Morgunblaðið - 31.12.1965, Page 3
Föstudagur 81. des. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
3
r
«ra
Sr. Jón Auðuns dómprófastur:
Við áramót
HLUSTAÐU í kveld, hlustaðu og
heyr'ðu súginn af vængjatökum
gamla ársins dvína, deyja.
Meðan þú situr og hlustar,
flytja minningarnar þér mikið
mál. Sumt, sem þér er ljúft að
heyra. Annað, sem þú vildir geta
gleymt, ef þess væri nokkur kost-
ur. Margt 'má að ósekju gleym-
ast en ekki eitt, ekki miskunn
hans, sem yfir þér vakti á liðnu
ári. Er ekkert, sem minnir þig á
hana í kveld?
Sérðu ekki nú, er þú, lítur um
öxl, hve handleiðsla hans var
dýrmæt, hve gjafir hans voru
ríkar? í einkalífi þínu fór sitt
hvað á annan veg en þú hafðir
óskað. En var það Guði að
kenna, að gullið, sem hann gaf,
varð að ösku í hendi þinni?
Hvernig var’ðir þú gjöfum
Guðs? Svo margar voru þær, að
þakkarefnið við áramót er
mikið.
Þú ert einstaklingur, en jafn-
framt ertu þjóðfélagsþegn. Er
ekkert að þakka Guði, þegar
litið er á þjó'ðarhag?
Gjafir Guðs voru nógu ríkar
til þess, að vér hefðum átt að
geta lifað farsælla ár í landi
hans níu ára gamall, Þor-
steinn Gíslason. Hann er ögn
djarfari og hefur ekkert á
móti því, að við tökum mynd
af honum og blámáluðu kerr-
unni hans.
Með þessum nýja öndvegis-
farkosti, sem Morgunblaðið
sér blaðberum sínum fyrir,
virðist okkur að engin hætta
sé á öðru en kaupendurnir
fái blaðið sitt skilvíslega með
morgunkaffinu, og sá er iíka
tilgangurinn.
voru en nokkur kynslóð hafði
áður möguleika til. Þó sýnist
vi'ð ýmsa erfiðleika vera að etja.
En þeir eru því að kenna, að
vér höfum hagað oss heimsku-
lega.
Sjáðu baráttuna, sem er að
baki. Þá keppti stétt við stétt
og flokkur stóð gegn flokki. Ein-
hugur var enginn um að leysa
þjóðarvanda. Flest úrræ'ði stjórn-
arvaldanna virtust vekja þessa
hugsun fyrst hjá flestum.
Hvernig get ég komið mér svo
fyrir, að ég beri sem minnstan
skerf af byrðum samfélagsins en
beri sem mest úr býtum af gæð-
um þess. í geysilegri velgengni
gamla ársins óð upp óánægjan,
og kapphlaupið um að hækka í
senn verðlag og kaup hefir lík-
lega aldrei veríð heimskulegra.
Hefir nokkru sinni fyrr verið
annað eins kapphlaup um pen-
inga í þessu landi og nú, þegar
færri skortir peninga en nokkru
sinni fyrr? Þessi Hrunadans held
ur áfram á næsta ári. Hver eru
úrræðin? Hvorki Guð né menn
geta bjargað þjóð, sem enga sam
hyggju vill né kann að virða.
Guðshöndin var svo gjöful á
lfðnu ári, að þakkarefni við ára-
mót er mikið. Hversu margir
ætla að muna að þakka það í
kveld, sem þeir nutu af ómæld-
um Guðs gjöfum á gamla árinu?
Það verður víða annar og óskyld
ur hávaði, sem þaggar þakkar-
gjör’ðina niður. En það er víst,
að ef vér lærum ekki af gæzku
Guðs að gera yfirbót fávíslegrar
fyrri breytni, þá stoða ekki
gjafir hans, hversu ríkulegar sem
þær verða á árinu, sem er að
hefjast.
Hvert ber hún þig, aldan, sem
rís í nótt?
Hún ber oss gegn nýju ári. En
hún bendir lengra.
Árið er eilífðarbrot. Þessvegna
kann það a’ð skipta meira máli
en hugur veit, hvernig vér lif-
um það. Sál þín mun bera merki
þess inn í eilífð Guðs, eins og
hún ber nú og mun lengi bera
merki sorga og gleði gamla árs-
ins. Ef þú ber gæfu til að lifa
nýja árið sem ábyrgur þjó'ðfé-
lagsþegn, fús á að gegna skyld-
um þínum við samfélagið. þá ertu
ekki aðeins í samræmi við lög
landsins, sem þú lifir í, heldur
einnig í samræmi -við lögmál
eilífðarinnar. En eilífðin minnir
þig á sig, me’ðan alda hins gamla
brýtur fald og alda nýja ársins
rís, — í nótt.
hefur boðizt til að taka aftur
seldar hvellsprengjur (kínverja,
púðurkerlingar o.s.frv.) þar
sem ekki hefur tekizt að fá lög.
fest fyrir áramót bann við notk-
un þeirra á gamlárskvöld —
en áramótahvellirnir í Dan-
mörku eru taldir valda varan-
legu heyrnartjóni á h.u.b. 15.000
manns hverju sinni.
Nokkrir danskir stjórnmála-
menn tóku sig saman um að
reyna að fá bannið lögfest fyrir
31. desember en tókst ekki, m.
a. vegna þess að fjöldi verzlana
hafði þá birgt sig upp af slíkum
varningi til áramótagleðinnar.
En nú hafa margir kaupmenn
lýst sig fúsa til að taka við aft-
ur þeim hvellsprengjum sem
fólk vilji skila.
Ekki eru allir fylgjandi bann-
inu, sem að líkindum kemur
til framkvæmda í janúarmánuði
og segja sumir að þá verði bara
gripið til annarra ráða og sízt
betri og bifreiðum manna og
húsum verði hálfu hættara en
fyrr./-' „
Bjóðast til að
taka aftur kín-
verja og púðurk.
Kaupmannahöfn, 30. desember
NTB.
FJÖLDl danskra kaupmanna
Sigrun Sigurgeirsdottir (12 ára) . . . „núna er þetta enginn
van di“.
að reyna að ná tali af þeim
dyggu borgurum, sem sjá um
að allir hinir fái Morgunblað-
ið með morgunkaffinu. Starf-
ið krefst þess, að þeir sem því
anna séu ekki morgunsvæfir
og sannarlega var engan svefn
að sjá á þeim fimm blaða-
berum, er við hittum að máli,
kappið var svo mikið að við
þurftum að vera á harSa-
hlaupum til að geta lágt fá-
einar spurningar fyrir við-
komandi.
Fyrstan hittum við að máli
Valdimar Kristjánsson, fyrr-
verandi bónda í Húnavatns-
sýslu. Valdimar flutti hingað
til Reykjavíkur fyrir nokkr-
um árum og hefur nú borið
Morgunblaðið út til kaup-
enda sinna í þrjú ár sam-
fleytt.
Við höfum tal af Valdimar
á ferli, Sigríður?
— Ja, ég er nú heldur sein
fyrir í þetta skipti. Yfirleitt
byrja ég strax kl. 6 á morgn-
ana.
■—Hvað ertu lengi að fara
umferðina?
— Það er nú upp og ofan,
allt eftir því hve hratt ég fer,
segir Sigríður og er þotin
áður en við fáum ráðrúm til
að spjalla meira við hana.
Á Karlagötu hittum við 12
ára gamla yngismey. Hún
kveðst heita Sigrún Sigur-
geirsdóttir. Hún ber út í fjór-
ar götur og byrjaði í septem-
ber í fyrra.
— Hvernig kanntu við kerr
una þína, spyrjum við.
— Vel, segir Sigrún, — fyrst
þurfti ég að bera öll blöðin
sjálf og þá var þetta voða
Valdimar Kristjánsson
erfitt, en núna er þetta enginn
vandi.
— Byrjar þú alltaf svona
snemma að bera út?
— Ég byrja miklu fyrr, þeg
ar ég er í skólanum, segir
Sigrún Og stillir sér upp fyrir
myndatöku en er síðan á bak
og burt.
í Langagerði hittum við sjö
ára pilt, sem er greinilega
ekki meira en svo um okkur
gefið. Hann heitir Örn Gísla-
son og segist bera út hundrað
og eitthvað blöð. í humátt á
eftir honum kemur bróðir
í báruhruninu á nýársnótt
heyrir þú meðal margra radda
eina, sem minnir þig á, að á
sínum tíma brotnar hinsta bár-
an. Hvar hún brotnar og hvar
þig ber þá á land, veit Guð og
enginn nema Gu'ð. Vertu örugg-
ur. í hendi hans er öllu borgið
bezt. Gamla árið með sorgum
þess og gleði var gjöf frá hon-
um. Það verður nýja árið líka,
en þegar þú heilsar því, hugsaðu
þá um þetta:
Fyrst allt er svo hverfult,
stopult og stutt, ber oss af mik-
illi varúð að lifa. Gakktu því
hægt um gleðinnar dyr og örugg
um skrefum inn í musteri sorg-
arinnar, eigi sporin þín að iiggja
þangað.
En hvar sem spor þín liggja,
um vegu lífs eða dauða, gleði
eða sorgar, þá þiggðu samfylgd
hans, sem í árdaga horfði á sindr
in verða að sólkerfum og setti
lögmál allri þeirra ómælanlegu
dýrð. Hann hefir vakað yfir ald
anna rás og hann vill vaka yfir
þér. Höndin hans styður hvort-
tveggja, stráið veika og hina
sterku eik. Leyfðu henni að leiða
þig á árinu, sem byrjar göngu
sína í nótt.
Guð GEFI FARSÆLT ÁR-
Örn og Þorsteinn Gíslasynir, hraustir strákar þótt ungir séu.
MORGUNBLAÐIÐ
IBLAÐAKERRUM
MEÐAN allur þorri borgar-
búa sefur værum svefni undir
hlýjum brekánum, starfa ótal
ötular hendur að því að dreifa
til þeirra Morgunblaðinu í
frostbitrunni eldsniemma á
morgnana. Þeir sem annast
dreifingu blaðsins eru að öll-
um líkindum árrisulasti hluti
borgarbúa; kl. 6 að miorgni
má sjá þá hvarvetna um borg-
ina, ýtandi á undan sér lítilli
kerru, mjög hentugum far-
kosti, einkum fyrir yngri kyn-
slóðina, sem ekki hefur þrek
til að rogast með þunga blaða-
sekki um langan veg, því
Morgunblaðið er stórt og síg-
ur í og þess utan er það bezta
blaðið eins og allir vita.
Árla morguns fara frétta-
menn blaðsins á stúfana til
fyrir utan heimili hans að Brá
vallagötu 12 og hann svarar
góðfúslega nokkrum spurning
um okkar.
— Hvenær fékkstu þessa
kerru, Valdimar?
— Ég fékk hana fyrir rúmu
ári og varð satt að segja himin
lifandi, því ég er orðinn gam-
all, eins og sjá má og bakveik
ur og þoldi illa, að rogast með
öll þessi blöð á öxlunum.
— Hvað berðu út mörg ein-
tök?
— Þau eru 160 og það tekur
mig rúma tvo klukkutíma að
koma þeim öllum til skila.
Við hittum Sigríði Árna-
dóttur næst að máli, en hún
sér íbúunum við Hringbraut
og Víðimel fyrir blaðakosti.
Ertu alltaf svona snemma