Morgunblaðið - 14.11.1965, Qupperneq 6
6
MORCUN BLAÐIÐ
Sunnudagur. 14. nóv. 1965
Ólafur Hjálmarsson
frá Látrum, sjötugur
GAMALL og góður vinur norðan
úr Sléttuhreppi á í dag sjötugs-
afmæli. Það er Ólafur Hjálmars-
son frá Látrum í Aðalvík. Hann
fæddist að Stakkadal í Aðalvík
hinn 14. nóvmber árið 1895. Voru
foreldrar hans Hjálmar Jónsson.
bóndi þar og Ragnhildur Jó-
hannesdóttir kona hans, bæ'ði hið
ágætasta fólk. Er mér minnis-
stætt er ég hitti Hjálmar háaldr-
aðan og blindan heima hjá Ólafi
syni sínum á Látrum, glaðan og
reifan fjölfróðan og skemmtileg-
an. Það sem mér er hugstæðast
frá kynnum okkar Hjálmars var
einst.æð bjartsýni hans og trú á
framtíðina. Hann vildi helzt sem
minnzt tala um fortíðina. Hugur
hans dvaldi allur í ókomnum
tímum. Hinir miklu möguleikar
seskunnar til þess að byggja upp
framtfð sína í' nýjum tíma, voru
honum efst í huga. Hann vildi
helzt ekki um annað tala en allt
það fjölmarga, sem hægt væri að
gera til umbóta, bæði norður á
Ströndum og annars staðar á ís-
landi. Þessi bjartsýni, blindi öld
ungur var vissulega eftirminni-
legur persónuleiki.
1 Ólafur Hjálmarsson ólzt upp
heima í Sléttuhreppi og stundaði
þar sjó og land. Hann fór korn-
ungur til Ameríku og dvaldist
þar í nokkur ár, aðallega vestur
við Kyrrahaf, þar sem hann
stundáði ýmis störf. þar á meðal
skógarhögg. Hann kom heim aft
ur norður að Látrum í árslok
1917 og kvæntist þá Sígríði Þor-
bergsdóttur frá Efri-Miðvík,
ágætri og dugandi konu, sem hef
Ur reynzt honum traustur og mik
ilhæfur lífsförunautur. Að því er
ég veit bezt, bjó Ólafur á Látr-
um fram til ársins 1928, en þá
fór hann aftur til Bandaríkj-
anna, og dvaldist þar til ársins
1932. Stundaði hann búskap vest-
ur í Washingtonfylki og farnaðist
vel. Þegar hann kom hingað heim
aftur 1932, bjó hann fyrst um ára
bil að prestsetrinu Stað í Aðal-
vík. En árið 1940 mun hann hafa
flutt að Látrum. Stundaði hann
þar útgerð og hafði nokkurt bú.
Frá Látrum flutti Ólafur með fjöl
skyldu sína hingað til Reykjavík-
ur árið 1846, og hefur átt hér
heima síðan. Starfa'ði hann fyrst
hjá Vitamálaskrifstofunni, en sl.
fjórtán ár hefur hann verið starfs
maður í Landssmiðjunni og unn-
ið þar að vélsmíði. En Ólafur er
vélsmiður að mennt. Hann er
Nýtt iðnfyrir-
tæki á Akranesi
Akranesi, 10. nóv.
N Ý T T iðnaðarfyrirtæki að
Kirkjubraut 6 hér í bæ hóf fram
leiðslu sína í dag. Fyrirtækið
heitir Prjónastofan F. Adolfsson
h.f. Mun hún framleiða alls kon-
•r unglinga og herrasokka úr
ýmsum tegundum af bandi.
Aðalhvatamaður að stofnun
fyrirtækisins er Friðrik Adolfs-
aon, sem hefur langa reynslu í
framleiðslu á slíkri vöru. Vélin,
sem þegar er tekin til starfa, er
sú nýjasta og fullkomnasta, sem
til er hér á landi.
— Oddur.
þjó'ðhagasmiður og má raunar
segja, að hann sé jafnvígur á
tré sem járn.
Ólafur Hjálmarsson er hár mað
ur yexti, karlmannlegur og svip
mikill.' Hann er hæglátur maður
í fasi, prýðilega greindur og vel
að sér um marga hluti.
Það var ánægjulegt að koma á
heimili frú Sigríðar og Ólafs
Hjáimarssonar að Látrum. Þar
ríkti gestrisni og alú'ð. Yfirleitt
má segja, að fólk í Sléttuhreppi
væri framúrskarandi gestrisið og
elskulegt heim að sækja. Þótt
ferðalög væru erfið um þessar
afskekktu en fögru byggðir víð
hið yzta haf, var í raun og sann-:
leika dásamlegt að fara þar um.
Allar móttökur f ólksins mótúðust:
af einstæðri hjartahlýju og vin-
semd.
Ólafur Hjálmarsson og Sigríð-
ur Þorbergsdóttir eignuðust 9
þörn og eru 7 þeirra á lífi. Eru
þau: Ragnhildur, gift Árna Ólafs
syni, starfsmanni við Vélsmiðju
Njarðvíkur; _ Oddný, búsett í
Reykjavík; Ásta, gift Gunnari
Jónssyni, bryta í Reykjavík;
Helga, gift Ásgeiri Leifssyni,
verkfræðinema; Kjartan, stöðvar
stjóri í Steingrímsstöð vi’ð Sog,
kvæntur Ágústu Skúladóttur;
Friðrik, járnsmíðameistari,
kvæntur Kristínu Lúðvíksdóttur
og Sveinn, rennismiður í Reykja-
vík, kvæntur Dagnýju Sigurgeirs
dóttur.
Öll eru börn Ólafs og Sgiríðar
vel gefin og myndarlegt fólk.
Heimili þeirra er nú að Brávalla-
götu 18 i Reykjaví.
Ég óska Ólafi Hjálmarssyni
innilega til harningju með sjö-
tugsafmælið, um lei'ð og ég þakka
honum og fólki hans allt gott á
liðnum tíma.
S. Bj.
ÖLAFUR Hjálmarsson, fyrrum
formaður að Látrum í Aðalvík
er sjötugur í dag. Hann er nú
búsettur að Brávallagötu 18, í
Reykjavík.
Ólafur er fæddur í Aðalvík og
ólst þar upp. Snemma hóf hann
að stunda sjó og gerðist ungur
formaður og útgerðarmaður.
Hafði hann um árabil mikil um-
svif í sinni sveit og er óhætt að
segja, að fáir voru þeir, et- settu
meiri svip á heimabyggð sína á
þeim árum. A árunum eftlr 1920
dvaldi ólafur um nokkur ár í
Ameríku, en ekki mun hann
haía fest yndi þar og fluttist
aftur heim til Aðalvíkur og tók
upp þráðinn þar sem fyrr var
frá horfið.
Er Ólafur hóf formennsku í
Aðalvík fyrir nær fimm áratug-
um, mun eflaust engan hafa
grunað, að þessi blómlega byggð
myndi leggjast í eyði á hans
æviskeiði. Ög sízt mim Ólafi
hafi verið það í huga, er hann
tók sig upp ásamt fjölskyldu
sinni vestur á Kyrrahafsströnd,
og fluttist heim til Aðalvíkur.
Þar stundaði hann síðan sjó-
sókn af miklu kappi meðan kost
ur var og hætti því ekki fyrr,
en ekki var hægt ‘að setja bát
á flot vegna mannfæðar. Var
hann einn með þeim síðustu er
yfirgaf byggðarlagið.
Ólafur var kominn yfir fimm-
tugt, er hann flutti suður og
varð þá að hasla sér völl á ný.
Hikaði hann ekki við að leggja
út á nýjár brautir, þó hann væri
kominn af léttasta skeiði og
vann sér á næstú árum réttindi
sem vélvirki. Hefur hann síðan
stundað þá iðn af miklum dugn-
aði og gerir enn.
Ég vil með þessum fáu orðum
senda Ólafi beztu árnaðaróskir
á þessum tímamótum í ævi hans
og óska honum alls velfarnaðar
um ókomin ár.
Gunnar Friðriksson.
Merkiasala blindra
HINN árlegi merkjasöludagur
Blindrafélagsiris er í dag og
verða merki félagsins nú boðin
til sölu um land allt.
Á þeim tuttugu og sex árum,
sem félagið hefur starfað hefur
mikið áunnizt og margt verið
gert, áþreifanlegasta dæmið þar
um er hið myndarlega vinnu-
og vistheimili Blndrafélagsins í
Hamrahlið.
Blindraheimilið er táknrænt
dæmi um hug þjóðarinnar til
líknarmála, því án stuðnings og
velvilja alls almennings, væri
það ekki til í sinni núverandi
mynd.
Ört vaxand starfsemi Blindra
félagsins knýr á. Hér má ekki
láta staðar numið, heldur hald-
ið áfram að settu marki, sem er,
að reisa byggingu, sem fullnægi
í sem flestu þörfum blindra í
landi voru Þetta er mikið verk-
efni, þótt ekki komi annað til
svo er þó ekki, því mörg önnur
verkefni bíða úrlausnar.
Eins þeirra skal getið hér laus
lega, en það er sú hugmynd fé-
lagsins, að koma sér upp safni
bókmennta og tónlistar, á seg-
ulböndum sem það mun síðan
annast útlán á til blindra víðs-
vegar um landið. Hér er um at-
hyglisvert mál að ræða og er
óskandi að þessi starfsemi nái
að vaxa og veita mörgu blindu
fólki ánægjustundir á komandi
tímum.
Blindrafélagið hefur ávallt
notið mikils velvilja landsmanna
og óskar að svo megi verða
enn. Félagið flytur öllum þeim,
sem að merkjasölu þess vinna
alúðarþakkir, og einnig þeim
mörgu, sem styrkja munu fé-
lagsstarfið með Því að kaupa
merki þess.
Frá Blindrafélaginu.
Eftir Syndafallið
Ég fór í vikunni í leikhús og
sá „Eftir Syndafallið“, leikrit
Millers. Ég var ekki í landinu,
þegar frumsýningin fór fram
— og blaðadómarnir fóru þar
af leiðandi fram hjá mér, en ég
hef heyrt, að leikurinn hafi
hlotið mjög misjafnar undir-
tektir — og svo mikið er víst,
að á þessari 14. eða lð. sýningu
var fremur fátt. Og ég sá ekki
betur en helmingur leikhús-
gesta væru skólabörn, sennilega
úr einhverjum gagnfræðaskól-
anum.
Ég er í rauninni alveg hissa
á þessari dræmu aðsókn, því að
mér fannst leikurinn fráfoær.
Ekki fer á milli mála, að mikill
listamaður hefur haldið á penn
anum — og ekki aðeins maður,
sem skarar fram úr ílestum öðr
uim við byggingu þeirrar borgar
sem gott leikrit er, heldur líka
maður, sem á einkar gott með
að tjá tilfinningar þeirrar kyn-
slóðar, sem lifað hefur mestu
umforotatíma, sem sögur fara
af.
Áhugi fólks virðist einkum
snúast um það hvort ein af
persónum leiksins eigi að vera
Marlyn Monroe — og persónu-
lega finnst mér enginn vafi
leika á því, að þar sé um skyld
leika að ræða. En er það ekki j
algert aukaatriði? Leikritið
væri engu lakara, þótt Marilyn
Monroe hefði verið óþekkt með
öllu. Fólkið, sem leggur mest
upp úr þeim þætti leiksins, er
fólk, sem lepur í sig slúður-
sögurnar.
■^ Gæti opnað glufu
Velvakandi er enginn leikrit-
arsérfræðingur, því fer fjarri.
En honum firmst eðlilegt að
hvetja fólk til þess að sjá þetta
leikrit.
Einhvern veginn hef ég það
samt á tilfinningunni, að fólk
njóti þess ekki nema að það
geti sjálft lagt eitthvað af mörk
um, að það hafi einhverja lífs-
reynslu — og sé komið a þann
aldur, að það sé að einhverju
leyti byrjað að skoða fortíðina,
farið að þreifa fyrir sér í leit
að rökum fyrir hinum furðu-
legu sveiflum í mannssálinni á
þessum tímum rótleysis og um-
brota. í okkar heimi er svo
margt nær óútreiknanlegt og
andstætt því, sem okkur finnst
stundum eðlilegt, of fáir, sem
reyna að kryfja hlutina til
mergjar — og leita sannleikans.
Ungt fólk og óreynt, sem í
æskufjöri sínu bíður aðeins
þess, sem morgundagurinn ber
í skauti sér, hefur lakari að-
stöðu til þess að njóta leikrits
Millers en þeir, sem eldri eru.
Samt ætti unga fólkið líka að
fara og sjá leikinn. Hann gæti
e.t.v. opnað einhverja smáglufu
og vakið það til umhugsunar.
■fc Guðjón í Sölvanesi
Og hér er stutt bréf frá les-
anda:
,,1 Morgunblaðinu 6. nóv. sl.
var skrítla sögð af gömlum
Skagfirðingi, sem Guðjón hét
Jónsson og löngum var kennd-
ur við Sölvanes. í skrítlu Mfol.
segir svo: „Guðjón Korgur hélt
flækingur, sem flakkaði öðru
hverju um Húnavatnssýslu og
Skagafjörð. Hann var feikilegur
mathákur og fékk viðumefnið
af því að hann var narraður til
að éta kaflfikorg, enda var hann
talinn heimskur".
Satt var það, að Guðjón var
ekki eins og fólk er flest, —
klaufvirkur og latur. — en það
var fjarri lagi að hann væri
heimskur. Hann var stálminn-
ugur og þaullesinn í þeirn bók-
menntum, sem hann átti kost
á að kynnast. Voru það fyrst
og fremst biblían og íslend-
ingasögumar, sem honum var
tiltækt, en þar kom enginn að
tómum 'kofum, ef tali Guðjóms
var beint þangað. Og hann tal-
aði svo fagurt mál að fágætt
var, enda var stofn talmáls
hans sóttur til íslendingasagna
fyrst og fremst. Svar Guðjóns í
skrítlunni, sem Morgunblaðið
segir frá hljóðaði svo: „Þegar
Guðjón hafði drepið lúsina og
hann heyrði andiúð mötunauta
sinna á athöfninmi mælti hann:
„Þetta er bamsvani. Það var
ekki siður í Sölvanesi að setja
þessar kindur á, ef þær kom-
ust undir man>nahendur“.
Guðjón var spurður um
prest, sem nýsetztur var í brauð
sitt. Hann svaraði: „Sjálfsagt
hefur hann máð prófi i biblí-
unni, en vefjas>t mun hún fyrir
honum“.
Guðjón var spurður að þvf,
hvort það væri rétt að tilgreind
ur bóndi væri hvimnskur.
Hann svaraði:
„Ekki veit ég það, en trúlegt
þykir mér að ekki liggi gersem-
ar eftir þar, sem hamn gengur
einn um“.
Þetta nægir til að sýma mál-
far hans, stuttar og oft hnit-
miðaðar setningar, en stundum
tvíræðar.
Korgs heitið hlaut Guðjón í
Húnavatnssýslu, og var þvi
foaldið þar á lofti, einkum vest-
an Blöndu. Guðjón mun hafa
þekkt nafngiftina og a.m.k.
haft sterkan grun um upprun-
an. Víst er að foomum var
mj-ög lítið gefið eitt heimili
þar, og beindi þangað skeytum
sínum. Þóttu sum þeirra beitt-
ari en skyldi. Austan Blöndu
gekk hann umdir sínu skag-
firska heiti: Guðjón í Sölva-
nesi. En því kenningarheiti
mun hanm hafa haldið í sinni
heimasveit til leiðarloka, þótt
hann ætti þar ekki lögheimi.
a'llmörg efri ár sín“.
Kaupmenn - Kanpfélög
Gulu rafhlöðurmar
fyrir segulbönd,
myndavélar og málara.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.