Morgunblaðið - 31.12.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 31.12.1965, Síða 8
8 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 31. des. 1965 ísrannsóknir Special Fund S.Þ. á Þjórsár- og Hvítá rsvæðinu Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá raforkumálastjóra: Hinir norsku ísasérfræðingar, dr. O. Devik og E. Kanavin, yfir- verkfræðingur, er dvöldu hér á landi á vegum „Special Fund“ Sameinuðu Þjóðanna við'ísrann- sóknir á vatnasviðum Þjórsár og Hvítár luku rannsóknum sínum í aprílmánuði s.l. í sumar sem leið unnu þeir að samningu skýrslu um rannsóknir þessar. Skýrslan var send Sameinuðu þjóðunum í októbermánuði s.l. ísarannsóknir þeirra <1 . Deviks og Kanavins voru lið- ur í víðtækri aðstoð við virkj- unarrannsóknir á vatnasvæðum Hvítár og Þjórsár, sem Special Fund veitti fslandi. Sá er háttur Sameinuðu þjóð- anna í tilvikum sem þessum að yfirfara slíkar sérfræðilegar skýrslur áður en þær eru form- lega sendar ríkisstjórn þess lands sem aðstoðarinnar verður aðnjótandi. Ennfremur að safna saman öllum skýrslum varðandi til'tekna aðstoð, endurskoða þær eða yfirfara í einu lagi og senda þær að því búnu til ríkisstjórnar viðkomandi lands, ásamt skýrslu um aðstoðina í heild. Aðstoð „Special Fund“ við fs- land, þeirri sem drepið var á hér að framan, lýkur á miðju ári 1&66 Lokaskýrslur þeirra sérfræðinga sem hér hafa starfað verða því að líkindum ekki formlega af- hentar ríkisstjóminni fyrr en síðari hluta árs 1966. Aðstoð Special Fund er á eng an hátt bundin við rannsóknir við Búrfell, heldur almennar virkjunarrannsóknir á Hvítár- og Þjórsársvæðinu. Hitt er svo ann- að mál, að niðurstöður slíkra rannsókna geta auðvitað komið að notum við Búrfellsvirkjun eins og hverja virkjun aðra á þessum tveimur vatnasviðum. Með tilliti til Búrfellsvirkjunar aflaði raforkumáiastjórnin sér því, fyrir milligöngu fram- kvæmdastjóra „Special Fund“- aðstoðarinnar hér á landi, nokk- urra eintaka af skýrslu þeirra dr. Deviks og Kanavins, eins og hún var send SÞ., til afnota fyrir ríkisstjórn og ríkisstofnanir. Meðan Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki lokið endurskoðun hennar og sent hana formlega til ríkis- stjórnarinnar eru um afnot af skýrslunni settir þessir skilmál- ar af hálfu SÞ.: a) Að skýrslan verði einungis notuð af ríkisstjórninni og stofn- unum hennar, en ekki birt opin- berlega. b) Að SÞ. eru ekki endilega sammála þeim sjónarmiðum, sem fram koma í skýrslunni. , Með tiliti til þessa hefur skýrsl an ekki verið birt og ekki er mér kunnugt um að hún hafi verið afhent neinum til birtingar. Skýrslan, sem fjallar um ísmynd un á Hvítár- og Þjórsársvæðinu og ráðstafanir gegn þeim er al- menns og fræðilegs eðlis. Eng- ar kostnaðartölur eru settar fram ekki tillit tekið til kostnaðar yfir leitt og hvergi rætt um, hvernig Búrfellsvirkjunin skuli úr garði gerð. I skýrslunni kemur hins vegar fram, eins og allir eru sam mála um, að bezta ráðið gegn ísmyndun á umræddum vatna- svæðum sé að minnka kæliflöt ánna og byggja stór uppstöðulón. Þetta er það, sem stefnt verður að af forráðamönnum Búrfells- virkjunar, en af fjárhagslegum ástæðum er ekki hægt að ráðast í heppilegustu lausn frá fræði- legu sjónarmiði við fyrstu virkj- un í Þjórsá. Eins og oft hefur verið skýrt frá áður er því ætl- unin að byggja fyrst vinnsluvirkj un við Búrfell sem styðjist við varastöðvar samfara nokkrum aðgerðum til minnkunar á kæli fleti árinnar, ofan virkjunarinn- ar og nokkurri miðlun í Þóris- vatni. Eftir því sem virkjunum miðar áfram á vatnasvæðinu er svo ætlunin að ráðast smám sam an í svipaðar aðgerðir og Dr. Devik ræðir um á fræðilegum grundvelli í skýrslu sinni. Eins og vitað er hefur verið unnið að tilraunum í Þrándheimi undanfarið með inntaksmann- virki Búrfellsvirkjunar, og hafa þau verið Könnuð í samræmi við niðurstöður tilraunanna. Um þessar tilraunir, sem gefið hafa góða raun er ekki fjallað í áð- urnefndri skýrslu, enda er hún ekki bundin við sérstaka virkjun og tilhögun hennar, heldur al- ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN SENDiBÍLAR VOLKSWAGEM SENDIBÍLAR FVRIRLIGGJANDI S'imi 21240 NEILDVFKZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 Sendillinn, sem síðast bregst Burðarþol: 1000 kg — 1500 rúmcm. vél — Hleðslurými 170 rúmf. — Gólfflötur 43,1 ferfet. Verð frá kr. 161.000.- Volkswagen sendibíllinn er mjög hagkvæmur. Volkswagen sendibíllinn er rúmgóður og auð- veldur í hleðslu og afhleðslu vegna hinna stóru hliðardyra og lúgu-dyra að aftan. (4 fet á breidd). Volkswagen sendibíllinn er ódýr í rekstri, léttur í akstri og lipur í meðförum. Verð frá kr. 112.000.— til atvinnubílstjóra. — Volkswagen varahluta- þjónustan er þegar landskunn. menns og fræðilegs eðlis eins og áður segir. Það er ekki hægt að segja að í skýrslu norsku sérfræðing- anna komi neitt óvænt fram, enda unnu þeir rannsóknarstörf sín hér í náinni samvinnu við sér fræðinga á raforkumálaskrifstof- unni og notuðu í ríkum mæli eldri skýrslur um veðurathugan ir Veðurstofunnar og vatnamæl- ingar og ísaathuganir raforku- málastjórnarinnar. Þeir ræddu við ýmsa sérfræðinga um þessi mál og skýrðu í samræðum sín- um við þá í meginatriðum frá hugmyndum sínum um aðferðir til að draga úr ísmyndun í ám, þar á meðal Þjórsá og Hvítá. Upplýsingar í skýrslu þeirra um magn ískrapa á Búrfellsvæðinu eru í samræmi við þær athug- anir, sem áður höfðu verið gerð ar og áætlanir Búrfellsvirkjunar öyggjast á. Skýrslan gefur því ekki tilefni til sérstakrar endur skoðunar á þeim forsemdum eða grundvelli áætlananna að þessu leyti. Jakob Gíslason, raforkumálastjóri. Aramótabrennur í borginni í kvöld f GÆB var MbL kunnugt um tæplega 70 bálkesti í Reykjavík, sem kveikja á í nú í kvöld. Vera má þó, aff áramótabrennurnar verffi eitthvað fleiri. Hér á eftir verffa taldar upp þær brennur, sem Mbl. vissi um, en því miður er þeim ekki raðað nægilega vel eftir borgarhlutum: Við Sörlaskjól og Faxaskjól. Við Meistaravelli, vestan Bæj- arútgerðar Reykjavíkur. Við Granskjól, sunnan Eiðs- granda. Við Ægissíðu, móti Fornhaga. Á móts við Ægissfðu 56. Við Faxaskjól, móti Sörlaskjóli. Sunnan Baugsvegar í Skerjafirði. Borgarbrenna á Klambratúni (Miklatúni). Austan Njarðargötu. Á móts við Kleppsveg 98. Við Skeiðarvog og Elliðavog. Við Súðurlandsbraut, móts við Langholtsveg. Á auðu svæði hjá Langagerði 120. Við Safamýri nærri leikvellinum. Austan Nóatúns við Sjómanna- skólann. Við Sólheim. Við Vesturbrún. Við Sundlaugaveg hjá nýju sund lauginni. í Smálöndum. Vi'ð gamla Golfvöllinn. Vestan Dalbrautar. Við Borgartún og Lækjarteig. Austan Háaleitisbrautar, sunnan Miklubrautar. Við Safamýri. Við Bólstaðarhlíð, austan Kenn- araskólans. Við Fellsmúla móts við húsin 10—12. Við Suðurlandsbraut móts vi'ð Álfheima. Við Holtaveg. Vi'ð Sunnuveg. Við Miðtún á íþróttasvæði Ár- manns. Við Kleppsveg á móts við Brekkulæk. Víð Elliðaárvog. Við Suðurlandsbraut við gamla Háaleitisveginn. Vestan Grensásvegar, norðan Bú staðavegar. Á móts við Laugarnesveg 96. Norðan við Hraunbæ 28. Við Súðurlandsbraut á Selásnum. Við Vatnsveituveginn hjá Sel- ási 14. Á túninu hjá Árbæ. Við Blesugrófarveg móts við Sjónarhól. Við Blesugrófarveg móts við Sléttuból. Við Blesugrófarveg vestan Hraunprýði. í tungunni milli Elliðaánna. Vfð Blesugrófarveg austan við Tungu. Hjá Rafstöðinni. Við Tunguveg við Miklubraut. Sunnan Miklubrautar, vestan Grensásvegar. Við Álftamýri sunnan Starmýrar. Við Safamýri austan við ShelL Vestan Hvassaleitis, sunnan Miklubrautar. yið Klifveg. norðan Bústaðav. Á aúðu svæði sunnan Langagerð is 120. Á auðu svæði austan Réttar- holtsskóla. Sunnan Breiðagerðisskóla. Á auðu svæðinu milli Akurgerðis og Grundargerðis. Á auðu svæ’ði milli Brekkugerðis og Skálagerðis. Við Ármúla og vestan Grensás- vegar. Við Ármúla nærri A. B. F. Á íþróttasvæði Ármanns við Sigtún. Á auðu svæði austan Hvassaleitis. Sunnan Fossvogsvegar, Fossvogsblettur 6. Norðan Fossvogsvegar á Foss- vogsbletti 21. Sunnan Bústa'ðavegar móti Ás- garði. í tungunni milli Bústaðavegar og Sogavegar. Innan við Básenda. Sunnan Hamrahlíðar á móts við húsið nr. 35. — Vaxandi Jbéns/a Framhald af bls. 28. inu 1965, samfara almennu kapp hlaupi um framkvæmdir og fjár- festingu, bæði á vegum einstak- linga og opinberra aðila. Við þetta hefur svo bætzt, einkum síðustu mánuðina stórfelld út- lánaaukning bankakerfisins, sem hætt er við að valdi enn aukinni þennslu á næstunni, ef ekkert er að gert. Þannig jukust heildar- útlán banka og sparisjóða um 569 millj. kr. meira til nóvember- loka á þessu ári heldur en á sama tíma árið 1964. Þótt meiri framleiðsla eigi nokkurn þátt í þessari útlánaaukningu, hefur verulegur hluti hennar tvímæla laust farið til fjárfestingar og menna eftirspurnarþenslu. Það orðið til þess að ýta undir al- eykur enn á þensluáhrif útlána- þróunarinnar, að mjög mikil aukning hefur orðið í endurkaup um Seðlabankans á afurðavixlum þ.á.m. vegna verðhækkana á landbúnaðarafurðum, en samtals jukust endurkaupin um rúmar 400 millj. kr. frá áramótum til nóvemberloka. Það er óhjákvæmilegt, að gerð ar séu við slíkar aðstæður pen- ingalegar ráðstafanir til þess að draga úr útlánaþenslunni og því efnahagslega jafnvægisleysi, sem hún skapar. Þessu markmiði er ætlunin að ná með þeim aðgerð- um, sem nú hafa verið ákveðnar. Megintilgangur innlánsbindingar innar er að draga úr óhóflegri útlánaaukningu bankanna og gera Seðlabankanum kleift að hamla gegn peningaþenslu vegna aukinna endurkaupa eða annarra orsaka. Vaxtahækkunin mun hins vegar hafa bein áhrif á fram boð og eftirspurn fjármagns, þar sem bún stuðlar bæði að aukn- ingu innlána og dregur úr eftir- spurn eftir lánsfé. Ætti þetta hvort tveggja ásamt batnandi af komu ríkissjóðs, sem útlit er fyrir á næsta ári, að stuðla að betra ríkt hefur um skeið. r•

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.