Morgunblaðið - 20.11.1965, Qupperneq 31
Laugarðagm1 20. nðv. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
31
Kaupfélagsstjóra-
fundur SÍS
HINN árlegi kauipfédagsstjóra-
fundur, sem er hinn 23. í röðinni,
var settur í SambanAshúsinu, kl.
13.30 í dag (fÖStudag 19. nóv.).
Fundinn sitja farmaður Sam-
bandsins, Jakab Frímannsson,
forstjóri þess Erlendur Einars-
son, 7 framikvæmdastjórar Sam-
bandsins og flestir kaupfélags-
stjórar landsins, en tala Sam-
bandskaupfélaganna er 56.
Fundarstjóri var kjörinn Jakoto
Frímannsson en fundarritari
Gunnar Grímsson, starfsmanna-
stjóri.
Að lokinni fundarsetnirigu
flútti Erlendur Einarsson for-
stjóri yfirlitsérindi um rekstur
Samibandsins og þróun mála inn-
an samvinnúhréyfingarinnár á
áririu 1965. í yfirlitserindi for-
etjórans kom fram, að veruleg
eúkning hefur orðið á viðskipta-
veltu Sambandsins á árinu 1965,
iriiðað við árið áður. Aukningin
fyrstu 10 mánuði ársins í aðal-
deildunum er sem hér segir,
miðað við fyrstu 10 mánuði árs-
ins 1964:
Heildarumsetning í 6 aðal-
deildum Sambandsins varð um
1.700 milllj. króna fyrstu 10 mán-
uði þessa árs. Nemur aukning
heildarumsetningar í þessum að-
algreinum 290 millj. króna mið-
eð við árið áður.
Merkasta nýjung i starfsemi
Sambandsins á þessu ári- taldi
Erlendur Einarsson forstjóri
starfsemi Birgðastöðvarinnar,
sem tók til starfa í febrúar sl.
Er þar að leita skýringa á hinni
ir.iklu aukningu í umsetningu
Innfíutningsdeildar. Rekstur
Birgðastöðvarinnar hefur gefið
góða raun og útfærsla á þeirri
starfsemi er nú í athugun m.a.
með byggingu Birgðastöðvar á
Akureyri. Er ráðgert að fjölga
þeim vörutegundum, sem seldar
verða í gegnum birgðastöðina.
Þá taldi forstjórinn aukningu
á sölu Sjávarafurðadeildar mjög
athyglisverða. Á vegum deildar-
innar hafa verið gerðar ýtar-
legar rannsóknir og áætlanir um
bættan rekstur frystihúsanna
innan Sambandsins. Er þar um
að ræða aukna vinnuhagræðingu,
aukin afköst og aukna fram-
leiðslu. Ný fiskvinnsluverk-
smiðja sölufélags Sam-bandsins er
i byggingu í Harrisburg í Banda-
ríkjunum og verður hún tilbúin
til starfraekslu í febrúar næst-
komandi.
í skýrslu forstjórans kom í
Ijós, að innlendi iðnaðurinn á í
vök að verjast. Útflutningur á
ullarvörum er nú í hættu, vegna
þess hve framleiðslukostnaður
hefur aukizt, en söluverð erlend-
is mjög lítið hækikað sl. 4 ár. í
verksmiðjum Sarrnbandsins hefur
vinnulaunakostnaður hækkað
um 100% sl. 4% ár og annar
kostnaður mjög mikið. Reynt
hefur verið að mæta þessu með
aukinni tækni og framleiðni, en
hvorttveggja er að útflutnings-
verð hefur lítið hækikað á þessiu
tímaibili og kostnaðarhækkanir
hafa étið upp árangurinn af fram
leiðninni og meira en það.
Forstjórinn upplýsti, að m-d-
ar enduirbætur hafa átt sér stað
á árinu á Skinnaverksmiðjunni
Iðunni á Akureyri og er hin nýja
verksmiðja um það bi-1 að taka
til starfa. Hefur Sambandið haft
sam-vinnu við finnska skinnverk-
smiðju um tæknilegar nýjungar
og framleiðsluaðferðir. Hin nýja
skinnafram-leiðsla á að auka
möguleika á útflutningi.
Þá ræddi forstjórinn um rekst
ur kaupfélaganna og taldi, að
smásöluverzlunin . ætti mjög í
vök að verjast. Ástæðurnar taldi
hann einkum þær, að verzlunar-
kostnaður ykist meira en tekj-
urnar af verzlúninni. Máli sínu
til sönnuna-r benti hann á, að
launakostnaður í hlutfalli við
vörusölu kaupfélaganna hefðj
reynst sl. 3 ár sem hér segir:
1962 : 6.0%
1963 : 6.6%
1964: 7.7%
Miðað við 2.000 mílljón króna
um, hefði þessi útgjaldaliður
hlutfa-Uslega gert rekstuirsaf-
kom-una lakari sem nemur 34
mililj. miðað við hlutfallstöliuna
1962.
Forstjórinn taldi nauðsynlegt
að finna ráð til þess að snúa
þessari þróun við, m.a. með
— Rhódesla
Framhald af bls. 1.
aðgerðir gegn Ródesíu væru born
ar fram í einlægni, og enda 'þótt
svo væri, myndu þær ekki hafa
nein áhrif, nema þeim væri fylgt
eftir með valdi.
‘Nkhumah forseti lýsir því yfir
i Accra í dag, að tími væri kom-
inn til að Afríkuríki tækju frum-
kvæði varðandi varnir sínar svo
og Ródesíu. Gat hann þess, að
landher og flugher Ródesíu væri
þjálfaðir til þess að berjast utan
landamæra Ródesíu. Sa-mtímis
skoraði hann á Öryggisráðið að
líta á hina einhliða sjálfstæðis-
yfirlýsingu hvíta hlutans þar,
sem ógnun við heimsfriðinn.
í kvöld kom svo Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna saman til
þess að ræð-a Ródesíumálið að
nýju, og lögðu’ Bolivía og Ura-
guay í sameiningu fram tillögu
bil sam-þykktar í málinu. í henni
var farið fram á, að Bretland
gerði enn víðtækari efnahags-
leg-ar ráðstafanir gagnvart hinni
ólögl-egu stjórn Ródesíu. Hins
vegar væri ekki gengið þar svo
langt að krefjast hernaðarað-
gerða.
í dag kom í ljós, að Portúf 1-
ar m-undu ekki ætla sér að virða
efnahagsþvinganir þær, sem
brezka stjórnin hefur tekið u-pp
gagnvart Ródesíu. Virðast þeir
ætla að láta “viðskipti þau, sem
fra-m hafa farið milli portúgölsku
nýlendunnar Mosambíque og Ród
esíu halda óáreitt áfram.
bættri skipulagningu í verzlun-
inni og meiri hagræðingu. Verk-
efni þessa fundar væri einmibt að
finna leiðir til úrbóta.
Erlendur Einarsson forstjóri
ræddi ýtarlega um fjárhagsmál
samvinnuféla-ganna og tal-di nauð
synlegt, að félögin gættu m-eiri
varfærni í þeim málum. Útlán
yrðu að minnka og leggja þyrfti
aukna áherzlu á að nýta betur
það fjármagn, sem í veltunni er
á hverjum tíma.
Að loknu yfirlitserindi Erlend-
ar Einarssonar forstjóra flutti
Ragnar Pétursson kaupfélags-
stjóri framsöguerindi um þjálfun
starfsfólks kaupfélaganna, en það
er eitt af aðalmálum fundarins.
Kaupfélagsstjórafundinúm lýk
uil á morgun (laugardag).
Tólf inilljóiiir
boðnar
í GÆR fór fram nauðungarupp-
boð á húseigninrii Bræðraborgar-
stíg 7 þar sem SAVA (Samein-
aða verksmiðjuafgreiðslan) hef-
ur verið til húsa. Uppboðið för
fram skv. kröfu skuldaeigenda
(Gjaldheimtunnar, banka o. fl.
aðilja), sem veð eiga í húsinu.
Búnaðarbanki Islands bauð sjö
milljónir króna, en ÚtvegsbankL
íslands tólf. Mun það hæsta upp-
hæð, sem boðin hefur verið á
nauðungaruppboði hér á landi,
en áður eru dæmi til þess, að
upphæð hafi farið yfir tíu
miUjónir, þegar krónan var verð-
meiri en nú. Ekki bárust fleiri
boð, en skv. beiðni eiganda var
annað og síðasta uppboð ákveð-
ið 3. desember nk. kl. 14.30.
Yfirlýsing frá
oarðyrkju-
nemendum
Reykjum, Ölfusi, 19. nóv. 1965
Á FORSÍÐU Þjóðviljans þann
17 nóv. síðastliðinn birtist fjögra
dálka fyrirsögn á þessa leið:
„Nemendur að krókna úr kulda
á Garðyrkjuskóla ríkisins".
Við nemendur skólans rákum
upp stór augu er við lásum
þetta. Okkur vitanlega hefur
engan nemanda vantað í
kennslustund vegna kulda það
sem af er skólaárinu.
Um upphitun í húsakynnum
skólans er það að segja að eng-
inn af nemendunum hefur haft
ástæðu til að kvarta, enda þótt
orðið hafi að notast við hita-
blásara, sem ekki er hugsaður
til frambúðar, en næstu daga er
væntanlegur fullkominn fram-
tíðarhitunargjafi, Ennfremur er
það mál manna sem skoðað hafa
skólann, að þetta sé einn full-
komnasti heimavistarskóli lands
ins.
Líka má til fróðleiks færa
þeim, er lesið hafa um þessi
mál að einn af nemendum skól-
ans er stúlka ,sem er í eldri
deild.
Sýnir þetta aðeins enn betur,
hve greinarhöfundur hefur lítið
kynnt sér staðreyndir í þessu
máli.
Finnst okkur nemendum skól
ans að fyrirsögn greinarinnar sé
notuð sem skálkaskjól til j>er-
sónulegs átroðnings í garð skóla
stjóra og viljum við því beina
þeim tilmælum til greinarhöf-
undar að skrifa í framtíðinni
um efni, sem hann hefur betur
kynnt sér en þetta ber vitni
um.
Garðyrkjunemendur:
Kjartan Mogensen
Leifur Sigurðsson
Gunnar Tómasson
Guðm. Gíslason
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ásgeir Ólafsson
Jón B. Jóhannsson
Jón S. Traustason
Helgi J. Kúld
Evert Ingólfsson
Biarai Finnsson
— Nýr flugvöHur
Framhald af bis. 13
ið. Hinir nýju flugvellir á Pat-
reksfirði og ísafirði væru merki
leg mannvirki, sem myndu
bæta aðstöðu Vestfirðinga í sam
göngumálurn í stöðugt ríkari
mæli.
Hannibal Valdemarsson, al-
þingismaður, kvaðst þeirrar
skoounar, að flugvöllurinn her'ði
verið betur staðsettur í Tálkna-
firði, en fagnaði hinum nýja
flugvelli við Patreksfjörð.
Sigurvin Einarsson, alþingis-
maður, lagði áherzlu á Liauðsyn
bætts akvegasambands við
Rauðasandshre'pps og þakkaði
forgöngumönnum flugvallarmáls
ins.
Bergur Gíslason, stjórnarmað-
ur 'i Flugfélagi Islands, lagði á-
herzlu á að skapa yrði ennþá
betra akvegasamband við flug-
völlinn, en taldi hæpið að stór-
ar flugvélar gætu haft þar við-
korhustað að staoaldri, fyrst í
stað.
Snæbjörn Thoroddsen, odd-
viti í Kvígindisdal, minntist erf-
iðléika í sámgöngumálúm sveit-
anna í Vestur-Barðástranda-
sýslu fyrr á tímum, þakkaði
hina stórbrotnu framkvæmd og
framför, sém flugvöllurinn hefði
í för með sér.
Örn Ó. Johnson, förstjóri Flug
félags Islands, sagði að á síð-
ustu öld hefðu orðið meiri breyt
ingar á íslandi en á 9 öldum
áður. Hann minntist þess að
tæp 62 ár eru liðin síðan mann-
inum tókst fyrst að hefja flug
vél á loft. En þróunin heldur
áfram með vaxandi hraða,
sagði Örn Johnson. Hann lagði
áherzlu á að ýms öryggistæki
þyrfti til þess að bæta íslenzka
flugvelli. Hann sagði, að Flug-
félag íslands mundi taka upp
vikulegar flugferðir til Patreks
fjarðar, fyrst um sinn með Da-
kota-vélum, en tvisvar í viku
með minni flugvélum með sam-
vinnu við Flugþjónustuna, sem
er fyrirtæki Flugfélags íslands
og Björns Pálssonar.
Birgir Fiiinsson, alþingismað-
ur, kvað merkum áfanga náð
og óskaði héruðunum til ham-
ingju með hinn nýja flugvöll.
Ingólfur Jónsson, flugmálaráð
herra, þakkaði Flugfélagi ís-
lands fyrir merkilegt brautryðj-
endastaL-f þess í þágu allra ís-
lendinga í sambandi við inn-
anlandsflugið.
Friðþjófur Ó. Jóhannesson,
forstjóri á Patreksfirði, fagnaði
hinum nýja flugvelli og Gisli
Jónsson, fyrrverandi þingmað-
ur komst þannig að orði, að vel
færi á því að setja markið hátt,
þá fengju menn mikið. Hinn nýi
flugvöllur væri glæsilegt maLin-
virki, sem hann vonaði að yrði
héruðunum til mikils gagns og
blessunar í framtíðinni.
Aðrir ræðumenn höfðu minnt
á merkilegt brautryðjendastarf
Gísla Jónssonar í samgöngumál-
um Barðstrendinga.
Ásmundur B. Ólssen, oddviti
Patrekshrepps, þakkaði gestun-
um fyrir komuna og þennan
gæfuríka dag. Hann kvað örugg
ar samgöngur vera frumskilyrði
atvinnu- og menningarlífs.
Kvaðst hann vona að þessi flug-
völlur mundi efla byggð hér-
aðanna á næstu árum.
Síðastur talaði Guðbrandur
Magnússon, fyrrv. forstjóri. Þakk
aði hann fyrir ágætan mat og
móftökur. Minntist hann þeirra
Eggerts Ólafssonar og séra
3jörns í Sauðlauksdal.
Síðan var sungið ísland ögr-
um skorið, og að lokum Hvað
er svo glatt sem góðra vina
fundur.
Fór þessi vígsluathöfn hins
nýja flugvaljar við Sauðlauks-
dal hið bezta fram í hvívetna.
Ríkir mikil ánægja í héraðinu
með þann merka áfanga sem
náðst hefur í samgöngumálum
þess.
Frá ÍR
FRJÁLSfÞRÓTTADEÍLD ÍR
efnir til fræðslu- og skemmti-
fundar í ÍR-lxúsin,u kl. 4 á sunnu-
dag.
Matthias Bjarnason
Birgir Finusson
Bergur G. Gíslason
Sigurvin Einarsson
Hannibal Valdimsrsson
Hafnarfjörður
Opna í dag nýja verzlun að Gunnars-
sundi 8 undir nafninu RApiOVAL
Gjörið svo vel og reynið viðskiptin.
Radioval
Gunnarssundi 8, Hafnarfirði.
Innflutningsdeild
Véladeild
Sjávarafurðadeild
Iðnaðardeild
Skipadeild
1 Búvörud. minnkaði
101.3 millj. króna, eða 37.5%
46.3 — — — 31.3%
140.6 — — — 37.2%
4,1 — _ , _ 2.3%
5.7 — — — 5.7%
umisetn. um 8.2m. — 5%
vörusölu árið 1964 hjá félögun-