Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1965, Blaðsíða 16
16 Miðvikudagur 27. október 1963 MORGUNBLAÐIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfuiltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. Mætast í geimnum HASKOLINN OG KANDÍDA TAR TTaskolahatiðin var haldin ** síðastliðinn laugardag, og setti háskólarektor, prófessor Ármann Snævarr, hátíðina að venju, með yfirgripsmikilli ræðu um málefni háskólans, starf hans og vöxt á síðast- liðnu ári. í ræðu sinni hreyfði há- skólarektor athyglisverðri hugmynd, sem hlutaðeigandi x ættu að taka til gaumgæfi- legrar athugunar. Hann benti á, að tengsl háskólans við kandídata hefðu ekki verið eins náin hingað til og æskilegt hefði verið. Hins vegar væri mikilvægt að efla þau tengsl, og benti há- skólarektor m.a. á, að ástæða væri til, að háskólinn héldi námskeið fyrir brautskráða kandídata í nýjungum fræði- greina þeirra, svo og til upp- rifjunar. „Háskólamenn eru aldrei fullnuma, þeir þurfa sífellt að endurnýja þekkingu sína, halda henni við og bæta við sig“, sagði rektor í ræðu sinni. Við erlenda háskóla þykir það sjálfsagt, að kandídatar haldi nánum tengslum við hinn gamla skóla sinn, eftir að þeir eru komnir tíl starfa í þjóðlífinu, og er háskólum erlendis mikill styrkur að því. Háskólarektor hefur hér hreyft merku máli, sem full ástæða er til fyrir hina fjöl- mörgu kandídata, sem numið hafa við Háskóla íslands, og eiga þaðan góðar minningar, að taka til athugunar, koma á samtökum sín á milli, Sam- bandi kandídata, eins og rekt- or nefndi. Slík tengsl eru ekki aðeins kandídötum hagkvæm, þau eiga einnig að beinast að margvíslegum stuðningi við háskólann sjálfan og stofnan- ir hans, styrkja hann og *tyðja á allan þann hátt, sem þeim er fært. Væntanlega verða orð há- skólarektors til þess að há- skólakandídatar bindist sam- tökum um að eiga í framtíð- inni nánari samstarf við sinn gamia skóla, en verið hefur. RÁÐSTEFNA UM SVEITAR- STJÓRNARMÁL ¥Tm síðustu helgi var haldin í Reykjavík ráðstefna Sjálfstæðisflokksins um sveit- arstjórnarmál og sóttu hana fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum víðsvegar um landið, svo og flokksráðs- menn Sjálfstæðisflokksins. — Ráðstefna þessi var fjölsótt, og þótti takast hið bezta. í ályktun ráðstefnunnar er lögð áherzla á, að sjálfstæði sveitarfélaga sé ein af mikil- vægustu stoðum íslenzks þjóð félags. Þess vegna beri að var ast allar aðgerðir, sem skerði þetta sjálfstæði og jafnframt miða að því að auka áhrif sveitarstjórna. í ályktuninni er síðan vak- in athygli á nokkrum atrið- um, sem taka ber til sérstakr- ar athugunar. Bent er á, að sjálfstæði sveitarfélaga hvíli á fjárhagslegri afkomu þeirra, og að tekjustofnar þeirra verði jafnan að vera svo sterk ir, að þau geti sjálf staðið und ir nauðsynlegum framkvæmd um og öðrum þeim verkefn- um, sem sveitarstjórnum eru fengin. Þá er bent á, að sveitarfé- lög megi ekki íþyngja íbúum sínum með óhóflegum skött- um, sem líklegir séu til að draga úr eðlilegri sparfjár- söfnun og hamla gegn vexti atvinnulífsins. — Sérstaklega fagnar ráðstefnan fyrirhug- uðu staðgreiðslukerfi skatta, sem mun tryggja sveitarfé- lögum útsvarstekjur nokkurn veginn jafnt yfir allt árið. Þá er lýst í ályktun ráðstefnunn- ar sérstakri ánægju með yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um það, að settar verði nýjar og einfaldari • reglur um sam- skipti ríkis og sveitarfélaga um stofnun og rekstur skóla. í þeim samskiptum telur ráð- stefnan það hlutverk ríkisins að hafa með höndum rann- sóknir í skóla- og uppeldis- málum og kynna nýjungar í þeim efnum. Ráðstefnan tel- ur sjálfsagt, að sveitarfélögin reki fyrirtæki sem hafa með höndum ýmis konar almenna þjónustu, og þar sem sam- keppni verður ekki við kom- jð, svo sem vatnsveitu og |hitaveitu. Hinsvegar telur ráð tstefnan, að sveitarfélögin eigi að takmarka þátttöku sína í almennum atvinnurekstri, og ekki leggja í atvinnurekstur, sem einstaklingar eða félög þeirra geta og vilja annast. Þá er bent á, að stuðla beri að því, að sveitarfélögunum verði gert kleift að vinna að æskilegum atvinnuumbótumí umdæmum sínum, þegar sér- stakir tímabundnir erfiðleik- ar steðja að í atvinnumálum. Svo sem sjá má af framan- sögðu, er hér drepið á ýmis athyglisverð atriði, sem skipta máli fyrir sveitarstjórnir um allt land. í ræðum fulltrúa á ráðstefnunni komu einnig fram margvísleg sjónarmið, SÁ dagur er ekki lang-t und- an, að tveir Ameríkumenn þurrki tunglrykið af stígvél- um sínum »g búi sig undir að snúa aftur til jarðar. En áður verða þeir ,að ná í geim- ferju á braut 150 km fyrir ofan þá. Frá eyðilegu yfirborði tunglsins fara þeir í lítilli flaug tii ferjunnar, tengja flaugina við hana og fana um borð gegnum sérstakan tenigi- klefa. Síðan skjóta þeir ferj- unni til jarðar. Þessi mætingartækni í geimnum skiptir mestu máli, ekki aðeins að því er snertir Apollo tunglrannsóknarleið- angur heldur líka við allar tilraunir Bandaríkjanna í mönnuðu geimflugi næstu 20 eða 30 árin. Til að fullkomna þessa tækni eru til stefnu aðeins fjögur ár, því áformað er, að menn reyní fyrst' að lenda á tunglinu árið 1969. s Á næstunni munu geimfararnir Walter M. Schirra og Thomas P. Stafford reyna þessa mætingartækni. 1 júní- og ágústmánuði sl gerðu geimfararnir í Gemini-4 og Gemini-5 takmarkaðar til- raunir og æfingar í þessari tækni, en þá reyndu þeir ekki að leggja að öðru geimfari, sem skotið hafði verið á loft sér í lagi. (Tilraun þessi átti að fara fram í gær, en var frestað). Schirra og Stafford munu fara á loft í Gemini-6 geim- fari á braut og veita eftirför Agentaflaug, sem skotið verð- ur á loft 100 mínútum áður en þeir leggja af stað frá Kennedyhöfða. Þeirra verk- efni verður að ná Agenafarinu og tengja geimförin saman. Gemini-6 geimflugið verður sem íhugunarverð eru og er þess að vænta, að fulltrúar á ráðstefnunni, sérstaklega þeir, sem að sveitarstjórnarmálum vinna, hafi haft töluvert gagn og nokkra ánægju af ráð stefnunni. í lok ályktunar ráð stefnu Sjálfstæðisflokksins um sveitarstjórnarmál, segir svo: „Hin heillaríka stefna Sjálf stæðisflokksins, sem byggist á frelsi og sjálfstæði einstakling anna til athafna hefur leyst úr læðingi öfl, sem hafa stór- bætt lífskjör þegnanna. Það er því hverju sveitarfélagi fyrir beztu, að sú framfara- sókn haldi áfram, og að þeir menn veljist til setu í sveitar- stjórnum, sem sækja fram undir merki framfarasinnaðr- ar og víðsýnnar stjórnmála- stefnu, Sjálfstæðisstefnunnar. Á næsta vori fara fram sveit- arstjórnarkosningar um land allt. í þeim kosningum verð- ur úr því skorið, hverjir fara skuli með málefni sveitarfé- laganna næstu fjögur ár. í þeirri baráttu, sem framund- an er, og háð verður næstu mánuði, heitir Sjálfstæðis- flokkurinn á stuðning allra landsmanna“. fyrsti Hður af mörgum í til- raunum til að láta geimför mætast. Þegar Gemini-áætl- uninni lýkur snemma árs 1967, verða mætingar og tengingar geimfara orðnar nægilega þróuð tækni. Þá munu Bandaríkin haMa áfram með Appollo-áætlunina, þess fullviss, að tunglkönn- uðir munu hafa til umráða áreiðanlega tækni til að kom- ast aftur til jarðar. Ferðir til Mars og annarra pláneta, sem Thomas P. Stafford kunna að hefjast innan 20 ára, munu einnig verða fram- kvæmdar í áföngum, og þá beitt mætinga- og tenginga- tækninni. Önnur meiri háttar fram- kvæmd, sem þessum tækni- aðferðum verður beitt við, er samsetning mannaðra rann- sóknarstöðva á braut úti í geimnum umhverfis jörðu. Tilbúnum hlutum þessara stöðva verður skotið út í RETTLÆTIS KRAFIZT Onemma á þessu ári efndu ^ blökkumenn í Bandaríkj- unum til mikillar göngu frá Selma til Montgomery í Ala- bama, til þess að leggja á- herzlu á kröfur sínar um jafn rétti hvítra manna og svartra í Bandaríkjunum. í sambandi við þessa göngu urðu ýmis átök, m.a. var hvít kona myrt, en hún hafði barizt fyrir aukn um réttindum blökkumanna. í réttarhöldum, sem fram fóru í sambandi við þetta morð, kom . fram, að banda- ríska sambandslögleglan hafði haft sjónarvott, sem sá þegar morðið var framið, og sat raunar í sama bíl og við hliðina á þeim, sem morðið framdi, sá hann munda byss- una og skjóta hina hvítu konu til bana. Þetta vitni, sem reyndist vera starfsmaður sambands- lögreglunnar innan Ku Klux Klan hreyfingarinnar, skýrði síðan frá atvikum morðsins fyrir rétti í Alabama, og hef- ur dómur nú verið kveðinn geiminn og þær síðan tengdar saman þar, og takmarkast stærð þessara rannsóknar- stöðva einungis við þann fjölda eldflaugaskota, sem nauðsynleg reynast til að k o m a stöðvarhlutunum á braut. Geimferjur verða not- aðar, þegar vaktaskipti eru hjá áhöfnum og til að flytja veika og særða af áhöfninni. Þó þessi tækniþróun verði lítið annað og meira en kafli í handbók geimfara framtíð- arinnar, má ekki gleyma þeirri staðreynd, að mætingar farkosta á braut í geimnum eru háðar einkennilegum hreyfilögmálum himingeims- ins. Þegar eitt geimfar á að ná öðru á ferð 1 geimnum, er það ekkert líkt og að hlaupa uppi ^ keppinaut í 1500 metra þol- hlaupi. Ekki er það heldur Framhald af bls. 22. Walter M. Schirra upp. Morðinginn var sýkn- aður. Fyrir venjulegt fólk eru at- burðir sem þessir, í þroskuðu lýðræðisþjóðfélagi, gjörsam- lega óskiljanlegir. Það er ó- skiljanlegt með öllu, að rétt- arfar í sumum hlutum Banda- ríkjanna skuli ver.a þannig, að sýknudómur er kveðinn upp yfir morðingja, þótt sjón- arvottur hafi verið að morð- inu. Það er óskiljanlegt með öllu, að réttarfar sem þetta, skuli látið viðgangast í ríki eins og Bandaríkjunum. Og þetta er því miður ekki eina dæmið um slíkt réttarfar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þegar slíkir atburðir gerast, koma þeir ekki einungis Bandaríkjamönnum við, þeir varða fólk hvar sem er í heim inum. Eigi menn að taka nokkurt mark á réttlætinu í Bandaríkjunum eða annars staðar, verða lögleg yfirvöld landsins alls að sjá til þess, að þessi sýknudómur sé ekki síðasta fregnin sem berst frá Bandaríkjunum af þessu morði. Réttsýnir menn um heim allan bíða þess, að morðingi Viola Liusso hljóti verðuga refsingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.