Morgunblaðið - 27.10.1965, Side 17

Morgunblaðið - 27.10.1965, Side 17
s Miðvikudagur 27. októtíer 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 UM BÆKUR THOR OG KJARVAL EFTIRHREYTLR AÐ AFMÆLISLOKLM „■ÞBSSARI BÓK er ekki ætlað að vera sagnfræði né listfræði," segir Thor Vilhjálmsson í eftir- mála bókar sinnar um Kjarva . Hver var þá ætlunin? Hvernig ber að flokka bókina? Þeir, sem vilja binda alla hluti í kerfi, mundu líklega kalla hana hugleiðingu. Og þó er það ekki rétta orðið. Ef við köllum hana hugleiðingu, eigum við á hættu að ftaisskilja það orð gagnvart öllum eldri hugleiðingum. I>að er líkt og við tækjum að rugla saman myndum Kjarva-ls, þeim sem hann hefur málað úti í nátt- ■úrunni, og fyrirmyndum hans í landslaginu. Ekki er hún heldur ævisaga í venjulegum skilningi, þó ævi meistarans sé þar að vísu rakin lauslega. Ekki er hún skil- greining á list Kjarvals; í raun- inni er hún víðs fjarri því að vera neins konar fræði. Að kalla hana ljóð — það væri á hinn bóginn ekki alveg út í toláinn. Kjarval málar hraunið, en út- skýrir það ekki. Hið sama hefur Thor Vilhjálmsson gert frammi fyrir list Kjarvals. Hann skil- greinir hana ekki, en yrkir um hana. Bókin er framlag skálds, en ekki listfræðings. Hún er eins konar tilbrigði um 'hin margvís- legu stef Kjarvals, svo tekið sé að láni orðalag frá tónlistinni. Ef ég ætlaði að fræðast um list Kjarvals, mundi ég síðast fletta upp í þessari bók. Ef ég ætlaði hins vegar að taka sýnishorn af orðsins list, eins og rithöfundi tekst ýtrast að sveigja hana til undirgefni í þágu skapandi ímyndunar, þá yrði þessi bók framarlega í röðinni. Thor Vilhjálmsson er jafnauð- kennilegt s'káld eins og Kjarval er einstæður málari. Hvor um sig stendur bjargfastur í sinni grein. Kjarval málar ekki hlut- ina nákvæmlega eins og þeir eru. Thor hefur ekki heldur lagt sig fram að lýsa Kjarval eins og persónum er lýst í natúralískum sögum. Lesandi, sem opnar bók- ina með þá ósk í huga, að hann fái nú viðhlítandi skýringar á sérkenniiegum háttum þjóð- sagnapersónunnar Kjarvals — hann mun ábyrgilega verða fyrir vonbrigðum. — ★ — Thor Vilhjálmsson er sá ís- lenzkur rithöfundur, sem laus- astur er við hefð. Einhvern tíma sagði við mig glöggur maður, að Thor hefði getað skrifað allt, sem hann hefur skrifað, þó við ís- lendingar hefðum ekki átt neinar bókmenntir fyrir; ekki einu 6inni fornsögur. É,g get ekki að ötlu leyti fallizt á þá staðhæf- ingu. En ef til vill er hún ekki fjarri sanni. Þegar minnzt er á Thor, dettur okkur í hug París og Róm. Nafn hans vekur hugrenningatengsl við breiðgötur og kaffihús í suð- rænum borgum. — En svo er þessi rithöfundur allt í einu kominn austur í Skaftafellssýslu og farinn að rekja ættartölur bænda og hreppstjóra á liðnum öldum. Er það ekki kostulegt? Er það ekki eins og að blanda saman Notre- Dame de Paris og bænhúsinu á Núpstað? Víst er það merkilegt. Hitt er þó merkilegra, að hann þarf ekki *ð stíga niður af því sviði, sem hann hefur smám saman komið *ér upp í ritlistinni, til að fást við þéss konar fræðimennsku. Það er í raun og veru skemmti- Thor Villijálmsson lega kynlegt, að ættartölur óðals- bænda skuli ekki líta út eins og viðundur, þegar þær hafa verið sveigðar undir stílbrögð Thors Vilhjálmssonar. Sá sambreisk- ingur reynist nefnilega hreint ekki svo fráleitur. Hálfur annar áratugur er lið- inn, síðan Thor kom fram á vett- vangi ritlistarinnar. Fyrstu verk hans voru tilraunir, enda stóðu þá yfir straumhvörf á bók- menntasviðinu. Ekki er ólíklegt, að síðar verði talið, að tilraunaskeiði skáldsins sé lokið með Kjarvalsbókinni. Þar er árangurinn kominn í ljós. Höfundurinn hagnýtir sér fengna reynslu, gerist vogaður í krafti leikni sinnar, dirfist; leyfir sér, það sem hugurinn girnist, eins og sá einn, sem vald hefur og kunn- áttu. Hann er kominn yfir það stig, að láta aðra ráða því fyrir sig, hvað sé „málfræðilega rétt.“ Hann býr sér til orðmyndir, sem mundu kannski vera taldar vill- ur, klaufaskapur og klúður hjá hikandi byrjanda (sumt af því kann þó að vera frá Kjarval komið — ég veit það ekki). Þess konar nýsköpun ásamt tilheyrandi frumleika í fram- setningu er alltaf nokkurt á- hættuspil fyrir rithöfund. Viðtökurnar fara eftir þeirri hefð, sem hið frumlega tjáning- arform kann að ávinna sér. Og er þá ekki lengur frumlegt, þeg- ar sú hefð hefur áunnizt. Slökum miðlungshöfundi leyf- ist ekki að láta vaða á súðum eða segja hvaðeina, sem honum dettur T hug á þann hátt, sem honum kann að hugkvæmast. Gerist hann framar mundangi frumlegur, á hann á hættu að verða fyrir háði og vísvitandi rangtúlkun. Lesandinn gagnsefj- ast. Það eru aðeins svokallaðir við- urkenndir höfundar, sem hafa svo mikið áhrifavald. að fjöldinn tileinki sér persónu þeirra og geri sérvizku þeirra að eigin vizku. Með hliðsjón af þeim stað- reyndum má segja, að Thor Vil- hjálmsson tefli til vinnings. Les- andinn verður að beygja sig und- ir vilja hans, það er að segja, ef hann vill taka við því, sem honum er rétt. Thor er skáld ljóðræns stíls og líkingá. Stundum finnst mér hann teygja óhæfilega úr því síðar nefnda. Allt um það valda líkingarnar snöggum og tíðum sviðskiptum í efninu. Hugur les- andans verður að vera á sí- felldum þönum. Það er vænlegra að lesa ekki allt í einum spretti. Því Thor segir ekki frá. Heldur stillir hann upp senum. mest- megnis kyrrlífsmyndum, sem koma og fara, hver á eftir ann- arri. Vilji maður hraða sér í lestrinum, kann svo að fara, að allt renni saman í eina móðu; maður fær glýju fyrir augun. Sumar líkingar Thors eru fjar- stæðar, framandi. Aðrar eru kunnuglegar, þjóðlegar. Alloft tekur hann upp parta úr göml- um vísum og kvæðum eða al- kunnar setningar í bókmenntum á svipaðan hátt og eldri höfundar brugðu fyrir sig spakmælum. En hvarvetna djarfar í sérstæða persónu höfundarins „í hvirfil- miðju hringiðunnar“. Hann er í með og undir öllu verkinu. Á bak við er svipur Kjarvals, ltkt og andlitin, sem málarinn hefur fellt inn í myndir sínar af hrauni og mosa. Ef til vill er við- leitni þeirra, hans og höfundarins — sem og annarra listamanna — fólgin í þeim höfuðatriðum, sem talin eru upp í eftirfarandi klausu: „Að skynja og nema kvik- una og viðkværoastar hræringar hugsana og tilfinninga v og sitja um að virkja þær, forma úr efniviðnum þartilkomnum og safna því dýrasta svo forgangi ekki heldur geymist handa kom- endum kynslóðum að efla þær til að vera manneskjur og dreng- ir í þessu landi. Að vera í senn alla tíð á verði til að sogast ekki inn í rastir samfélagslegra sam- skotatilfinninga og landlægra arftekinna apahneigða í hugsun, — að ánetjast engum, skynja mannlífið næmar og dýpra en aðrir með því að vera útlagi: í senn utan vi.ð og jafnframt í innstu véum þess. Og verja þau vé þó þurfi stundum að vega salt á óútreiknanlegum hug- boðspunkti í hvirfilmiðju hring- iðunnar." Þannig yrkir Thor um lífið, listina og tilveruna. En bókin hefur fleira að geyma en ljóðræn tilbrigði. í henni eru einnig prentuð nokkur málverk og teikningar Kjarvals, sem dreift er innan um textann. Myndirnar eru eins og baktjalda músik fyrir hrynjandi ljóðræn- unnar, streymandi nið orðanna. Það er kannski tóm ímyndun — en einhvern veginn finnst mér vera svo \ náið samræmi milli þéssara orða og þessara mynda, hvorugt mætti frá öðru skiljast. Erlendur Jónsson. Fimm bækur frá Menningarsjóði, þar á meðal mikið verk um Gest Pálsson, skáld f GÆR komu út hjá útgáfu Menn Jobsbók, Sálmarnir, Orðskvið- ingarsjóðs fimm nýjar bækur: I irnir og Predikarinn. í bókinni „Gestur Pálsson“ eftir Svein j eru einnig ítarlegar skýringar Skorra Höskuldsson, „Maurilda- skógur", Ijóðabók eftir Jón úr Vör, „Spekiritin", sem þýtt hefur Ásgeir Magnússon, „Blóm af- þökkuð“, eftir Einar Kristjáns- son, og loks „íslenzk tunga“. Bókin urr\ Gest Pálsson, er í tveimur bindum, sem bæði koma út samtímis, og um 700 bls. að stærð. Höfundurinn, Sveinn Skorri Höskuldsson, sem nú er lektor í Uppsölum, segir í for- mála að bókinni, áð ritverkið sé að stofni próritgerð, sem hann samdi til meistaraprófs í íslenzk um fræðum við Háskóla fs- lands 1956 og 57. Hann hefði sfðan veturinn 1958—59 dvalist i Kaupmannahöfn og kannað þar heimildir um Verðandi-menn en næsta vetur var haldið til Winni peg í Kanada í því skyni að at- huga heimiir um Gest og Einar Hjöreifsson Kvaran frá árum þeirra þar. Eftir að hann hefði komið til Uppsala 1962 hefði hann og í tómstundum haldið áfram rannsóknum sínum, einkum að því er vaíðáði tengsli Gests við erlendar samtíðarbókmenntir, efnistök hans og vinnutorögð. Bók Sveins Skorra um Gest Pélsson er því tvennt í senn — ævisaga og alítarlegar rannsóknir á lífi hans og starfi. Bókin „Spekiritin“ hefur að geyma nokkrar nýjar þýðingar Ásgeirs Magnússonar á nokkr- um ritum Biblíunnar, en þessi bók er prentuð eftir handriti höfundar, sem skrifáð er með sér kennilegum stöfum, auk ýmissa myndskreytinga, sem höfundur hefur einnig gert. Rit þessi eru: og athugasemdir þýðanda. Hún verður aðeins gefin út í 300 ein- tökum, og ekki seld í umboðs- sölu, heldur aðeins í bókaverzl- un Menningarsjó’ðs. Bóksalar geta þó fengið hana gegn staðgreiðslu. Sögðu þeir Gils Guðmundsson, framkvæmdastjóri Menningar- sjóðs Qg Helgi Sæmundsson for- maður Menntamálará'ðs á fundi með fréttamönnum í gær, að bókamönnúm myndi eflaust þykja hinn mesti fengur í þess- ari bók, þar sem eintökin væru svo fá. Einnig gefur Menningarsjóður nú út nýtt smásagnakver eftir Einar Kristjánsson rithöfund á Akureyri og nefnist það „Blóm afþökkuð". í sambandi við þessa bók hefur Kjartan Gúðjónsson teiknari gert myndskreytingu við hVerja sögu, en þær eru átta talsins. Loks kom út í gær hjá Menn- ingarsjóði sjötti áarngur islenzkr ar tungu, sem Menningarsjóður hefur fró upphafi gefið út í sam- vinnu við Félag ísl. fræða. Hreinn Benediktsson er að venju ritstjóri. í bókinni er mjög ræki leg skrá yfir bækur og tímarits- greinar, sem birzt hafa um ís- lenzka og fornnoræna málfræði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur áður á þesu ári gefið út þrjár bækur: Laxá í Aðaldal eftir Jakob Hafstein, Raftækni- og ljósorðasafn, og doktorsrit- gerð dr. Jakobs Jónssonar um kímni og háð í Nýja testamennt- inu. Nokkrar bækur eru vænt- anlegar frá Menningarsjóði áð- ur en langt um líður, að sögn þeirra Gils Guðmundssonar og Helga Sæmundssonar og er þar fyrsta að nefna 2. bindi að ævi- sögu Tryggva Gunnarssonar. Þá ný bók um íslenzka fugla með fjölda litmynda auk svart-hvítra mynda, en textana við þá bók hafa gert, dr. Broddi Jóhannes- son og Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Þessi bók er gefin út í samvinnu vfð þýzkt útgáfu- fyrirtæki, sem gefur hana út með þýzkum og enskum texta. Er 9Ú útgáfa þegar komin í bókaverzlanir hér. Þá er einnig vona á nokkrum fleirri bókum, sem skýrt verður frá síðar. Gils Guðmundsson skýrði fréttamönnum frá því, að næsta Gestur Pálsson, skáld. ár myndi eitthvaði draga úr bóka útgáfu Menningarsjóðs, þar sem nú væri verið að vinna að óhemju viðamiklu verki og kostnaðarfreku — Alfræðiorða- bókinni. Ritstjórar hennar eru þeir Árni Böðvarsson og Guð- mundur Þorláksson, en alls vinna að henni um 40 manns. Þetta er eitt af mestu verkum sem Menningaisjóður hefur ráð- izt í að gefa út, en Gils sagði að hún yrði um tvö bindi og væri á stærð hvors bindis um sig líkt og íslenzka orðabókin sem Menningarsjóður gaf út fyrir nokkru. Sagði hann enn- fremur, að hennar yrði að vænta í síðasta lagi árið 1967. Htutdbók um ís'enzk irímerki 1944-1964 FÉLAG frímerkjasafnara hefur sent á markaðinn handbók um íslenzk frímerki 1944 — 1964. Hefur sérstök handbókarnefnd unnið að þessu verki, og eiga sæti í henni Jón Aðalsteinn Jónsson, sem er formaður nefnd- arinnar, Sverrir Einarsson og Þórður Guðjohnsen. í handbók þessari sem er prentuð í Hólaprenti á bezta fá- anlegan myndapappír, eru mynd ir af öllum þeim frímerkjateg- unum, sem komið hafa ú,t frá stofnun íslenzka lýðveldisins 17. júní 1944 og til ársloka 1964. Jafnframt því, sem hins helzta er getið um einstakar útgáfur, þ. e. útgáfudags, prentunarað- ferðar o. s. frv., er upplag merkj- anna tilgreint og eins, af þau hafa verið endurprentuð. Þá eru öll þau afbrigði rakin, sem handbókarnefndin hefur haft spurnir af og birtar myndir til skýringar. Þetta er fyrsti hluti handbókar um íslenzk frímerki, og er ætl- unin að fikra sig aftur á bak til upphafs islenzkrar frímerkja- útgáfu 1873. Má búast við hand- bók um frímerki íslenzka kon- ungsríkisins í áföngum á næstu árum. * Handbókin er gefin út í 500 ein tökum og verður til sölu í frí- merkjaverzlunum borgarinnar. I)a«s SÞ minnzt í MORGUN voru nemendur gagn fræðaskólans allir kallaðir inn í stærstu salarkj'nni skólans. Þar flutti bæjarfógeti, Þórhallur Sæm undsson, ræðu í tilefni 20 ára af- mælis Sameinuðu þjóðanna og Páll Gíslason, yfirlæknir, flutti um hina merku vakningu, sem fer eins og stormur um vestræn lönd, Herferð gegn hungri í heiminum. Jafnframt voru sýndar skugga myndir. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.