Morgunblaðið - 14.11.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 14.11.1965, Síða 3
SHnmiðagW 14. nóv. 1965 3 rn UAnriillBI AAIA #r a v m m#* *■ 4.“« ib^ « gmt í DAG á Surtur tveggja ára af- mæli. 14. nóvember 1963 byrjaði að gjósa úr hafinu suðvestur af Vestmannaeyjum og sama kvöld etakk Surtsey kollinum upp úr haffletinum. Nú er allt orðið ró- legt á gosstoðvunum. Syrtlingur Kást síðast bæra á sér 17. október og er nú horfinn. Varðskipið Ægir fór þar hjá á föstudaginn og staðfesti Gunnar Ólafsson, skipherra, það með þeim um- mælum, að þarna væri nú allt steindautt. Enn bryti mikið á Syrtlingi, sem gæfi til kynna að grunnt sé á honum. Surtur er Öskuskaflar frá Syrtlingsgosinu þekja nú víða nýja hraunið í Surtsey, svo það hefur í bili a.m.k. misst sinn fyrri ljóma, Ljósm. Sig Þór. Surtur tvegg ja ára Varð þriðja lengsta gos á íslandi en það samfelldasta óbreyttur á sínum stað, en fjarska dökkur á að sjá í skamm- deginu. Surtseyjargósið hefur staðið í eitt ár og ellefu mánuði. Sé það alveg hætt, hlýtur það sæti þriðja lengsta goss á íslandi, þeirra sem kunn eru. En Surts- eyjargosið hefur haldizt svo til óslitið allan gostímann og slær þar út þau sem lengur dugðu Þau eru Mývatnseldar 1724—1720 og Heklugösið 1766. Mývatnseld- ar hófust 17. maí 1724, en hraun tók ekki að renna fyrr en í janú- ar 1725. Gosið hélzt svo slitrótt til 1729, og gaus á þeim tíma á ýmsum stöðum. Heklugosið byrj- * aði 5. apríl 1766 og lauk í apríl- mánuði 1768, hafði þá staðið í rösklega tvö ár. En það lá niðri á þessum tíma í marga mánuði, líklega hálft ár. Svo Surtur hef- ur sennilega lengst gbsið sam fellt. — Mér finnst fjarska stutt síð- an Surtseyjargosið byrjaði sagði dr. Sigurður Þórarinsson, er við inntum hann eftir því hvort hann væri feginn að þessu væri lokið. — Það hefur verið mjög Jærdómsríkt. En líklega er gott að fara að fá tíma til að vinna úr öllum þeim gögnum, sem eafnað hefur verið. Ekki kvaðst Sigurður kvarta undan íldgosum Hann hefði haft þrjú gos fyrir augunum samanlagt í 4 ár. Og þau gos hefðu öll verið hvert öðru ólík. Aldrei endurtekning og alltaf færandi nýja lærdóm. •— Hekla var stórfenglegust í upphafi og Öskjugosið var geysi- Syrtlingur sem hvarf og afstaöa hans tíl Surtseyjxr. lega skrautlegt fyrstu nóttina,. segir hann. En tilbreytilegast er Surtseyjargosið. Þar hafði mað- ur höfuðskepnurnar í einu — haf, vinda og eldgos — og þessa stöðugu baráttu milli hinna upp- byggjandi og niðurrífandi afla. Það var mjög dramatískt. Maður gerði sér varla fyrr grein fyrir þessum gífurlega kafti á báða bóga. Að eyja, sem var orðin 700 m á lengd eins og Syrtlingur, skuli geta horfið á fáum dögum, sýnir vel með hvílíku afli hafið rífur niður. Og svo aftur á móti að Surtur skuli þrátt fyrir slíka mótstöðu stöðugt hafa unnið á! Lifir börn sán bæði Við skulum nú, svo sem hæfa þykir í afmælisgreinum, ryfja upp í fáum orðum ævi afmælis- barnsins. Það var 14. nóvember 1964, sem skipverjar á ísleifi II, greindu gufustrók á hafinu suð- vestur af Geirfuglaskeri. Og lík- lega var eyja fædd þennan sama dag fyrir miðnætti. Hún stækk- aði, en gosefnin voru laus í sér, þar til 4. apríl 1965. Þá loks var gosið búið að einangra gíginn svo vel að vatn komst ekki leng- ur að hraunkvikunni, sem tók að vella og spýtast upp á yfir- borðið, rauðglóandi og ægifögur, og þakti suðvesturhluta eyjar- innar hrauni. Var þetta lengst af mikið sjónarspil, hvort sem öskutrjónur þeyttust upp í hvít- an gosmökk eða rauðglóandi hraun flæddi niður yfir eyna og dembdi sér í kaldan mar. Á þessum tíma varð Surtsey tveggja barna auðið. Surtla fædd ist 28. desember 1963, en hlaut fáa lífdaga. Syrtlingur fæddist 22. maí 1965, viku eftir að gosið í Surtsey vjrtist fjarað út. Hann dafnaði og stækkaði framan af, rpeð einum bakkipp þó, og varð 15 hektarar að stærð og 70 m hár. En hann var farinn að láta á sjá, er síðast sást lífsmark með hon- um, 17. október sl. Þá kom nokk- urra daga óveður og er Því linnti, 25. október, var eyjan horfin. Samkvæmt síðustu mælingum er Surtsey nú um það bil 2% ferkílómetrar að stærð og hæðin 169 m. Hún hefur þannig lækkað um 4 m frá því hún var hæst. Eyjan hefur misst mikið af sín- um glæsibrag. Syrtlingur spjó ösku yfir fegursta hluta hennar, nýja hraunið, þegar vindur stóð þannig, og hefur iagt dökkan hjúp yfir hinar kynlegu fersku hraunmyndanir og litfagrar út- fellingar í skærum gulgrænum, rauðum og brúnleitum blæbrigð- um. Víða er komið 5 m lag af ösku ofan á hraunið, en ánnars staðar er öskulagið aðeins þunnt. Gigurinn sjálfur er að verða kaldur, aðeins gufur upp úr sprungum í börmunum. Surtsey má semsagt muna fífil sinn fegri. En kannski skafa vetrarstormar ofan af hrauninu aftur áður en langt um líður. Sr. Jón Auðuns dómprófastur: Skuldugi þjónninn er guðspjall þessa sunnudags. Pétur hefir orð fyrir postulun- um og spyr Jesúm: „Hversu oft á ég að fyrirgefa?“ Þeim hefir þótt vafasamt um sumt, að það ætti að fyrirgefa. Þeir höfðu margséð Jesú vera gert 'bróplega rangt til. Þeir höifðu heyxt útverði rétttrúnaðar ins, preláta Gyðingakirkjunnar, kalla hann guðlastara. Og þessir menn hötuðu Jesnim svo fyrir Guðs hönd, að fyrir Guðs hönd og til að vinna honuim þægt verk, krossfestu þeir Kxist. „Hversu oft á ég að fyrir- gefa?“ spuirði Pétur. Lærisveinarnir hÖfðu séð það, sem engum gat dulizt, að Guð fyrirgefur ekki þannig, að menn sleppi undan afleiðingum þsss sem þeir hafa unnið. En fyrst Guð lætux menn uppskera af öllu sem þeir sá tiil, illu og góðu, eiga menn þá að fyrirgeifa allt? Enginn hefir nokkru sinni 'feða nokkursstaðar orðið eins óskap- lega fyrir barðinu á hatursfuiHri að fólk hiki við að gera aðvart um leið og iþað sér eitthvað óvenjulegt. Það er svo mikils virði að ná fyrstu þáttunum úr hverri gossögu, sagði Sigurður. Hvont Surtur sé nú alveg dauð- ur? Það vildi Sigiurður ekki futl- Loftmynd af Surtsey tekin miðsumars 1964. Spennandi rannsóknarefni Fyrir vísindamenn er Surtsey ennþá j-afn spennandi. Rann sóknir þar eru margra ára við- fangsefni, ef fé fæst til fram- kvæmda. Rannsóknir verða aðal lega tvenns konar: 1) þíólogisk- ar, og þá fylgst náið með öllu lífi á eynni og 2) jarðfræðilegar og í því fólgnar að skoða og mæla allar breytingar á eyjunni sjálfri. Þarna hefur verið kom- ið upp húsi og ætlunin að maður verði þar næsta sumar við rannsóknir. Eiinnig að innlendir Og erlendir vísindamenn eigi þar athvarf, meðan þeir gera sínar athuganir, m.a. skordýrafræð- ingar, sem áforma að koma á hverju ári. Við spurðum Sigurð Þórar- insson, jarðfræðing, hvar hann 'héldi að næsta gos yrði. Engu kvaðst hann þora að spá um það. Svo fjölmaxigir staðir gætu kom- ið til greina á eldfjallabeltinu og surnir þeirra líklegri en Vest- mannaeyjar fyrir Surtseyjargos- ið. — Gg heldur vil ég láta hrekja mig á eftir platgosum en yrða. — Það er vissara að gá að honum áður en þú birtir það í blaðinu, sagði hann aðeins. — E. Pá. V-Þýzkur lögreglumoður hondtekinn Berlín, 12. nóvember, NTB. vESTUR-iþýzka lögreglan sagði í dag að handtekinn hefði verið einn liðsmanna hennar og borið á brýn að hafa stundað njósnir fyrir A-Þýzkaland. Maður þessi heitir Hans Weiss og er fulltrúi í sakamáladeild lögrglunnar. Er hann sagður hafa veitt A-þjóð- verjum ýmsar upplýsingar um mál er varða lögregluna í V- Þýzkalandi. Eiginkona Weiss var handtekin ásamt manni sín- um. - rétttrúnaðarkirkju og Jesús varð. Sarnt fyrirgaf hainn og bað fyrir þessum mönnum á Gol- gáta. Og þegar Pétur var í vafa um, hve oft hann ætti að fyrir- gefa, svaraði Jesús með sögunni af skulduga þjóninum: Veglyndur húsibóndi hafði gef- ið stórskuidugum þjóni upp skuldina. En þegar sá vildi ekiki gefa bláfátækum samþjóni sín- um eftir nokkrar krónur, gerði" hann að engu uppgjöf sinnar stóru skuldar og varð að fara í fangelsi þar og greiða skuldina til síðasta eyris. Engin friðþæging. Engin uppgjöif saka. Þú átt að fyrirgefa vegna sjálfs þín Hvert stefnir viðleitni þin? Hvað ræður í rauninni athöfn um þínum öllum? Allt þitt hikandi fálm, öll þín síhungraða sókn beinist að því að finna sál þinni frið. í innsita grunni er öll þín viðleitni leit að sálarfriði. Þú finnur aldrei þann frið meðam hatur þýr í hjarta þér og hugur þinn er fullur beiskju. Meðan svo er, eru augu sálar þinnar lokuð fyrir því sem bezt er og verðmætast, leiðimar að sálum annarra manna læstar,- æðri lífsnautn óhugsandi, guðs- samfélag þitt hræsnisfákn og markleysa. Fyrirgefningin hreinsar hjarta þitt og kemur þér aftur í sam- félag við hið helga, háa. Að koma frá hatxi inn í heim fyrir- gefningax er eins og að koma úr grenjandi hríð og germinga- veðiri inn í hlýjan, bjartan helgi- dóm. Þá finnur þú að það að fyx- irgefa er frumskilyrði sóla'ririð- arins, og þig undrar að þú skyld ir auvirða sjálfan þig með því að hata. Þú átt að fyrirgefa vegna annarra Að sigra illít með góðu, ill-sku með fyrirgefningu lærði frum- •kristnin af meistara sítoum. Og þetta ofsótta, fyrirlitna og fyrir- getfandi fólk lýsti sem ljós á dimmri öld og lýsir enn. „Hinto mjúki máttur“ — eins og Guðm. Kamiban kallaði fyrirgefninguna — getur unnið' máttarverk í sáilu þess manns, sem fyrirgefið er. Vér eigum þess ótal vitnislburði. En til að vinna slíkan sigur verður að læra þá vandlærðu list, að fyrirgefa eins og Kristur fyrirgaf, sjá með augum hans. Fyrirgefa með hjartalagi hans. Þú átt að fyrirgefa vegna Guðs Sagan af skuilduga þjóninum sýnir þér það. Hún sýnir þér annarsvegar kærleiksvilja Guðs, sem er faðir þessarar margbrotlegu barna allra og vill taka þau í sátt. Og hún sýnir þér hinsvegax mann, sem óumræðilega gjöif hefir af húsbónda sínum þegið, en beitix blásnauðan samiþjón slíkri grimmd að eira ekki konu hans Og saklausum börnum. Veglyndi húsbóndans hefði átt að hræra hjarta hans til meðaumkunar með samiþjóninum. Svo koma sögulokin: Svo vægð arlausan dóm fær þjónninn sem ekki vildi fyrirgefa, að hann verður miklu vesælli, snauðari en alllausi sa'mþjónninn hafði áður verið. Nú stoðar ekki lengur að biðja um fyrirgefningu. Þvi tækifæri j er glatað. í skuldafiangelsi ein- hversstaðar í tilverunni varð ves æll maður að greiða voðaskuld til síðasta eyris. Sagan af skulduga þjóninum er stórkostleg. Meistarahendi er myndin dregin, allt frá Ijósasta ljósi og niður í dekksta döikkva. Hún birriir allsherjarlögmál, sem örlögum ræður, og flytur sama alvörumálið mérog þér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.