Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 32
DAGAR TIL JÓLA DAdiAR TIL JIÓLA Verkfall matsveina hjá Ríkisskip i nótt Xalið frá vinstri: Ólafur Bjarnason dósent, Ólafur Jensson Kve nsjúkdómafræðingur frú Alma í>órarinson læknir og Bjami Bjarnason læknir. Leitarstöð Krabbameinsfél. gefur mjög góða raun 51 kona af B030 þurfti ýfariegri rannsóknar við ÞEGAR á fyrsta starfsári Leit- arstöðvar Krabbameinsfelags ís- lands befur náðst mjög góður árangur, er sézt bezt af því, að af 8030 konum flestum úr Reykja vík reyndust 51 kona hafa frumu breytingar er gerðu ýtarlegri rannsókn nauðsynlega. Sú rann- sókn leiddi í ljós að 41 þessara kvenna hafði krabbamein á byrj- unarstigi eða lengra á veg kom- Hiynd eftir Sverri Haralds- ið. Helmingur þessara kvenna hafði engin einkenni um sjúk- dóminn við almenna læknisskoð- un, hins vegar gerði frumurann- sókn greiningu mögulega. Hjá öllum framangreindum konum var krabbameinið á það lágu stigi, að likurnar á fullkominni lækningu eru mjög góðar. Stingur þetta í stúf við reynslu lækna varðandi þær konur, sem leita sér lækninga eftir að ein- kenni eru komin fram. En þá hefur reynslan verið sú, að sjúk- dómurinn væri í mörgum tilfell- um lengra á veg kominn og tvísýnna um batahorfur. Við þessa fjöldarannsókn hafa fund- izt ýmsir aðrir og hættuminni kvillar, sem ýmisf hafa hlotið lækningu utan sjúkrahúss eða innan. t>annig voru t.d. yfir 300 konur með góðkynja sár á leg- hálsi. Þótt kvillar þessir megi teljast hættulitlir á því stigi sem þeir voru uppgötvaðir sýnir reynslan að tíðni krabbameins er hærri hjá þeim konum, sem lengi ganga með slíka kvilla, en öðrum. Frá þessu skýrðu læknarnir frú Alma Þórarinson, Ólafur Jensson og Ólafur Bjarnason á fundi í Læknafélagi Reykjavík- ur þann 10. fyrra mánaðar, og sögðu læknarnir ennfremur að ofangreindar niðurstöður sanni ótvírætt gagnsemi þessarar starf semi. Konur hafa almennt sýnt mikinn skilning-á starfsemi Leit- arstöðvarinnar og kemur það m.a. fram í því að allt að 60% kvenna hafa svarað fyrsta kalli stöðvarinnar. Framhald ó bls. 31 Árangurslaus sáttafundur var haldinn í gærkvöldi með fulltrú um Skipaútgerðar ríkisins, Vinnu veitendasambands íslands og Fé- lags matreiðslumanna. Félagið hafði boðað verkfall á skipum Skipaútgerðar ríkisins frá og með morgundeginum, sunnudeg- inum 5. des., og kemur verkfall- ið því til framkvæmda á mið- nætti í nótt. Sáttafundur hefur verið boðaður á mánudag kl. 14. Mbl. átti í gærkvöldi tal við Ingólf Jónsson, hrl., lögfræðing Skipaútgerðar ríkisins. Sagði hann, að um 50 matsveinar væru á öllum kaupskipaflotanum, þar af um 15 faglærðir. Á skipum Rikisskips störfuðu einungis fjór ir faglærðir matsveinar, þ.e. á ms. Esju og ms. Heklu. Ms. Esja kemur sennilega til Reykja víkur í dag og stöðvast þá, en ms. Hekla á að fara út í dag. Herjólfur er í klössun, og skipin Herðubreið og Skjaldbreið stöðvast ekki. þar eð matsveinar þeirra eru ófaglærðir og ekki félagar í stéttarfélaginu, sem verkfallið gerir. Ingólfur kvað slæmt, að verk- fallið skyldi skella á um þetta leyti árs. þegar fólk úti á landi ætti von á vistum fyrir hátíðarn ar. Vonandi leysist það fljótlega. Kröfur matsveina munu vera 12% hækkun á fastakaupi auk ýmissa atriða, sem samið hefur verið um, en vinnuveitendur bjóða 4%. Utaivríkisráð- lierra s'tur ráólier r af u rió í MÁTO og Evrópuráðsins EMIL Jónsson, utanríkisráðherra, mun sitja tvo ráðherrafundi i Faris í þessum mánuði. Fyrri fundurinn er ráðherra- fundur Evrópuráðsins, sem verð- ur haldinn dagana 10. og 11. des* ember. Hinn síðari er ráðherra- fundur NATO, sem haldinn er 14., 15. og 16. des. Hér er um hina árlegu ráðherrafundi beggja samtakanna að ræða, sem haldnir eru í desember ár hvert. so«i til Louvre? IIM þessar mundir er haldin alþjóðleg listsýning í París, þar sem ungir lisamenn, inn- an 35 ára, eiga verk. Meðal þátttakenda í sýningunni er Sverrir Haraldsson, listmál- ari, sem á þar þrjár myndir. Nú fyrir skömmu sendi Inn- kaupanefnd franskra rikis- listasafna, sem m.a. kaupir fyrir Louvre-safnið, fyrir- spurn um það til íslands, hvort ein mynda Sverris væri föl. Kvað nefndin geta kom- ið til mála, að myndin yrði keypt fyrir átján þúsund króna hámarksverð. Hér er um að ræða myndina „Lands- lag“, sem Sverrir sagði Mbl. í gær, að væri frá Sogamýri. Myndin er í einkaeign, en eig- andinn, Gunnar Guðmunds- son læknir, mun hafa tjóð sig fúsan til þess að selja mynd- ina, ef þess yrði farið á leit. Kviknar í húsi Kl. 16:23 í gær var slökkvi- liðið kvatt að fjölbýlishúsi, sem er í smíðum við Kieppsveg. Þar logaði eldur í mótauppslætti und ir plötu á þriðju hæð. Eidurinn var fljótlega slökktur, en tals- verðar skemmdir urðu á timbri. Orsök eldsins var ekki kunn í gær, en þarna voru kyntir olíu- ofnar, til þess að hita mótin, því að steypt var á miðvikudag. Skyndilega varð eins og spreng- ing og hæðin öll eitt eldhaf. Var ekki talið ólíklegt, að olíumettað loft hefði safnazt þarna saman og neisti kveikt í því. SÍÐARI hluta dags í gær voru allir síldveiðibátar komnir á sjó fyrir austan land. Hríð og hraglandi var fram undir miðj- an dag i gær, en þá gerði gott veður. Allir síldveiðibátar frá Vest- mannaeyjum voru komnir aust- ur á miðin eða voru á leið þang- að síðdegis í gær. Talið frá vinstri: Feðgarnir Eyvindur Árnason og Árni Eyvindsson ásamt sklpstjóranum á Tálkn- firðingi, Ægi Ólafssyni, við gúmb jörgunarbátinn, sem brást, þegar á þurfti að halda. Gúmbjörgunarbáturinn brást, er á reyndi Hanna brann og sökk i gærinorgnn — Hffannbjörg M I K I L L eldur kom upp í vélbátnum Hönnu »RE 181 snemma í gsermorgun, er hún var stödd norðvestnorður af Garðskaga, með þeim afleið- ingum að báturinn sökk nokkru seinna. Tálknfirðing- ur frá Reykjavík kom á vett- vang og bjargaði áhöfninni, sem var tveir menn, feðgarn- ir Eyvindur Árnason og Árni Eyvindsson, sem var skip- stjóri. Tálknfirðingur kom með menn- ina tvo til Reykjavíkur um kl. 17.30 í gærdag og hitti fréttamað- ur Mbl. að máli Eyvind Árnason, sem var eigandi bátsins ásamt Árna syni sínum, og bað hann að segja frá helztu málsatvikum. — Honum sagðist svo frá: — Það var um kl. 6.30 í morg- un, er Hanna var stödd 16—18 sjómílur norðvestnorður af Garð- skaga, að ég, sem var þá á bauju- vakt, tók eftir að eldur var kom- inn upp í vélarrúmi. Ég gerði Árna þegar aðvart, og það fyrsta Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.