Morgunblaðið - 17.12.1965, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.12.1965, Qupperneq 5
r Föstudagur 17. Sas. 1965 MORGUNBLAÐID \ Gildran á Hornafirði Á dögunum efndi Leikfélag Hafnarkauptúns í Höfn í HornafirSi til leiksýninga, og sýndi leikritið Gildruna eft- ir Robert Thomas. Leikstjóri var Höskuldur Skagfjörð, sem orðinn er þekktur meðal áhugafólks í leiklist um alit land fyrir starf sitt. Leikfélag Hafnarkauptúns er ungt félag, stofnað fyrir rúmum þremur árum, en á þeim tíma tekið fyrir fimm leikrit. í>að hefur sýnt: Ævin- týri á gönguför, Klerka í klípu, Saklausa svallarann, þrjá skálka og Vængstýfða engla og nu sýndi það 6. leik- ritið Gildruna við mikinn fögnuð áheyrenda. í stjórn leik'félagsins eru um þessar mundir Páll Þór Imsland, for- maður, Sigrún Eiríksdóttir og Kristján Imsland. Páll Þór Imsland í hlutverki Daniels Corbans. GísII Arason f hlutverkl Paul Brissord. Gildran er sem kunnugt er salkamálaleikrit og geriist í fjallakofa í frönsku Ölpun- um. Þýðingu leikritsins gerði Gunnvör Braga Sigurðardótt- ir. Leiksviðsgerð annaðist Páll Þór Imsland. Við birtum hér sviðsmyndir úr Gildrunni í meðferð leikfélagsins. Að síðustu: Leikstarfsemi í strjálbýlinu er á ýmsan hátt erfið, og oft unnin við slæm skilyrði, þótt nokkuð hafi batn að víða með byggingu Félags- heimilanna. Fólkið er þakk- látt fyrir leiksýningarnar, og því ber áhugafólkinu, sem leggur þetta á sig, sérstakar þakkir, því að um aðra borg- un er sjaldnast að ræða. Einnig eiga þeir leikstjórar, sem leggja land undir fót til að leiðbeina áhugafólkinu, þakkir skilið fyrir starf sitt. Fr. S. Höskuldur Skagfjörð leik- stjóri. sá N/EST bezti Jón og Árni mættust nýlega á götu. Árni var venju fremur þung- ur og þumibaralegur, að Jóni virtist, svo að hann segir við hann: „Hvað er að hrella þig, Árni minn?“ „Kerlingin mín er að læra á bíl“, segir Árni, og „nú er hún búin að fá bíladellu og dreymir að hún sé í bílaakstri á hverri nóttu. í nótt vaknaði ég við, að hún þreif í hárið á mér og hrópaði: „Fyrsti, annar og þriðji gír“. „Ætli ég hafi ekki líka sögu að segja, Árni minn“, segir Jón,“ það er nefnilega eins ástatt með kerlinguna mína, og i nótt vaknaði ég við, að hún er að rogast tneð löppina á mér og sepir: „Fimmtán lítra á tankinn og skrifið hjá manninum mínum“. 6IFIFÓLK BEIRA EN FRÁ SKILIÐ í UMFERÐINNI Ytri-Njarðvík íbúðarhús til sölu. í húsinu eru tvær íbúðir. Mjög lítil útborgun. Uppl. í síma 15939 og 18393. Gólfteppahreinsun Húsgagnahreinsim. Vönduð vinna. Einnig hreingerning ar. Fljót og góð afgreiðsla. Nýja teppahreinsunin Sími 37434. Ull og nylon Látið góða kuldasokka með í jólapakkann. Þeir geta komið sér vel. Haraldur Sveinbjamarson, Snorra- braut 22. íbúð óskast Ung hjón óska eftir* íbúð sem fyrst. Erum á götunni með 2 börn. Uppl. gefnar í síma 22206 og 19260. Til leigu Ca. 40 ferm. iðnaðar- eða lagerhúsnæði. Uppl. í sima 15939 og 18398. Tvö herbergi og eldhús óskast til leigu. Tvennt í heimili. Reglusemi. Sími 37437. Volkswagen ’61 til sölu, í góðu standi. — Uppl. í síma 50726 eftir kl. 7 á kvöldin. ATHUGIÐ að borið saman við útbre.iðslu er langtum ódýrara að auglýsa I Morgunblaðinu en öðium bjöðum. Odýrt Odýrt Hvítar og mislitar nælon Karlmannaskyrtur verð aðeins 198.00 LÆRDÓMSRÍK JÓLAGJÖF HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM. Fæst hjá BÓKA- RITFANGA- OG LEIKFANGAVERZLUNUM. Jólatré Sérstaklega falleg gervijólatré. 70 cm. kr. 90.— 100 cm. kr. 115.— 125 cm. kr. 155.« Berið saman verðin. ,'OIi.I«i«|íI«.m«m«|M«MM«»«||II««0««.«i.'.»«.«.«IMU»|.* * Mikatorgi — Lækjargötu 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.