Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. nóv. 1965 Til leigu Stórt einbýlishús í úthverfi Hafnarfjarðar er til leigu frá 1. des. Góð aðstaða fyrir c.a. 400 hænsni getur fylgt. Einnig 2 ha. tún. Upplýsingar í símum 10599 og 92-2303. Móðursystir mín THORA ÁSMUNDSSON (f. Einarsdóttir) frá Hofteigi á Jökuldal, lézt af slysförum 15. þ.m. í Selbu í Noregi. F. h. systkina, ættingja og annarra vandamanna. Anna Ingvarsdóttir. Faðir okkar ÓLAFUR KVARAN ritsímastjóri, lézt í Landsspítalaunm 19. þessa mánaðar. Börnin. Maðurinn minn og faðir ÁSGEIR ÞÓRARINSSON andaðist að heimili okkar að kvöldi 18. þessa mánaðar. Ragna Rögnvaldsdóttir, Þóra Ásgeirsdóttir. Eiginmaður minn PÁLL EINARSSON kaupmaðui, Langholtsvegi 161, andaðist að kvöldi 18. þessa mánaðar. _ Hermína Halldórsdóttir. THEÓDÓRA JÓHANNSDÓTTIR Kirkjuvegi 8, Keflavík, andaðist 11. þ.m. Jarðarförin hefuT farið fram. Aðstandendur. Hjartanlega þökkum við öllum sem auðsýndu okkur vináttu, samúð og hjálp við andlát og jarðarför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Laugum. Einnig innilegar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og vina hennar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Ennfremur til allra sem heimsóttu hana í veikindum hennar. , Vandamenn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGFÚSAR BLÖNDAHL fyrrverandi generalkonsúls. Kristíana Blöndahl Ólafsson, Steinunn B. Guðlaugsdóttir. Ég sendi mínar beztu þakkir til hjúkrunarliðs og starfsfólks á elliheimilinu Grund fyrir góða aðhlynningu við SALÓME HERDÍSl GUÐMUNDSDÓTTUR frá Flateyri, svo og til Steinunnar Jóhannesdóttur, er heimsótti hana og gladdi sömuleiðis stofusystir hennar Sigurveig Björnsdóttir. — Guð launi ykkur. Rannveig Ólafsdóttir. Systurdóttir hinnar látnu. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og tengda- móður og ömmu aðalbjargar þorkelsdóttur Benedikt Jörgensson, Ragnheiður Guglaugsdóttir, Einar Helgason og harnahörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar friðrikku kristjönu hallgrímsdóttur * frá Vogum. Elinborg Hallgrímsdóttir, Lára Hallgrímsdóttir, Egill Hallgrímsson. — SiðferBisvi&reisn Framhald af bls. 21 sjónleikinn. Þingmaður frá Miss- ouri sagði: „Ég legg til, að ríkis- stjórnin verji að minnsta kosti tíunda hluta þess fjármagns, sem nú er varið til hermála, til þess þess að styrkja þessa starfsemi.“ Og þingmaður frá Hawai sagði: „Ég hef aldrei séð neinn sjón- ieik, sem hefur haft slík áhrif á mig sem þessi." Robert McEven frá New York lét orð falla á þessa leið: „Sýning þessi hafði dýpri áhrif á mig en nokkuð ann að, sem ég hef séð. Ég vona að þingið geri ráðstöfun til þess, að leikflokkur þessi geti haft við- dvöl í Washington og haft m.a. útisýningu svo að allir, sem ekki gátu séð leikinn að þessu sinni, fái tækifæri til þess.“ Þessa sögu má víst ekki lengja, eigi nokkurt blað að ljá henni rúm. Mætti þó segja frá sigur- för þessarar hreyfingar víða í Evrópu, og skemmtilegt var að lesa um samtal fjögurra ungra manna á Olympíuleikunum síð- ustu, sem gullverðlaun höfðu hlotið þar. Tveir þessara manna voru frá Rússlandi og tveir frá Bandaríkjunum, annar þeirra var John Sayre, sem að framan var getið. Framkoma Ameríku- mannanna vakti athygli Rúss- anna og þeir tóku þá tali. Hinir tveir Ameríkumenn kynntu Rúss unum MRA-hreyfinguna. Þeir spurðu þá: Hvernig farið þið að þessu, og þegar hinir höfðu svo rætt þetta nánar við þá, sögðu Rússarnir tveir: „Þið verðið að koma til Rússlands og kynna okk ur þetta.“ Vonandi fær þessi siðbótar- hreyfing heimboð bæði frá Rúss- landi og Kína í náinni framtíð. Við íslendingar höfum víst ekki getu til þess, og ef til vill eng- an vilja. En er ekki siðferðisvið- reisn nauðsynleg, einnig á ís- landi? Hvað segja viðburðir síð- ari ára á sviði fjármála og mörg- um öðrum sviðum? Getum við ekki sjálfir komið til vegar sið- ferðisviðreisn og hugarfarsbreyt- ingu? Erum við fúsir til að hlíta leiðsögn Guðs og temja okkur svo heiðarleik, óeigingirni, kær- leika og siðsamt líf? Ef svo, þá er viðreisnin framkvæmanleg. Pétur Sigurðsson. Surtseyjarbdk AB hefur vakið mikla athygli erlendis Bezta gjöfin til vina yðar og viðskiptamanna erlendis er Surtseyjarbók AB Jtiugneiiar pakkir til ailra sem glöddu mig á sextugs— afmælinu minu með höfðinglegum gjöfum, skeytum og blómum. — Guð blessi ykkur öll. Sigurður Bjamason, Svanhól, Vestmannaeyjum. Innilegar þakkir til allra sem minntust mín á átt- ræðisafmæli mínu. Jón Árnason. Innilegar þakkir til barna minna, tengdabarna svo og annarra vina, sem minntust mín á sjötugsfmælinu 9. þ.m. með heillaskeytum, blómum og höfðinglegum gjöfum. — Guð blessi ykkur öll. Theódóra Hallgríms frá Hvamml. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er glöddu okkur á áttatíuára afmælinu með heimsóknum, skeytum og gjöfum. — Guð blessi ykkur ölL Dagný Nielsdóttir, Sigurður Brynjólfsson. @ Westinghouse(§) Westinghouse@ vandlátir velja Westinghouse a> oo CD sa bJ) v> CL3 03 CO bJ) to 03 OQ W CD CD S CTQ (O CD kaffikönnu @ Westinghouse@ Westinghouse(g)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.