Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. des. 1965 — Borgarstjórn Framhald af bls. 1.. ar, er rétt að marka sér nýja stefnu að því er varðar bygg- ingarframkvæmdir. — Mundu þær verða á sviði lista- og ynenningarmála, og verkefnin þessi: Nýtt borgarbókasafn, Borgarleikhús, Sýningarskáli myndlistar- manna og Dvalarheimili aldraðs fólks. Fjárveitingar þær, sem ætlaðar eru til framkvæmda þessara í fjárhagsáætlun, munu ekki allar verða notaðar á næsta ári, held- ur geymdar til framkvæmda síð- ar, þó er fyrirhugað að byrja á Sýningarskála myndlistarmanna á næsta ári. Ræða borgarstjóra í upphafi ræðu sinnar ræddi borgarstjóri afkomu borgarsjóðs á yfirstandandi ári og sagði, að kauphækkanirnar á árinu kost- uðu borgarsjóðinn 26.7 millj. kr. og er það 5,1% af upphaflegu rekstraráætluninni. Auk þess hafa orðið á árinu ýmsar aðrar kauphækkanir á öðrum liðum en kaupi. Þrátt fyr ir það foru rekstrargjöldin í heild þó ekki meira en 4,4% fran. úr upphaflegu áætluninni e'ðí 23 millj. kr. og urðu 551 millj. kr. Ef tekið er eingöngu tillit til kauphækkana skv. töxtum og þeim bætt við upphaflegu áæti- unina, þá er reikningurinn kr. 4,2 miilj. kr. lægri en gera hefði mátt ráð fyrir eða 0,8% undir áætiun. Tekjurnar aftur á móti eru áætlaðar að verði í reikningi kr. 701,6 miiij. í stáð þess að áætl- unin gerði ráð fyrir kr. 685,7 millj. Er það kr. 15 millj. um- fram áætlun, eða 2,3% hærra. Niðurstaðan verður þá sú, að á eignabreytingareikning færast kr. 150,5 millj. í stað kr. 157,1 nriillj. Er það kr. 6,6 millj. lægri upphæð en gert hafði verið ráð fyrir eða 4,4%. Fjárhagsáætlun næsta árs verð ur að reikna með 27% hærri Jaunakostnaði en gert var fyrir einu ári. Til grundvallar útreikningi kaupgjalds í gjaldaáætlun fjár- hagsáætlunar fyrir árfð 1966, sem nú er hér til fyrri umræðu, eru lagðir kjarasamningar borg- arinnar við starfsmannafélögin, en samningar þessir gilda frá 1. janúar 1966 að telja. Kaup laus ráðins starfsfólks er einnig miðað við þessa samninga. Kauphækkanir á þessum samn ingum frá því f járhagsáætlun var gerð fyrir ári'ð 1965 eru þess ar: Samþykkt hefur verið 0,6% hækkun allt árið og 4% hækkun frá 16. júlí sl., eins og áður er getið. Hinn 30. nóv. sl. ákvað kjaradómur 7% hækkun á launa stiga frá 1. jan. 1966 að telja. Á launin er reiknuð verðlagsupp bót 7,32%, sbr. 3. gr. laga nr. 63/1964. Samtals nema þessar hækkanir 27,3%. Rekstrargjöld hækka um 25% í frumvarpi áð fjárhagsáætlun fyrir borgarsjóðinn árið 1966 eru rekstrargjöldin áætluð kr. 660,8 millj. en voru á yfirstandandi ári áætluð kr. 528,5 millj. Hér nema mestu kauphækkan ir þær, sem orðið hafa á því ári, sem liðið er, síðan síðasta áætlun var gerð í des. 1964. Þær nema samtals kr. 58,4 millj. og er þá ekki tekið tillit til færslu starfsmanna milli launaflokka. ^Gatnagerð án vinnulauna hækkar um 25,6 millj. kr. Framlag til al- mannatrygginga um 12,8 millj. kr., framlag til Sjúkrasamlags Reykjavíkur um kr. 7,9 millj. Samtals nema þessir liðir 104,7 millj. kr. En um ýmsar fleiri hækkanir er að ræða, svo sem vegna fjölgunar í skólum og lög- reglulfðinu, stóraukinn rekstrar- halli sjúkrahúsa vegna hlutfalls- lega lægri daggjaldatekna, auk tilfærslu milli launaflokka vegna nýrra kjarasamninga. Aðstöðugjöld eru áætluð 130 milljy Hækkunin nemur 42 millj eða 47,72%. Álögð aðstöðugjöld á þessu ári eru ráðgerð 92 millj. og er því hækkunin 41,3%. Verð ur því að endurskoða gjaldskrá aðstöðugjalda til að ná hinni á- ætluðu upphæð. Tekjuliðir þeir, sem nú hafa verið nefndir, nema samtals kr. 320.5 millj. Á eignabreytingar- reikningi er gert ráð fyrir lán- töku að upphæð kr. 22 millj. Tekjurnar, aðrar en útsvör, eru þannig kr. 324.5 millj. Eins og áður hefur verið tekið fram, eru heildarútgjöld borgarinnar kr. 861 millj. — Vantar þannig kr. 536.5 millj. til að jafna bilið milli gjalda og tekna, og er það gert með því að leggja þessa fjár hæð á sem útsvör að viðbættum 5 — 10% fyrir vanhöldum. Útsvör árið 1965 voru kr. 445.6 millj. Hækkun milli ár- anna nemur kr. 90.9 millj. eða 20.4%. Á fundi borgars Samanburður á fjárhagsáætlun 1965 og 1966 Borgarstjóri gerði síðan sam- anburð á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar 1965 og 1966 og koma þar fram að tekjuskattur hækkar um 20,9%, fasteigna- giöld 3,3%, ýmsir skattar 28,9%, arður af eignum 38,8%, arður af fyrirtækjum 9,8%, framlag úr jöfnunarsjóði 12,5%, aðstöðu- gjöld 47,7 og aðrar tekjur hækka um 81,3%. Gjöld vegna stjórnar borgar- innar hækka um 27,9%, löggæzla 29,4%, brunamál, 18,5%, fræðslu- mál 31,2%, listir, íþróttir og úti- vera 26,8%, hreinlætis- og heil- brigðismál, 31,3% félagsmál 22,1%, gatna og holræsagerð 26,7%, gjöld vegna fasteigna lækka um 19,2%, vextir og kostn- aður vegna lána hækka um 25%, önnur útgjöld 57,6%, og framlag til SVR 5,3%. Einstakir þættir rekstraráætlunarinnar Geir Hallgrímsson ræddi síðan einstaka þætti rekstraráætlunar- innar: Ef nú vikið er að einstökum þáttum rekstraráætlunarinnar er þessa að gæta: Stjórn borgarinnar hækkar um kr. 7,8 millj. eða 27,98%. í fjár- hagsáætlun fyrir árið 1965 voru laun á þessum gjaldalið áætluð kr. 22,2 millj. 27,3% hækkun á þeirri upphæð nemur rúmlega 6 millj. kr., þar til viðbótar kemur nokkur hækkun vegna tilfærslu milli launaflokka. Þá hækkar húsnæðiskostnaður um 1 millj. kr. og skýrsluvélavinna um 550 þús. kr. Aðrar breytingar eru ó- verulegar. Starfsmannatala á borgarskrif- stofunum hefur verið óbreytt n okkur undanfarin ár og enn er ekki gert ráð fyrir fjölgun. Fræðslumál hækka um kr. 19,5 millj., eða 31,19%. Barnafræðslani hækkar um kr. 9 millj. eða 30,2%. Hér kemur að sjálfsögðu fyrst og fremst til greina marg- nefnd kauphækkun, en auk þess launaflokkshækkun hjá barna- kennurum (16. Ifl. í stað 15. lfl. og 17. lfl. í stað 16. Ifl.) Þá hefur hér áhrif til hækkunar, fyrst á- kvæði erindisbréfs kennara og nú kjaradóms um greiðslur til þeirra fyrir eyður í vinnutíma og önnur slík sérákvæði. Aukinn kostnað- ur er samfara nýju skólahúsnæði og börnum fjölgar milli áætlana úr 8671 í 8808, þ. e. 137 börn, og leiðir af því fjölgun kennara. Hækkun á hluta borgarinnar á launum fastra kennara nema 800 þús. kr. og stundakennara 1,3 millj. kr. Skólar á gagnfræðastigi hækka um 4,4 millj. eða 32,8%. í þessum skólum fjölgar nemendum um 111. Stundakennsla hækkar um 2,6 millj. eða 35,6%. Greiðir borg arsjóður helming þessarar hækk- unar. Ennfremur hækka útgjöld vegna ræstingar, viðhalds húsa og lóða, húsaleiga og laun um- sjónarmanna og dyravarða. Greið ir borgarsjóður helming þeirra upphæða, sem hér er um að ræða. Aðrir gjaldaliðir í skólum þessum hækka um lægri upp- jórnar í gær. Borgarstjóri flytur hæðir. Kostnaður borgarsjóðs að meðaltali á hvern nemanda nem- ur kr. 3.600 en auk þess er fram- lag ríkisins. Ýmis fræðslustarfsemi hækkar um 29.6%. Þar munar langmestu hækkun til vinnuskóla og ann- arrar sumarstarfsemi unglinga sem nemur 40,6%. Fjárveitingar til safna hækka um kr. 2.2 millj. eða 45,7%. Er Borgarbókasafnið þyngst á met- unum með kr. 1,7 millj. eða 54,7%. Er hér gert rá'ð fyrir, að varið verði til bókakaupa mun hærri fjárhæð en áður og er það fyrsta skrefið í endurskipulagn- ingu safnsins en ítarleg könnun hefur farið fram á starfsemi þess og fyrirhuguðum byggingum i þess þágu. Styrkir til lista hækka. Til Leikfélags Reykjavíkur kr. 500 þús. Sinfóníuhljómsveitar kr. 425 þús. og þrir nýir styrkir nema kr. 312 þús. Halli sundstaða er í frumvarp- inu áætlaður með hliðsjón af nú- verandi verði aðgöngumiða. Hall- inn verður óeðlilega hár, ef að- gangseyrir er látinn haldast ó- breyttur á sama tíma og kaup og annar kostnaður hækkar. Þess vegna hefur fþróttaráð samhljóða lagt til, að gjaldskrám sundstað- anna verði breytt og þær sam- ræmdar. Eru þessar tillögur hér til meðferðar samtímis fjárhags- áætluninni. Verði tillögur þessar samþykktar, er gert ráð fyrir að lækka megi áætlaðan halla sund- staðanna um 600 þús. kr. Sam- kvæmt því greiðir borgarsjóður rúm 40% af heildarrekstrarkostn aði sundstaða, en sundstaðagestir 60%. Eru þessi hlutföll þau sömu og reynt hefur verið að hafa til hliðsjónar við ákvörðun aðgangs- eyris, — en honum var síðast breytt í árslok 1963, svo að 25% hækkun nú á sínar eðlilegu skýr- ingar. Framfærsla hækkar um kr. 6,4 millj. eða 15,3%. Fram- færslustyrkir til styrkþega 16-60 ára hækka um kr. 1,4 millj. sem stafar af hækkuðu verðiagi. því að styrkþegum hefur fækkað um 39 frá 1. nóv. til sama tíma á þessu ári. Þeir eru nú 545. Meðlög með skilgetnum og ó- skilgetnum börnum er nú áætl- uð kr. 31 millj. í stað 21.9 millj. á yfirstandandi ári. Hækkunin nemur 41,6%. Endurheimtan er nú áætluð kr. 18 millj. í stað kr. 9,5 millj. á yfirstandandi ári. Innheimtuhlutfallið verður þá 58%. Er því búizt við hækkuðu innheimtuhlutfalli. Hlutfallið milli greiddra meðlaga og irvn- heimtra hefur verið þetta á undanförnum árum: 1960 31,1% 1961 37,5%, 1962, 47,6%, 1963 44,7% og 1964 49%. Fjárveiting til gatna- og hol- ræsagerðar eru hækkaðar um kr 33.9 millj. eða 26.7% frá síðustu áætlun. Til nýrra gatna er áætlað kr. 101 millj. í stað 80 millj. kr., og til nýrra holræsa 57 millj. kr. í stað 45 millj. kr. á yfirstandandi ári. Með þessum fjárveitingum er gert ráð fyrir, að unnt verði að halda í horfiniú með áætilun ræðu sína, gatnagerðar áratuginn 1963 — 1972, þótt tekið sé tillit til hækk andi verðlags, bæði hvað snert- ir fullnaðarfrágang gatna og lagningu holræsa og malargatna til að gera pýjar lóðir bygging- arhæfar. Framlag til Strætisvagna Reykjavíkur er nú áætlað 7.9 millj., sem verja á til niður- greiðslu fargjalda, sem svarar 10% andvirðis þeirra eða 4.9 miUj. og nýs verkstæðis 3 millj. Til skólabygginga er áætlað að verja 50 millj. kr. í stað kr. 43.5 millj. á þessu ári. Hlutur borgarsjóðs verður þá kr. 25 millj., og er það kr. 3.2 milij. meira en á ári því, sem nú er að líða eða 14.9%. Hækkun þessi er nokkri/minni en hækkun byggingarvísitölu, og verður því að leita hagkvæm ara og ódýrara byggingarlags til þess að áfram . megi halda að bæta starfsaðstöður skólanna. Til framkvæmda vegna lista, íþrótta og útiveru er ráðgert að verja 24.5 millj. kr., og er það kr. 5 millj. hærri fjárveiting en áætluð er í þessu skyni 1965. Hér munar mestu, að framlag tii Miklatúns og sýningarskáia myndl.m. er hækkað um 3.5 millj. kr., og nemur fjárveiting- in því 5.5 millj. kr. Af þeirri fjárhæð er áætlað að verja til listaskála 4.5 millj. kr. Fjárveit- ing til leikhúsbyggingar er hækkuð um 1 millj. kr. og nem- ur því nú kr. 2 millj. Gert er ráð fyrir að hefja byggingu sýningarskála mynd- listarmanna á árinu, en leikhús- byggingin á lengra í land, en rétt þykir þó að halda áfram að safna til hennar. Áætlað er að verja til Borg- arsjúkrahússins í Fossvogi 55 millj. kr. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir, að ríkissjóður leggi fram 15 millj. kr., og lán verði tekið að upphæð 22 millj. kr. Leggur þá borgarsjóður fram af eigin fé 18 milj. kr. Með þessu móti verður þessum á- fanga sjúkrahússins lokið að mestu. Framlag til Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar er aukið um kr. 5 millj. eða 33% og nemur því 20 millj. kr. nú, sem bæt- ist við eigið fé Byggingarsjóðs og lán, er hann fær til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði og reisa leiguíbúðir. Að lokum vil ég benda á, að gert er ráð fyrir að verja kr. 250 þús. til undirbúnings bygg- ingar dvalarheimilis fyrir aldr- að fólk í samræmi við ráðagprð ir í tillögum velferðarnefndar aldraðra. Tekjuöflun Er borgarstjóri hafði rætt út- gjöld borgarinnar gerði hann grein fyrir þeim tekjum, sem ó- hjákvæmilegt, væri, að afla til þess að standa undir þessum út- gjöldum: Fasteignagjöld eru áætluð kr. 46.5 millj. Er það 3.33% hækkun frá áætlun þessa árs. Framlag úr Jöfnunarsjóði er áætlað kr. 90 millj. Nemur hækk unin 12,5%. Leitazt hefur verið við, eftir því sem frekast voru tök á og var það raunar grundvallarsjónar miðið við samningfjárhagsáætl- unarinnar. að halda þessari fjár- hæð sem lægstri, svo að gjalda- byrði útsvarsgreiðanda lækkaði fremur en ykist í hlutfalli við tekjur þeirra. Þegar hafðar eru í huga kauphækkanir þær, sem orðið hafa á þessu ári, hið góða atvinnuárferði og fjölgun gjald- enda, er ekki ástæða til annars en ætla, að útsvarsupphæð sú, sem nú var nefnd, náist ríflega með þeim útsvarsstiga, aem nú er í gildi, og unnt verði að veita sama afslátt af útsvörum og gert var á s.l. sumri. í lok ræðu sinnar vék borgar stjóri stuttlega, að Vatnsveitunni og Rafmagnsveitunni og sagði að í fjárhagsáætlun Vatnsveit- unnar væri gert ráð fyrir greiðslu halla rómlega 16 millj. kr. Til þess að mæta þeim halla er ráð gert annars vegar að hækka vatnssjcatt úr 1,2% í 1,5% af fasteignamati og auka-vatns- skatt úr kr. 1,50 í kr. 2.00 pr. rúm metra. Gjaldahækkun þessi mun auka tekjur Vatnsveitunnar um kr. 8 millj. Til þess að geta leyst af hendi nauðsynlegar fram- kvæmdir í samræmi við fram- kvæmdaáætlun fyrirtækisins er því nauðsynlegt að afla lánsfjár að upphæð 8 millj. kr. Rafmagns veitan hefur til ráðstöfunar af eigin fé 27,5 millj. kr. til nauð- synlegra framkvæmda en þær eru taldar kosta minnst 40 millj. á árinu. Vantar þannig 12.5 millj. til framkvæmdanna. Verður að afla þeirra með nýjum lánum eða hækkun á söluverði raforku. Lögð hefir verið fram tillaga til breytinga á gjaldskrá Raf- magnsveitunnar. Eru allir taxt- ar hækkaðir um 10% til að mæta boðuðu yerðjöfnunargjaldi á raf- magn. í fjárhagsáætlun fyrir- tækisins eru áætlaðar 16.1 millj. kr. í þessu skyni, bæði tekna- og gjaldamegin. Undirbúning þessarar fjárhags- áætlunar önnuðust þeir Gunnlaug ur Pétursson, borgarritari, Gutt- ormur Erlendsson, borgarendur- skoðandi og Helgi V. Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræð- ings og þakkaði borgarstjóri þeim mikið og vandasamt starf við undirbúning hennar. Síld til ' Bolungarvíkur BOLUNGARVÍK, 15. des. — Vb Hafrún Jandaði hér í nótt 2.000 tunnur síldar af miðunum fyrir austan. 600 tunnur fóru í frýStingu hér 300 á ísafirði. Af- gangurinn fór í bræðslu. Vb Hugrún og Sólrún eru á leið að austan með síld, og Höfr- ungur III. er væntanlegur í nótt með um 1.000 mál. Dagstjaman er á leið frá Þýzka landi og gæti orðið á Austfjörð- um í nótt. Ætlunin er, að hún taki síld á Austfjarðahöfnum handa síldarverksmiðjunni á Bolungarvík. — H.S. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.