Morgunblaðið - 20.11.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 20.11.1965, Síða 17
' fj*ugardagur 20. nóv. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 17 P. V. G. Kolka: Sendibref til síra Garöars KÆRI síra Garðar: Þér kunnið illa gamanmálum, en yður hlýtur að vera Ijúft að hlusta á skriftamál mín. Meðan ég var héraðslæknir á 31öndu- ósi var reistur þar stór og ágæt- ur spítali með glæsilegri lækn- isíbúð. Ég sat að þessu sjálfur ekki nema fimm ár, en allir töldu sjálfsagt, að með þessu væri Húnvetningum tryggt það að eiga alltaf völ ágætra lækna. Næsti eftirmaður minn, sem héraðsbúum mínum líkaði mjög vel við, yfirgaf þó héraðið innan tveggja ára, sá næsti eftir átta mánuði. Héraðsbúar voru farnir að kvíða því, að þeir yrðu að sitja með sinn dýra spítala skurðlæknislausir. Ég hafði haft ýmsa ágæta kandidata sem að- stoðarlækn'a og reynt að vekja áhuga þeirra fyrir starfi héraðs- lækna. Einn þeirra er nú héraðs læknir á Sauðárkróki, annar á Patreksfirði og þriðji sótti um og fékk Blönduóshérað. Eigin- lega hafði hann ætlað að setjast að á æskustöðvum sínum í Hafn arfirði að afloknu framhalds- námi, en það mun m.a. hafa ráð ið úrslitum, að kona hans hafði kunnað vel við sig á Blöndu- ósi og vildi heldur vera þar. Þér sjáið á þessu, að jafnvel beztu embættin úti á landi eru ekki mjög eftirsótt. t>að gengur treglega að fá þangað lækna, lögreglufulltrúa, presta, hjúkr- unarkonur og jjósmæður. Sæng urkona var send til mín í flug- vél vestan úr Reykhólasveit fyr ir nokkrum árum, því að þar var þá hvorki læknir né Ijósmóð ir. Ég veit yður sammála mér um það, að fólkið úti á lands byggðinni á sinn rétt, ekki síður en fólkið hér við Faxaflóa — rétt til þess að þjóðfélagið veiti því nauðsynlega embættisþjón- ustu. Þjóðfélagið verður þá líka að láta þá njóta þess en ekki gjalda, sem fást til að fara út á land til embættisstarfa, jafn- vel með því að láta þá hafa for- gangsrétt til eftirsóttari em- bætta síðar. Þetta hefur nýlega verið samþykkt af ÖEI.UM FLOKKUM á Alþingi að því er lækna snertir með læknaskipun- arlögunum nýju. Þér hafið alið allan yðar em- bættisaldur á sama stað, ég hef stundað læknisstörf í öllum landsfjórðungum, að vísu stutt- an tíma sem ungur maður á Vestfjörðum, en 14 ár í Vest- mannaeyjum og 26 ár á Blönduósi og eftir að ég hafði hætt almennum læknisstörfum, gegndi ég yfirlæknisstörfum við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup stað í einn mánuð fyrir kollega minn. Timinn kallar mig líka afdankaðan héraðslækni í óvirð ingarskyni. Honum finnst ekki mikið til um þá menn, sem leggja sig niður við að lækna sveitafólk. Þér einblínið á rétt eins manns í næsta nágrenni yðar. Ég horfi víðar og lít á rétt allra umsækendanna. Þér lítið á ósk- ir eins hóps manna í Hafnar- firði. Ég lít á hag allra lands- manna og nauðsyn þess, að em- bætti úti á landi séu ekki óvirt svo, að það fæli unga menn frá því að sækja um þau. Þér gerið lítið úr rétti manns sem hefur rækt í rúm þrettán ár embætti sitt með miklum ágætum norð- ur við heimsskautsbaug. Ég tel rétt hans mjög þungan á metum og ég gleymi heldur ekki rétti míns gamla samstarfsmanns og vinar, Jóh. Gunnars ólafssonar, sem gegnt hefur starfi sínu með mikilli prýði á Vestfjörðum í meira en tvo áratugi og verið sannkallaður menningarfrömuð- ur í þeim landshluta. Ég viður- kenni sanngirnisrétt allra um sækjendanna, en tel hann þó ekki jafnan, enda gat ekki nema einn þeirra fengið embættið. Þeir sem haft hafa uppi áróð ur og æsingar í þessu máli, jafn vel stofnað til samsæris um það að gera embættið óstarfhæft, kalla það siðleysi að veita em- bættið umsækjanda utan af landi. Það er að vísu ekki nema eðlilegt, að vinir hins setta bæj arfógeta vilji helzt halda hon um, en minna má nú gagn gera en fara að því með slíkri frekju. Ráðherra, sem á að veita Bráðabirgðalög og búvöruverð NOKKRU eftir að kunnugt varð um verð landbúuaðarvöru á yfir- standandi vér’ðlagsári, sam- kvæmt bráðabiigðalögum ríkis- stjórnarinnar, var ég á ferð úti á landi og átti tal við gildan bónda um það, hvernig honum líkaði hið nýja verðlag. Svar hans var eitthvað á þessa leið: „Okkur bændum er víst eins farið og inörgum öðrum, hvort sem þeir búa í sveit eða kaup- túni, að við hefðum viljað og þurft að fá hærra verð — meira kaup. En þar sem staðreyndin var sú, að sexmannanefndin var orðin óstarfhæf vegna neitunar Alþýðusambandsins um þátttöku í netndinni, virðist ekki hafa verið önnur leið fyrir. hendi en sú er landbúnaðarráðherra fór, að gefa út bráðabirgðalög, til skjótrar afgreiðslu þeirra mála. Og ég tel að bændur megi sæmi- lega við una verðlagið í þetta sinn, og þvi ómaklegar þær árás- ir, er landbúnaðarráðherra hefur orðið fyrir af því tilefni. Land- búnaðarráðherra hefur sýnt það áður, með útflutninguppbótum á búvörur okkar bænda, er hann átti þátt í að koma á, að hann vill sanngjarnari hlut okkar. Aldrei fengum við nálægt sex- mannanefndar verði fyrr en þær uppbætur komust á. „Ég er heldur ekki viss um, þó fulltrúi Alþýðusambandsins hefði starfað í nefndinni, að hann hefði samþykkt þá hækkun er þó varð, og þá orðið áð vísa til yfirnefndar, sem ekki er að vita hvernig hefði ráðizt“. Þannig leit hinn roskni og ráðni bóndi á hin margumræddu lög. Hinsvegar tala margir kaup- endur um að verð landbúnáðar- vöru sé orðið svo hátt, að þeir verði að minnka neyzlu þeirra sem mest. En hvernig geta neyt- endur búist við því að kaup hækki og vinnutími styttist, en bændur fái svo ekki tilsvarandi hækkun á sínu kaupi, og þó ætíð eftir á. Það er þessi svika- mylla sem endurtekur sig ár eftir ár. Kauphækkun vegna dýrtíðar, vöruverðshækkun og dreifingar- kostnaður kemur alltaf á eftir og étur upp kauphækkun á skömmum tíma, og þarf þá aftur kauphækkun. Þetta skilja allir. En á meðan forustumenn kröfu hafa, hverjir sem eru, viður- kenna ekki þá staðreynd verður dýrtíðarmyllan aldrei stöðvuð og auðsýnt, hvar lendir að lok- um. Það er því allra nau’ðsyn, að allir flok.kar og forystumenn komi sér saman um að hætta þessum árangurslausu víxlhækk- unum og reyni að setja skorður við því að slíkt endurtaki sig óendanlega. Jón Sumarliðason. þetta embætti eða önnur, verð- ur að hafa víðari sjónarmið. Ég skal viðurkenna það, að ég er ekki alveg hlutlaus í þessu máli frekar en þér, því að ég hugsa um afleiðingar þess, ef sú regla yrði ráðandi, að láta ágæta embættismenn utan af landi sitja á haka fyrir þeim, sem jafnlengi eða skemur hafa setið í hægara sæti með nógu hjálparliði. Við skulum heldur ekki gleyma konunum, sem hafa yfirgefið foreldra og vini til þess að fylgja mönnum sínum út á eitthvert landshorn. Haldið þér, að þær verði fúsari til þess, ef þær mega vænta þess, að eigin- menn þeirra verði ekki aðeins hafðir út undan, heldur ausnir svívirðingum fyrir að gerast svo darfir að sækja um em-bætti hér syðra, t.d. þegar börn þeirra eru farin að ganga hér í skóla? Ég hugsa um fólkið úti um land og hverjar afleiðingar það hef- ur fyrir það, ef ungum mönnum og konum þeirra eru gerð opin- ber störf úti á landi enn ógirni- legri en þeim finnst þau vera nú þegar. Ég skil það ósköp vel, pró- fastur minn, að þér hugsið um yðar hjörð. Ég hugsa um það fólk, sem ég hef starfað á meðal í meira en aldarfjórðung, og um fólkið í öllum öðrum kauptún- um og sveitum þessa lands. Þess vegna hef ég slett mér fram í þetta mál, ef þér viljið orða það svo. Ég sagði af mér ágætu em- bætti fimm árum fyrr en mér bar skylda til, af því að ég fann mig orðinn deigari til vanda- samra læknisverka en ég hafði verið á bezta aldri. Ég get því vel skilið þá afstöðu dómsmála- ráðherra. að vilja síður fela mjög umsvifamikil embætti mönnum, sem komnir eru yfir sextugt, enda þótt ég hefði kos- ið að fá gamlan vin og jafn ágætan áhugamann um þjóðleg fræði og Jóh. Gunnar Ólafsson í nágrenni við mig. Þar sem ekki ríkir fullkomið stjórnleysi verða embættaveitingar að fara eftir persónulegu mati þess manns, sem þjóðfélagið hefur falið veit- ingarvaldið. Þér hafið yðar af- markaða valdsvið sem prófast- ur, ég hafði mitt sem héraðs- læknir og ráðherra hefur sitt. Þetta eru lög og með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Þér eruð ef til vill svo hrekk laus, kæri prófastur, að hafa ekki varað yður á því, að ef til er einhver snös, sem fjandinn getur tyllt tánum á þá eru til menn, sem taka sér þar stöðu til þess að sá þaðan hatri og ill- indum. Þessir menn bera ekki hag Hafnfirðinga sérstaklega fyr ir brjósti né þess fógeta, sem settur var, heldur vilja þeir nota sér vinsældir þær, sem hann kann að eiga, til þess að koma af stað æsingum. Þér hljótið að vera það mikill sálfræðingur að sjá þann tilgang í skrifum Tím ans um þessi mál, því að hann afflytur allt, sem núverandi stjórn aðhefst, hversu gagnlegt sem það er. í‘ þessu máli hefur það blað sýnt óvirðingu opin- berum starfsmönnum í strjálbýl inu með því að lítilsmeta störf þeirra, spillt fyrir því, að menn og konur fáist þangað til Starfa og gert með því sitt til að auka þau vandræði, sem strjálbýlið á við að búa í þessum efnum. For ingjar framsóknarflokksins svíf ast einskis, ef þeir halda sig geta náð sér niðri á þeim mönnum, sem þjóðin hefur tekið fram yfir þá til forustu. Þeir bera ábyrgð á því blaði, sem gefið er út í nafni flokksins og er honum til ævarandi skammar, ekki sízt íyr ir svik þess við hagsmuni þess fólks, sem sýnt hefur flokkn- um traust. Hann er ekki orðinn annað en viljalaust verkfæri í höndum harðsríúinnar hagsmuna klíku hér í Reykjavík. Líklega verður þess lengst minnst í sam bandi við þetta herhlaup Fram sóknar, að nokkrir menn, sem þjóðfélagið hafði trúað íyrir að gæta laga og réttar í Hafnar- firði og Gullbringusýslu, brugð ust þeim trúnaði og gerðu sam- særi um ’að leggja niður lög- gæzlu og réttarvörzlu í þessum landshluta. Það er einsdæmi í allri sögu íslands. Getum við svo að lokum ekki orðið sammála um það, að allur þessi gauragangur hefur engum orðið til góðs, hvorki umsækj- endum né almenningi? Ef þér eruð svo ósköp hörundssár að vilja ekki kalla hann kölduflog, þá er ég ásáttur með að kalla hann einhverju öðru nafni, svo sem vaxtarverki eða gelgju- skeiðsfyrirbæri hjá þjóðfélagi, sem er ekki enn komið á það þroskastig að skoða mál frá fleiri hliðum en einni og meta ró lega íhugun meira en æsingar og ofsa. Suez, 16. nóv. — AP • í dag var dæmdur í eins árs fangelsi Egypti, að nafni Emile Saba Siha, fyrir að hafa borið út óhróður um Nasser, forseta og stjórn hans og haft tort.ryggilegit samband við starfsmenn brezka sendiráðs- ins. Úrskurðaði dómari, að hvort tveggja hefði verið hættulegt öryggi Ara'bíska Sambandslýðveldisins. Stórgjöf til Skálatúnsheimilisins ÞANN 6. september 1964 and- aðist hér í bæ Vilborg Hróbjarts dóttir, fædd 27. marz 1879, en í erfðaskrá hafði hún mælt svo fyrir að allar eigur hennar skyldu renna til „Skálatúns- heimilisins“ í Mosfellssveit. — Vilborg Hróbjartsdóttir Skiptum í dánarbúi hennar er nýlega lokið og kom í hlut Barnaheimilis templara að Skála túni erfðafé að upphæð krónur 183.050,78. Stjórn Skálatúnsheimilisins vottar aðstandendum hinnar læti og metur mikils þann hug, sem liggur að baki þessari veg- legu dánargjöf. (Frá stjórn Barnaheimil- is templara að Skálatúni). Vinna hafin í tunnuverk- smiðjunum Siglufirði, 18. nóv. TUNNUVERKSMIÐJUR ríkisins tóku til starfa á Siglufirði í dag. Þar starfa rúmlega 40 manns. Áætlað er að smíðaðar verði 70—80 þúsund tunnur. Mikil bót er að tunnusmíðin skuli nú byrja svo snemma, því segja má að hér sá hálfgert at- vinnuleysi. Annars hefir verið unnið hjá Síldarverksmiðju rík- isins að bryggjuframkvæmdum nú í haust. Er verið að byggja nýja löndunarbryggju því að sú igamla var orðin ónýt. Má segja að verkið hafi gengið vel, þegar tekið er tillit til árstíma, en það er algerlega háð hvernig viðrar og hvernfg er í sjóinn. Einnig var byrjað í haust að byggja ofan á N iðurlagningarverksmið j u ríkis- ins. Nú síðasta hálfan annan mánuð má segja að verkið hafi staðið í stað vegna þess að ekki er til nægilega stór krani til að lyfta loftbitum og loftplötum upp látnu konu virðingu sína og þakk I á uppistöðurnar. — S.K. Siðastliðinn miðvikudag fóru nemendur Viðskiptadeildar Háskóla íslands í kynnisferð til Flug- félags íslands. AlLs voru nemendurnir, sem í ferð þessa fóru„ hátt á áttunda tug. Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi Flugfélagsins, tók á móti nemendunum og kynnti beim starfsemi félags- ins. Er nemendur höfðu skoðað hin margvíslegu húsakynni og kynnzt starfseminni, svo sem unnt var, bauð Flugfélagið til hádegisverðar í mötuneyti félagsins og þar flutti Sveinn Sæmunds son fróðlegt erindi um sögu og rekstur Flugfélags Islands frá stofnun þess. Að hádegisverði loknum skoðuðu nemendurnir síðan hina nýju og glæsilegu Fokker Friendship-vél félagsins. Myndin hér að ofan, er Sveinn Þormóðsson tók, er af verðandi viðskiptafræðingum fyrir fram- an Vicecount-vélina Gullfaxa. Var mikil ánægja með þessa ferð meðal viðskiptafræðnema.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.