Morgunblaðið - 20.11.1965, Side 19
Laugarífagtíir 20. nóv. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
19
Enn um sjúkrahús-
mál Sunnlendinga
ÞANN 6. Okt. birti Mbl. og Suð-
urland um sama leyti greinarstúf
frá mér undirrituðum, þar sem
ég bar saman þær tvær landspild
ur, sem koma til greina að byggja
væntanlegt sjúkrahús Sunnlend-
inga á, Árbæjarland og Þóris-
Ihóla, ásamt nokkrum spuming-
um, sem ég lagði fyrir sjúkra-
Ihússtjórnina um leið. í stað þess
að svara þessari grein minni eins
og siðuðum mönnum sæmir í op-
inberri þjónustu rjúkið þið upp
til handa og fóta og heimtið heil-
ibrigðismálaráðherra austur að
Selfossi augsýnilega til þess að
fá hans stimpil á ykkar gerðir.
Þið kærið ykkur ekikert um að
ræða þetta mál fyrir opnum tjöld
um heldur kusuð þið að skýla
ykkur við aðra og láta líta svo
út, að endanleg afgreiðsla þessa
maáls sé verk heilbrigðism ráð-
herra og hans ráðuneytis en ekki
ykkar. Þetta minnir mann á
óknyttastráká, sem staðnir eru
að einhverjum óknyttum og
hlaupa svo inn í bæ og hanga
J>ar í pilsfaldi móður sinnar og
iþora ekki að koma út eða líta
upp á nokkurn mann.
En ykkur væri hollt að at-
huga, að sjúkrahúsmálið er ekki
neitt einkamál ykkar heidur
varðar það okkur alla, Sunn-
Jendinga, og við látum okkur
Iþað miklu varða, að því sé ráð
ið vel og giftusamlega.
Þið hafið hampað því mjög í
greinum ykkar að þetta mál hafi
Iþurft að kanna mjög vel og ræki-
lega, og svo hafi verið gert. Að
(því tilefni langar mig að bera
fram nokkrar spumingar og von-
ast eftir svari ykkar við þeim.
1. Hafið þið tilkvatt nokkra
sérfræðinga til þess að rannsaka
og meta landkosti og legu pessara
tveggja staða: Sé svo: Hverjir
gerðu það og hvenær fór sú rt-
hugun fram?
2. Þegar þið fenguð heilbrigðis
m.ráðherra hingað austur um
daginn, sýnduð þið honum þá
báða þessa staði og skýrðuð frá
kostum og ókostum þeirra
beggja?
3. Áleit heiibrigðism.ráðherra
sjúkrahúsið betur sett inni í þorp
inu við Þórishóla en í Árbæjar-
landi um 2 km. utan við þorpið?
. Áleit heilibrigðism.ráðih.
ejúikrahúsið betur se1t á suðar-
Ibakka árinnar í ausandi vatns-
austri í norðanáttum og klaka-
klambri í frostum en úti í Ár-
bæjarlandi á norðurbakka árinn-
ar, þar sem allt slíkt er útilokað?
5. Taldi heilbr.m.ráðh. sjúkra-
húsið betur sett við Þórishóia
sunnan árinnar og eyranna í
ánini, þar sem moldarmökkurinn
stendur af eyrunum í norðan-
áttum, þegar lítið er í ánni held
ur en úti á Árbæjarlandi, þar
eem grasi gróið land er allt i
kring?
6. Áieit hann, að sjúkrahúsið
væri betur sett með aðeins um 60
stiga heitt vatn úr hitaveitu K.Á.,
eem háð er rafmagnstruflunum
og notkun almennings á hita-
veitusvæðinu en með 90 stiga
heitt vatn, í Árbæjarlandi, sem
óháð er rafmagni og kæmi sjálf-
rennandi inn í hús með 10-20 m
fallhæð og væri óháð annarri
eyðslu?
7. Kynntuð þið heilibrigðism,
ráðh. gjafabréf það, frá Kf. Ár-
nesinga, sem þið hafið hampað
•vo mjög undanfarið og teljið
að liggi fyrir lóð og heitu vatni
við Þórishóla sjúkrahúsinu til
handa?
8. Áleit heiibrigðism.ráðherra
sjúkrahúsið betur sett með
ueyzluvatn frá vatnsveitu Sel
foss, sem oft á tíðum er alltof lít-
ið (tilfinnanlegur vatnsiskortur
er hér oft) en úr sinni eigin lögn
i ÁrbæjarLandi þar sem mikil
falibæð er og enginn annar not-
Það skyldi þó ekki vera, að þið
hafið leynt hann öllu þessu?
Og enn vil ég spyrja: Þið sláið
því föstu í greinargerð ykkar 1.
júlí sl. að KÁ hafi gefið sjúkra-
húsinu heitt vatn eftir þörfum
úr hitaveitu sinni. Nú er það
vitanlegt, að hitaveita K.Á. er að
eins um 60 stiga heit þarna aust.
urfrá og nægir það hvergi nærri
til upphitunar húsa í miklum
frostum. Sjúkrahúsið yrði því
að hafa varakyndistöð. Og hver
á að borga þann aukakostnað?
Ætlar K.Á. að gera það? Þar er
víst mjög algfengt að reikna með,
að vatnið sé nýtt níður í 45-40
stig til upphitunar húsa og yrðu
þá aðeins um 20 stig til upphit-
unar úr hitaveitu K.Á. en úti á
Árbæ er heita vatnið um 90 stig
og yrði því 50 stig til upphitun-
ar þar. Og það munar um mlnna.
Og ekki ætti að þurfa að lýsa því
hvílíkur geysimunur það er við-
komandi þvottum sjúkrahússins
þar sem allan þvott þarf að sjóða
að hafa til umráða 90 stiga heitt
vatn eða að öðrum kosti aðeins
um 60 stig.
Og enn segið þið í áðurnefndri
greinargerð: að selji K.Á. hita-
veituna, þá sé kaupandi háður
þessari kvöð þ.e. að skaffa sjúkra
húsinu heitt vatn eftir þörfum.
Er það þá ætlunin, að Selfossibú-
um einum sé ætlað að skaffa
sjúkrahúsinu uppbitun um aldur
og ævi ,ef hreppurinn keypti
hitaveituna? Sjúkrahússtjórn get
ur reitt sig á, að Selfossbúar eru
fæstir hrifnir af þv' og þakka
fyrir gott boð.
Árið 1956 samþykkti þáverandi
heiibrigðismálaráðherra, Ingólfur
Jónsson, lóð við Þórishóla undir
sjúkrahúsið, en um aðra lóð var
þá varla að ræða, þó að kunnug-
ir renndu grun í, £ J þar yrði
stundum svalt og næðingssamt
norðanáttinni. • En í fyrra við
tilkomu gjafabréfs Árbæjar-
manna sköpuðust n\ viðhorif í
málinu, sem ég og margir aðrir
fögnuðu, því að þar voru gjör-
ólíkar aðstæður, eins og ég hefi
sýnt fram á. En sjúkrahússtjórn-
nin hefur ekki svo mikið sem
litið á þennan stað nema nokkur
hluti hennar, enda er mikið efa-
mál, að allir nefndarmenn sjúkra
hússtjórnarinnar viti, hvar þessi
Árbæjarblettur er, hvað þá að
sýslunefndirnar hafi kynnt sér
hann.
Sjúkrahúsistjórnin talar um, að
menn þurfi að sýna einhug og
einingu í þessu máli. En hafi
henni verið alvara með það,
hefði hún átt að haga sér öðru
vísi, og vita má bún það, að á
meðan hún færir ekki skýr og
augljós rök fyrir ágæti Þórishóla
framyifir Árbæjarland, verður
engin eining um þetta mál.
Að lokum vil ég spyrja: Ætlar
sjúkrahússtjórnin að svara þess-
ari grein — eða ætlar hún að
panta heiibrigðismálaráðherra
hingað austur að Selfossi í ann-
að sinn?
Björgvin Þorsteinsson
Selfossi.
IMercedez Benz
Kvikmyndasýning í Gamla Bíó í dag laugardaginn
20. nóv. kl. 3 e.h. — Aðgangur ókeypis.
Börnum óheimill aðgangur nema í fylgd me i
fullorðnum.
Ræsir h.f.
Húsgögn
Seljum næstu daga á framleiðsluverði.
Sófaborð á kr. 1200.—
Útvarps- og sjónvarpsborð á kr. 500.—
Kommóður á kr. 2500.—
Smíðastofan VALVIÐUR S.F.
Dugguvogi 15 — Sími 30260.
Sjálfstæðiskvenna-
félagið Hvöt
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund í Sjálf-
stæðishúsinu mánudagskvöldið 22. nóv. kl. 8,30 e.h.
x Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Frú Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþingis-
maður segir frá þingi bandalags Evrópu-
kvenna í Vínarborg, en hún var þar fyrir
nokkru síðan.
3. Sýnd verður kvikmynd um frystingu mat-
væla, frú Sigríður Haraldsdóttir húsmæðra-
kennari sýnir myndina og skýrir hana.
4. Frjálsar umræður.
Allar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm
leyfir. — Kaffidrykkja.
STJÓRNIN.
Til sölu
Michican bílkrani, selst með góðum kjörum ef samið
er strax, mikið af varahlutum. Einnig Ford 1953
með 8 manna húsi til sýnis að Ártúnshöfða sími
33318.
Jarðvinnsla
Tökum að okkur að fjarlægja moldar og grjóthauga,
höfum stórvirk tæki, einnig útvegum við rauðamöl
og fyllingarefni. Fljótvirkar vélar í að grafa fyrir
húsgrunnum í tíma eða ákvæðisvinnu.
Upplýsingar í síma 33318.
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI
Við erum sammála um
KENWOOD
Konan mín vill Kenwood Chef sér til aðstoðar
í eldhúsinu . .. og ég er henni alveg sammála,
því ekkert nema það bezta er nógu gott fyrir
hana.
KENWOOD CHEF
er miklu meira og allt onrtað
en venjuleg hrœrivél —
Engin önnur hrærivél býður upp á jafnmikið úrval
ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar En
auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun,
og prýði hvers eldhúss.
1. Eldföst leirskál og/eða stálskál.
2. Tengilás fyrir þeytara, hnoð-
ara og hrærara, sem fest er og
losað með einu léttu handtaki.
3. Tengilás fyrir hakkavél, græn-
metis- og ávaxtarif járn, kaffi-
kvörn, dósaupptaka o. fl.
4. Tengilás, lyftið tappanum,
tengið tækið, og það er allt.
5. Tengilás fyrir hraðgengustu
fylgitækin. — Aðrir tengilásar
rofna, þegar lokinu er lyft.
6. Þrýstihnappur — og vélin opn-
ast þannig, að þér getið hindr-
unarlaust tekið skálina burt.
KENWOOD CHEF fylgir:
Skál, þeytari, hnoðari, hrærari,
sleikjari og myndskreytt upp-
skrifta- og leiðbeiningarbók.
Verð kr: 5.900.—
Viðgerða- og varahlutðþ]énusta
Sími
11687
21240
Hekla