Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 27. október 1965 Móðir okkar og tengdamóðir, HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR hjúkrunarkona, andaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 24. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. Litli sonur okkar, BJÖRN VALDIMAR lézt 22. október. — Útförin hefur farið fram. — Þökkum ^amúðarkveðjur. Sigríður Armann, Björn Hjartarson. Móðir okkar, HLÍN JOHNSON frá Herdísarvík lézt 15 þessa mánaðar. — Jarðarförin hefur farið fram. Börnin. Faðir okkar, KRISTINN STEINAR JÓNSSON Laufásvegi 50, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtu daginn 28. október kl. 1,30 e.h. *— Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börn hins látna. Jarðarför móður minnar, KARÓLÍNU GESTSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju 28. októbér kl. 1,30 e.h. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Benedikta Benediktsdóttir, Stóragerði 10. Alúðar þakkir færum við öllum er vottuðu okkur hlut- tekningu og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR frá Ölvaldsstöðum. Ólöf Runólfsdóttir, Guðjón Gíslason, Einar Runólfsson og barnabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okk ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur minnar og mágkonu, STEFANÍU ÓLAFSDÓTTUR kennara. Fríða Ólafsdóttir, Pétur Símonarson. Hjartans þakkir til allra þeirra er heiðruðu minningu GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR við útför hans. Ólafur Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Gytta J. F. Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsd. Sigurður H. Guðmundsson, og aðrir aðstandendur. Við þökkum innilega sveitungum okkar, læknum og hjúkrunarfólki Landsspítalans og fjölmörgum öðrum, margvíslegan stuðning, gjafir og samúð, sem okkur hefir verið auðsýnd í veikindum og við andlát og út- för mannsins míns og föður okkar, JÓNS JÓNSSONAR í Stóradal. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Einarsdóttir og dætur. Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og tengdasonar, REINHARDS LÁRUSSONAR forstjóra. Kristín Jónsdóttir, Jónína Óladóttir, Stefanía Reinhardsdóttir, Elísabet Reinhardsdóttir, Reinhard Reinhardsson, Valgarð Reinhardsson, Bettý Ingadóttir og sonur, Anna Reinhardsdóttir, Hafsteinn Oddsson og sonur, Auður Reinhardsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Jón Rögnvaldsson. Þannig hugsar teiknarinni sér Gemini-6 og Agenaflaugina samföst úti í geimnum. Gemini-6 er til hægri. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 í líkingu við að veita eftirför orustuflugvél óvinar. Mæting í geimnum er gerólík öllum eltingarleik, sem þekkist á jörðu. Þegar geimfari eykur hraða geimfarsins, leitar það upp á við á braut, og hraði þess minnkar. í rauninni eykur geimfarinn hraðann til að draga úr honum. Ef geimfar- inn hins vegar hemlar geim- farinu, lækkar það flugið og hraðinn eykst. Geimfararnir verða að læra að kæra sig kollótta um sterka eðlisávísun og viðbrögð, sem lærast á jörðu, og verða einskis nýt og jafnvel til trafala í geimflugi. Þeir verða að þjálfa sig í að haga sér með allt öðru móti í geim- ferðum. Þeir verða að til- einka sér upp á hár að bregð- ast við þessum ólíku aðstæð- um, þegar geimför þurfa að mætast og tengjast, svo að þeir hafi fullnægjandi vald yfir fluginu í geimnum. Agena-eldflauginni verður skotið á braut umhverfis jörðu í 298 km fjarlægð. Skömmu eftir að þetta geim- far hefur lokið fyrstu hring- ferðinni, leggja Schirra og Stafford upp frá jörðu í Gemini-6-geimfarinu og hefja eftirförina. Brautin, sem Gemini-6 fer eftir, verður í minni hæð og samkvæmt hreyfilögmálum í geimnum, fer það með meiri hraða. Eftir því sem geimfar- arnir nálgast Agena, hækka þeir sig á brautir stig af stigi. Þótt þessi aðferð hafi þau áhrif, að þeir hægja ferðina, mun - Gemini-6 samt verða fyrir neðan Agena en bilið milli þeirra mjókka. Þegar mannaða geimfarið er staðsett 28 km fyrir neðan og 61 km fyrir aftan Agena, mimu geimfararnir hleypa af ö f 1 u g u eldflaugarskoti og stefna beint á Agena. Smá- vægilegar stefnuskekkjur lag- færa þeir með stýrihreyflum á leiðinni að Agenafarinu. Þeir verða komnir svolítið fram úr Agena-geimfarinu, og ö f 1 u g u r loftþrýstingur frá hemlunarhreyflum s t i 11 i r mannaða geimfarið á sömu braut og Agenageimfarið er á. Schirra og Stafford tengja geimförin með beitingu stýri- hreyfla, er þeir leggja Gem- ini-6 að Agenafarinu. Er geimförin hafa verið los- uð sundur, verður Agenafarið reynt á ýmsa vegu undir stjórn geimfaranna og stöðva á jörðinni. Agena er annarsþreps eld- flaug, sem notuð hefur verið til að skjóta á loft tugura gerfihnatta, svo sem Marin- er-4, sem tók myndir af Mars, Mariner-2, sem sendur var tii Yenusar, og Ranger, sem sjón- varpaði myndum frá tunglinu, í næstu fimm Gemini mæt- ingarreynsluferðum, mun Ag- enaflaugin verða tengd mönn- uðu geimfari til að knýja það í geimnum við mismunandi aðstæður. Amerískir geimtæknifræð- ingar eru vissir um, að ekki þurfi margar tilraunaferðir til að ná fullu valdi á mætingar- tækninni í geimnum. Þegar Gemini-áætluninni er lokið, verða geimferðir barnaleikur, enda verður fróðlegt að vita hver árangurinn verður I geimferðavísindum næstu ár- in. Fé!ngið Anglía hefnr vetrarstarfið FYRSTI vetrarfundur félagsina ANGLIA verður haldinn n.k. föstudag hinn 29. okt. í Sigtúni. Að venju eru mörg skemmti- atriði á boðstólum. M.a. syngur Savar.nah-tríóið, ungfrú Bára Magnúsdóttir (ungfrú Reykjavílc 1965) sýnir dans. Eyþór Þorláks- son leikur á gítar. Auk þess verð ur happdrætti, ný tegund af Ása dansi, getraun o.fl. Að lokura skemmtiatriðum verður stigina dans fram eftir nóttu. Reglulegir skemmti- og fræðsla fundir eru fyrirhugaðir hjá fé- laginu í vetur. Fundir Angliu hafa jafnan verið mjög vel sótt- ir. Núverandi formaður Anglíu er Þorsteinn Hannesson. Ræðismanns- skrifstofa flytur FRÁ og með deginum í dag breytist heimilisfang aðalræðis- mannsskrifstofu íslands í New. Hið nýja heimilisfang er nú: 420 Lexington Avenue, New York, N. Y., sími 683—8338. Sendinefnd fslands hjá Sameinuðu þjóðun- um hefur sama heimilisfang. Reykjavík, 25. október 1965. U tanríkisráðuney tið, I.O.G.T. Stúkan Mínerva nr. 172 Fundur í kvöld kl. 20.30. Æt. ATHUGIÐ að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa t Morgunblaðinu en öðrum biöðum. JÖN EYSTEINSSON lögfræðingur Laugavegi 11. — Sími 21516. Ég þakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu hinn 15. október sL Soffía Jónsdóttir, Skeiðarvogi 93, Reykjavík. Innilegar þakkir færi ég öllum, sem minntust mín með hlýjum kveðjum, heimsóknum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu 14. október sl. — Lifið heil. Þórarinn Helgason frá Látrum. Þakkarávarp til þeirra mörgu er glöddu mig á einn eða annan hátt í tilefni af 75 ára afmæli mínu 13. októ- ber sl. þó sérstaklega Ingibjörgu dóttur minni og elzta syni hennar Sveini Sveinssyni, sem hélt mér veglegt hóf fyrir helzta skyldfólkið. Bið ég Guð að blessa hann og alla mína afkomendur. Helga S. Bjarnadóttir, Suðurlandsbraut 11. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför, ÖLFU R. H. ÁSGEIRSDÓTTUR Krossamýrarbletti 14. Þorkell Einarsson, Friðþjófur Þorkelsson, Einar Þorkelsson, Brynhildur Þorkelsdóttir, Sigurlaug Þorkelsdóttir, Hreiðar Guðmundsson, Svanhildur Þorkelsdóttir, Jóhann Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.