Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. októb'er 19® Flugfélagsmeiui þingo 4 umboðsmenn Flugfélags Islands Víðtöl við NÝLÉGA var haldinn hér í Reykjavík árlegur íundur sölu og auglýsingafulltrúa Flugfé- lags íslands. Fundinn sátu all- ir fulltrúar Flugfélagsins er- lendis auk nokkurra utan af landi. Mbl. átti samtöl við nokkra fulltrúana og fara þau hér á. eftir. Fyrstan tókum við tali Jó- hann Sigurðsson, fulltrúa í London. Við spurðum hann, hvernig Flugfélagið hagaði kynningarstarfsemi sinni er- lendis og svaraði hann: — Það fyrsta, sem við leggj- um áherzlu á er að hafa eins náið og gott samstarf við þær ferðaskrifstofur, sem selja ferð ir norður á bóginn. Reynsla okkar er sú, að ferðamenn skiptist mjög í hópa og er okk ar markaður einkum bundinn við þá, sem vilja kynna sér þjóðir, sem minna eru í þjóð- braut. Við höfum notað marg- ar af þessum ferðaskrifstofum til þess að kynna land og þjóð sérstaklega og hefur sú starf- semi gefið mjög góða raun. Við höldum fyrirlestra, sýnum kvikmyndir og litskuggamynd- ir bæði fyrir starfsfólk ferða- skrifstofanna, svo og fyrir fé- lög, sem áhuga hafa á náttúm- skoðun og öðru því, er við höf- um upp á að bjóða. Jarðfræð- ingar um allan heim hafa sýnt landinu sérstakan áhuga, síðan Surtsey byrjaði að gjósa í nóv- ember ,1963. Einnig fer hópur þeirra manna, sem áhuga hafa á fuglalífi og annari náttúru- skoðun fjölgandi. — Hafa ekki íslenzkar ferða skrifstofur gengizt fyrir ferð- um, sem þið notið? — Jú ferðaskrifstofurnar hér heima hafa gengizt fyrir ferðalögum, sem hafa reynzt mjög vinsæl og hefur þátt- taka í þeim farið vaxandi síð- ustu árin. Þá er rétt að minn- ast á hringferðir Esju um land ið, hringferð Útsýnar með á- ætlunarbifreiðum, flugferðir, hestaferðir frá Laugarvatni, ferðir Guðmundar Jónassonar inn á hálendið, miðnætursól- arflug og flugferðir til Kulu- suk og Nassarsuaq. — Hvaða áhrif hefur veður- far á ferðamannastrauminn til Islands? — Ég álíti að fólk, sem ferð- ast svo langt norður á bóg- inn, hafi ekki áhyggjur af nokkrum hitastigum. Það ætl- ar sér engan tíma í sólböð. Það eyðir öllum sínum tíma í að kynnast mismunandi áhuga- málum og þeir, sem koma hing að vegna náttúruskoðunar verða flestir góðir fulltrúar okkar meðal kunningja sinna, sem hafa sömu áhugamál. — Hvað þarf að þínum dómi að gera mest hér á landi til þess að auka ferðamanna- strauminn? — Ef við hugleiðum við- brögð ferðamannanna, þegar þeir koma heim aftur, á við- tölum og öðru slíku, þá er á- reiðanlegt, að hið vaxandi verðlag er að verða okkur mestur þrándur í götu. Aukin kynningarstarfsemi gefur að vísu betri árangur, en það eru takmörk fyrir því, hve margar milljónir hægt er að leggja 1 það að auglýsa landið miðað við kostnað uppihaldsins eins og er. Síðasta gengisbreyting gaf okkur nokkra ára frest til þess að koma jafnvægi á ferða mannastrauminn frá ýmsum löndum eins og t.d. Bretlandi, Skandinavíxi, Þýzkalandi og Frakklandi, en með vaxandi samkeppni við önnur lönd, sem bjóða lítið hækkandi ferða lög og í sumum tilfellum lækk un, þá er róðurinn heldur að þyngjast hjá okkur. — Vildirðu taka eitthvað fram að lokum? — í framhalcVi að því, sem ég hef sagt um dýrtíðina, þá er samkvæmt nýjustu fréttum 1500 krónu farmiðaskattur á alla landa, sem ferðast vilja til útlanda mjög varhugaverð þróun, ekki sízt, þar sem 50% af okkar farþegum eru íslend- ingar. Þetta hlýtur að hafa á- hrif á utanferðir landsmanna og þegar söluskattur er tekinn með kemur x ljós, að hver far- þegi borgar frá 20-48% fyrir ferðina fram yfir það, sem far- gjaldið kostar. Þá hittum við að máli Skarphéðin Árnason frá Osló. Við spyrjum hann, hvern ig þeir í Osló hagi sölustarf- semi sinni og hann svarar: — Sölustarfsemin er auðvit- að bein auglýsingastarfsemi. Við gefum út bæklinga, höld- \lm fyrirlestra, fyrst og fremst í gegnum ferðaskrifstofurnar, sem við höfum samband við og eins með því að ræða við forráðamenn þeirra um það, hvernig við getum hjálpast að við að auka söluna. Þó.að við íslendingar séum ákaflega vin sælir í Noregi er ekki auðvelt að selja ísland þar. Margir .hafa áhuga á íslandi vegna sögulegra tengsla og er yfir- leitt mikið spilað á þá strengi, þegar reynt er að efla sam- bandið milli landanna. Norð- menn eru mjög þægilegir menn, þéir eru að vísu ekki mikið fjáðir á borð við ýmsar aðrar þjóðir. Afkoma þeirra er ekki lakari, en okkar. Þeir safna meir fjármagninu en við sem eyðum því nærri strax. Það er enginn vafi á, að marg- ir Norðmenn hafa áhuga á að koma til íslands og hefur okk- ur reynzt hvað bezt að beina okkur að ákveðnum hópxun, er hafa áhuga á íslandi. — Nú hafa verið margar ráð stefnur hérlendis og margt fólk komið til íslands. Hefur þetta ekki haft góð áhrif í landkynningarskyni? — Jú, það hefur mikið að segja í sambandi við kynningu Jóhann Sigurðsson, London. landsins. Flestir þessara full- trúa koma frá einhverjum fé- lagasamtökum og þeir dreifa áhrifum þeim, sem þeir verða fyrir hér á meðal félaga sinna erlendis. Annars er það, sem unnizt hefur árangur margra ára starfs Flugfélagsins. Árang urinn næst stundum ekki fyrr en löngu seinna og er þá ekki alltaf sá, er maður óskaði í upphafi, en þó kannski í átt- ina. Við gefum t.d. út bækl- ing um ísland og þó að allir þeir, sem lesi hann fari ef til ' vili ekki til íslands, þá fá þeir að minnsta kosti svolitla fræðslu um landið. Þessir bæklingar eru samdir af vís- indamönnum hverjum á sínu sviði, jarðfræðingum, jurta- fræðingum o.s.frv. Yfirleitt eru þessir bæklingar vel þegnir þeir eru almenns eðlis og skýrir. Þeir bæklingar, sem við dreifum í Noregi eru á dönsku aðallega og virðist það ekki koma að sök. — Hvað álítur þú, að þurfi að gera hér heima tii þess að auka ferðamannastrauminn? — Öll þessi mál ræðum við nú hér á þessum árlegu fund- um okkar. Aðalskrifstofa Flug- félagsins er að sjálfsögðu hér í Reykjavík og hér er stefnan að mestu mörkuð. Að sjálf- sögðu er mjög gott samstarf milli allra skrifstofa félags- Skarphéðinn Árnason, Osló. ins og eru vandamálin víðast hvar hin sömu. Hérlendis hef- ur mikið verið unnið að lausn gistihúsavandamálsins og það er ekkert sérstakt vandamál fyrir ísland, þó að skortur sé á gistiherbergjum yfir mesta annatímann. Þó að á þeim tíma kunni að vera erfitt að koma ferðamönnum inn á gistihús, leysist vandinn vana- lega einhvern veginn. Þó held ég, að flestir kjósi það heldur að búa á gistihúsi, heldur en vera í heimahúsi. Þá finnst mönnum þeir þurfi að taka til- lit til húsráðenda o.s.frv. Það er ekkert launungamál að það er helzt einkennir Norðurlanda búa er, að þeir vilja heldur fara suður á bóginn heldur en fara norður. Fjöldinn fer suður, þar sem hann fær þrisvar sinnum lengri dvöl fyrir sama verð og ef hann færi t. d. til íslands. Ungt fólk fer t.d. afarlítið til íslands. Það fer til suðlægari landa. Hins veg- ar fer mikill meirihluti fólks, sem farinn er að fullorðnast norður á bóginn, fólk, sem búið er að ala upp sín börn og farið er að hægjast um fyr- ir, það hefur frekar ráð á hinum dýrari ferðum. •— Viltu segja eitthvað að lokum? Jón Karl Sigurðsson, tsafirðL — Ég vildi aðeins segja það, að það er óvíða lesið eins mik- ið um ísland og einmitt í Noregi. Áhugi fólks á landinu er mikill og oft má sjá í blöð- um greinar um landið. Höf- um við orðið áþreifanlega var- ir við það, því að fólk vitnar mjög gjarnan í blaðagreinar, er það kemur og biður um upplýsingar um landið. Þá hlusta margir á reglubundna þætti í útvarpinu, þar sem Thorolf Smith segir fréttir frá íslandi. Eru þessir þættir fróð- legir og skemmtilegir. — Það má því segja, að við fáum góða auglýsingu í blöð- um og útvarpi í Noregi? — Já, við fáum góða laúd- kynningu í Noregi í dag, og miðað við, hve góð hún er má vænta mikils af henni í fram- tíðinni. Þá vildi ég svona und- ir lokin bénda íslendingum á, að það er mjög gaman að koma til Noregs. Skemmtana- lífið er að vísu ekki marg- brotið miðað við það, sem ger ist hjá stórþjóðunum, en nátt- úrufegurð er stórbrotin, enda ferðamannatekjur Norðmanna mjög miklar, sagði Skarphéð- inn að lokum. ** Næstan hittum við Vilhjálm Guðmundsson umboðsmann Flugfélagsins í Kaupmanna- höfn. Við hefjum samtalið á því að spyrja, hvort þeir beiti nokkrum öðrum brögðum við að kynna ísland í Danmörku. Vilhjálmur varar: — Nei, það er sáralíkt yfir alla línuna. Þetta er í rauninni sameiginleg aðgerð allra skrif- Vilhjálmur Guðmundsson, Kaupmannahöfn. stofanna. Við gefum út bækl- inga og sýnum kvikmyndir frá íslandi, sem við telj- um frambærilegar. Við höfum keypt allar frambærilegar kvikmyndir, sem komið hafa fram og eru sumar þeirra mjög góðar og þá Surtseyrjarmynd- in alveg sérstök. Það sem eink um vekur athygli á íslenzkri náttúru er víðsýnið. Suður- landabúar eru ekki á höttun- um eftir skógum og baðströnd um. Fyrir fólk, sem hefur á- huga á slíkri náttúrufegurð sem hér er hlýtur ísland að vera takmark. Að sjálfsögðu getur veðrið aftrað fólki frá því að koma hingað. Það er ekki unnt að ætlast til, að fólk, sem býr við sífellda rign- ingu og kulda eins og t.d. Dan- ir hafa búið við í sumar, fari norður á bóginn, en þó hefur það gerzt, að í sumar jókst tala þeirra, er komu frá Dan- mörku um 20%. — Hvers konar fólk sækir Island helzt heim. — Það er tvímælalaust betri helmingur ferðamannanna. Við fáum ferðamenn, sem eru fyrir ofan meðallag og í flest- um tilfellum eru þeir langt fyrir ofan. Oft eru þetta að vísu efnalitlir menn, sem af eintómum áhuga koma til þess að kynnast landi og þjóð og það verða íslendingar að skilja að þetta fólk er að kaupa land okkar og þjónustu dýrum dómum og það ætlast til þess að fá eitthvað í staðinn. Sumir koma hingað með fremur lágar hugmyndir um landsbúa og verða hrifnir, aðr- ir gera sér stórar hugmyndir um landsbúa og verða hrifnir, aðrir gera sér stórar hugmynd- ir um okkur sem norræna menn ingarþjóð og því áliti megum við ekki bregðast. — Telur þú, að Norðurlanda- búar auki komur sínar til ís- lands? — Já, það held ég og við höfum góðar vonir um, að það haldi áfram að vaxa. Framfar- imar í móttöku fólks hafa ver- ið miklar hér á síðustu árum og því skyldum við ekki geta lært þennan atvinnuveg sem annan. — Hvað telur þú, að þurfi að gera hér helzt til þess að auka ferðamannastrauminn? — Hér eru margir staðir, sem góðir eru til að hæna að ferðamenn, en á þeim eru ekki nógu miklir möguleikar á að veita þeim móttöku. Það vant- ar mannsæmandi gistihús ;> s. frv. Þá er það frumskilyrði að Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.