Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 4. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Var það ekki? hélt ég á- fram, rólegur. Hann horfði beint i augu mér yfir eldspýtuna, saug fast að sér og blés reykn- um út um nefið, áður en hann svaraði: — Mér skjátlaðist þar. — En hversvegna? Hafði hann nokkuð gefið yður til kynna, hvað honum fannst um Úrsúlu? Mér skilst, að þið bræðumir séuð mjög sajnrýmdir. Og það virðist skrítói bróðurást, að gera svona ályktanir. —Við Hammond erum mjög samrýmdir, svaraði hann þrá- kelknislega. — Öll þessi vitleysa sem hann var að segja yður um kúreka og Indíána — það er allt saman satt. Hann er alltaf á hælunum á mér eins og gömul hæna. Ég hef nú aldrei áður haft neitt á móti þvi . . . það er eins og ég hafi alltaf þurft að hafa einhvern til að stjana kring um mig, og það hefur hann gert síðan ég man eftir mér. En þegar Úrsúla kom til sögunnar, fór hann að verða erf iður. Honum líkaði bara ekki Úrsúla . . . einfaldlega. Við hnakkrifumst um það og ég stakk af í bræði. Ég leit fast í augu hans. — Það er algengt, að feður og mæður . . . og systur og bræður, svo sem líka .... séu því andvíg, að hin eða þessi komi saman, en þar fyrir þurfa þau ekki að skjóta hlutaðeig- andi fólk til bana. Þér hljótið að hafa einhverja betri ástæðu en þetta. — Hann sagði, að fyrr sæi hann okkur dauð en gift. — Nú, jæja. það er víst full- greinilegt. — Hann var nú fullur þegar hann sagði það. Svona segja all ir, ef þeir komast úr jafnvægi. Til allrar óhamingju var það það eina, sem ég mundi, þegar Úrsúla var dáin, svo að ég þaut strax til að gera upp við hann. — Og hann neitaði því? — Auðvitað gerði hann það. Og auk þess hefði hann ekki getað gert það. Ég þekki hann nógu vel til þess að vita, hve- nær hann segir satt. Ég gekk frekar á hann. — Hversvegna segið þér, að hann geti ekki hafa gert það? — Af því að hann var þá bundinn annarsstaðar eftir bíl- slys. Það vitið þér eins vel og ég. Ég leit til Saimders. — Afsak- ið þér, hr. Barker, en þá eruð þér fróðari en ég. — Vissuð þér ekki um það? Ég hristi höfuðið og bað hann halda áfram sögunni. — Mig furðar á því, að hann skyldi ekki segja yður það. Ég sá alveg á honum, að hann hafði hlaupið á sig, en héðan af varð hann að halda áfram sögunni. — Hann sagði mér, að hann hefði enga fjarverusönnun fyr- ir þann tíma þegar morðið var framið. Hvað var það ,sem hann sagði, Saunders? Saunders blaðaði í vasabók- inni sinni og tautaði eitthvað í hálfum hljóðum stundarkorn, ræskti sig síðan og sagði: — Þetta er ef til vill ekki orðrétt, en hann sagðist hafa verið að vinna og engar heimsóknir eða símahringingar hafa haft, og að hann hefði verið aleinn í hús- inu. — Mér er óskiljanlegt, að hann skyldi segja yður það, þeg ar hann hafði einmitt pottþétta fjarvenxsönnun. Hann var hjá lögreglunni í Fulham, eða ein- hversstaðar þar. Einhver bjálf- inn ók á hann og skemmdi fyr- ir honum bílinn. Og það ætti að vera auðvelt að sannprófa. — Á hvaða tíma var þetta? — Ég veit ekki, en rétt um það leyti sem Úrsúla var myrt, býst ég við. Að minnsta kosti var hann hvergi í námunda við Putney. Ég benti honum á, að í beina línu væri nú ekki nema spöl- korn milli Fulharn og Putney. Hann stóð snöggt upp og jakk- inn datt á gólfið. — Það þarf nú enginn að fara að segja mér, að hann hafi lent í slæmum árekstri, verið auk □---------------------------□ 43 □-------------------------—□ þess fyrir meiðslum en þjóti svo frá öllu saman, kaldur og ró- legur, alla leið út í Putney, til að skjóta fólk. — Hvernig meiddi hann sig? — Nú, það var nú ekki mik- ið, en samt dálítið á hendinni. — Hann hefði vel getað ver- ið að koma aftur frá Putney. — Ef þér athugið tímann, munuð þér sjá, að það kemur ekki til nokkurra mála. — Gott og vel, sagði ég — við aðgætum það betur. Ekkert langar mig til, að hann hafi myrt nokkurn mann. En ein- hver myrti einhvern og því fleira fólk, sem við hreinsum af öllum grun, því auðveldara verður verkið fyrir okkur, ekki satt? Svolítið meiri samvinnu- vilji af bróður yðar hálfu hefði getað verið mikil hjálp, en í staðinn fyrir það fer hann að segja mér einhverja reyfarasögu um að hafa ekki farið út fyrir hússins dyr allt kvöldið. Það er svona framkoma, sem getur far- ið dálítið í taugarnar á okkur. En, rétt til að háfa það á hreinu Hvað höfðust þér að á fimmtu- dagskvöldið var? — Þér haldið væntanlega ekki að ég hafi myrt hana? — Nei, ég vil bara hafa þetta á hreinu, eins og ég sagði. — Ég hafði flutningaferð til St. Leonards. Þar var ég um nóttina og fór þaðan snemma föstudagsmorguns. Ég var í Cliff gistihúsinu. Ég hneppti að mér frakkan- um, og gaf Saunders bendingu um, að við værum að fara. — Svo er bara ein spurning eftir: Hvað varð af byssunni? Hann varð vandræðalegur. — Hvaða byssu? — Byssunni, sem varð Úrsúlu að bana. — Hvernig ætti ég að vita það? — Það var sú sama, sem þér ógnuðuð Dane með á þriðjudag- inn var. Nú varð hann hissa. — Það vissi ég alls ekki. Úrsúla var með byssuna. Ég sagði yður, að við lentum í ofurlitlum áflogum um hana og Úrsúla fór með hana. Og ég veit ekki annað en hún hafi haft hana í sínum vörzlum áfram. Ég visSi ekki, að þetta hefði verið sama byssan. — Jæja, það var hún nú samt Þér hefðuð átt að taka hana af henni. Hún kynni að hafa orð- ið meinlausari í yðar höndum. Ef þér hefðuð freistazt til að miða henni á einhvern annan, en ég efast um, að þér hefðuð nokkurntíma farið að miða henni á Úrsúlu. Ég brosti til hans. — Jæja, við skulum þá láta yður í friði að sinni. Þakka yður fyrir hjálpina. Hann seildist eftir olíukápu á veggnum og sló henni yfir herð- ar sér. Við klifruðum upp á þil- farið. Hann hafði hvesst enn meir og rokið lamdi rigning- una framan í okkur. — Bærilegt er veðrið, sagði ég, til þess að segja eitthvað. Ég keyrði hattinn niður á höf- uðið á mér, en losaði hann fljótt aftur, þegar mig dauðverkjaði niður eftir öllum hálsi. Hann leit á mig spyrjandi. — Það er taugaveiklun sagði ég og brosti. Vel á minnzt, hald ið þér að bróðir yðar sé heima núna, ef mér skyldi detta í hug að líta inn hjá honum? Hann hristi höfuðið — Nei, hann er ekki heima í dag, en hann verður kominn aftur á morgun. — Gott og vel. Þakka yður enn. Ég kinkaði kolli að stýrinu á skipinu. — Gaman væri að skreppa með yður á sjóinn ein- hvern daginn. En hvar fenguð þér annars þessa byssu? Augun í honum voru farin að ljúga áður en tungan komst að því að gera það. — Úrsúla átti hana. , REYKJAVÍKURÚRVAL - KARVINÁ í DAG K L. 16.00 f: LAUGARDALSH ÖLLIMIMI Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr: 100— Börn — 50— Guðjón Jónsson Fram. í dag verður í fyrsta sinn leikinn handknattleikur við eðlilegar aðstæður hér á landi. Ath.: Næg bílastæði við Laugardalsvöllinn. Komið tímanlega — Forðist þrengsli. Chinner NÆSTU LEIKIR: Gegn FH sunnudag kl. 16 — úrval H.S.Í. þriðjud. kl. 20,15 — Fram fimmtudag kl. 20,15 Dómari: Magnús V. Pétursson FORSALA aðgöngumiða í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Vesturveri og Skólavörðustíg. Nýju bílastöðinni í Hafnarfirði (FH-leikinn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.