Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 17. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Hvernig er með Barker? Á ekiki að taka hann fastan í dag? — Ja, því ekki það. Við get- um vel tekið hann fastan sem grunaðan. Ég vona, að það geri ekki hina órólega. Og svo hef ég sett svartan kross við Hamm ond Barker. Ég hafði samband við Fulham f morgun og fékk nánari upp- lýsingar um þennan árekstur, hélt Saunders áfram. Þeir segja, að Hammond hafi farið burt af slysstaðnum klukkan 10.30, eftir því sem þeir komast næst. Báð- ir bílamir voru dregnir á við- gerðastöð um kl. 10.40. Árekst- urinn varð svö að segja við dymar hjá þeim, og einn við- gerðamaðurinn varð meira að segja sjónarvottur að honum. —■ I>á yrði ekkert hægara fyr- ir hann en vera kominn til Put- ney um ellefu, Ég hlakka til að heyra, hvað hann segir um það! Síminn hringdi. Það fyrsta, sem ég heyrði í honum var bláist ur frá skipi. — Afsakið, sagði ég. — Hver er þar? gargaði rödd, sem ég kannaðist vel við. — Hver ert þú? svaraði ég að gamni mínu. Hann varð feginn að heyra í mér. Það var gaman að heyra til þín. Hvar hefurðu alið mann- inn? — O, ég hef verið að reyna að útvega þér stöðuhækkun. Til hamingju með það og ég vona, að það hafi ékki stigið þér til höfuðs. Ég var að láta hann Sid snurfusa mig svolítið í morgun og hann sagði mér frá því. Ég var á meðan að krota á blaðið hjá mér og setja hringa utan um „Tom Teal“ og „Há- setaklúbbinn". Loksins hættí. ég þessu og horfði á blaðið. Hinn hélt áfram að mala í símann. — Bíddu rétt sem snöggvast, kall minn .... mér var áð detta nokkuð í hug. Ég lagði frá mér símann og fór að strika út stafina á blað- inu. Þarna kom það .... og þama kom það aftur. Ég leit spenntur á Saunders og fleygði blaðinu tíl hans. — Líttu vand- lega á þetta, ég held, að það þýði eithvað. Ég öskraði í sím- ann: Hæ! — Hæ! — Heyrðu mig. Við verðum að kjafta saman einhverntíma seinna. Ég held ég hafi náð í nokkuð, sem þér þykir gaman að heyra. En ég segi þér það ekki gegn um símann til að láta alla í Scotland Yard hlusta á það — maður getur engum treyst. Get ég komið til þín? Hvar ertu . . . í Wapping? — Jú, í Wapping. Komdu hvenær sem þú vilt. — Jæja, þú skalt þá búast við mér þegar þú sérð mig. En ef þú ert efeki við, þá láttu liggja boð eða hringdu mig upp. — Gott og vel, ég sé þig seinna. Ég lagði símann og hallaði mér aftur á bak í stólnum, á- nægður og laundrjúgur. — Hvað finnst þér um þetta, Saunders? Augað, sem hann sendi mér, var jafn skilningslaust og harð- soðið egg. Hann hristi höfuðið og skildi ekki neitt. — Ég er hræddur um, að ég sé ekki sér- lega gáfaður núna í morgun- málið, sagði hann. Hvað er þetta? — Krossgáta. Fæstu aldrei við krossgátur? — Aldrei. Skil þær ekkL □-----------------------------D 54 □-----------------------------□ — Komdu þá hingað. Ég benti á stafina. Þetta er stafavíxlun- argáta . . Tom Teal — Matelot (háseti). Lamotte — La Totem. Skilurðu þetta ekki. Það eru sömu stafirnir í þessum orðum, og ef það er eintóm tilviljun, skal ég éta þennan andstyggi- lega hattfcúf þinn. Hann stundi þungan yfir öxl- ina á mér stundarkom. — Já, sagði hann loksins. Ég skil. Jú, svona er það. Þetta getur orðið bölvað íyrir hr. Lamotte, er það ekki? —Jæja, það róar þá að minnsta kosti ekki teljandi, svar aði ég og brosti ánægjulega. — En nú skulum við tala við hann BlepharitiS' kallinn. Pat Hilton tók okkur með kuldalegu augnatilliti, þegar við komum inn til hans. Ég settist andspænis honum og setti hatt- inn minn á borðið milli okkar, þar sem hann virtist hafa ein- hver dáleiðsluáhrif á Pat. — Góðan daginn, sagði ég og var hinn vingjarnlegasti. Hann svaraði engu en hélt áfram að glápa á hattinn minn. Etann var í svörtum reiðhjóls- jakka, og þröngum, dökkum buxum, sem voru alsettar nagla hausum og rennilásum, og þann- ig hallaði hann sér rólega aftur í stólnum með glennta fætur, hendurnar í buxnavösunum og lævíslega ósvífnislegt glott á andlitinu og í staðinn fyrir tyggi gúm, saug hann ákaft eina tönn í efra gómi. Ég starði það lengi á hann, að kæruleysisbrosið tók eitthvað að súrna og hann var sýnilega órólegur. Hann snuggaði og kyngdi munnvatni og fæturnir voru ókyrrir. Ég held hann hafi sem snöggvast haldið, að ég væri farinn, en svo var eins og hann kæmi auga á mig aftur og síðan fór hann aftur að horfa á hattinn. — Ég ætla nú ekki að eyða miklum tíma á þig, sagði ég loksins, — af því að ég hef nóg annað þarfara að gera. Ætlarðu að svara því, sem ég spyr um, eða á ég að setja þig' í gæzlu- varðhald? Mér er sama hvort er. Hann sleikti tennurnar og neri síðan handabakinu um munninn, svo að það minnti á föður hans. — Það fer eftir því, fyrir hvað þú ætlar að taka mig fast- an, er það ekki? . — Þú mátt geta einu sinni. 1 Hann leit snöggvast framan í mig og virtist ekkert hrifinn af því, sem hann sá. Það var kalt þarna inni, en samt var hann sveittur á enninu. Hann kyngdi aftur mimnvatni — Hvað er það? — Morð, svaraði ég og ypptí öxlum kæruleysislega. — Þér gætuð ekki sannað það fremur en annað. — O, ég mundi hafa einhver ráð með það. — Ég drap hann ekki. — Sannaðu það! — Ég sýndi tennumar, án þess að brosa. — Þú verður nú að koma með éitthvað betra. Ég taldi á fingr- unum — Vic Marsh, Red Murphy, Forester læknir og Carter lögregluliðþjálfi munu allir sverja, að þú hafir verið þarna viðstaddur. — Þekki þá ekki. — Það getur verið gott og veL En hvemig er það með fingra- förin þín á kaffibollanum? Held urðu, að þau sanni ekkert? Hann starði á mig kuldalega. Ég skellti hnífnum á borðið. — Átt þú þennan? Augun kipruðust saman. Nei. Ég rétti út höndina. — Fáðu mér þá þinn. Hveitið sem hver reynd húsmóðir þekkir og notar í allan bakstur w iifoimw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.