Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 27. október 1965 Fæðingardeildin stækkuð vegna Ljósmæðraskólans Byggðar skólastofur og nemaherbergi Ríkisspítalarnir eru að undir- búa stækkun á hluta af bygg- ingu Fæðingardeildar Landspít- alans, ætla að bæta tveimur hæðum ofan á starfsmannaálm- una, vegna fjölgunar nema í Ljósmæðraskólanum. En nem- endafjöld' hefur tvöfaldast þar vegna lengingar námstíma ljós- mæðraefnanna. Mbl. fékk nánari upplýsingar um þessa fyrirhuguðu bygging- arframkvæmdir á Fæðingardeild inni hjá Georg Lúðvíkssyni, skrifstofustjóra Ríkisspítalanna. Tildrög þessa er fjölgun nem- enda í Ljósmæðraskólanum, skv. nýjum lögum fyrir skólann, sem sett voru í fyrra. Hingað til hafa um 10 nemar verið toknir ár hvert og námstími verið eitt ár. Nú er námstími lengdur í 2 Matthíasarkvöld í Kópavogi SÍÐASTLIÐINN vetur hóf Leik- félag Kópavogs þá nýbreytni í starfi sýnu að kynna íslenzk skáld og verk þeirra, og urðu fyrir valinu Einar Benediktsson og Jóhann Sigurjónsson. Leik- félag Kópavogs hefur ákveðið að halda áfram á þessari braut, og næstkomandi miðvikud. þann 27. október kynnir L.K. Matt- híast Jochumsson og verk hans í Kópavogsbíó kl. 21. Eins og á íyrri kynningarkvöldum fé- lagsins verður dagskráin mjög fjölbrejrtt og til hennar vandað á allan hátt. Frófessor Stein- grímur J. Þorsteinsson flytur er- indi um skáldið og verk hans, ennfremur les Sveinn Halldórs- son úr æviminningum Matthí- asar og frú Guðrún Þór og Hjálmar ólafsson lesa úr ljóð- um hans. Þá syngur frú Guðrún Hulda Guðmundsdóttir nokkur lög við ljóð Matthíasar, undirleik ann- ast Gunnar Sigurgeirsson. Lylli Guðbjörnsdóttir og Sig- urður Grétar Guðmundsson flytja atriði úr sjónleiknum „Jón Arason“ eftir Matthías. Helga Harðardóttir og Ævar R. Kvaran lesa saman atriði úr Lestaði hvalkjöt og freðýsu Akranesi, 25. október. EFTIR 10 daga samfellda land- legu eru loks fjórir línubátar á sjó í dag. Ms. Selfoss kom á laugar- dagsmorgun og lestáði 100 tonn af hvalkjöti og fimm velhlaðin bílhlöss af freðýsupökkum. Ms. Tungufoss kom síðar þenn an sama dag og lestaði 1400 pakka af skreið. — Oddur. Marcbeth í þýðingu Matthíasar. í hléi verða kaffiveitingar í hliðarsal við bíóið. Eins og síðastliðinn vetur eru allir velkomnir og aðgangur ó- keypis. Þessi fróðlegu og skemmtilegu kynningarkvöld Leikfélags Kópa vogs ætti fólk ekki að láta fram hjá sér fara. ár og verða þá 20 nemar í einu við nám á Fæðingardeildinni. Ætlunin er að bæta tveimur hæðum ofan á starfsmannaálm- una, þannig að hún verði jafn há aðalbyggingunni og fást þá í allt 1.129 rúmm. viðbótar hús- rými. Verður önnur hæðin not- uð fyrir skólastofur, en hin tek in fyrir íbúðarherbergi starfs- fólks. Var hugmyndin að byrja þessar framkvæmdir í haust, en nú er áliðið hausts svo líkiegt er að veturinn verði notaður til undirbúnings og byrjað seinni hluta vetrar eða í vor. Að sjálf- sögðu verður að rífa þakið á byggingunni, en það þurfti að gera hvort sem var. Þökin á starfsmannaálmunni og sjálfum spítalanum hafa lengi lekið og þurft að gera við þau. Er ný- búið að setja nýtt eirþak á sjálfa Fæðingardeildina og nýtt þak á starfsmannaálmuna verð- ur sett um leið og stækkunin fer fram. Kúbani nokkur, kominn töiuver t til ára sinna, kom fyrir nokkru til Kay West í Flórida frá Kúbu. Heitir öldungurinn Anselmo Herandez, er 89 ára gamall og kveðst vera fyrirmynd að sögu hetjunni í bók Hemingways „G amli maðurinn og hafið“. Nokkrar vega- skemmdir við Djúp Þúfum 26. okt. SLÁTRUN sauðfjár er nú fyrir nokkru loki'ð. Hjá Kaupfélagi ís- firðinga var slátrað 6014 kind- um. Þar af var slátrað á ísafirði 4S65 en í Vatnsfirði 2049. Meðal- vigt dilka var 15.30 kg. Meðal- vigt í sláturhúsinu á ísafir'ði var 16.01 kg. en í Vatnsfirði 16.22. Er meðalvigtin á svæðinu að- eins lægri en í fyrra. Miklar rigningar og hlýindi hafa verið undanfarið. Nokkrar vegaskemmdir hafa orði'ð víðs- vegar í Djúpinu en ekki stór- felldar og hafa þær verið lag- færðar jafnóðum. Minna hefur ringt síðustu daga. Góð rækjuveiði er alltaf i fjöi*ðum hér í Inndjúpinu. Nú er fóðurskoðun hafin og ásetningur að byrja í sveitum Djúpsins. Heyskapur var yfirleitt góður svo útlit með fóðurbirgðir er sæmilegt. — P.P. ★ Smygl — og smygl Um þessar mundir er mikið rætt um smygl, enda ekki að ástæðulausu, þar sem upp hef- ur komizit um stórfelld smygl þeirra, sem atvinnu sinnar vegna fara reglulega til út- landa og hafa því tækifæri til skipulagðrar smyglstarfsemi og sölu á varningi sínum. Það eru auðvitað þeir aðilar, sem mest munar um og helzt þarf að stöðva. Ekki má blanda því saman við þó einn og einn ferðamaður kaupi föt á sig og sína, framvísi þeim í tollinum og tollverðir telji það ekki úr hófi og leyfi því að fara í gegn. Það er bara þetta með „í hófi“. ,Bseði tollvörðum og ferðamönnum væri gert miklu auðveldara fyrir, ef einhverjar reglur væru til, sem fara bæri eftir um þetta, t.d. hámarks- verðmæti nýkeyptra hluta í farangrinum. Eða hve mikið af nýkeyptu hver maður getur komið með inn á ári, án þess að borga toll. Hugsið ykkur líka hvað mað urinn með nýja samkvæmis- kjólinn í töskunni sinni er búinn að leggja á sig. Af sin- um dýrmæta tíma í þágu fyr- irtækis síns, eða opinberrar stofnunar, sem ekki hefur horft í þann kostnað að kosta hann í rándýra utanlandsferð vegna áríðandi viðræðna og látið hann búa á finu hóteli, sem vakið getur virðingu er- lendra viðmælenda, hefur hann látið sig hafa það að eyða dögum í að þramrna búð úr búð og spyrja um sam- kvæmiskjól á nokkuð þybbna frú, sem verður að vera í blá- um lit og með ákveðnu sniðL Það getur tekið tímana tvenna. Og hvað kostar ekki ekki hinn dýrmæti tími slíkra höfðingja? En hvað skal gera, þegar frúin í næsta húsi þarf að fara á ball í klúbbnum mannsins síns og þarf að vera fínni en hinar frúrnar. Varla er hægt að neita henni um það lítilræði, úr því maðurinn er á annað borð að fara til út- landa, að fara kaupa einn kjól fyrir hana. Nú og ef fyrirtækið kostar nú líka ferðalagi upp á frú þessa höfðingja, þá þarf nú auðvitað ekki að hika við að biðja hana fyrir pöntunarlista. Hvað á aumingja manneskjan annað að gera til útlanda en að ganga í búðir, og hvað hef- ur hún svo sem annað að hugsa um en að hafa áhyggj- ur af því hvort þessi og þessi flíkin sé nú af réttri stærð eða að ekki fæst nákvæmlega grænbláa peysan, sem stendur á listanum. Nú og svo hefur hún manninn til að bera pakk- ana. Varla er hægt að ætlast til, að hún sé ein að kaupa í heimsborgunum. Hún verður að hafa einhvern til að ráð- færa sig við. Enda sér maður líka þessa fyrirmyndar eigin- menn, virðulega embættis- menn og forstjóra með ábyrgð armiklar sendiferðir til út- landa á herðunum, ramba um miðja daga, hlaðnar pökkum um „Mark and Spenser“ og Selfridges-vöruhúsið í Oxford stræti í London eða Daelles varehus, Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Það er nú von, að tollvörðum finnist gustuk að vera nú ekki að bæta ofan á allt það sem einn slíkur samkvæmiskjóll hefur kostað, þegar hann loks nær íslands ströndum. ★ Hvílík dásemdar utanlandsferð Og hugsið þið ykkur, aum- ingja ferðamanninn, sem aldrei hefur komið til útlanda og er nú búinn að fara 10-20 þús. kr. ferð til að sjá þessi dásamlegu vöruhús- í útland- inu og spásséra búð úr búð í viku. Ekki má eyðileggja á- nægjuna fyrir honum. Kannski á hann aldrei eftir að uppiifa aðra eins utanlanda ferð. Og konan að auki bú- in að láta sig hafa það, að vekja almenna athygli í heitu veðri á flugstöðvum, klædd þykkri vetrardragt með skinni og vetrarkápu utan yfir og með 3 kápur á handleggjum, auk pappírspokanna með dót- inu standandi upp úr í hend- inni. Ja, það er margt sem hrjáir íslenzkan ferðamann í útlendri stórborg. Og ekki gustuk að vera að hrella þá, þegar þeir koma heim til ást- kæra landsins með eitthvað smávegis til að gleðja sig við. TTlOOERn d3ÆL tr r u ©PIB cofMMsm Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta -------J Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.