Morgunblaðið - 20.11.1965, Page 2
Lí
MOKGUNBLADIÐ
Laugardagur 20. nóv. 1965
Sr. Bjarni í prédikunarstól Dómkirkjunnar.
— Séra Bjarni
(' Framhaid af bls. 1
Keykjavík og séra Bjarni og hvar
sem hann fór var hann stolt
borgarinnar og óviðjafnanlegur
fuiltrúi. Þegar honum var afhent
heiðursborgaraskjalið, en hann
er eini heiðursborgarinn í sögu
Keykjavíkur, sagði Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri, meðal
annars:
„Bak við framfarirnar búa
hjartaslög fólksins í bænum og
efnalegar framfarir eru raunar
einskis virði, ef saman fer ekki
einnig sálarstyrkur.
Enginn hefur hlustað betur
hjartaslög bæjarbúa eða hlúð
betur að sálarstyrk þeirra en
séra Bjarni.
Það er einnig haft fyrir satt,
að enginn prestur á íslandi hafi
hvorki fyrr né síðar skírt, fermt,
gift eða fylgt til hinztu hvíldar
fleira fólki en sr. Bjarni.
Fjöídinn skiptir þó ekki megin
máli, heldur hitt, að gagnvart
hverju barni, konu og manni,
hverri fjölskyldu, sterkustu ein-
ingu hvers bæjar- og þjóðfélags,
hefur sr. Bjarni komið fram
sem einlægur vinur og hlýr per-
sónuleiki, minnisstæður maður,
sem syrgt hefur með sorgmædd-
um en mildað sórgina og bent á
eilífan hjálpræðisveg; minnis-
stæður maður með ósvikna kímni
gáfu, sem glaðst hefur með glöð-
um, en einnig ávallt lyft gleð-
inni í æðra veldi“.
I svarræðu sinni sagði séra
Bjarni meðal annars:
„Ég tel það heill og heiður að
vera Reykjavíkurbarn frá fyrstu
morgunstund ævi minnar og það
skal ég vera fram að síðustu
stund ævikvöldsins. Ég hef átt
því láni að fagna að búa við vin-
sældir bæjarbúa og kannast við
það með innilegu þakklæti nú í
dag. Ég hef fundið svo mörg hlý
handtök og margt sólbros sætt,
sem hefur glatt huga minn og
hjarta. Ég hef unað vel hag mín-
um í Reykjavík og við hjónin og
fjöiskylda mín og getum sagt
með orðum ritningarinnar: „Mér
féllu að erfðahlut indælir staðir,
og arfleifð mín líkar mér vel“.
Og i samtali við Morgunblaðið
á áttræðisafmæli sínu sagði séra
Bjarni meðal annars:
„Að messu lokinni fara sumir
út um aðaldyrnar, aðrir ganga
geguum skrúðhúsið og taka í
höndina á prestinum. En ég hef
aldrei sagt, að þeir sem heilsa
með handabandi séu trúaðri en
hinir. Að vísu sér presturinn þá,
en guð sér hina líka.“
Og ennfremur:
„Eitt er nauðsynlegt, að hver
prestur geti fagnandi sagt: „Ég
trúi, þess vegna tala ég.““
★
Sr. Bjarni Jónsson er fæddur
hinn 21. október 1881 í Reykja-
vik. Foreldrar hans voru Jón
Oddsson, tómthúsmaður, og kona
hans Ólöf Hafliðadóttir. Hann út-
skrifaðist stúdent í Reykjavík
1902 og lauk guð.fræðiprófi frá
Hafnarháskóla 1907. Hann var
skólastjóri við barna- og ung-
lingaskólann á ísafirði á árun-
um 1907—10 og annar prestur
við Dómkirkjuna í Reykjavík
1910—1924, en vígður 26. júní
1910. Síðan dómkirkjuprestur í
Reykjavík 1924—1951, prófastur
Kjalarnesþings 1932—J8 og dóm-
prófastur í Reykjavík 1945—51.
Vígslubiskup í Skálholtsstifti
hinu forna var hann frá 1937 til
dauðadags. Settur biskup íslands
nóvember-desember 1953 og jan.
1954. 1 framboði til forsetakjörs
1952. I stjórnarnefnd Kvenna-
skólans í Reykjavík frá 1914. í
stjórn Prestafélags íslands um
allmörg ár. í stjórn Hins íslenzka
Biblíufélags um mörg ár. For-
maður Ekknasjóðs Reykjavíkur
1924—51. Formaður KFUM frá
1911 og einn mikilvirkasti starfs-
maður þess félagsskapar. Próf-
dómari í guðfræði við Háskóla
íslands frá stofnun hans 1911 til
1963. Fulltrúi íslenzku kirkjunn-
ar á kirkjuiþingi í Stokkhólmi
1925.
Séra Bjarni ferðaðist um Dan-
mörku og flutti erindi við Kaup-
man«ahafnarháskóla, svo og
flutti hann guðsþjónustur við
danskar kirkjur í boði dönsku
kirkjunnar. Einnig flutti hann
fjölda danskra guðsþjónusta hér
á landi.
Sr. Bjarni var gerður að heið-
ursdoktor við Háskóla íslands
árið 1941, riddari af Fálkaorð-
unni 1932, stórriddari sömu orðu
1942 og stórriddari með stjörnu
1950 og sæmdur stórkrossi
Fálkaorðunnar 1954. Einnig var
hann sæmdur stórkrossi danrre-
brogsorðunnar og frelsisheiðurs-
peningi Kristjáns X. Þá var
hann konwnandör 1. stigs af
norsku St. Ólafs orðunni og einn-
ig var hann sæmdur heiðurs-
merki þýzka Rauða-krossins.
Sr. Bjarni Jónsson var gerður
að heiðursborgara Reykjavikur-
borgar árið 1961 og sá eini, er
hlotið hefir þann heiður, sama
gilti um heiðursfélagsskap hans
í KFUM. Hann var og heiðúrs-
félagi brezka biblíufélagsins,
Prestafélags íslands og Presta-
félags Suðurlands, Reykvíkinga-
félagsins og Ekknasjóðs Reykja-
vikur.
Sr. Bjarni ritaði fjölda predik-
ana og ritgerða í blöð og tíma-
rit og út komu allmargir bækl-
ingar eftir hann.
Sr. Bjarni kvæntist hinn 15.
júlí 1913 eftirlifandi konu sinni,
Áslaugu Ágústsdóttur, verzlunar
stjóra á ísafirði Benediktssonar
og konu hans Önnu Teitsdóttur.
Frú Áslaug hefir verið í stjórn
KFUK í Reykjavík frá 1916 og
formaður frá 1938. Hún hefir
gegnt fleiri trúnaðarstörfum í
samtökum kvenna hér í Reykja-
vík á sviði kirkju og trúmála.
Síðasta prestverk sr. Bjarna
Jónssonar var að flytja minn-
ingarræðu yfir Níelsi Dungal
prófessor er hann var jarðsettur
hinn 4. nóv. sl. frá Fossvogs-
kirkju. Prófessor Dungal var í
hópi fyrstu fermingarbarna sr.
Bjarna hér í Reykjavík.
Morgunblaðið sendir konu sr.
Bjarna, börnum og ættingjum
innilegustu samúðarkveðjur við
andlát hans.
Ummæli fulltr. Fromsóknar í borgarstjórn:
„Ekki önnur leið
en leyfisveitingar
fyrir byggingum"
f MBL. í gær var skýrt frá um-
ræðum, sem urðu í borgarstjórn
sl. fimmtudag um byggingu dag-
heimila og leikskóla, en í sam-
bandi við þær umræður spunn-
ust .talsverðar umræður um fram
kvæmdir borgarinnar almennt,
áætlanagerð og fleira.
Kristján Benediktsson (F)
sagði, að borgarfulltrúar hefðu á
skömmum tíma hlýtt á umræður
um framkvæmdaáætlanir í ýms-
um málum. í öllum þeim umræð-
um hefði komið fram að fram-
kvæmdir hefðu dregizt sökum
vinnuaflsskorts en aðrir aðilar í
þjóðfélaginu tækju til sín vinnu-
aflið.
Töluvert væri til í þessu og á-
stæða til fyrir borgarstjórn að
íhuga þéssi mál. Ríkisstjórnin
fylgi þeirri stefnu að láta fjár-
magnið ráða framkvæmdum i
landinu. Þetta hefði þau áhrif,
að aðrar framkvæmdir á vegum
hins opinbera yrðu að sitja á
hakanum. Hér væri um alvarlegt
þjóðfélagsvandamál að ræða og
borgarstjórnin gæti ekki látið
þessi mál afskiptalaus. Hér þyrfti
að vera skipulag á hlutunum.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, tók næstur til máls og
sagði að spyrja yrði þeirrar
spurningar, hvort borgin hefði
fleiri eða færri menn í sinni
þjónustu nú en fyrir 5—10 árum.
Er nokkur borgarfulltrúi í vafa
um, sagði borgarstjóri, að þeir
eru fleiri. Allir viðurkenna, að
nú vinna mun fleiri hendur á
vegum borgarinnar að opinber-
um framkvæmdum en áður. Þótt
reiknað sé með föstu verðlagi
hafa framkvæmdir vaxið ár frá
ári og stærri hluta af tekjum borg
arinnar hefur verið varið til
þeirra.
Samt sem áður er vinnuafls-
skortur í landinu og það er á-
reiðanlega vegna þess, að land-
inu er þannig stjórnað að líf og
fjör er á öllum sviðum.
Þegar við horfumst í augu við
þetta, segir Kristján Benedikts-
son, að við eigum að hafa skipu-
lag á hlutunum. Hvaða skipulag
á hann við? Er hann að tala um
nýtt fjárfestingarvald, höft og
hömlur á öllum sviðum? Borgirt
hafði ekki alltaf góða reynslu af
þeim höftum, sem hér ríktu áð-
ur. Þegar byrja átti hitaveitulögn
í Hlíðarnar fyrir mörgum árum
var fjárfestiogun skorin niður,
Hvernig er hægt að skipuleggja
npkkuð við slíkar aðstæður?
spurði borgarstjóri. Við .minn-
umst þeirra tíma, þegar fjár-
festingarleyfi fékkst ekki fyrir
byggingu barnaskóla. Það er al-
varlegt mál, ef einhverjir borg-
arfulltrúar vilja slík höft og
hömlur.
Borgarstjóri ræddi síðan þá
leið, sem hægt væri að fara til
þess að skipuleggja fjárfesting-
una, þ.e. með meiri skattlagn-
ingu. Hann sagði, að ekki mætti
leggja of mikið á borgarbúa,
þannig að þeir gætu ekki staðið
að endurnýjun atvinnutækja og
öðrum framkvæmdum. Við hljót-
um að viðurkenna, sagði borgar-
stjóri að ýmsar framkvæmdir
einstaklinga og félagssamtaka
eru þess eðlis, að með þeim er
Framh. á bls. 3
Skemmtanir til ágéða
fyrir HGH gáfu til stofn-
unarinnar rúml. 160 þús.
FJÓRAR skemmtisamkomur
voru nýlega haldnar í Reykjavík
til ágóða fyrir Herferð gegn
hungri, og komu þar inn sam-
tals 162.750 krónur.
Skrifstofa skemmtikrafta —
Pétur Pétursson og Jón Gunn-
laugsson — gekkst fyrir miðnæt-
ursamkomu í Austurbæjarbíói
s.l. mánudagskvöld. Forstjóri
Austurbæjarbiós lét húsnæðið í
té endurgjaldslaust. Húsíyllir
var, og ágóði af samkomunni
78.700 kr. — Iðnnemasamband
íslands gekkst fyrir skemmtun í
Hótel Sögu á sunnudagskvöldið,
en ágóði af henni var 40.000 kr.
— Hljómsveitir í umboði Péturs
Guðjónssonar skemmtu í Breið-
/9 // /965 H // **
YFIR Grænlandi var 1050
miLlibara hæð í gær, en lægð
yfir Ermarsundi, og stjórnuðu
þær í sameiningu öllum vind-
um á hafinu milli þeirra.
Norðaustanáttin var þó mjög
köld hér, frost víðast eitt til
þrjú stig, en norðanlands
fylgdi henni éljagangur, þótt
sunnanlandis væri nærri heið-
ríkt.
firðfngabúð á fimmtudagskvöld-
ið í fyrri viku, ágóðinn varð
5.250 kr. — Verzlunarskólanem-
ar gengust fyrir skemmtun í Há-
skólabíói s.l. miðvikudagskvöldi
ágóðinn varð 38.800 kr. Forstjóri
Háskólabíós léði húsnæðið end-
urgjaldslaust.
Á þessum samkomum komu
fram margir þekktustu og vin-
sælustu skemmtikraftar Iands-
ins, og gáfu þeir allir skemmti-
atriðin til herferðarinnar.
Lionsklúbbur Borgarness hafðl
bingókvöld til ágóða fyrir HGH
um s.l. helgi, og komu þar ina
10.000 kr.
Kennarar í Breiðagerðisskóla
héldu þrjár kvikmyndasýningar
í skólanum til ágóða fyrir HGH
s.l. sunnudag, og varð ágóðinn af
þeim 20.000 kr. ,
Stefnisfundur
í Hafnarfirði
STEFNIR FUS í Hafnarfirði efn-
ir til almenns félagsfundar í
Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði
nk mánudagskvöld kl. 20.30.
Á fundinum mun formaður
Heimdallar, Styrmir Gunnarsson,
ræða um starf og stefnu Kenne-
dys Bandaríkjaforseta og sýnd
verður kvikmyndin „Years of
lightning, days of drums“.
Stefnisfélagar eru hvattir til
finlmenna.