Morgunblaðið - 12.12.1965, Page 17

Morgunblaðið - 12.12.1965, Page 17
Sunnudagur 12. étes. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Allir ánægðir Það ber ekki oft við, að allir séu hér ánægðir með ákvarðanir stjórnarvalda. Svo virðist þó nú vera um kaupin á Skarðsbók. — Játa skal, að stöðugt verður að taka ýmsar ákvarðanir, sem þess- ari eru afdrifaríkari. Skarðsbók er fremur metin sökum aldurs og ytri búnaðar en efnis. En almenn ingur taldi þegar í stað, að þjóð- armetnaður krefðist þess, að ikaupin væru gerð. Út af fyrir sig var ekki æskilegt, að fyrirfram væri vitað, að íslendingar ætluðu sér að ná í bókina. Yfirvofandi hætta var á að slíkt mundi hækka verð hennar verulega. Þess vegna urðu þeir, sem úr- slitaráðin höfðu, að láta fálega og gera í kyrrþey ráðstafanir til að handritið gengi okkur ekki úr greipum. Oft er hyggilegra að hafa fá orð fyrirfram, en búa svo um í verki, að líklegt sé, að gott tnál nái fram að ganga. Metnað- ur allra íslendinga er hinn sami urn varðveizlu þjóðernisins. Allir telja sitt höfuðstolt að heiðra það og efla. Um hitt má endalaust deila, hvernig það verði bezt .gert. Þrátt fyrir allar hrakspár, er íslenzk menning nú í meiri blóma, en nokkru sinni fyrr. — Reynslan ætti fyrir löngu að vera búin að kenna mönnum, að brígsl um óþjóðhollustu vegna Ljósmyndin er tekin um hádegisbilið sl. þriðjudag í trjágarði hússins við Möðruvallastræti 8 á Akureyri. (Ljósm. Mbl. Sv. P.) REYKJAVIKURBREF Það þarf mikíð óraunsæi til að trúa því, að Frakkar hafi sjálfir sigrað í síðustu heimsstyrjöld eða treysta stórveldisdraumum þeirra nú. ágreinings um léiðir í þessum efnum, eiga sér enga stoð. Unni Danmörku - elskaði frelsið í fáum bókum, sem hér á landi hafa verið gefnar út, er hollara Jestrarefni en í bókaflokkinum „Merkir íslendingar“. Þar er safnað sögum merkra íslendinga frá öllum öldum. Þessir menn höfðu mjög mismunandi skoðan- ir, og ýmsir þeirra deildu hart í lifanda lífi. Þeir voru mismun- nndi miklir menn, en um hverja þeirra verður með réttu sagt, að þeir hafi ekki verið góðir íslend- ingar? f því bindi „Merkra íslend- inga“, sem nú er nýkomið, er hlutur dr. Jóns biskups Helga- sonar einna mestur. Jón Helga- son fór aldrei dult með það, að hann unni Danmörku. Um það bera glöggt vitni orð, sem dr. Eiríkur Albertsson hefur í ævi- Sögunni eftir Jóni sjálfum: „Hve eru mér ógleymanlegar þær stundir, er við héldum suð- ur sundið og ég sá í fyrsta skipti á ævinni hina fögru Sjálands- strönd á hægri hönd. Mér fannst þá sem ég hefði aldrei litið neitt jafnfagurt á ævinni, og get í rauninni ekki komið orðum að þeirri hrifningu, sem gagntók sálu mína þennan síðasta áfanga ferðar minnar. Og þó margt hafi breytzt þar við ströndina síðan, hef ég aldrei ferðazt þar um slóð- ir án þess að lifa upp aftur til- finningarnar, er gagntóku sálu tnína þetta fyrsta sinn, er ég sigldi suður Eyrarsund.“ Jón Helgason dvaldi 6 ár við Kaupmannahafnarháskóla og varð fyrir miklum áhrifum af danskri menningu. Þau áhrif högguðu ekki dálæti hans á ís- lenzkri kirkjusögu, og fáir nú- tímamenn hafa gert meira til þess að kynna íslenzkum almenn ingi ævi ýmissa fyrri tíðar manna hérlendra en dr. Jón. f guðfræðinni vann hann stórvirki með því að marka hérlendis nýja Btefnu. Þá stefnu lærði hann að meta suður í Þýzkalandi, enda var hún algjörlega andstæð þeirri, sem þá var ríkjandi í Dan mörku og honum hafði verið kennt þar, að ein væri leiðin til sáluhjálpar. Eftir orðum Jóns sjálfs var það fyrst og fremst frelsishugur hans, sem réði Laugard. 11, des. stefnubreytingunni. Með henni vann hann meira afrek í þágu frjálsrar hugsunar og vísinda- legra rannsókna á íslandi, heldur en flestir núlifandi menn gera sér grein fyrir. Nú nokkrum áratugum síðar, þykir mönnum ótrúlegt, að deilt skuli hafa verið — og deilt hart — um meginatriði þess sem hann hélt fram. „Spurðist aldrei hér í heimi46 í þessu bindi „Merkra fslend- inga“ er ekki einungis ítarleg ævisaga dr. Jóns biskups Helga- sonar sjálfs, eftir dr. Eirík Al- bertsson, heldur einnig tvær ævi- sögur eftir sjálfan hann um Jón Ögmundsson helga og Skúla Gíslason, prófast á Breiðabóls- stað. Við lestur þeirra rifjast upp, að dr. Jóni var ekki sérlega sýnt um að skrifa útúrdúralaust, ein- falt íslenzkt mál. Á setningaskip- an hans er oft dansk-þýzkur bragur. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir stöðugt suð um vax- andi erlend áhrif, þá tala menn og rita nú almennt betri íslenzku en flestir gerðu fyrir einni kyn- slóð. Fróðleikur Jóns Helgasonar bætir margfaldlega upp það, sem mönnum nú kann að þykja á skorta í framsetningu, enda er þar ætíð um smekksatriði að ræða. Ómetanlegt er það, sem dr. Jón hefur eftir séra Skúla á Breiðabólsstað: „Það spurðist aldrei hér í heimi, að nokkur maður hrökkl- aðist inn í himnaríki af óttanum við helyíti." Þann boðskap kunni hinn frjáls huga kirkjuhöfðingi, dr. Jón Helgason, vissulega að meta. At- hafnaleysi, sem sprettur af þræls ótta, horfir til lítilla heilla. Svo hefur a.m.k. löngum reynzt í ver- aldlegum efnum. „Svo lítill var ég ekki“ Frelsið hefur hvarvetna reynzt frumhvöt framfara. Valdboð geta um skeið haldið mönnum í skefj- um, en til varanlegrar framþró- unar þarf skilning og ástundun sem allra flestra. Stundum halda menn, að hraðast sé hægt að kom ast áleiðis með valdbeiting og yfirlæti. Hitt er miklu heilla- drýgra til lengdar, að reyna að sannfæra menn með rökum, þó að langan tíma kunni að taka og margt fari um sinn öðruvísi en æskilegt væri. En þá verða menn einnig að þora að segja sann- færingu sína við hvern sem er og verða ekki að gjalti, þó að á móti blási. Alveg eins og Lúðvík Kristjánsson segir í skemmtilegri ævisögu Þorvalds Jakobssonar, prests í Sauðlauksdal: „Einhverju sinni var haft á orði, að síra Þorvaldur hefði ver- ið mjög elskaður og dáður af öllum, en þá varð honum á að svara: „Ég var aldrei mikill karl, en svo lítill var ég ekki, að öll- um þætti vænt um mig“.“ De Gaulle, Frakklandsforseti, er einn þeirra, sem ætíð hefur þorað að taka ákvarðanir þegar hann taldi nauðsynlegt, þótt hann .yissi, að þær mundu verða til þess, að öllum þætti ekki vænt um hann. Því merkilegra er, að hann sýnist hafa fengið þá sann- færingu, að sjálfur væri hann ekki aðeins óskeikull, heldur væri fylgi hans meðal frönsku þjóðarinnar óbrigðult. „Aðvörtm rétt fyrir slys Um de Gaulle má segja svip- að og á sínum tíma var sagt í þingvísu um íslenzkan hefðar- mann, að þar væri: „kaldhæðinn egypzkur örlaga- sfinx, eins og aðvörun rétt fyrir slys.“ Vist er það, að sjálfur hefur de Gaulle nú fengið „aðvörun rétt fyrir slys“. Allar líkur benda til þess, að yfirgnæfandi meiri hluti franskra kjósenda muni, áður en yfir lýkur, kjósa hann fyrir forseta að nýju, og hafi ætíð ætlað að gera það. En veruleg- ur hluti kjósenda, og sjálfsagt fleiri en úr því létu verða, hafa talið, að hann þyrfti aðvörun. Allt í senn vegna elli, yfirlætis og skoðana. i'rúlega hafa skoð- anirnar þó ráðið mestu. Ætíð var með ólíkindum, að meirihluti Frakka vildi láta einangra sig með þeim hætti sem de Gaulle stefndi að. Auðvitað skilja frjáls- huga Frakkar jafnt og aðrir íbú- ar Vestur-Evrópu, að án þess ör- yggis, sem bandalagið við Banda- ríkin veitir, þá er frelsi þessa heimshluta í yfirvofandi hættu. Traustyfirlýsing á Atlantshafsbanda- lagið Þegar de Gaulle tók í sumar að ráði að fjandskapast við At- lantshafsbandalagið varð mikil gleði á meðal kommúnista hér. Ummæli de Gaulle voru raunar mun linari en ætla mátti eftir því, sem sumir lögðu út af þeim. Það skiptir þó ekki máli I þessu sambandi. Þau voru nógu slæm samt, fróðir menn höfðu sagt fyrir, þ. á m. franskur fyrirlesari hér fyrir tveimur til þremur vik- um, að de Gaulle mundi bíða verulegan hnekki við forseta- kosningarnar, einmitt vegna þess- ara ummæla. Með sama hætti kom í ljós í þýzku kosningunum, að Erhard kanzlari og Schröder utanríkis- ráðherra styrktu stöðu sína ein- mitt af því, að þeir fóru ekki dult með, að þeir treystu meira á styrkleika Bandaríkjanna en stærilæti de Gaulle. Einstaka menn vildu einnig í fyrstu skýra úrslit kosninganna í Noregi á þá leið, að Verka- mannaflokkurinn norski hefði tapað vegna óánægju vinstri arms hans með utanríkisstefnu Lange. Lange hefur ætíð verið einn af eindregnustu styrktar- mönnum Atlantshafsbandalags- ins. Sjálfir segja forystumenn Verkamannaflokksins norska allt aðra sögu. Þeir segja fylgisaukn- ingu Sósíalíska þjóðarflokksins ekki hafa haft nein úrslitaáhrif á sigur núverandi stjórnarflokka. Verkamannaflokkurinn mundi hafa tapað, þó að hann hefði feng ið til viðbótar það fylgi, sem Sós- íalíski þjóðarflokkurinn fékk. At- kvæðaskipting annarsvegar milli núverandi stjórnarflokka inn- byrðis og hinsvegar þeirra og Verkamannaflokksins, ásamt kjör dæmaskipuninni, sem Verka- mannaflokkurinn sjálfur setti á sínum tíma, hafi ráðið úrslitum. Forystumenn Verkamannaflokks ins telja þess vegna síður en svo, að úrslitin muni leiða til breyttr- ar afstöðu flokks þeirra til At- lantshafsbandalagsins. í stjórnar andstöðu leggja þeir sömu á- herzlu á einingu í utanríkismál- um og þeir áður gerðu. Rétt hugsun Rétt er það, sem stundum er sagt, að æskilegt er, að oftar væri talað um meginstefnu í wi- anríkismálum á Alþingi íslend- inga. Óneitanlega er of miklum tíma þingsins varið í einskisvert karp um efnahagsmál. Ekki vegna þess, að þau séu ekki um- ræðuverð eða þurfi skýringa við. En stöðug endurtekning hins sama ár eftir ár gerir alla leiða og verður til þess, að almenning- ur hættir að hlusta og fylgjast með því, sem sagt er. Þess vegna má segja, að þó að tilefnið væri rýrt, þá hafi verið hollt að fá þær umræður um embættaveitingar, sem urðu á dögunum. Þar liggja meginatriðin svo ljóst fyrir, að allir, sem vilja geta auðveldlega áttað sig. Undanfarna daga hefur mátt lesa eftirhreytur þessara umræðna í Þjóðviljanum og Tím anum. Þær eftirhreytur eru í sjálfu sér ekki merkilegar, en sýna þann rangsnúning hugsun- arinnar, sem alltof oft einkennir tal þessara blaða og raunar þeirra þingmanna, sem á sama máli eru. Þjóðviljinn telur, og Tíminn tekur undir þá fjarstæðu, að mót setning felist í því að halda fram, að einstakt réttarhneyksli hafi verið að setja samtímis frá meiri hluta Hæstaréttar undir því yfir- skyni, að annar dómarinn var 68 ára en hinn 67, og segja, að hæpið hefði verið að setja 62— 63 ára gamlan mann í eitt um- svifamesta embætti landsins. —• Allir sjá, að það er sitt hvað, að vera einn af þremur eða fimm hæstaréttardómurum, eða að eiga að veita forstöðu um- svifamesta bæjarfógeta- og sýslu mannsembætti landsins. Hvorki kommúnistar né Framsóknar- menn reka yfirleitt sína eigin trúnaðarmenn t.d. í verkalýðs- félögum eða kaupfélögum frá, þótt þeir séu nokkuð við aldur. En ef þeir eiga að velja menn að nýju í hinar umsvifamestu framkvæmdastöður, þá velja þeir ýmist unga menn eða miðaldra. Sjáum t.d. forstjóra SÍS og Kron og framkvæmdastjóra eða ráðs- menn Alþýðusambands og Dags- brúnar. Hlálegt er og að heyra þá, sem ætla af göflunum að ganga yfir því „siðleysi", að í sýslumanns- embætti var valinn maður, sem þeir viðurkenna vel hæfan til starfsins, telja það fullnægjandi skýringu á því, að Magnús Guð- mundsson var ekki skipaður í Hæstarétt 1935, að þeir, sem vald ir voru, hafi einnig verið hæfir! Hvað er þá orðið úr „siðleys- inu“ nú? Yfir engu máli minni leynd Um þetta embættisveitingamál þarf ekki fleiri orð. Að þessu sinni er hér einungis á það minnzt til þess að sýna fram á hinar furðulegu rökleysur, sem gagnrýnendurnir leyfa sér að hafa í frammi og ætla almenn- ingi að gleypa við. Þegar svo er farið að í einföldum málum, sem allir, er um þau vilja hugsa, geta gert sér grein fyrir, hvernig halda menn þá, að sé farið í flókn um málum, sem raunverulega er erfitt að skilja? Endalaust er haldið áfram að óvirða almenn- ing með hinum örgustu fjarstæð- um. Nú er því t.d. haldið fram, að óskaplegt leynimakk haf. átt sér stað í sambandi við undirbúning virkjunar Þjórsár og samninga um stóriðju, sem er forsenda virkjunarinnar. Sannleikurinn er sá, að ekkert stórmál hefur fyrr eða síðar verið hér til meðferðar þar sem þess hefur verið eins vandlega gætt, að stjórnarand- stæðingar gætu fylgzt með und- irbúningi málsins í öllu, smáu og stóru, er þýðingu hefði. Fjarri fer og, að samningsgerð sé enn lokið. Segja má, að vel sé á veg komin tillögugerð um samninga, sem réttir aðilar, þeir, sem úr- slitaráðin hafa, taka að lokum á- kvörðun um með þeim hætti, sem lög og reglur segja til um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.