Morgunblaðið - 14.11.1965, Side 8
8
MORCUNBLAOIÐ
Sunnudagur 14. nðv. 1965
LÖNGU áður en Freud fann
upp þá vizku, að flestar eða all-
ar geðtruflanir stöfuðu frá kyn-
hvötinni, höfðu Grikkir talið
fjölda slíkra kvilla eiga upptök
sín í móðurskauti kvenna og
kölluðu þser því hysteríu, sem
þýdd var móðursýki á íslenzku.
Nú eru margir þessara sjúk-
dóma kallaðir psyko-somatiskir
og stafa þeir af skorti á aðlög-
unarhsefni gegn því stressi, sem
mannkindin verður óumflýjan-
lega fyrir á sinni lífsgöngu.
Þessir sjúkdómar virðast fara
í vöxt, vegna þess að margir
þola ekki þann gauragang, sem
fylgir lífi í fjölmenni. Líkami
og sál þeirra manna, sem þann-
ig er ástatt fyrir, virðist vera
í sífelldu uppnámi, svo að þeir
bregðast með ósköpum við þeim
ytri áhrifum, sem ekki fá á
heilbrigða menn. Eftir á átta
menn sig oft á því, að öll þessi
umturnun sálar og líkama, sem
ef til vill hefur farið fram með
ópum og óhljóðum, hefur verið
næsta ástseðulítii og jafnvel
hlægileg.
! Verst er að þessi vanstilling,
sem hjá sumum er kroniskur
kvilli, getur stundum smitað út
frá sér og undirlagt fólk, sem
annars er heilbrigt hversdags-
lega. Hún er þá nokkurskonar
andleg farsótt, sem lýsir sér
ekki ósvipað og taksótt, meðan
sá sjúkdómur var og hét. Hún
byrjaði með skjálfta og köldu-
flogum, stóð í nokkra daga með
háum hita og andþrengslum og
endaði svo jafnskyndilega með
svitakófi, eðlilegum líkamshita,
og fullkomnum bata, þótt ein-
staka menn, sem veiklaðir voru
fyrir, byðu hennar aldrei bætur.
Stundum hafa slíkir móður-
sýkisfaraldrar gengið yfir heila
landshluta eða jafnvel yfir heil-
ar þjóðir. Einhver sá illkynjað-
asti í sögu þessarar aldar hér á
landi gekk árið 1905 og náði
hámarki sínu með bændafund-
inum á Austurvelli, 1. ágúst.
Hann var haldinn til þess að
mótmæla lagningu síma til ís-
lands og frá Seyðisfirði norður
um land til Reykjavíkur, en
Hannes Hafstein hafði náð
samningum við Stóra norræna
símafélagið um þá framkvæmd.
Aimenningur var æstur upp
með því að verið væri að selja
landið undir yfirráð erlends
fjármagns, svo að andlegt og
efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar
yæri í veði. öllu verra þótti
sumum að síminn yrði allt.of
dýr og myndi auka á þeim álög-
ur. Þessi áróður smitaði jafnvel
ráðsetta bændur, svo að þeir
söðluðu hesta sína 1 hundraða-
tali á háslætti og riðu til
Reykjavíkur, sumir alla leið
austan úr Rangárvallasýslu og
vestan af Mýrum, í því skyni að
kúga Hannes Hafstein til að
rifta samningnum. Margir góðir
og gegnir menn tóku þátt í
þessu herhlaupi og hefur sjálf-
sagt marga iðrað þess sárlega
síðar, þegar berserksgangurinn
var runninn af þeim og
þeir höfðu- kynnzt gagnsemi
símans. Auðvitað áttu æsing-
arnar upptök sín í Reykjavík
og voru undirbúnar þar, þótt
frumhlaupið væri kennt við
bændur, þeim til lítils sóma.
Þessi kynslóð var hvorki verri
né heimskari en sú, sem nú lif-
ir. Hún hafði aðeins smitast 1
bili af æsingamönnum, sem
blásið höfðu smitinu ofan í
hana.
0
Farsóttir breiðast örast út 1
fjölmenni, hvort sem þær eru
andlegar eða líkamlegar, og þá
einkum þar sem það fjölmenni
hefur drifið saman á skömmum
tíma og ekki náð að mynda ó-
næmi fyrir óþverranum eða
festa þær rætur, sem gefa stöð-
ugleik og jafnvægi í hretviðr-
um. Það er því ef til vill ekki
nema eðlilegt, að fólkið hér við
sunnanverðan Faxaflóa virðist
vera sérstaklega næmt fyrir
þeim bakteríum, sem sóða-
fengnir smitberar dreifa út á
meðal lýðsins. Undanfarin ár
hafa Suðumesjamenn sótt það
fast að fá til sín steinsteyptan
veg og allir flokkar verið sam-
mála um, að þeir væru menn
til að borga það dýra mann-
virki að nokkru leyti sjálfir
með vegartolli, sem yrði þó
ekki nema hluti af því, sem
þeir spöruðu í tíma, bensíni og
sliti á dýrum farartækjum.
Þetta var í raun og veru eins
og hvert annað samkomulag,
sem heiðarlegir menn gera oft
sin í milli, án skriflegra og
þinglesinna samninga. Allt I
einu gýs upp farsótt í Keflavik
í þann mund sem á að opna
veginn, ekkert er spurt um eða
leitast við að semja um hæð
vegartollsins, heldur heimtað
afdráttarlaust, að Suðurnesja-
menn fái þessi þægindi og
þennan sparnað fyrir ekki neitt.
Hlaut það þó að verða á kostn-
að annarra landsmanna og það
jafnvel, svo, að aðrir landshlut-
ar yrðu að sitja á haka árum
saman um að fá nauðsynlegar
vegabætur til sín, vegna þeirra
miklu fjárhæða, sem lagðar
voru í Suðurnesjaveginn. Sem
betur fer virðast flestir Kefl-
víkingar fíjótlega hafa áttað sig
á því, að drengilegra, heiðar-
legra og sómasamlegra er fyrir
þá að greiða nokkurn hluta
þessa kostnaðar sjálfir, en að
reyna að velta honum á bak
þeirra, sem verr eru settir og
minna megandi. Sú hugarfars-
breyting er þeim til sóma og
um leið áminning til annarra
landsmanna um það að hafa
ekki of náið samneyti við þá,
sem leitast við að afla sér póli-
tísks gróða með því að sá út
frá sér sýkingu í huga náunga
sinna.
□
Aldarandinn er orðinn slík-
ur, að margir ungir menn, sem
þjóSfélagið hefur varið ærnu
fé til að mennta, kjósa heldur
að sitja í hægu sæti í fjölbýlinu
við Faxaflóa en að leggja það
á sig að starfa að nauðsynja-
málum þess hluta landsfólksins,
sem býr í strjálbýlL Því gengur
illa og með hverju ári verr að
fá embættismenn út á lands-
byggðina. Alþingi hefur nýlega
reynt að bæta úr þessum skortL
að því er lækna snertir, með þvi
að veita héraðslæknum ýmis
fríðindi og meta hvert starfsár
í afskekktari héruðum meira en
í fjölbýli, þegar um veitingar 'á
góðum læknishéruðum er að
ræða. Er það þessum læknum
og konum þeirra nokkur upp-
bót fyrir að hafa rækt lítt eftir-
sótt en nauðsynleg embættis-
störf úti á landi. Þrátt fyrir
mikinn lögfræðingalý'ð í Reykja
vík og nágrenni gengur einnig
erfiðlega að fá lögreglufulltrúa
út á land, og svo mun einnig
fara með sýslumenn, ef þeir
mega vænta þess að vera hafðir
að hornrekum síðar. Fyrir þá,
sem þykjast vilja vinna fyrir
dreifbýlið, eru þa'ð því svik við
hagsmuni þess að stuðla að þess
ari öfugþróun, og enn svívirði-
legri verða þau svik, ef lagzt
er á það lúalag að rægja þá
menn, sem starfað hafa ‘ú,ti á
landi, og spilla þannig fyrir
þeim vi'ð það fólk, sem síðar á
að njóta starfskrafta þeirra.
Því geri ég þetta að umtals-
efni, að andlegt kölduflog virð-
ist hafa gripið suma Hafnfirð-
inga út af því, að embættis-
manni utan af landi hefur verið
veitt bæjarfógetaembættið þar.
Me'ð því er hinum setta fógeta
auðvitað ekki kastað út á gadd-
inn eða vísað úr embættL því
að hann hefur áunnið sér rétt
til góðs embættis, þótt skör
lægra sé en þetta. Hann er
sagður vænn maður og vinsæll
og óliklegur til að setja sig út
til að spilla fyrir þeim collega
sínum, sem hlutskarpari varð,
en sama verður varla sagt um
suma undirmenn hans, sem
sýna hinum nýja bæjarfógeta
þann drengskap og þjóðfélag-
inu þá hollustu að hlaupa úr
vistinni til þess að reyna að
gera embættið óstarfhæft.
Þetta minnir mig annars á
spaugilegt atvik. sem kom fyrir
mig á Blönduósi. Ég hafði þar
sjúkling, sem átti mjög bágt
með svefn, og kvartaði hann
einkum undan því að hann gæti
ekki sofið fyrir því að stór
klukka, sem stóð fram á gang-
inum, slægi svo hátt á klukku-
tímafresti. Ég stöðvaði klukk-
una, en þá kom babb í bátinn.
Ung stúlka hafði nýlega verið
ráðin sem vökukona og taldi
hún klukkusláttinn vera sér til
svo mikillar skemmtunar, að
hún vildi ekki, að klukkan væri
stöðvuð. Ég sagði henni, að hún
yrði að taka þetta tillit til veika
mannsins, en þá hrópaði hún
é eftir mér um leið og ég gekk
niður stigann: „Á klukkan að
ganga eða ég að fara?“ og
anzaði ég því engu. Hún kom
ekki til vinnu næsta kvöld og
aldrei síðar. Hún vildi ekki
láta sér skiljast, að ákvörðunar-
valdi'ð um stjórn spítalans og
meðferð sjúklinganna ætti að
vera í höndum læknisins en
ekki hennar. Sumir hinna lög-
fróðu en lægra settu fulltrúa
réttvísinnar á bæjarfógetaskrif
stofunni í Hafnarfirði virðast
standa á svipuðu þroskastigL ,
□
Fyrir nokkrum áratugum var
miðaldra héraðslækni úr Norð-
urlandi, alþekktum að sérstakri
skyldurækni, veitt læknishérað
á Suðurlandi, en þar hafði ver-
ið settur ungur kandidat, sem
hafði áunnið sér miklar vinsæld
ir. Einhverjir vina hans meðal
héraðsbúa tóku sig þá til, smöl
uðu undirskriftum undir áskor
un til heilbrigðisstjórnarinnar
um að veita kandídatinum em-
bættið, en jafnframt var hafin
rógferð gegn hinum væntanlega
héraðslækni. Læknar vilja ekki
láta hafa sig að bitbeini múg-
æsingamanna, þegar meta skal
embættisveitingar í þeirra stétt,
og því lagði Læknafélag íslands
fyrir alla meðlimi sína að koma
hvergi nærri slíkum undirróðri
og taka jafnvel umsóknir sínar
aftur, ef safna ætti undirskrift-
um þeim til stuðnings. Þessi
regla gildir enn og fyrir bragðið
hafa þó fleiri læknar fengizt út
f héruð en ella hefði orði'ð.
Læknar vilja heldur eiga em-
bætti sín undir landlækni og
heilbrigðismálaráðherra, hverj
ir sem kunna að skipa þær
stöður, en undir bolabrögðum
þeirra pólitísku glæframanna,
sem sæta hverju færi til að
skapa glundro'ða í þjóðfélaginu,
ef þeirra flokkur er ekki við
völd.
Ég veit aðeins eitt dæmi frá
síðari áratugum, um það, að til-
raun hafi átt að gera til póli-
tísks undirróðurs við veitingu
læknishéraðs, og þáð var þegar
ég sótti um Blönduóshérað fyrir
rúmum 30 árum. Við sóttum
víst um einir sex og datt ein-
hverjum pólitískum andstæðing
um mínum í hug að safna undir
skriftum til að mótmæla því, að
mér yrði veitt héraði’ð. Hún-
vetningar eru yfirleitt ekki leiði
tamir og fékk þessi uppástunga
engan byr, en sumir þeirra,
sem fitjað höfðu upp á þessu,
urðu síðar meðal minna beztu
vina í héraðinu, þótt ekki bær-
um vi'ð sama pólitíska lit. Þann-
ig fer ailtaf, þegar drengskapar
menn eiga í hlut, þótt það geti
hent þá sem aðra, að skapofsi
hlaupi með þá í gönur í bili. Vil
ég að endingu óska Hafnfirð-
ingum þess, að það megi einnig
á þeim sannast, og mun þá
þeirra hróður verða að meirL
þegar tímar líða fram og sagan
dæmir verk þeira, sem gengnir
eru fyrir ætternisstapa.
Páll V. G. Kolka:
Andlegar farsóttir
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Skerjaf. sunnan
flugvallar
Hjarðarhagi
Laugarteigur
Lambastaðahv.
Túngata
Tjarnargata
Suðurlandsbraut
Skólavörðustígur
Freyjugata
Barónsstígur
SIMI 22-4-80
Kaupmenn - Kaupfélög
Fyrirliggjandi perlon fóður 140 cm.
Fjölbreytt litaúrval.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
Símar 24478 og 24730.
Kaupmenn — Kaupfélög
Fyrirliggjandi fallegt úrval af kaffi- og
matardúkum, hvítum og mislitum.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
. Símar 24478 og 24730.
Skálholtssöfnunin
GJAFAFÉ er borizt hefur skrif-
stofu söfnunarinnar:
Setberg, Freyjugötu 14, krónur
3.000.00; Steinunn og Guðlaug
Sigurðardætur, Mánagötu 17,
200.00; Páll Sigurðsson, Nóatúni
29, 1.000.00; ónefnd kona á Hval-
fjarðarströnd, 100.00; Sigurjón
Guðjónsson, prófastur, Saurbæ,
500.00; Margrét Jónsdóttir, Þor-
finnsgötu 4, Rvík, 500.00; Krist-
ján Bjartmars, Skólastíg 23,
Stykkishólmi, 1.000.00; Gunnar
Gunnarsson, Dyngjuvegi 8, Rvík,
1.000.00; séra Stanley Melax,
Ljósheimum 4, Rvík, 500.00; Finn
bogi Guðmundsson, Setbergsvegi
1, Garðahr., 5.000.00; Skaftfelling
ur, 100.00; Áslaug, Bjarni, Rvík,
1.500.00; Bílaleigan hf., Reykja-
víkurvegi 1, HafnarfirðL 4.000.00.
Samtals kr. 18.400.00.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu