Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID Föstudagur 17. des. 1965 Soaefset Maagham lézt í gæi Málflutningi htaldið dfram i FiugvaHarmáSinu i gær Sjá grein á bls. 17. □—-------------:—-—□ Nice og l.oniton, 16. des. (AP—NTB) BREZKI rithöfundurinn Wiliiam Somerset Maugham andaðist að heimili sínu, „La lMauresque“, skammt frá Nice á _frönsku 'Miðjarðarhafs ströndinni, 91. árs að aldri. Hann hafði fengið slag 9.1. föstudag, og legið raenulaus síðan. Á laugardag var hann lagður inn í sjúkrahús í Nice, en nokkrum mínútum áður en dauðann bar að garði var hann fluttur heim til sín að ósk einkaritara hans, Alans Searles, sem sagði að rithöf- undurinn hafi oft látið í ljós þá ósk að fá að taka á móti dauðanum í eigin sæng, á eig in heimili. Somerset Maugham var einn auðugasti rithöfundur, sem uppi hefur verið, og hef- ur ritað 25 leikrit, 30 skáld- sögur og um 120 smásögur á undanförnum 60 árum. Hann ferðaðist víða um heim í leit að söguefni, og sögupersónur sínar fann hann í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Indlandi, Borneo og á Suðurhafseyjum — og um borð í skipunum, sem hann ferðaðist með. Leit hann svo á að hann gæti ekki setið heima og beð- ið eftir að söguefnið sækti hann heim, heldur yrði hann að fara á kreik sjálfur og leita þess. Ferðalöngunin yfirgaf hann aldrei. En heilsubrestur hindraði að hann gæti stund- að ferðalög síðustu árin. Ár- ið 1960 fór hann síðustu ferð sína til Austurlanda, þá 85 ára. Eftir níræðisafmælið hafði hann hug á að fara til Capri og Marokkó ,en lækni hans tókst að telja hann af þeirri för á þeim grundvelli að hún hefði orðið hans sið- asta, og hann ekki komið heim aftur. Undanfarið hefur Maugh- am þjáðst af heyrnarleysi, sjóndepru og minnisleysi, auk þess sem hann hefur átt mjög erfitt með vinnu vegna liðagigtar. Lík Maughams verður brennt í Frakklandi, en ask- an síðan flutt til Englands og grafin í grafreit dómkirkjunn ar í Canterbury. MUNNLEGUM málflutningi var haldið áfram í Flugvallarmálinu svonefnda í gær. Hélt fulltrúi saksóknara, Hallvarður Ein- varðsson þá áfram sóknarræðu sinni og varð henni ekki lokið en hún hefur staðið yfir í tvo daga. Ákæruskjalið á hendur hinum ákærðu, Jósafat Arngrímssyni, Eyþóri Þórðarsyni, Þórði Hall- dórssyni, Áka Gránz og Albert Sanders skiptist í tvo þætti. Sam kvæmt þeim fyrra er Jósafat Arngrímssyni gefið að sök skjala fals við ýmiss konar verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir ýmsa áðila þar, með því að framvísa til þeirra tilboðum, reikningum, samningum og öðr- um þess háttar gögnum tii hag- nýtingar samkv. efni þeirra með fölsuðum undirskriftum og síðan eftir að hafa fengið í hendur ávísanir til grefðslu á verkum, framvísað þeim til innlausnar, tíðast í Sparisjóði Keflavíkur, eft ir að hafa falsað nafnritanir á bakhlið tékkanna, sem framsöl Sjö Afríkuríki slíta stjórn- málasambandi við Bretland Afríkufulltrúar gengu af fundi þegar Wilson ávarpaði 8.Þ. London, 16. des. (AP—NTB) Sjö Afríkuríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Bretland vegna ástandsins í Rhodesíu, þrátt fyrir tilmæli Harolds Wilsons forsætisráð herra um að stjórn Bretlands yrði veittur frekari frestur Eigandi Hvals IX. LOFTUR Bjarnason, útgerffar- maður, hafði samband við blað- ið í gær og bað um aff leiðrétt yrði það ranghermi í fréttinni um komu Hvals IX til landsins, að hann væri eigandi skipsins. Sagði Loftur, að eigandinn væri hlutafélagið Hvalur, sem margir menn væru a'ðilar að, en hins vegar -væri hann fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. — Ætti Hvalur h.f. einnig önnur hvalveiðiskip landsins. Þykir blaðinu leitt að þessi missögn skyldi vera í fréttinni og biður hlutaðeigandi velvirðingar á því. til að vinna að lausn máls- ins. Wilson er staddur í New York, og flutti í dag ávarp á fundi Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Þegar hann gekk að ræðustólnum stóðu upp fulltrúar nokkurra Afríkuríkja og gengu út úr fundarsalnum. Fyrst til að slita stjórnmála- sambandi við Bretland voru Tanzanía og Guinea, sem til- kynntu sambandsslitin strax í gærkyeldi. í dag bættust svo hin ríkin við, Ghana, Mali, Mauritania, Arabiska sambands- lýðveldið, og Kongólýðveldið. Nkrumah forseti Ghana til- kynnti ákvörðun stjórnar sinn- ar um sambandsslitin í þinginu í Accra í dag, og var tilkynn- ingunni ákaft fagnað. Sagði for setinn að hann hefði einnig í huga að segja Ghana úr ,Brezka Samveldinu. Skoraði hann á önnur lönd í bandalagi Afriku- ríkja að rjúfa öll tengsl við þau nýenduríki, er stæðu í vegi fyrir einingu Afríku. En meðal þeirra ríkja taldi , hann Bret- land, Frakkland, Spán, Portúgal og Belgíu. Önnur Afríkuríki þeirra á meðal Alsír, Nigería, Uganda, Kenya o.fl., hafa enn ekki fram- fylgt ákvörðuninni frá Addis Abeba um að slíta stjórnmála sambandi við Bretland. Vonast þau bersýnilega til þess að Bret- ar taki málið alvarlegum tök- um, og reyni enn einu sinni að koma stjórn Ians Smiths frá völdum í Rhodesíu, án þess að grípa þurfi til hernaðaraðgerða. Ríkisstjórnirnar í Japan Belg íu og á Kýpur tilkynntu í dag að hert yrði á viðskiptabönnum við Rhodesíu. Eisako Sato, for- sætisráðherra Japans, skýrði frá því að hætt yrði við að flytja inn sykur og járnmálm, sem samið hafði verið um kaup á í Rhodesíu, en áður höfðu Japan- ir bannað alla vopna- og olíu- sölu til Rhodesíu. Belgíska stjórnin skýrði frá því að hætt hafi verið losun á sykri úr Pan- amaskipinu „Pericles“ í Ant- werpen. Sk.'p þetta var á leið til Bandaríkjanna þegar John- son forseti setti verzlunarbann á Rhodesíu. Sneri skipið þá til Belgíu^ en varð að fara þaðan í dag án þess að fá afgreiðslu. Þá tilkynnti Kýpurstjórn að frá og með deginum í dag yrði all- ur innflutningur bannaður frá Rhodesíu. 1 DJÚPA lægðin, sem var út af Reykjanesi í fyrrinótt . _ var þá um 945 mib djúp var kom- in út á mitt Grænlandshaf um hádegið og mikið farin að grynnast. Vindur var þá orð- inn fremur hægur á sunnan hér á landi, létjtskýjað fyrir norðan og austan, en sums staðar skúrir eða krapaél á Suður- og Vesturlandi. Hiti var 1-6 stig á láglendi. Suður í hafi var vaxandi lægð á leið norður og mun valda austan hvassviðri við suðurströndina síðdegis í dag. og síðan framselt þá með eigin nafni. Eyþóri Þórðarsyni er gefi’ð að sök að hafa átt þátt í ýmsum fölsunarafbrotum Jósafats Arn- grímssonar. Þætti ákæruskjalsins um skjala fals er skipt í þrjá kafla. Fjallar 1. kafli um nafnfalsanir í sam- bandi við reikninga, tilboð, samn inga og önnur slík gögn, en 2. kafli um ávísanir með fölsuðum nafnritunum á bakhlið þeirra sem framsöl og sem síðan var framvísað, eftir áð ákærðu höfðu sjálfir framselt tékkana með eigin nöfnum og þannig fengið fjárhæðir þeirra greiddar. 3. kafli fjallar um meint brot Jósa- fats Arngrímssonar um fölsun í sambandi við firmaskráningu á fyrirtæki í Keflavík, er bera skyldi heitið Guðmundur Jóns- son. Annar þáttur ákæruskjalsins fjallar um brot í sambandi við sendingu símapóstávísanna um pósthúsið á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt 1. kafla þess er Jósa- fat Arngrímssyni gefið að sök að hafa náð að svíkja út úr sjóðum póstmálastjórnarinnar á Kefla- víkurflugvelli fé að upphæð kr. 2.667.245,42 á þann hátt að senda símapóstávísanir pro forma um pósthúsfð á Keflavíkurflugvelli Tuniii koma græn undan snjónum EGILSSTAÐIR, 16. des.: — Stillt og gott veður er hér á Héraði í dag, má segja mjög yndislegt og hefur vissulega mjög róandi áhrif, alger mótsetning við veðr- ið í gær, en þá var sunnan og suð-austan stormur með helli- rigningu og 5 stiga hita, enda var snjórinn ekki lengi að bráðna og renna burt. Og nú koma túnin græn undan snjónum, sem var talsvert mikill og hlífði jörðinni vel fyrir frostinu, sem oft steig hátt þennan kuldakafla, sem bú- inn er að vera um mánaðartíma. Þess má geta að sl. mánudags- kvöld komst frostið í 15 stig, en daginn eftir orðið frostlaust og farið að rigna. Nú er snjórinn aðeins eftir hér og þar og góð færð um alla vegi, enda jólainn- kaupin og undirbúningurinn í fullum gangi, og allir þá væntan- lega að komast í jólaskap. — M. G. Fé fækkar á Akranesi AKRANESI, 16. des. — Sauð- fjáreign Akranesinga er nú um 600 kindur í bænum og hefur farið fækkandi síðustu árin Fénaðarhöld hafa verið ágæt hér í sumar, sagði mér í dag helzti forsjármaður fjáreigenda, Guðmundur Ó. Ólafsson. —• Oddur. til ýmissa aðila í Reykjavík. — Samkvæmt 2. kafla annars þáttar er Þórði Einarssyni gefið að sölc hlutdeild í þessum svikum Jósa- fats Arngrímssonar og brot í op inberu starfi og til vara misnotlc un á fjárvörzlu póstafgreiðslunn ar á Keflavíkurflugvelli og brot í opinberu starfi. Samkvæmt 3. kafla annara þáttar er Áka Gránz og Albert Sanders gefið að sök að hafa gef ið út tékka að upphæð krónur 2.159.969,53 og hag- nýtt þá til þess að halda við ávinningnum af broti Jósafata Arngrímssonar, sem rakið var I 1. kafla í því skyni að blekkja póstmálastjórnina svo og hlut- deild í ýmsum brotum Þórðar Einarssonar, sem opinbers starfs-1 manns. Samkvæmt ákæruskjalinu er krafizt refsingar 'yfir hinum sak felldu og greiðslu sakarkostn- áðar. f dag átti málflutningur að hefjast kl. 10 árdegis og var þá ráðgert, að fulltrúi saksóknara héldi áfram sóknarræðu sinni. ívar Guðmunds- sonístuttri heimsókn ÍVAR Gúðmundsson, forstöðu- maður upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna á Norður- löndum, kom til landsins í gær- kvöldi á vegum SÞ. Mun hann ræða hér við stjórn Félags Sam einuðu þjóðanna og ýmsa ráða- menn áðra. ívar heldur aftur til Kaup- mannahafnar á mánudagsmorg- un. Á meðan hann dvelur hér býr hann á Hótel Borg. — Sykurneyzla Framhald af bls. 32. var 1,61 að meðaltali, árin 1901- 1905 3,3 1 á mann, mesta öldrykkj an er árin 1941-1945, þá 13.3 1 á mann, en nú síðustu árin hefur meðaltals öldrykkja á mann ver- ið 7,7 — 9,6 1 á ári. Áfengisneyzla minni en 1881-’85 Áfengisneyslan umreiknuð í hreint alkohol var 1881-1885 samkvæmt skýrslunni 2.38 1 að meðaltali á ári á mann. 1901- 1905 var áfengisneyzlan á mann 1,57 1 og 1956-1960 1,66 1, en síðan 1.60 — 1.95 1 á mann á ári. í skýringum er þó tekið fram að árin 1881-1935 sé miðað við innflutt áfengismagn og talið að það jafngildi neyzlunni. Þá sé og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneyzla, þó að hluti hans hafi farið til annarra nota, en hluti vínandans hafi á þessu tíma gera megi ráð fyrir að megin- bili farið til drykkjar. Frá 1935 er miðað við sölu Áfengisverzl- unar rikisins á sterkum drykkj- um og léttum vínum, en vínanda innflutningur ekki talinn með. Ekki er heldur talið með áfengi, sem áhafnir skipa og flugvéla og farþegar frá útlöndum taka með ; sér inn í landið, sem muni vera mikið magn. Að því er snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt magn og talið að það jafngildi neyzlunni og varðandi ölið er miðað við innflutt framan af, en i eftir að ölgerð var komið hér á fót, er miðað við innlent fram- I I leiðslumagn. Það var mikil ös í pósthúsinu í Reykjavík í gær, en þá var auglýstur síðasti skiladagur jólapóstsins og var tekið á móti lionum á þremur stöðum í borginni. Yinna er byrjuff við flokkun á póstinum og stór hópur aukafólks kominn tii starfa. Leiðrétling í fyrradag kom fram í blaðinu að niðurstöðutölur fjárlaga hefðu verið þrjár billjónir 8 milljónir I og 475 þús. kr., en standa átti . 3 milljarðar 800 millj. 475 þús. I kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.