Morgunblaðið - 27.10.1965, Side 8

Morgunblaðið - 27.10.1965, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. október 1965 Frumvarp til sfaðfesting- ar bráðabirgðalögum um vebjöfnunar- og flutningssjóð sildveiða rætt í EFRI deild var í gær tekið til fyrstu umræðu stjórnarfrumvarp til laga um verðjöfnunar og flutningssjóð síldveiða árið 1965 og mælti Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra fyrir því. Er frumvarp þetta samhljóða bráða birgðalögum er gefin voru út 24. júní í sumar. Rakti ráðherra efni fumvapsins, en helztu ákvæði þess eru að ríkisstjórn- inni sé heimilt að ákveða að af allri bræðslusíld, sem veiðist frá og með 15. júní til 31. des. 1965 á svæðinu frá Rit norður og aust- ur að Stokksnesi við Hornafjörð greiðist sérstakt gjald, kr. 15,00 á hvert landað mál bræðslusíld- ar, hvar sem henni er landað, og fé því er þannig innheimtist sé heimilt að verja til að: hækka fersksíldarverð til s öltunar greiðist uppbót, er nemi allt að kr. 30,00 á hverja uppsaltaða síld- artunnu samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar, til að greiða síld- veiðiskipum, sem sigla með eigin afla frá veiðsvæðum sunnan Bakkaflóadýpis til hafna vestan Tjörness 15.00 kr. flutningsstyrk á hvert mál bræðslusíldar og að heimilt sé að verja allt að 4 milljónum króna til að standa straum af útgerð sérstaks flutn- ingaskips, er flytji kælda síld til söltunar eða frystingar til Norð- urlandshafna vestan Törness og til hafna við Steingrimsfjörð og til að veita sérstakan stuðning þeim síldveiðiskipum, sem skila eigin afla, veiddum sunnan Bakkflóadýpis, af söltunar- óg frystingarhæfri síld, til hafna á því svæði sem að framan greinir. Helgi Bergs (F) sagði að bráða birgðalög þessi væru ekkert annað en pappírsgagn og erfitt væri að sjá hvaða erindi frum- varp þetta ætti til Alþingis. Hann sagði að það hefði verið loforð ríkissjtórnarinnar er síld- veiðiflotinn hóf veiðar, að síld- arverðið yrði ákveðið fyrir 10. júní, en það hefði hinsvegar ekki komið fyrr en bráðabirgðalögin. Komið hefði þá í ljós að tvo verð hefðu verið ákveðin á sum- arsíldinni og það byggt upp á því að síldin væri mögur fyrri hluta tímabilsins. Sagði hann þetta vera vafasama leið á með- an síldin væri ekki verðlögð eftir fitumgani. Sagði hann að þing- flokkar Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hefðu lagt það til í sumar er málin voru komin í algjört öngþveiti og síld veiðiflotinn sigldi heim af mð- unum, að Alþingi yrði kvatt sam- an til fundar og það reyndi að finna úrræði. Þetta hefði borið þann árangur að stjórninn hefði hraðað framkvæmdum við lausn á þessu máli. Oft hefði verið gagnrýndar- þær aðferðir sjó- manna og útgerðarmanna að stöðva veiðar, en að þessu sinni hefðu þeir haft það sér til máls- bóta að aftan að þeim hefði verið komið með setningu bráða- birgðalaganna. Gils Guðmundsson (K) sagði það hafa verið meginástæðuna fyrir því að skipin sigldu heim hve seint verðlagsákvæðin komu, og síldarsjómenn mundu af þessu læra að fara ekki á veiðar fyrr en þeir hefðu *fulla vitneskju um síldarverðið og betur væri að ríkisstjórnin lærði einnig af þessari reynslu og léti slíkt ekki koma fyrir aftur. Eggert G. Þoisteinsson lalaði aftur og sagði það ekki vera rík- isstjórnarinnar að birta verðlags ákvæðin, heldur yerðlagsnefnd- ar. Þá mætti spyrja að því hvort það hefði verið ætlunin að láta síldarflotann bíða meðan Alþingi var kallað saman og málið rætt þar og hvort ætla mætti að sú leið hefði haft skjótari úrlausn í för með sér. Á Alþingi í gær komu einnig til fyrstu umræðu frumvarp til laga um verkfræðiráðunauta ríkisins á Norður, Austur og Vesturlandi. Frumvarp til laga um raforkuveitur. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 115 7. nóv. 1941, um Búnaðar- banka fslands og frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórn ina að selja eyðijörðina Hálshús í Reykjafarðarhreppi. Verða þessum umræðum gerð skil síðar. Mermanns Þórarins- sonar minnst á Alþingi Á STUTTUM fundi í Sameinuðu Alþingi í gær minntist forseti Alþingis Hermanns Þórarinsson- aa eftirfarandi orðum: Ég vil leyfa mér að minnast nokkrum orðum Hermanns Þór- arinssonar bankaútibússtjóra á Blönduósi, sem varð bráðkvadd- ur hér í borg síðasltiðið sunnu- dagskvöld, 52 ára að aldri. Hann var varaþingmaður Sjálfsætðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og tók sæti á Alþingi um skeið í þinglok vorið 1964. Hermann Þórarinsson var fæddur á Hjaltabakka í Torfa- lækjarhreppi 2. október 1913. Foreldrar hans voru Þórarinn bóndi og alþingismaður Jónsson bónda á Halldórsstöðum á Lang- holti Þórarinssonar og kona hans, Sigríður Þorvaldsdóttir prests á Hjaltabakka Ásgeirsson- ar. Hann lauk stúdentsprófi vði menntaskólann í Reykjavík vorið 1934 og stundaði síðan nám í efnafræði í Göttingen í Þýzka- landi 1936—1937. Sumurin 1934 — 1940 vann hann við efnafræði- störf og bókhald á Hesteyri. Lög- regluþjónn á Blönduósi var hann 1941—1947 og vann einnig þau ár að skrifstofustörfum hjá sam- vinnufélögunum þar. Árið 1947 tók hann við rekstri Sparisjóðs Húnvetninga og annaðist hann fram til ársins 1963. Það ár var hann ráðinn útibússtjóri Búnað- arbanka íslands á Blönduósi, þegar Sparisóður Húnvetninga var sameinaður útibúinu, og gegndi hann því starfi til ævi- loka. Jafnframt þessum aðalstörf um gegndi Hermann Þórarins- son ýmsum sveitarstjórnarstörf- um. Hann var hreppstjóri og gjaldkeri Blönduóshrepps frá 1947, oddviti hreppsnefndar frá 1958 og átti sæti í sýslunefnd frá 1961. Einnig sinnti hann um skeið kennslustörfum á Blöndu- ósi. Hermann Þórarinsson átti skamma stund setu á Alþingi, enda mun hann hafa átt litt heimangengt frá annasömum skyldustörfum heima í héraðí. Þar vann hann störf sín af alúð og gætni, naut vinsælda og trausts, svo að honum voru falin trúnaðarstörf í sívaxandi mæli, meðan honum entist aldur. Frá- fall slíks manns er harmsefni, en þó sárast þeim, er næstir standa og hafa öðrum fremur notið verka hans og samvista. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn að votta minningu Her- manns Þórarinssonar virðingu sína með því að rísa úr sætum. í GÆR voru eftirfarandi þing- skjöl lögð fram á Alþingi. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um almannatrygg- ingar, nr. 40 30. apríl 1963. Flutn- ingsmaður Alfreð Gíslason. Tillaga til þingsályktunar um dreifingu -framkvæmdavalds og eflingu á sjálfsstjórn héraða. Flutningsmenn Lúðvík Jósefsson, Ragnar Arnalds og Björn Jóns- son. -- Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum nr. 34 8. maí 1965, um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins. Flutningsmaður Björn Jónsson. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um sam- komustað Alþingis. Flutnings- menn Ágúst Þorvaldsson og Gísli Guðmundsson. Fyrirspurn til menntamálaráð- hrera um byggingu menntaskóla á ísafirði frá Sigurvin Einars- syni. — Viðtæk Framhald af bls. 32. merki og notkun þeirra, reglu- gerð um umferðarfræðslu í skól- um, reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o. fl. og reglur um leigu á skráningarskyldum ökutækjum til mannflutninga án ökumanns. Þá hefði nefndin fengið til um- sagnar eða gert tillögur um þær breytingar á gildandi umferðar- lögum, sem síðan hafa átt sér stað. Nefndin hefði auk þess fengið til umsagnar og athugun- ar ýmis önnur erindi varðandi umferðarlögin. í bréfi til dóms- málaráðuneytisins frá 27. febr. 1965 teldi nefndin, að reynslan hefði sýnt, að umferðarlögin þörfnuðust endurskoðunar, og hefði dómamálaráðuneytið falið nefndinni að annast þessa endur- skoðun. Nauðsynleg forsenda fyrir lokum þessarar endursskoð- unar hefði í upphafi verið talin m. a. sú, að niðurstöður rann- sóknar nefndar umferðaslysa, sem skipuð var 1 árslok 1963, lægju fyrir, svo og að lokið væri samstarfi Norðurlandanna um endurskoðun umferðarreglna. Hefði það verið látið í lós, að álit samstarfsnefndar þessarar gæti legið fyrir nú í haust, en það hefði ekki borizt hingað enn. Þá mætti og nefna það, að nefndin hefði skilað álitsgerð, um þær aðgerðir, sem nauðsyn- legar væru til þess að komið yrði á hægri handar umferð hér á landi, svo og yfirlitsáætlun um kostnað, sem því væri samfara. Nú væri nefndin að vinna að því að semja lagafrumvarp um hægri handar umferð og greinar- gerð með því frumvarpi, og mundi því starfi væntanlega verða lokið um næstu mánaða- mót Um leið og þessa væri getið, sem að framan greinir væri á það að líta, að gerðar hefðu verið ýtarlegar samþykktir um umferðanefndir í kaupstöðunum. Mætti þar benda á síðustu sam- þykkt um umferðarnefnd Reykja víkur er væri frá 19. des. 1963. Þar væru ákvæði um hlutverk umferðarnefndar, sem m.a. væri að vinna að bætu skipulagi um- ferðamála og gera tillögur til borgaryfirvalda um allt það, sem verða mætti til að tryggja greiða umferð í borginni og varna slys- ym. Verkefni umferðarnefndar- innar væru m. a., að annast allan tæknilegan undirbúning þeirra í umferðarmálum, sem borgarráð, umferðarnefnd og borgarverk- fæðingur fælu henni, að láta í té hvers konar aðstoð og upp- lýsingar við skipulagningu nýrra borgarhverfa og endurskipulagn- ingu eldri hverfa, að halda uppi stöðugri rannsókn á umferðar- málum borgarinnar og að halda uppi stöðugri fræðslu um um- ferðarmál fyrir almenning, eink- um þó að sjá um hagnýta um- ferðarfræðslu í skólum. Þá sagðist ráðherra vilja geta sérstaklega um rannsóknarnefnd umferðarslysa er skipuð hefði verið af dómsmálaráðherra í árs- lok 1963. Hefði þeirri nefnd verið falið það verkefni að rannsaka hinn sívaxandi fjölda umferðar- slysa og gera tillögur um ráð- stafanir til úrbóta. Hefði nefnd- in þegar ákveðið að afla sér eins víðtækra upplýsinga og frekast væri unnt um umferðarslys og óhöpp, sem átt hefðu sér stað hér lendis sl. þrjú ár, ef draga mætti ályktanir út frá þeim upplýsing- um um orsakir slysanna. Jafn- framt var ákveðið að afla ýtar- arlegra upplýsinga er vera mættu til leiðbeininga um ráðstafanir til úrbóta. Nefndin hefði í byrjun á:rs 1964 tekið að afla sér upp- lýsinga frá Slysavarðstofu Reykjavíkur um umferðarslys, sem þangað komu til meðferðar. Jafnframt hefði verið rætt við tryggingafélög og aðra aðila, er upplýsingar geta gefið um um- ferðarslys og í byrun árs 1965 hefði slysarannsóknanefndin ákveðið að láta fara rfam töl- fræðilega rannsókn á öllum um- ferðarslysum á landinu á árunum 1962 til 196|. Hefði nefndin látið útbúa sérstök skýrslueyðublöð til notkunar við söfnun upplýsinga í þessu skyni, svo og leiðbein- ingar við færslu skýrslnanna. Síðan hefði dómsmálaráðuneytið sent öllum lögreglustjórum lands ins bréf, þar sem þess var óskað, að eyðublöðin yrðu útfyllt og upp lýsingar sendar rannsóknarnefnd inni svo fljótt sem unnt yrði. Hefðu skýrslur þegar borizt frá allmörgum lögsagnarumdæmum, en væru væntanlegar frá öðrum. Væri þess að vænta að slysa- rannsóknarnefndin gaeti skilað ýtarlegu nefndaráliti á fyrri hluta næsta árs. Mun þar verða að finna mikilvægar tölfræðileg- ar upplýsingar um umferðarslys og árekstra hérlendis á áunum 1962 til 1964. Sömuleiðis upplýs- ingar frá tryggingarfélögunum um fjölda tjóna, greiddar tjóna- bætur og fl. Kvaðst ráðherra leggja mikla áherzlu á að störf- um nefndarinnar yrði hraðað og fhefði það verið samþykkt á fundi er hann átti með nefnd- inni 9. ok.t sl. að hún skilaði sem fyrst bráðabirgðarskýrslu um störf sín og ýrði þar gerð grein fyrir bráðabirgðatillögum nefndarinnar sem fyrst gætu komið til framkvæmda. Ráðherra gat síðan um að samkvæmt 76. grein umferðar- laga skyldi sérstök nefnd kveða á um, hvort endurkröfurétti skyldi beitt gegn þeim, sem tald- ir væru eiga sök á tjóni sem vá- tryggingarfélög hefðu bætt sam- kvæmt umferðarlögunum. Hefði nefnd þessari ekki enn verið kom ið á fót, en nú væri það mjög til athugunar og vonandi gæti það orðið sem fyrst, þótt til at- hugunar gæti komið að nauðsyn- legt yrði að breyta lagafyrir- mælum þar um, til þess að tryggja framgang mála. Búast mætti við, að þetta gæti haft gagnleg áhrif í sambandi við um ferðaslysin, að menn geri sér fulla grein fyrir því, að á það reyni, að þeir sem valda slysum af ásetningi eða storkostlegu gáleysi, geti ekki búizt við því að sleppa skaðlaust af því, þótt bílar þeirra séu vátryggðir. Þá kvaðst ráðherra vilja drepa á eitt atriði sem mjög hefði bland azt inn í umræður um þetta mál, en það væri skjótari með- ferð umferðarmála og væru menn nokkuð sammála um, að það gæti leitt til góðs og haft góðar verkanir, ef því væri hægt að koma fyrir með betri hætti heldur en nú er. 9. okt. s.l hefði hann átt viðræðufund við þá aðila sem um þessi mál hefðu mest að gera, þá yfirsakadóm- arann í Reykjavík, lögreglustjór- ann í Reykjavík og saksóknara ríkisins og hefðu nú þessir em- bættismenn, í samráði við ráðu- neytisstjóra, málið til meðferðar og hefði þeim verið falið að gera tillögur sem stuðlað gætu að um bótum. Þá gæt það einnig haft góð áhrif á afgreiðslu annarra dómsmála um skjóta meðferð þeirra ef gengið væri á undan með að flýta afgreiðslu um- ferðamála í stað þess að láta þau hlaðast upp í embættunum. Að lokum sagði ráðherra að það væri ekki vegna þess að hann vildi draga úr framgangi einstakra tillagna, sem kynnu að verða fluttar á Alþingi, að hann hefði hreyft þessum málum svo almennt, heldur væri það frem- ur til þess að auðvelda störf þeirrar nefndar, sem fær málið til meðferðar í þinginu. Skúli Guðmundsson (F) tók aftur til máls og sagði að frum- varp sitt fjallaði eingöngu um það að taka þá menn úr um- ferð er aka ölvaðir. Spurningin væri sú hvort bíða ætti eftir fleiri stórslysum sem væru þannig til komin með því að tefja framgang þessa máls. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra svaraði því til að vissu- lega væri þetta mjög alvarlegt mál sem þyrfti gaumgæfilegrar athugunar. Það væri síður en svo ætlun sína að draga úr því, að hart væri tekið á mönnum, sem gerðust brotlegir um ölvun við akstur. Gæta bæri að því, að slíkt gæti átt dýpri rætur i þjóðlífinu og sambýlisháttum okkar, og að aðalatriðið væri að komast fyrir slysin og það mundi aldrei verða einhlítt úrræði að svipta ökumenn ævilangt rétt- indum. Þá svaraði ráðherra einnig fyrirspurn, er kom fram frá Sigurvin Einarssyni, um hvort til væru reglur um birtingu á nöfnum þeirra manna er or- sökuðu slys, er þeir ækju drukkn ir. Svaraði ráðherra því til að um það væru engar sérstakar reglu til og hefði blöðunum yfir- leitt verið það í sjálfsvald sett hvort þau birtu nöfn eða ekkL Sæi hann ekki ástæðu til annars, en svo yrði gert, ef slíkar að- gerðir yrðu til góðs á þann hátt að verða öðrum viðvörun. Vera mætti að blaðamönnum hefði á stundum virzt dómstólar tregir að láta uppi nöfn á vissu frum- stigi rannsóknar i málum, en það væri annars eðlis og byggð- ist þá á tímabundinni óvissu um málsatvik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.