálfsvörn, sem má ekki nota til árása á saklaust fólk, en sé ráðist á Karate-mann verður vörn hans að hræðilegu árásar- vopni. Karate verður einna bezt lýst með eftirfarandi orðum. „Hér er ég með Karate, vopnlausar hend- ur, en verði ég neyddur til að verja heiður minn eða minna, hvort sem það er rangt eða rétt, mun ég gera það upp á líf eða dauða. Framangreind lýsing er gerð til að lýsa hinni miklu al- vöru sem eflst í Karate. Karate er nú þjálfuð um allan heim af þúsundum manna, sem íþrótt. •' Karate var stofnsett 1 Indíum og fullkomnar á Okinawa. Éinn- ig er það í hávegum haft í Kína, Kóreu og Japan. Lauslega þýtt. . *, •> ••• ,.i . * m ^ • • I Jón Geir Ármson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.