Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagirr 4. des. 1965
Umfangsmesta geimferð
USA mun hefjast í kvöld
Vísur um drauminn
— ný Ijóðabók
eftir Þorgsir Sveinbjariiarsoii
*
*
Undirbúningur í fullum gangi þrátt fyrir
fremur óhagstæða veðurspá
Kennedyhöfða, 3. des.
— NTB— AP —
KLUKKAN 18:3« á laugardag
að ísienzkum tíma er ráðgert
að geimfarinu Gemini VII.,
með geimfarana James Lovell
og Frank Borman innanborðs,
verði skotið á loft frá Kenne-
dyhöfða. Þrátt fyrir að veður-
horfur væru ekki sem beztar,
héldu sérfræðingar áfram að
fullu kappi að undirbúa geim-
ferðina í dag, en hún verður
að öllu leyti hin veigamesta,
sem Bandaríkjamenn hafa
nokkru sinni framkvæmt. Er
ráðgert að er Gemini VII. hef-
ur verið á braut umhverfis
jörðu í níu daga, verði öðru
geimfari, Gemini VI., skotið
á loft með geimfarana Walter
Schirra og Thomas Stafford
innanborðs. Er ætlunin að
geimförin tvö hittist úti í
geimnum, og svífi saman með
aðeins nokkurra metra milli-
bili með hraða, sem nemur
um 28,140 km á klukkustund.
Þetta stefnumót geimfaranna
er talið til mikilvaegustu liða
undirbúnings þess, að senda
menn til tunglsins. Fullkomna
verður þá tækni, að láta geim-
för mætast út í geimnum, áður
en hægt verður að leggja upp
í síðasta áfangann varðandi
tunglferðir. Er talið, að takizt
þessi tilraun Bandaríkjamanna,
sé stórt spor stigið í þá átt,
að þeim takizt að senda menn
til tunglsins fyrir 1970.
A Kennedyhöfða vona menn,
að sem minnst tjón verði á skot-
pallinum, er Gremini VII, heldur
af stað með Titan II. eldflaug
á morgun, þannig að hægt verði
að hefjast þegar handa um að
reisa þar aðra Titaneldflaug,
sem skjóta á Gemini VI. á loft.
Fyrri Titanskot hafa ekki spillt
skotpöllunum að neinu ráði, en
komi eitthvað óhapp fyrir í þess
um efnum á laugardag, er við-
búið að fresta verði síðari Iið
geimtilrauna þessara, þ.e. ferð
Gemini VI.
Ef ekkert óvænt kemur hins-
vegar fyrir, munu þeir Bormann
og Lovell setja nýtt heimsmet
í geimferðum, og vera samtals
329 kls. og 30 mín úti í geimn-
um. Núverandi met eiga þeir
Gordon Cooper og Charles Con-
rad, 190 kls. og 56 min. Ráðgert
er að Gemini VII. lendi á Atfants
hafinu 14. des. nk.
„Árin, sem aldrei gleymast"
ísland ag heimsstyrjöldin fyrri,
eftir Gunnar Hi. Magnuss
ísland og heimsstyrjöldin 1914
til 1918 eftir Gunnar M. Magnúss
er að koma út á forlagi Olivers
Steins, Skuggsjá. í fyrra kom út
bók eftir Gunnar með sama
nafni og undirtitlinum: ísland
og heimsstyrjöldin síðari. Með
þessari bók er þessu ritverki um
ísland og heimsstyrjaldirnar báð
ar lokið. Þetta er mikið rit, 367
bLs. og auk þess 24 myndsíður.
Bókin um síðari heimsstyrjöld-
ina varð metsölubók í fyrra, og
líklegt er, að margan fýsi að
kynnast frásögnum þessarar bók-
ar um ísland á og fyrri heims-
styrjöldina, en það timabil er
eitt hið stórfenglegasta í sögu
íslenzku þjóðarinnar. — Bókinni
er skipt í marga kafla. Hún
hefst á frásögn af morði hertoga-
hjónanna í Sarejevo í Bosníu.
Sagt er frá hinni ofsalegu her-
væðingu um alla Norðurálfu
sumarið 1914 og frá hernaðar-
kapphlaupi stórþjóðanna, t.d.
Þjóðverja og Breta. Þá er sagt
frá þeim mikla ótta, sem greip
íslenzku þjóðina, þegar stríðið
brauzt út, þar eð líklegt var
talið, að landið einangraðist, sigl
ingar tepptust og vöruskortur
yrði í landinu. Þegar fréttir um
að stríðið væri skollið á, bárust
til Reykjavíkur, var skemmtun-
um og jafnvel þjóðhátíð aflýst,
en fólk reyndi að kría út mat-
væli úr verzlunum og búðir
tæmdust af nauðsynjavörum á
nokkrum klukkustundum. Nokk-
ur kaflaheiti: Stjórnarkreppa,
nýr maður, Sigurður Eggerz. —
Á konungsfundi. — íslenzkur lög
giltur fáni að hún. — „Þurrt
land“. — Uppgangur Þjóðverja,
Víkingaskipið Emden. — Auglýst
ferð, en ekki farin, Goðafoss-
strandið. — íslendingar á víg-
völlunum. — Eldsvoðinn mikli
1915. — Fimbulvetur aldarinnar.
— Eldur uppi í Kötlu. — Drep-
sóttin 1918. — Farmenn og fiski-
menn á stríðsárunum. — Styr-
jöldin í algleymingi. — Einbú-
Gunnar M. Magnús.
inn í Atlantshafi. — Ýmislegt
hefur verið skrifað um þau
mál, sem ritið fjallar um, en
samfelld saga tímabilsins hefur
ekki verið dregin saman áður,
segir höfundur í formála.
Viihjátmnr Þýzkalandskeisari tatar við þjóðhöfðingja Evrópu um styrjöMina.
ÚT er komin hjá forlagi Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs ljóðabók-
in VÍSUR UM DRAUMINN eftir
Þorgeir Sveinbjarnarson, skáld.
Þorgeir er ljóðaunn<endum að
góðu kunnur frá því hann gaf út
ljóðabók sína VÍSUR BERG-
ÞÓRU 1955. Sú ljóðabók vakti
mikla athygli, þegar hún kom út,
eitts og mörgum mun vera minnis
stætt, enda þótti skáldið slá sér-
kennilegan og persónulegan tón
í þessari fyrstu bók sinni. Var
mikið um hana skrifað og hlaut
hún yfirleitt ágætar viðtökur.
Þorgeir Sveinbjarnarson er
Borgfirðingur að ætt og upp-
runa, en hefur búið í Reykjavík
síðustu tuttugu ár og verið for-
stjóri Sundhallar Reykjavíkur.
Fréttamaður Morgunblaðsins
hefur komið að máli við-skáldið
og spurt hann frétta af þessari
nýju ljóðabók, þar á meðal á
hvern hátt hann héldi að hún
væri frábrugðin hinni fyrri. Þor-
geir svaraði því til, að hann gæti
lítið um það mál sagt sjálfur,
enda eðlilegast að lesendur fyndu
það út við lestur bókarinnar.
Þessi nýja ljóðabók Þorgeirs
Sveinbjarnarsonar, Vísur um
drauminn, skiptist í fjóra kafla,
og heita þeir: Kjarrið á rætur sín
ar í himninum, Hærri þrá, stærri
Þorgeir Sveinbjamarsoa.
skuggi, Með deginum nýr tonn
í þitt land — og loks heitir
fjórði og seinasti kaflinn Sá sem
lifir í morgundeginum deyr ekki
í nótt.
í bókinni, sem er 112 blaðsíður
að stærð, eru yfir 40 Ijóð auk
tveggja ljóðaflokka, Landslag og
Kjarvalsstemmu, sem er síðasta
Ijóði bókarinnar, skipt í sjö kafla
og er helgað Jóhannesi Kjarval.
Rússar skjdta
upp tunglflaug
Moskvu, 3. des.
— AP — NTB —
SOVÉTRÍKIN skutu í dag á
loft fjórðu tunglflaug sinni á
þessu ári, Luna 8., og var jafn-
framt gefið í skyn að tilgang-
urinn með tilraun þessari
væri sá, að reyna enn að fram
kvæma svonefnda „mjúka
lendingu“ á tunglinu, en þrjár
slíkar tilraunir Sovétríkjanna.
hafa misheppnazt á þessu ári.
Luna 8. vegur 1552 kg., og að
því er tilkynnt var seinna, er
tunglflaugin því sem næst á
þeirri braut, sem henni var
ætlað.
Eins og fyrr getur hafa þrjár
tilraunir Rússa til þess að fram-
kvæma mjúka lendingu á turvgl-
inu misheppnast í ár. Tvær af
eldflaugunum skullu á yfirborði
tunglsins en sú þriðja hitti það
ekki.
í opinberri tilkynningu um
tunglskotið í dag, segir að aðal-
tilgangur þess sé að „kanna nán-
ar hinar ýmsu hliðar mjúkrar
tungllendingar auk vísindalegra
mælinga af öðru tagi.“ Talið er
fullvíst að með þessu sé gefið
til kynna, að reynd verði lend-
in*g á tunglinu.
„Mjúk lending“ mælitækja á
tunglinu er talin mikilvægt skref
í kapphlaupinu um mann til
tunglsins. Auk þess, sem slík
mælitæki gætu sent radíóskeyti
til jarðar með ýmsum upplýs-
ingum, gætu þau einnig sent
þangað nærmyndir af yfirborði
tunglsins og efnagreiningu á
því. öll mælitæki í þeim tungl-
flaugum, sem Rússar hafa kom-
ið áður til tunglseins, hafa eyði-
lagzt er þau skullu á yfirborði
þess. Talið er, að takist Rússum
að framkvæma árangursríka
_mjúka lendingú*, fái þeir a.m.k.
hálfs árs forskot í kapphlaupinu
um að senda menn til tunglsins.
í opinberri tilkynningu í gær,
sagði að Luna 8. væri því næst
á þeirri braut, sem tunglflaug-
inni hafði verið ætlað, en slíkt
tunglskot gera ráð fyrir að
stefnu flaugarinnar verði breytt
á leiðinni. Ef allt gengur að
óskum, ætti Luna 3. að ná til
‘tunglsins á 3V2 sólarhring, eða
um kl. 20 að ísl. tíma nk. mánu-
dag.
— Afríkurikin
''umh. af bis. 1.
bindast samtökum um þetts.
Utanríkisráðherra OAU-ríkj-.
anna komu saman til fyrsta
fundar síns fyrir luktum dyrum.
í dag. Stóð fundurinn í sex kLst,
og auk úrslitakostanna, sem sett-
ir voru Bretlandi á fundinum,
var samþykkt að:
1. Öll lönd innan OAU skull
þegar setja fullkomið viðskipta-
bann á Ródesíu á meðan hvíta
minnihlutastjórnin ræður þar
ríkjum.
2. Frysta allar bankainnistæð-
ur Ródesíumanna í bönkum land-
anna.
3. Lýsa ógild öll vegabréf og
vegabréfsáritanir, sem stjórn
Smiths hefur eða kann að gefa
út.
4. Afnemá öll samgöngurétt-
indi — einnig loftferðaréttindi.
5. Stöðva allt samband síma,
símskeyta og útvarp til Ródesím
6. Hleypa af stokkunum. her-
ferð í öllum þeim löndum, sem
vinveitt eru Afríkuríkjum, og-
æskj’a aðstoðar, sem rniði að því
að steypa núverandi stjórn
Ródesíu.
7. Beina því til allra landa
heims að setja olíuviðskiptabann
á Ródesíu og sjá um að Afríku-
ríki vinni að því á vettvangi SÆ»
að olíubannið verði tekið upp.