Morgunblaðið - 20.11.1965, Page 1

Morgunblaðið - 20.11.1965, Page 1
32 síður Loftbrú miili Kúbu og. Florida 1. desember SR. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, lézt í Landakotsspítal- •num síðdegis í gær, 84 ára að aidri. Hann hafði ekki gengið heill til skógar undanfarið og wnri miðjan dag í fyrradag var hann fluttur í sjúkrahús fil rannsóknar og í fyrrinótt var gerður á honum uppskurður. Hann andaðist kl. rúmlega 16 í gærdag. Séra Bjarnl Jónsson var einn »{' merkustu samtíóarmönnum á tslandi nm langt skeið og var gerður heiðursborgari Reykjavík ur 19. október 1961 í tilefni af áttræðisafmæli hans 21. sama mánaðar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir í afmælis- j»rein um þennan merka kirkju- böfðingja áttræðan meðal ann- »rs: „Sá, sem einungis hefur heyrt tii séra Bjarna, hefur þó ekki kynnzt nema annarri hliðinni á ræðusnilld hans. Hann er tví- mælalaust sá, sem bezt kann að tala í hóflegum gleðskap af öll- um þeim, er ég hefi heyrt til. Þar á hið óvænta, gamansemin «g glettnin hjá hinum virðulega preláta, sinn hlut í, en nægir þó engan veginn til skýringar. Nú þegar höfð eru eftir hinum heil- sga föður í Róm, Jóhannesi páfa, bnyttin tilsvör, sem berast um allan heim, kemur manni oft í bug að þau gætu eins vel verið sögð af séra Bjarna. Slík ræðu- mennska og tilsvör spretta af nmiklu mannviti og margháttaðri mannþekkingu . . .“ Fáir eða engir samtíðarmenn hafa sett jafnmikinn svip á Framihaild á bls. 2. Sr. Bjarni Jónsson. Myndin er tekin á tröppum heimilis hans að Lækjargötu 12 B. Ródesía: Brezka þingið einhuga að baki landstjóranum London, 19. nóv. NTB-AP. í GÆR var lögð fram í brezka þinginu tillaga, sem flutt var af foringjum þriggja helztu þingflokkanna, þar sem lýst var yfir aðdáun á Sir Hufn- phrey Gibbs, landstjóra brezku krúnunnar í Rhódesiu fyrir hina hetjulegu framkomu, sem hann hefði sýnt í viðureign sinni við Ian Smith og hina ólöglegu Stjórn hans. Er ekki vitað til þess áður, að jafn fullkomin eamstaða hafi nokkru sinni náðst um tillögu í brezka þing- inu. Er þetta enn frekari vitnis- hurður um það traust, sem land stjórinn nýtur, en í gær sæmdi Elísabet Bretlandsdrottning hann einni æðstu orðu Breta- veldis fyrir hollustu hans og kjark í stjómarstörfum. Sir Humphrey Gibbs heldur enn til í landstjórabústaðnum í Salisbury og heldur fast við þá yfirlýsingu sína, að hann sé hið eina löglega yfirvald í Ródesíu. Varnarnefnd hreyfingarinnar fyrix samstöðu Afríkuríkja, OAU var í dag beðin um að gera, það sem í hennar valdi stæði til þess að efla ráðagerðir innfæddra í Ródesíu um andstöðu við stjórn Ian Smiths. Oscar Kambona, ráð- herra frá Tanzaniu, sem setti fund nefndarinnar í Dar Es Salam, sagði að OAU hefði skuld bundið sig til þess, ef nauðsyn krefði að berjast til þess að tryggja að meiri hlutinn fengi að ráða í ríkjum Afríku. Kambona sagði enn fremur, að nefndin yrði að taka til íhugunar þær áætlanir, sem tilbúnar væru fyrir frelsisbaráttu þjóðhreyfing- arinnar í Ródesíu. „Við verðum að sjá um, að hún hafi tennur, sem hún geti bitið með“. Þá sagði Kambona einnig, að leggja yrði hart að Bretum, svo að brezku stjórninni verði Ijós á- byrgð hennar vegna uppreisnar- innar í Ródesíu og að hún verði að tryggja, að þar fari stjórn með völd, sem hafi meiri hluta að baki sér svo, og almennan kosn- ingarétt. Aðalframkvstj. OAU, Diallo Telli sagði áður en fundurinn hófst, að hann áliti ekki, að til- lögurnar um efnahagslegar refsi- Framhald á bls. 31. Washington, 19. nóv. - NTB. BANDARÍSKA utanrikisráðu- neytið skýrði frá því í dag, að loftbrú, sem komið sk.al upp til þess að flytja kúbanska flótta- menn til Bandaríkjanna, verði komið í framkvæmd 1. des. nk. Er gert ráð fyrir, að með hemni verði flutt milli þrjú og fjögur þúsund manns frá Kúbu til Florida i hverjum mánuði. Á meðan hafa verið hafnir flutningar með þremur skipum, en þeim mun verða hætt 1. des. Pan American Airways eiga að byrja fartþegaflutningana og mun það flugfélag sjá um flutningana einsamalt fram til jóla. Gert er ráð fyrir níu ferðum í 'viku, en flogið verður aðeins virka daga. Bandaríska ríkið mun standa undir kostnaðinum, en búizt er við, að þessir flutningar kunni að standa yfir allt árið 19ö6 og óhugsandi er að gera sér nokkra grein fyrir því fyrirfram, hversu margir flóttamenn alls muni yfir- gefa Kúbu. Kirkjuþingið í Róm viðurkennir trúfrelsi Róm, 19. nóv. — NTB-AP KIRKJUÞINGIÐ í Róm sam- þykkti í dag hina umdeildu yfir- lýsingu um trúfrelsi, þrátt fyrir það að yfirlýsing þessi hefði mætt mikilli mótspyrnu til hins síðasta af hópi íhaldssamra kirkjuþingsfulltrúa. Yfirlýsingin var samþykkt með 1.954 atkvæðum gegn 249. f henni er greint ýtarlega frá því, hvers vegna frelsi án nokkurra þving- ana um trúarskoðanir verði að teijast á meðal grundvallarmann- réttinda. Efni yfirlýsingarinnar hefur valdið deilum milli íhaldssamra og frjálslyndra klerka öll þau þrjú ár, sem kirkjuþingið hefur setið að störfum, og á síðasta augnabliki var skotið inn viðbót- argrein, sem að því er virðist er ætlað að koma til móts við skoð- anir hinna íhaldssamari. Þar seg- ir, að hin rómversk-kaþólska kirkja, enda þótt hún viðurkenni trúfrelsi, haldi því fram, eftir sem áður, að kenning hennar sé hin sanna kenning og að menn- irnir hafi siðferðilega skyldu til þess að leita hins sanna. Þegar Páll páfi í september sl. greip fram í umræður um frum- varp að yfirlýsingunni og ákvað að láta fara fram tilraunaatkvæða greiðslu, greiddu 224 atkvæði með sjónarmiði hinna íhaldssam- ari biskupa. Þrátt fyrir viðbótar- greinina, sem skotið var inn að lokum, hefur andstaðan gegn yfirlýsingunni þannig aukizt. — Aðalröksemd andstæðinga henn- ar var, að yfirlýsingin í því formi, sem hún var endanlega samþykkt, muni ýta undir kæru- leysi gagnvart spurningunni um val á trúarbrögðum. í yfirlýsingunni er m.a. tekið fram, að ef einhverjum sérstök- um trúarbrögðum eða kirkju er veittur sérstakur sess í einu landi, verði öll önnur kirkju- og trúfélög svo og allir einstakling- ar, sem iðki önnur trúarbrögð, að hafa til þess fullt frelsi. Brezkcs GuSana fær sjálfstæðS London, 19. nóv. NTB — AP. BREZKI nýlendumálaráðherr- ann, Anthony Greenwood sikýrði frá því i dag, að Brezka Guiana myndi fá sjálfstæði hinn 26. mai á næsta vori. Skýrði ráðherrann frá þessu á lokafundi ráðstefnu þeirrar í London, sem staðið hef- ur yfir síðustu átján daga og þar sem brezka stjórnin og stjóm sjálfstjórnarnýlendunnar hafa rætt um stjórnarskrá fyrir ný- lenduna. Hið nýja ríki mun taka sér nafnið Guiana, sem þýðir land vatnsins. Landið verður sjáilf- stætt lýðræðisríki innan brezka samveldisins, en drottningin mun skipa þar landstjóra. 1 Guiana eru íbúar nú um 6ÖO.OOO, en land- ið er norðarlega á austurströnd Suður-Ameríku. # Stjórnin í Vientiane hefur upplýst, að stjórnarherinn hafi síðustu tíu daga átt í nokkruan átökum við her- menn Pathet Lao skammt frá borginni Thakhek í miðhluta landsins, nærri landamærum Thailands. Stjórnin telur átök þessi ekki alvarlegs eðlis, en dag- blöð í Viemtiane segja ekki óliklegt, að Pathet Lao sé að búa sig undir meiri háttar „vetrarsókn-“ Frá því var og skýrt, að á lokafundinum hefðu allir þeir, sem til máls tóku, harmað, að Jagan, fyrrverandi forsætisráð- herra og flokkur hans, Framfara- sinnaði þjóðflokkuirinn, hefðu ekki átt fulltrúa á ráðstefnunni, en Jagan hefur virt ráðstefnuna að vettugi og ekki tekið þátt í störfum hennar. Sjálfstæðismál Brezku Guiana hafa verið ofarlega á baugi sið- ustu 12 árin. S'tjórnmáladeilur, sem síðar leiddu til kynþátta- óeirða 1962—1964, höfðu það í för með sér, að fyrri ráðstefnum um stjórnarskrá fyrir nýlenduna var annað hvort frestað eða endi bundinn á þœr. 8. skákin {afntefEi Moskvu 19. nóv. - AP. ÞEIR Mikhail Tal og Boris Spassky sömdu jafntefli í átt- undu skák einvígis þess, sem þeir heyja sín á milli um þessar mundir um áskorunárréttinn á heimsmeistarann í skák. Sömdu þeir um jafntefli eftir 25 leiki og hafði Spassky hvítt. Eru þeir því enn jaínir að vinningum, 4:4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.