Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. des. 1965 Jtofgmtlfttfrifr Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltr úi: Auglýsingar:. Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinssoft. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AFTURHALDSMENN ¥|eir þingmenn Framsóknar flokksins, sem heimiluðu Eysteini Jónssyni að gefa þá yfirlýsingu á Alþingi, að Framsóknarflokkurinn væri á móti stóriðjuframkvæmdun- um, sem fyrirhugaðar eru og stórvirkjun við Búrfell, og myndi beita sér gegn þeim framkvæmdum, hafa sjálf- sagt ekki gert sér grein fyrir því, að þessi samþykkt kynni að vera sú, sem nafn þeirra yrði lengst tengt við. Sumir þeirra hafa sjálfsagt haldið að hér væri aðeins um að ræða venjulega pólitíska ref- skák; ekkert væri talið at- hugavert við það að stjórn- arandstaðan væri á móti þessu máli eins og yfirleitt öllum framfaramálum, sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd. Aðrir hafa beygt sig fyrir flokksvaldinu og hugsað sem svo, að Eysteini Jónssyni yrði kennt um þessa ákvörðun. í þingflokki Framsóknar- flokskins eru nokkrir menn, sem aldurs vegna hefði mátt ætla að gerðu sér grein fyrir umbreytingum þeim, sem eru að verða um víða veröld og nauðsyn þess, að við íslend- * ingar verðum ekki eftirbát- ar annarra í tækniframförum og stóriðju. Sumir þessara manna hafa raunar látið svo sem þeir skildu þetta og væru miklir baráttumenn þess, að unnið yrði að stór- felldum efnahagsframförum hérlendis. Nú er komið á daginn að þessir menn hafa lyppast nið- ur fyrir afturhaldssjónarmið- um þeim, sem oftast hafa ráð- ið lögum og lofum í Fram- sóknarflokknum, nema þá að þau séu þeim ekki eins and- hverf og þeir hafa viljað vera láta. En með andstöðu Fram- sóknarflokksins við mestu framkvæmdir í sögu íslenzkra atvinnumála hafa línurnar í stjórnmálunum enn skýrzt. Það er ekki einungis svo, að Framsóknarflokkurinn vilji á ný innleiða haftastefnu þá, bitlinga og spillingu, sem hér ríkti, heldur hefur flokkur- inn einnig lýst því yfir, að hann muni berjast á móti stór framkvæmdum, sem að því miða að styrkja íslenzkt efna hagslíf og hefja iðnvæðingu landsins, á þann hátt sem all- ar þjóðir keppa nú að. Fram- sóknarflokkurinn hefur kos- ið sér það hlutskipti að vera argvítugasti afturhaldsflokk- ur, sem um getur, enda ekki kunnugt um neinn stjórn- málaflokk í lýðfrjálsum ríkj- um, sem héfur stefnu neitt svipaða því, sem Framsóknar flokkurinh hefur markað sér nú. „Rök“ þau, sem formaður Framsóknarflokksins týnir til fyrir afstöðu flokksins, eru líka harla léttvæg. Helzt eru þau, að vinnuaflsskortur hamli þessum framkvæmd- um. En þess er þá að gæta, að naumast mun til sá íslend- ingur, sem heldur því fram, að ekki verði að halda áfram að byggja upp atvinnutæki hérlendis og þegar um viiinu- aflsskort er að ræða, ,er ein- mitt frumskilyrðið að ein- beita kröftum að framleiðslu, þar sem það eru fyrst og fremst vélarnar sem vinna, en fáar hendur þarf til að fram- leiða mikil auðæfi. Þess vegna eiga einmitt stóriðju- framkvæmdir að sitja í fyrir- rúmi, þegar lagt er inn á ný svið atvinnurekstrar. ' Þess er svo einnig að gæta, að raforkuskortur er hér á næsta leiti, ef ekki verða hafnar nýjar virkjanir, og ljóst er, að smærri virkjanir útheimta hlutfallslega bæði meira vinnuafl og fjármagn og eru í alla staði óhagkvæm- ari. En hugsunarháttur kreppu- áranna hefur sína fulltrúa í Framsóknarflokknum, og e.t. v. má segja, að ekki sé furða þótt Eysteinn Jónsson sé nú heltekinn þessum hugsunar- hætti, úr því hann var það á yngri árum sem mikill ráða- maður. Hitt er vissulega furðulegt, að menn, sem yngri eru að árum, skuli vera álíka skamsýnir og þessi full- trúi kreppuhugsunarháttar- ins. BREYTIR ENGU UM FRAMGANG MÁLSINS llfforgunblaðið harmar auð- vitað, að Framsóknar- flokkurinn skuli bregðast þjóð sinni og stuðningi við mestu framkyæmdir á sviði atvinnumála, með andstöðu gegn stórvirkjun og bygg- ingu alúmínbræðslu, því að æskilegast hefði verið að öll lýðræðissinnuð öfl sameinuð- ust um að hrinda þessum stór verkefnum í framkvæmd. Frá eigingjörnu sjónarmiði mætti þó segja, að Sjálfstæð- ismenn gætu glaðst yfir þess- ari afstöðu Framsóknarfor- ustunnar, því að nú vita allir, að Framsóknarflokkurinn er argvítugasti afturhaldsflokk- ur sem um getur, og margra áratuga gamall hugsunar- háttur ríkir þar. Þess vegna verður auðvitað auðveldara að berjast við þennan flokk, sem með afstöðu sinni firrir sig öllu trausti yngri kyn- slóðarinnar a.m.k. Fjölskyldudeilur í Kuwait Þar sem 300 þúsund tonn af olíu renna úr jörðu á degi hverjum FURSTADÆMIÐ Kuwait fyr- ir botni Persaflóa er ekki fyr- irferðamikið á landakortinu, aðeins um tíu þúsfnd ferkíló- metrar. Og veð»^4<an þar þyk ir ekki sérlega eftirsóknar- verð, því oftast er þar um 40 stiga hiti í skugga á daginn. En á degi hverjum renna þar úr jörðu um 300 þúsund tonn af olíu, sem gerir Kuwait eitt auðugasta ríki heims. Um áratugi var Kuwait verndarsvæði Breta, en fullt sjálfstæði fékk landið um mitt árið 1961. Átti ríkjandi fursta ætt þó lengi í deilum við stjórn íraks, sem gerði kröf- ur til landsins. Og þessar dei'l- ur voru ekki leystar fyrr en seint á árinu 1963, eftir að furstinn í Kuwait, Abdullah al-Sabah, hafði veitt íraks- stjórn 30 milljón dínara lán, sem nemur í íslenzkum krón- um um 3.600 milljónum. — Nokkru áður hafði þó Kuwait fengið aðild að Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir mót- mæli íraks. AUÐUG FJÖLSKYLDA Fátt hefur gerzt þar frétt- næmt síðan, þar til seint í nóvember sl. er Abdullah fursti lézt. Hann var meðal auðugustu manna jarðar, ef ekki sá auðugasti. Og margir frænda hans, sem einnig bera furstanafnbót, teljast hver um sig eiga eignir, sem metn- ar eru á þúsundir milljóna króna. En Abdullah fursti hafði áhuga á fleiru en að safna auði. Og miklum hluta tekna sinna varði hann til að bæta lífskjör þjóðarinnar. — Undanfarin fimmtán ár hafa verið reistar 35 hallir höfð- ingjanna í Kuwait. En þar hafa einnig verið bygðir skól- ar, sjúkrahús og bókasöfn, og allt er þetta opið almenningi ókeypis. Alls eru íbúar Ku- wait um 450 þúsund, og eru hvítir menn aðeins í meiri- hluta. Og olian ein færir rík- inu tíu þúsund milljón króna tekjur árlega, svo skiljanlegt er að aðrar þjóðir hafi litið Kuwait hýru auga. Fyrir valdatöku Abdullah fursta var öðru vísi um að litast í Kuwait, því þá var olían ekki komin til sögunn- ar. Þess vegna hefur honum verið þökkuð þróunin. Marg- ir hafa því látið í ljós áhyggj- ur varðandi frámtíðina. ÁGREININGUR Við lát Abdullah, tók bróð- ir hans, Sabah es-Salem fursti, við völdum, en hann hafði áð- ur gegnt forsætisráðherraem- bætti hjá bróðurnum. Og frændi þeirra bræðra, Jaber al Ahmed, varð forsætisráð- herra, en hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráð- herra. Þótt nýi furstinn og nýi for- sætisráðherrann séu frændur, tilheyra þeir hvor sinni grein í Kuwait skiptast á gamalt og *uýtt Nýi furstinn, Sabah es-Salem fjölskyldunnar, og um langt skeið hafa þessar tvær grein- ar átt í deilum. Gætu þær deilur einar haft talsverð á- hrif á framtíð landsins. En auk þeirra vil'l nýi furstinn feta kyrfilega í fótspor bróð- ur síns og engu breyta í stefnu stjórnarinnar frá því sem var. Er hann þar í andstöðu við nýja forsætisráðherrann, sem vill að Kuwait styrki aðstöðu sína og áhrif innan Arabaríkj- anna. Jaber al Ahmed, forsætis- ráðherrann nýi, hefur um langt skeið haldið þessari stefnu sinni á lofti. Meðan hann var fjármálaráðherra kom hann á fót 12 þúsund milljón króna sjóði til að stuðla að efnahagsþróun Arabaríkjanna. Og á síðustu tveimur árum hefur hann veitt öðrum Arabaríkjum um 1.500 milljón króna lán. Með- al lántakanna er Egyptaland, og hefur fé það, sem Egyptar hafa fengið frá Kuwaít, gert þeim fært að halda áfram hernaði í Jemen. Þingið í Kuwait er skipað 60 fulltrúum, og hefur meiri- hluti þess óskað að þessi að- stoð yrði stöðvuð, en Jaber al- Ahmed neitað að verða við óskum þess. Þar greinir enn á með furstanum og forsætis- ráðherranum. —★— Olían í jörðu gerir það að verkum að of mikið fé er fyr- ir hendi í Kuwait. Svo mikið, Framhald á bls. 31. Þess er einnig að gæta, að þessi afstaða Framsóknaraft- urhaldsins breytir engu um framgang stóriðjumálsins. — Stjórnarflokkarnir báðir hafa lýst því yfir, að þeir muni hrinda því máli í fram- kvæmd, svo framarlega sem heilbrigðir og eðlilegir samn- ingar nást við hið svissneska fyrirtæki og Alþjóðabankann, en eins og kunnugt er bendir nú allt til þess að svo fari. Stóriðja mun þess vegna verða veigamikill þáttur í at- vinnumálum íslendinga í framtíðinni hvað sem líður afstöðu Framsóknarflokksins, og stórár landsins munu nú verða beizlaðar hver af ann- arri, enda ríður á miklu að hraða raforkuframkvæmdum, áður en samkeppnin frá kjarn orkuverum harðnar. En allir eru sammála um, að ódýrasta orkan verður um alla fram- tíð frá vatnsaflsorkuverum, þegar tekizt hefur að afskrifa þau í einn til tvo áratugi. íslenzka þjóðin bar gæfu til þess í síðustu þingkosning- um að kjósa nógu marga fram sýna menn á Alþingi, og þott meirihlutinn sé naumur, nægir hann til þess að tryggja framgang þessa stór- máls, eins og svo margra ann- arra, en háðung og skömm Framsóknarflokksins mun lengi uppi, og ekki er ólík- legt að afstöðu hans verði á spjöldum sögunnar líkt við baráttuna gegn símanum á sinni tíð, enda fá afturhalds- menn ætíð sinn dóm. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.