Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 20
r
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 4. des. 1965
Ivan grimmi hlaut eðli-
legan dauðdaga
NÚ fyrir skömmu var Ivan
grimmi, einhver illræmdasti
keisari í sögu Rússlands, jarð-
settur í annað sinn í Kreml.
Athöfnin var einföld mjög og
fór fram fyrir Iuktum dyrum.
Þessi geðbilaði harðstjóri var
jarðsettnr í fyrra skiptið 1584,
en hann Iézt að tafli 54 ára að
aldri. Nú fyrir tveimur árum
voru jarðneskar leifar hans
grafnar upp úr grafhýsi Erk-
iengilskapellunnar í Kreml, en
ástæðan til þess var, að vís-
indamenn ætluðu í eitt skipti
fyrir öll að kanna sannleiks-
gildi þjóðsögunnar um það, að
Ivan hefði verið myrtur með
eitri. Sérstök nefnd þarlendra
vísindamanna kom sér saman
um, að hann hefði dáið eðli-
legum dauðdaga. Áður höfðu
jarðneskar leifar hans verið
rannsakaðar mjög gaumgæfi-
lega af mannfræðingum og
prófessomum. Mikhail Ger-
asimov frá Þjóðfræðistofnun-
inni í Moskvu.
Prófessor Gerasimov hefur
getið sér góðan orðstír fyrir
andlitssköpun sína á fornfræg
um mönnum, en hann hefur
þá aðeins haft bein þessara
manna sem fyrirmynd. Fram-
angreindur árangur prófessors
Gerasimov hefur vakið mikla
athygli meðal sagnfræðinga
og hafa menn velt því fyrir
sér, hvort ekki megi á sama
hátt svipta hulunni af öðrum
keisaralegum leyndardómi —
hulunni sem umlykur dauða
Alexanders I., sem heimildir
segja að hafi verið jarðsettur
í Péturs- og Pálskastalanum,
enda gefur þar að líta fivítt
marmaragrafhýsi, sem merkt
er Alexander I“.
En sagan er ekki öll sögð
þar með. Alexander I. dó ár-
ið 1825 — þá aðeins 48 ára að
aldri — í Tagarog í suður-
hluta Rússlands. Ekki var
vitað til þess, að neinir kvillar
hefði hrjáð hann fyrir dauð-
ann. Þegar lík hans var flutt
til Pétursborgar (nú Lenin-
grad) mun enginn, svo vitað
sé, hafa séð lík hans. Og það
var nóg til þess að koma þjóð-
sögu af stað. Alexander L
hafði oft látið svo ummælt,
að hann vildi gefa mikið til
þess að mega gefa keisara-
embættið upp á bátinn og
verða venjulegur almúgamað-
ur. Og ýmsir mætir menn,
svo sem Leo Tolstoy, hafa
haldið því fram, að sú hafi
orðið raunin. Hann hafi ekki
dáið, heldur villt á sér heim-
ildir nokkurn tíma, síðan fá-
einum árum síðar skotið upp
kollinum i Síberíu sem far-
andkennari undir nafninu
Fyodor Kuzmich. Kuzmich
þessi bar öll einkenni mennta
mannsins, og er hann lézt
1863 voru einu skjölin sem
fundust á honum rituð á dul-
máli, og með upphafsstöfun-
um „A.P.“, sem gátu merkt
Alexander Pavelowich eða
Alexander I. Kuzmich var
grafinn í Síberíu. Það er skoð
un margra rússneskra vísinda
manna, að sú stund sé runn-
in upp, að grafir þeirra Alex-
anders I. og Fyodor Kuzmich
verði opnaðar, og sannleiks-
gildi þessarar þjóðsögu að
fullu kannað.
Borgarstjórn
Framhald af bls. 8.
'þeirri tillögu er átalið að bygg-
ing verkstæðis fyrir SVR hafi
enn ekki hafizt og jafnframt
lagt til, að byggð verði 10 ný
biðskýli.
Guðmundur Vigfússon (K)
sagði, að samþ. borgarstj. um
verkistæðisbyggi.igu hefði verið
að engu höfð. Ólíklegt væri, að
forstj. SVR hafi ekki óskað eftir
framkvæmdum en Mklegra að
greiðsla hafi ekki fengizt úr borg
arsjóði. Sé þessi tilgáta rétt er
það á ábyrgð borgarstjóra og þar
með á óviðurkvæmilegan hátt
tekið fram fyrir hendur borgar
stjórnar. Miklvægt er að sam-
þykktir borgarstjómar verði virt
ar og óviðunandi, að það sé ekki
gert.
Guðmundur Vigfússon sagði
að síðustu árin hefði verið kyrr-
staða í byggingu biðsikýla fyrir
farþega SVR og yrðu þeir að bíða
i skjólleysi á vetruna. Farþegum
væri ekki bjóðandi annað en bið.
skýli væm reist.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri sagði, að skv. upplýsingum
frá forstj. SVR væri teikningum
og tæknilegum undirbúningi lok
ið að verkstæðisbyggingunni.
Hún væri tilbúin til útboðs og
væntanlega boðin út fyrir ára-
mót en tekin í notkun síðari
hluta árs 1966.
ALFRÆÐASAFN
AB
Alfrœðasafn AB er nýr bðfcaflokkur um þýðingarmikil svið vís*
Inda og tœkni, sem hafa vaxandi þýSingu fyrir hvern einstakl*
Ing í heimi hraSrar framþróunar.
AlfrœSasafnið er með sama sniSf og bðkaflokkurinn Löncf og
þjóðir og er róðgerð útgófa a.m.k. 10 bóka. Koma boekurnar
samtímis út í 12 Evrópulöndum. Hver bók er um 200 bls. að
stœrð og í.hverri þeirra eru um 110 myndasíður; þar af 70 í
_ litum, auk fjölda smœrri skýringarmynda. Texti bókanna, sem
skrifaður er af kunnum vísindamönnum, og hið fjölbreytta
myndaefni þeirra, gera þessi þekkingarsvið auðskiljanleg hverj-
irni manni. í hverri bók er rakin þróunarsaga ýmissa tœkni- og
vísindagreina og lesendurhir kynnast fjölda heimsfrœgra vís*
indamanna, lífi þeirra og vandamáfum.
Atriðisorðaskrá fylgir hverri bók.
Ritstjóri Alfrœðasafns AB er Jón Eyþórsson, veðurfrœðingur.
MÁIMNSLÍKAMIIMIM
{ þýðingu lœknanna Páls Kolka og Guðjóns Jóhannessonar er
Snnur bókin f ALFRÆÐASAFNI AB. Bókin fjallar á forvitnilegan
og skemmtilegan hátt um furður mannslíkamans, uppbyggingu
hans og fjölþœtta starfsemí, og þoer haettur, sem steðja að
honum. Bókin kynnir yður einnig lögmál erfðanna og fjölg-
unarinar og gefuryður t, d. svar við því, hvers vegna við erum
ung en verðum gömul. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
FRUMAIM
PÝO. DR. 5TURLA FRIÐRIKSSON
ÞÝO
P+i
I
Og
Gt/ojó77
JÓHÁNi
'^SSOfÁ
*Ss.
%
SOj
ol
*cr ynk %
Þá sagði borg-
arstjóri, að 35
biðskýli hefðu
verið byggð þar
af 14 á síðustu
tveimur árum.
Gert væri xáð
fyrir að byggð
yrðu 10 biðskýli
á x.æsta ári.
Borgarstjóri
ikvað það misskilning hjá Guð-
mundi Vigfússyni, að hann hefði
legið á samlþykktum borgar-
stjórnar um verkstæðisbygg-
ingu SVR. Fyrir hefðu legið sam-
þykktar teikningar af verkstæð-
inu í heild, en þær hefðu verið
teknar til endurslkoðunar skv.
ósk forstj. SVR og arkitekts.
Þessari endurskoðun lauk ekki
fyrr en sl. sumar og borgarráð
féllst þá á að hefja þessar frkv.
Um biðskýlin sagði borgarstjóri,
að forstj. SVR hefði gert tillögu
um byggingu 10 biðskýla á næsta
fjárhagsári og býst ég við, sagði
borgarstjóri, að við munum fal’L
ast á þá tillögu. Þörf er úrbóta á
viðhaldi strætisvagna þar sem
verkstæði þeirra er úrelt og
vinnuaðstaða erfið. Spyrja mætti
af hverju ekki hefði verið hafizt
fyrr. Tæknilegum undirbúnmgi
hefði ekki verið lokið fyrr en nú
og fjárhagsaðstaða SVR ekki
nægilega trygg fyrr en borgar-
stj. gerði ráðstafanir til að
treysta hana fyrir tveimur árum.
Guðmundur Vigfússon (K) tóik
aftur til máls og kvaðst ekiki
kannast við að borgarráð hefði
fengið þessar endurskpðuðu
teikningar til meðferðar. Ef til
vill hetfði hann ekki verið á þes3
um borgarráðsfundi.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
benti ræðumanni á, að samiþ. um
þetta efni hefði verið gerð 27.
júlí sl., en Guðmundur hefði
ekki verið á þeim fundi heldur
varamaður hans. En eftir þessa
ákvörðun hefði þurft sfð gera sér
teiikningar og útboðisilýsmgu.
//
Vonbrigði
i Afriku
Þróunin í Afríku hefur
hefur valdið sárum „von-
brigðum", segir í skýrslunni.
Mannfjölgunin þar er nú ná-
lega jafnör og í rómönsku
Ameríku. f norðvestanverðri
Afríku hefur landbúnaðar-
framleiðslan á hvern íbúa
minnkað síðasta áratuginn og
sama máli gegnir um Alsír.
Fyrir sunnan Sahara eru hag
skýrslur ekki eins áreiðanleg
ar, segir í skýrslunni, en þær
benda samt til, að framleiðsl-
an þar sé í stöðugum vexti,
og að tekizt hafi að halda í
við mannfjölgunina.
í Austur-Asíu — að Kína
frátöldu — hefur aukning
matvælaframleiðslunnar orð-
ið áþekk og í rómönsku Amer-
íku. En mannfjölgunin hefur
verið hægari, þannig að
aukning matvælaframleiðsl-
unnax á hvern íbúa hefur orð-
ið meiri. Þrátt fyrir þetta hef-
ur hver íbúi Austur-Asiu nú
að meðaltali minni mat en
fyrtr heimsstyrjöldina. í Indó-
nesiu, Pakistan og Filippseyj-
um haltrar matvælafram-
leiðslan langt á eftir mann-
fjölguninnL í Indlandi er mun
urinn talsvert minni. f Japan,
Formósu, Kóreu og Thailandi
er framleiðslan hins vegar ör-
ari en fólksfjölgunin.
Ekki hefur reynzt gerlegt
að fá nákvæmar tölur frá
Kina. Án efa voru þó árin
1959—61 mögur, bæði vegna
náttúruhamfara og eins vegna
hinna róttæku breytinga á
landbúnaðinum og „reynslu-
leysis þeirra sem báru ábyrgð
á breytingunum". Gert er ráð
fyrir, að eftir 1962 hafi fram-
leiðslan tekið að aukast aftur,
enda þótt vafalaust taki nokk-
ur ár að koma henni í samt
horf. í Litlu-Asíu hefur orðið
nokkru örari þróun í land-
búnaðinum en í öðrum van-
þróuðum löndum. í írak hef-
ur framleiðslan dregizt sam-
*n, og i Sýrlandi hefur sama
og engin breyting orðið.