Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. des. 1965 MOR.GUN B LAÐIÐ 3 * r „Skip hennar hátignar, Hecla“, er nú, eins og kunugt er, statt í kurteisisheimsókn hér heima. Þetta er hafrannsóknarskip og er áhöfnin telur um 116 menn. Á miðvikudagskvöld mátti sjá prúðan hóp halda frá skipinu vopnaðan riflum og var ferð- inni heitið í íþróttahúsið að Hálogalandi, en þar beið þeirra þá hópur manna úr Skotfélaginu. Var ætlunin að halda keppni xnilli þessara tveggja hópa, — þ.e. keppni um að skjóta í mark. TJmsjónarmaður þessarar keppni var Egill Jónasson frá Stardal og báðum við hann að segja okk- ur undan og ofan af þessari keppni. — Ja, það er fyrst að segja írá því, svaraði hann, að þar íslenzkar skyttur sigra brezka Ijónið sem Skotfélagið á engan keppi- naut hér á landi, höfum við oft keppt við ensk herskip, þegar þau hafa verið hér á ferðinni. Fyrsta keppnin fór fram 1952, en síðan hafa þessar keppnir alltaf verið öðru hverju, nema í Þorskastríðinu, auðvitað, því að þá vildum við skjóta Eng- lendinga í alvöru. — En svo hófust þessar keppn ir aftur núna í sumar, og var þá fyrst keppt við gamlan land- helgisóvin — áhöfnin á Palliser. Það má geta þess, að keppnum þessum hefur yfirleitt öllum verið komið í kring af brezka sendiráðinu, og báðum aðilum fannst það tilvalið tækifseri að efna til skotkeppni, þegar þetta nýja skip — Hecla — kom hing- að núna. — fslendingar hafa unnið all- ar þessar keppnir við ensku óhafnirnar, en það er nú reynd- ar engin sérstakur stórsigur, því Elnl kvenþátttakandlnn, Edda Thorlacius, með riffilinn sinn. að Skotfélagið á mörgum ágæt- um skotmönnum á að skipa, en þessir brezku hermenn eru bara valdir upp og ofan, oft og tíðum mjög sefingarlitlir. En þeir hafa þó alltaf sýnt góðan keppnisvilja og enska íþróttamannshyggju. — í þetta skiptið kepptu 10 úr hvoru liði, og var aðeins keppt í liggjandi stellingum. Þar sigraði íslenzka sveitin með 2858 stigum af 3000 mögulegum en Bretarnir hlutu 2317 stig. Meðan beðið var eftir úrslitum Tímaverðirnlr, sá enski og Egill Jónasson, ásamt Nirði Snæ- hólm dómara. :• : Miðið teklð og síðan smellur gikkur, í keppninni, gerðist það að enska sveitin skoraði á þá íslenzku í hraðkeppni, þar sem skjóta skyldi 10 skotum á mínútu. Þar fóru leikar þannig að fslendingarnir sigruðu aftur nú með 852 stigum af 1000 mögulegum en enska sveitin hlaut 560 stig. Keppnis- stjóri var Njörður Snæhólm en dómarar Erling Eðvald og Tryggvi Árnason. Klúbbfundur Heimdallar í dag HEIMDALLUR FUS efnir til klúbbfundar í Tjarnarbúð kl. 12,30 í dag. Gestur fundarins er Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri og ræðir hann um síldariðnað og síldarmarkaði. — Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Heimir, FIJS í Keflavik HEIMIR, félag ungra Sjálf- stæðismanna í Keflavík, heldur aðalfund sinn á morgun, sunnu- dag, í Sjálfstæðishúsinu. Fund- urinn hefst kl. tvö. Sjálfstæðisfélag Keflavíkur • SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kefla- víkur heldur aðalfund sinn á mánudag kl. 8.30 í Tómstunda- heimilinu, Austurgötu 14. STAKSTFIiyiAH Stjómarandstaða !: ramsóknarf lokksins Hin „ábyrga“ stjórnarandstaða Framsóknarflokksins kemur fram í hinum einkennilegustn myndum. Við afgreiðsln fjárlaga síðasta ár fluttu þingmenn þessa flokks fjöldann allan af tillögiun um aukin útgjöld ríkissjóðs um Ieið og þeir lögðu til að áætlaðar tekjur ríkíssjóðs yrðu skertar að mim. Hin „ábyrga“ stjómarand- staða Framsóknarflokksins kom sem sagt fram í þessari mynd á síðastliðnu ári. Nú ætlar Fram- sóknarflokkurinn greinilega að gera nokkra bragarbót, og lýsir hin ,Ábyrga“ stjórnarandstaða sér nú í því, að Framsóknarflokk urinn flytur aðeins eina breyting artillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og er þar að vísu gert ráð fyrir 47 milljón króna útgjaldaaukningu ríkis- sjóðs án þess að gerðar séu nokkr ar tillögur um hvernig þess fjár skuli aflað. Hins vegar verður ekki hjá því komizt, þrátt fyrir mótmæli Framsóknarmanna, að lita svo á, að með þvi að gera ekki ítarlegri tillögur um breyt- ingar á fjárlögunum eða flytja málefnalegri gagnrýni á þau, sé Framsóknarflokkurinn raunveru lega að leggja blessun sína yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í fjár- málum, og er vissulega ánægju- legt, að þessi stefnubreyting virð ist nú hafa orðið hjá stærsta stjórnarandstöðuflokki þjóðar- innar. Alla vega tekur stjórn- arandstaða Framsóknarflokksins á sig hinar einkennilegustu mynd ir. Sýndarmennska puntudrengja Þó ofurlítið hafi sljákkað rost- inn í puntudrengjum Framsókn- arflokksins eru þeir þó enn iðnir við flutning hverskonar sýndar- tillagna og sem dæmi um það má nefna einkennilega tillögu, sem Einar Ágústsson flutti í borgar- stjórn sl. fimmtudag um innflutn ing tilbúinna húsa og rannsóknir á því máli. Þessi puntudrengur flutti langa ræðu um málið, en ræðan var að sama skapi efnis- lítil og hún var löng. En væri til of mikils mælst, að þeir menn, sem ekkert málefnalegt hafa fram að færa gerðu tilraun til þess að tak marka mál sitt nokkuð og er þá ekki aðeins átt við puntudreng- inn í borgarstjórn, heldur puntu- drengina og marga flokksbræður þeirra á Alþingi. Mælgi manna sem ekkert hafa fram að færa, er skelfing leiðinleg. Hvað varð um formanninn? Fyrir allmörgum vikum var haldinn aðalfundur ungliðasam- taka Framsóknarmanna í Reykja vík, og Daníel nokkur Halldórs- son kjörinn formaður. Ekkert hef ur verið skýrt frá fundi þessum í málgagni Framsóknarflokksins fram til þessa en fyrir nokkru var boðaður framlialdsaðalfund- ur, og hefur ekki heldur verið skýrt frá honum fyrr en nú, en ekki er ólíklegt, að hans sé að nokkru getið í Tímanum í dag. En athyglisvert er, að í gær birt ist í Tímanum tilkynning um fundarhöld í þessu félagi, og þar er talað um Baldur Óskarsson, „formann FUF“, en á hinum upp- haflega aðalfundi var Daníel Halldórsson, fyrrverandi varafor maður félagsins, kjörinn formað- ur. Væntanlega stendur ekki á því að vettvangur æskunnar gefi skýringar á þessari breytingu í dag, e.t.v. hefur sá, sem fyrr var kjörinn formaður einfaldlega sagt af sér en þetta er orðið svo mikið huldumál, að sjálfsagt er að Framsóknarmenn reyni að svifta að einhverju leyti hulunni af þessu ógurleea levndarmáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.