Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur IV. <?es. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 I SOKKAVERKSMIÐJUNNI KÚLIBRf HF. Við framleiðum sokka í ýmsum litum og þess má geta, að hvíta sokka framleiðum við nær eingöngu fyrir Kefl- víkinga, hvernig sem á því stendur, en þar er mikil eftir- framkvæmdastjóra fyrirtækis ins og verksmiðjustjórann Jón Pétursson, sem tóku misjafn- lega gáfulegum spurningum okkar með jafnaðargeði. — Hvenær hófuð þið starf- rsekslu þessarar verksmiðju? —. Við byrjuðum í maí 1963, svaraði Ragnar, — og þá með aðeins eina vél, en síðan höf- um við bætt við okkur ellefu vélum af ýmsum gerðum. Við framleiðum nú um 12.000 pör af sokkum á mánuði og það er fyrst núna að við full- nægjum nokkurnveginn eftir- spurn. Auk þess höfum við hugsað okkur að færa enn út kvíarnar efti náramót. — Hafið þið nokkurn tíma fengið kvartanir yfir fram- leiðslunni? — Við höfum tvisvar sinn- um á þessum tveimur árum fengið kvartanir í fyrra skiptið frá einstakling og í Á Tunguveg 10 er til húsa sokkaverksmiðjan Kólibrí h.f. sem á rúmurn tveimur árum hefur náð því marki að vera lang stærsti framleiðandi herrasokka hér á landi. Fréttamenn blaðsins brugðu sér þangað eitt rigningarkvöld1 í desember, og þótt áliðið væri kvölds var þar allt í fullum gangi, sérkennilegar vélar spunnu og spunnu, sokkar hrúguðust upp og margar iðn- ar hendur unnu að þrví að full gera framteiðsluna til að koma henni á jólamarkaðinn. Við hittum þarna að máli Ragnar Tómasson lögfrseðing, Úr vélasal. Jón Pétursson snýr við okkur baki (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Ragnheiður Tómasdottir gengur fra framleiðslunm. seinna skiptið frá verzlun. Hins vegar kom það í ljós við nánari athugun, að í bæði skiptin var um að ræða sokka frá allt annarri verksmiðju. — Hvað hafið þið margar gerðir sokka á boðstólum? — Við erum með þrjár stærðir af drengjasokkum, tvær gerðir af herrasokkum, sem þannig skiptast, að í ann- arri er crepe og í hinni 50% ull og 50% nylon, mjög hent- ugt fyrir menn sem mikið eru á ferli, t.d. lögregluþjóna og blaðamenn! spurn eftir þeim. Auk alls þessa framleiðum við einnig tvær gerðir telpnasokka. — Er ekki hörð samkeppni á þessu sviði sem öðrum? — Já, hingað eru fluttir inn ódýrir sokkar frá löndunum austan járntjalds og að sjálf- sögðu starfa hérlendis nokkrar sokkaverksmiðjur, en það sem mest hefur hjálpað okkur eru ótvíræð gæði þessara sokka, og ber ég þar fyrir mig ummæli verzlana, sem selja þá, og spyrja i æ ríkari mæii eftir þeim. — Iceland food Framhald af bls. 32. íslenzkt lambakjöt, tilreitt og fram borið á þann hátt, er bezt verður á kosið, til þess, að hinn sérstæði keimur, sem einkennir Ikjöt af þesum fjallalömbum, fái notið sín. Það er einlæg von mín, eð opnun Iceland Food Center hér í London í dag, verði enn einn þáttur í góðum og vinsam- legum samskiptum milli brezka heimsveldisins og íslenzka íýð- veldisins. Að síðustu vil ég láta í ljós þakklæti mitt til þeirra, er með Btörfum sínum hafa rutt braut- ina fyrir þessari matvælamiðstöð hér í London, sérstaklega Björns Björnssonar, sem tryggði þetta mjög svo ágæta húsnæði, sem nauðsynlegt er til þess, að ár- angur náist, svo og öllum þeim öðrum, sem eytt hafa tíma sínum og fyrirhöfn í hið erfiða braut- ryðjendastarf, sem svo auðveld- lega gleymist, þegar því er lokið. Ég færi einnig þakkir þeim á- gætu gestum, sem heiðrað hafa okkur með nærveru sinni við þettá tækifæri. Ég óska stjórn, framkvæmdastjóra og starfsliði öllu við Iceland Food Centre til hamingju við opnun þessarar glæsilegu stofnunar. Ég er sannfærður um að mið- stöð þessi verður ein af máttar- stoðunum undir góðum samskipt- um Bretlands og íslands. Ég hef þá ánægju að lýsa nú yfir opinberlega opnun Iceland Food Centre, og býð velkomna gesti okkar og þá, sem í framtíð- inni heimsækja þennan stað. Ég vona, að hver sá, er heim- sækir þennan stað, hverfi héðan glaður og ánægður". Þá tók til máfe John Mack- ie aðstoðarlarDdlbúnaðarráðherra Breta og talsmaður ráðuneytisins í brezlka þinginu. í ræðu sinni minntist hann m.a. á nýlega töku brezkra togara í íslenzkri land- helgi _og kvaðsit vona að dómar- inn myndi taka mildum höndum er hann álkrræði sekit þeirra. Ann- ars sagði hann að ekkert jafn- aðist á við hinar fallegu stúlkur frá íslandi og hinn góða mat sem hér væri fram borinn og hér myndi verða á enskum marikaði og auka myndi góð samskipti þjóðanna. Að sdðustu átti blaðið tal við Hailldór Gröndal veitingamann og lét hann mjög vel yfir opnun- inni, sagði hana hafa bekizt í alla staði vel, staðurinn smekklegur og skemmtilegur. Atlhöfninni lauk með því að hann þakkaði gestum komuna um kl. 4 í gær. Iceland Food Oentre verður opnað almenningi um hádegið á morgun og mun síðan daglega opið frá kt. 9 að morgni til 11,30 að kvöldi . — Gemini Framh. af bls. 1 an komu þeir báðir út úr úr geimfarinu, Schirra og Stafford, brosandi út að eyr- um. En hljómsveit Wasp lék her- göngulög meðan áhöfnin hyliti geimfarana. Geimfarnarnir tveir voru næst færðir í læknissikoðun, og var svo skýrt frá því að geimferðin hefði engin áihrif á þá haft. Sagði læknirinn, dr. Howard Minners, uim Schirra, að það væri rétt eins og hann væri að koma úr öku- ferð milli húsa. Gemini 6 var vel búið kvik- mynda- og Ijósmyndavélum, og kvaðst Sehirra hafá ástæðu til að ætla að myndirnar hafi tekizt vel. Hann og Stafford halda á morg- un flugleiðis til Kennedjyhöfða, þar sem þeir gefa sérfræðingum skýrslu um ferðina. Má vænta þess að þá verði leyfð birting mynda, sem teknar voru í ferð- inni. Maður fyrir bíl UM KL. 6 í gær voru tveir af götuhreinsunarmönnum bæjar- ins á leið suður yfir Bringbraut- ina á móits við Stúdenitagarðinn oig drógu á eftir sér börur sínar. Sá sem gekk á eftir, Lúter Jóns- son, Grenim-el 10, varð fyrir Volkswagenbíl, sem kom vestur götuna. Hann fóitbrotnaði og var fluttur á Landspítalann. SIAKSTFIIUAR Ekki ágreiningslaus ákvörðun Líklegt er, að sú ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins, sem Eysteinn Jónsson skýrði frá á Alþingi í fyrrakvöld, að leggj- ast g-egn stóriðjuframkvæmdum á íslandi, hafi ekki verið átaka- laus. Vitað er, að ýmsir hinma yngri manna Fnamsóknarflokks- ins eru málinu hlynntir, og sum- ir þeirra hafa barizt fyrir því, að erlent einkafjármagn yrði fengið til framkvæmda hér á landi í fjöida ána. Enda hefur það ber- lega komið í ljós í skrifum hinna ynigri Framsóknarmanna í mál- gagni flokks þeirra undanfarna mánuði, að þeir hafa síður eo svo verið andvígir b.vggingu alúmínverksmiðju hér á landi, og er því greinilegt, að hin garnla og afturhaldssama flokks- forusta hefur pínt þá til undir- gefni í þessu máli. Það er t.d. fróðiegt að lesa nú greini, sem Helgi Bergs, ritari Framsóknar- flokksins, skrifaði um stórvirkj- un og stóriðju í Tímann hinn 25. marz s.l., en þar ræðir hann ítarlega um þessi mál, og kemur þar fram með ýmis sjónarmið. í grein þessari segir Helgi Bergs m.a.: „Atvinnuvegir okkar íslend iniga og þá sérstaklega útflutn- ingsatvinnúvegirnir eru mjög einhæfir. Aukin fjölbreytni í framleiðslunni er nauðsyn og hún hlýtur að koma. Framleiðsla á alúmíni eða önnur framleiðsla af þvi tagi á sviði efnaiðnaðar eða málmiðnaðar, sem nota mikla raforku yrði tækniþróun okkar íslendinga tvímælaiaust lyfti- stöng. Það mundi opna okkur ný svið og veita okkur ný viðfangs- efni í næstu framtíð“. Áhrif erlendra f j ármagnseigenda minni en áður Helgi Bergs ræðir síðan í grein sinni um erlenda fjármagnið og hætturnar af því, og segir m.a.: „Til skamms tíma hefur það verið háttur erlemdra fjármagns- eigenda, sem festa fé sitt á öðrum löndum, að krefjast margs konar fríðinda og sérstakra réttinda, sem sums staðar hafa leitt til þess, að fyrirtæki þeirra hafa ekki lotið sömu lögum og lands- menn sjálfir, og náð óeðlilegum tökum á atvinnulífi og þjóðfélags málum. í þessum efnum eru skil- yrði nú á seinustu áratugum orð- in nokkuð breytt. Erlemdir fjár- magnseigendur verða nú víðast hvar að sætta sig við að lúta sömu lögum í einu og öllu og landsmenn sjáifir, og kemur auð vitað ekki til greina annað, en þannig verði gengið frá málum hér á larndi, ef til kæmi. Áhrif hinna erlendu fjármagnseigenda eru einnig minni en áður tíðkað- ist vegna þess að með síaukinni tækni hafa slík fyrirtæki færra fólk í þjónustu sinná og áhrif þeirra á atvinnulífið og þjóðlífið eru því að sama skapi minni“. Þetta eru aðeins örfáar til- vitnanir í grein Helga Bergs frá því í marz síðastliðnum, en af meiru er að taka. Greinilegt er, að hann telur, að alúmímiðnaður á fslandi mundi verða tækniþró- un okkar mikil lyftistöng. Hann telur einnig, eins og allar aðstæð ur eru, að ekki verði hjá þvi komizt, að erlendir aðiiar eigi og reki slík alúmínfyrirtæki, og loks tciur hann, að sú hætta af erlendu eimkafjármagni, sem menn jafnan tala um, sé ekki lengur eins mikil og áður var, og ljóst er af grein hans, að hann telur ekki sérstaka ástæðu tii þess að óttast slíkt f jármagn hér á landj nú. Þessi maður, sem þannig skrifaði fyrir mokkrum mánuðum, hefur nú verið kúgað ur af afturhaldinu í Framsóknar flokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.