Morgunblaðið - 31.12.1965, Page 10

Morgunblaðið - 31.12.1965, Page 10
MORCUNEliAÐIÐ Föstudagur 31. des. 1965 10 Þá linast þjáningarnar og ykkur líður betur á sálinni ÞAÐ er harla erfitt að imvnda sér, að maðurinai, sem situr á móti mér í hlýju kamesi að Ási við Sólvallagötu, verði níræður á morgun; það er kímniglampi í augum hans, er hann rifjar upp minningar frá löngu liðnum dög- um og heiðríl jan í svip hans á ekkert skylt við elli og hrörnun, þvert á móti. Samtal okkar er aldrei formlegt né þvingað, þótt hér ræðist við annars vegar löngu þjóðkunnur fræðimaður og félagsmálaskörungur og hins vegar ungur maður, snauður að lífsreynslu. Það er raunar mjög viðeig- andi, að sr. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason skuli fæddur á nýárs- dag, hann veitti nýjum straum- um inn í flest þau mál, er hann kom nærri, í fylgd með honum var ferskur gróandi nýs tíma. Mér er næst að halda að sr. Sigurbjörn sé fordómalausasti maður sem ég hef fyrirhitt, hitt er annað mál, að hann hefur af- dráttarlausar skoðanir á hverjum hlut og hikar aldrei við að láta þær í ljós. Sr. Sigurbjörn er kominn af öndvegishöidum á Norðurlandi og afsprengi gamalgróinnar bændamenningar þar. Frá upp- hafi hefur það verið hans hjart- ans mál, að prestar fylgdust með nýjum tíma og nýjum viðhorfum. Hann hefur samið og gefið út fjölda kristilegra rita og bækl- inga fyrir kennimenn og alla sína löngu æfi starfað heilshugar að kristindóms- og mannúðarmál um og hlotið fyrir þau störf marg víslegar viðurkenningar bæði heima og erlendis. Ungur að áð- tim fékk hann senda orðu frá Ungverjalandi en hann skrifaði um frelsisbaráttu Ungverja á sín um tíma í íslenzk og erlend blöð. Hér heima hefur hann fengið fjölda viðurkenninga, það verður að geta þess í þessum inngangi, bví ekki vildi sr. Sigurbjörn ræða um það sjálfur. Hann var ritstjóri og í ritnefnd tímarits- ins Bjarma, um 29 ára skeið, for maður barnaverndarráðs um all- langt skeið, formaður kristniboðs sambands íslands frá stofnun þess, einn af stofnendum Elli- heimilisins Grundar og er enn þrátt fyrir háan aldur prestur elliheimilisins. Hann er og frá- bær starðfræðingur ðg hefur samið reikningsbók í sex heft- um. Hann hefur gegnt fjölmörg um trúnaðarstörfum fyrir I.O.G. T. og verið formaður Umdæmis- stúkunnar nr. 1., og er þó margt ótalið. Sr. Sigurbjörn hefur lifað við- burðarríka æfi og það hefur stað- ið styr um hann eins og flesta íslenzka athafna- og gáfumenn. Við skulum rvú gefa honum orð- ið. ÆSKUÁRIN — Fyrst man ég eftir mér fimm ára gömlum strákling í Glæsibæ í Víkurtorfu í Skaga- firði þeirri sveit, sem skapar- inn af örlæti sínú hefur veitt ílesc sem fagurt má teljast. Á þessum barnsárum flutti ég að Neðra-Ási í Hjaltadal með for- eldrum minum Gísla Sigurðssyni bónda og Kristínu Björnsdóttur. Það var jafnan gestkvæmt á Neðra-Ási og mikið líf í tuskun- um. Skagfirðingar voru þá og eru veitult og hjálpsamt fólk, þrátt fyrir nokkra fátækt fyrr á árum. A uppvaxtarárum mínum hafði fóik, sem nánast var kom- ið á vonarvöl, verið sent til Vest- urheims, þess lands þar sem smjörið átti að drjúpa af hverju strái, og lífsskilyrði voru álitin ólíkt betri en hér. Reyndin varð því miður oft allt önnur. Margt af þessu fólki fór sárnauðugt og grátandi. í>að er jafnan erfitt að vera rifinn úr tengslum við sín- ar æskustöðvar og heimabyggð og beinlínis rekinn út í óvissuna. Það veit enginn hve sárt það er, nema sá sem reynir. Ég get skýrt frá því til gamans, að til varnað- ar því að draugar færu með þessu fólki vestur um haf var skyggn maður fenginn til að standa á bryggjunni og skyrpa á eftir fólkinu. Það gerði hann svikalaust því hann fékk þóknun fyrir. Er ég fór til Manitöba á árunum hitti ég þar nokkra menn úr Hjaltadalnum. Þeir undu þar sæmilega sínum hag, en spurðu margs um ástandið hér heima. — En svo við höldum okkur við mitt lífshlaup, þá var oft gaman á æskuárunum og margs að minnast. Nokkurn skugga bar iþó á, því ég var heilsulaus og oft veikur. Kristín móðir mín, sagði einhverntíma, að ég hefði eitt sinn verið mjög þungt hald- inn af kíghósta og að því kominn að kafna. er inn úr dyrunum snar aðist smáskammtalæknir þar úr sveitinni og er hann sá mig, sagði hann: — Hvað er að barninu? Fáðu mér barnið, og þreif mig úr fangi móður minnar og hellti einhverju ofan í mig. Móður mín taldi það fullvíst, áð þetta hefði bjargað lífi mínu. Þessi lífgjafi minn var Jónas í Hróarstungu. Ég minnist þess einnig, að eitt sinn er ég var að leik í sterku sólskini, fékk ég sólsting og hafði að sjálfsögðu ekki hug- mynd um það þá. Ég heyrði ein- kennilegar raddir og svimi kom yfir mig. Ég fór þá til hinna barnanna og talaði við þau og þá hvarf þessi tilfinning. Mér þótti þetta næsta kynlegt Og í óvitaskap mínum reyndi ég að fá þetta aftur og það tókst nokkr- um sinnum. Ég segi frá þessu vegna þess, að í sambandi við sólsting stendur mesta trúar- reynsla mín. Ég var þá á ferð einn og ríðandi yfir Heljardals- heiði í miklum hita. Ég fékk þá sólsting svo heiftarlegan, að ég hélt að ég mundi missa vitið. Þá var tveggja klukkutíma reið tii næsta bæjar en eins klukkutíma reið til þess bæjar sem ég kom frá og sneri ég strax við. Þegar ég kom að Stóruvörðu þar á heið inni fór ég af baki og kraup og bað til guðs um að hann tæki þessar þjáningar frá mér. Svo brá við að sólstingurinn hvarf með öllu og hef ég aldrei fengið hann síðan. Þetta sýnir gleggst, að ef guð bænheyrir menn gefur hann oft mikið meira en beðið er um. — Annað atvik úr æsku er mikil áhrif hafði á mig skeði í einni kirk-juferð. Þá Stti að ferma, en ég var ekki kominn á fermingaraldur. Er ég kom inn I kirkjuna með foreldrum mín- um settumst við framarlega. Prestur við þessa guðsþjónustu var Pálmi Þóroddsson og er hann kom auga á mig, sagði hann: „Fyrst ætla ég að tala við eldra fólkið. síðan við börnin og loks við fermingarbörnin“. Mér þótti mjög vænt um þetta, því þá töluðu þeir, sem eldri voru aldrei við börn undir fermingu, nema sérstakt bæri við. Ég hitti sr. Pálma 50 árum seinna og þá þakkaði ég honum þessi orð. — Menn lifðu mikið með hest- unum í Skagafirði, enda voru þeir veigamesta samgöngutækið milli byggða þá. Ef maður sá stúlku á hesti, sem ungur maður hafði léð henni var á það litið sem væntanlega trúlofun þeirra, hesturinn var nokkurskonar trú- lofunarhringur! Séra Sigurbjörn Ást- valdur Gíslason við mál verk af konu sinni, Guð- rúnu heitinni Lárusdótt ur alþingismanni og rit- höfund. Myndin er tekin, að Ási sl. þriðjudag. (Ljósm. ól. K. M. Mag.) Rætt við Sigurbjörn Á. Gíslason níræð- an. sem á 69 ára stúdentsafmæli í vor í LATÍNUSKÓLANUM — Ég var sextán ára gamall, er ég hélt ríðandi áleiðis til Reykjavíkur til náms í Latínu- skólanum þar. Það fyrsta sem ég tók eftir hjá skólapiltum var bölvið og latínusletturnar. Opn- aðist þarna nýr og framandi heimur fyrir mér. Er ég settist í skólann var sagt við mig: „Nú ertu fínn maður og mátt ekki láta sjá þig með verkamönnum eða sjómönnum“. Ég hafði ekki áður kynnst mannamun, því ég er alinn upp við hjálpsemi við hvern sem er, og eilífar gjafir. Bjöm ólsen var þá rektor í Latínuskólanum en Jón Þorkels- son var nýhættur. Björn þótti strangur og ógætinn kennari en ég vissi að hann var það ekki og get sagt dæmi því til sönnun- ar. Það bar til í kennslustund hjá einum kennaranum, sem ekkí var allskostar klár í sínu fagi, að piltur á neðsta bekk, sem kallaður var, tóku upp þá iðju að rífa þorskhausa. Kenn- arinn sá til þeirra og taldi þetta ósvífna móðgun við sig, sem það og var, og rauk þegar á dyr. Björn kom inn skömmu seinna ofsareiður og sagði, að réttast væri að loka bekknum. Piltarnir urðu mjög hræddir, sem vonlegt var, var næstum því liðið yfir einn þeirra. Þá stóðu upp piltarn- ir í efsta bekk og sögðu, að um- ræddur kennari kynni ekkert í sínu fagi og sögðust treysta sér til að „reka hann á gat“ hvenær sem þeim byði svo við að horfa, og Var þetta laukrétt hjá þeim. Þessir piltar voru mestu gáfna- ljósin í bekknum svo það kom hik á Björn, en síðan sagði hann: „Þið eigið nú aðeins einn mán- uð tii stúdentsprófs og þetta til- stand er mjög raunalegt. Við skulum semja, drengir: Þið sjáið um að kennarinn hafi vinnufrið og þið ljúkið prófi á tilsettum tíma“. Þótti þetta vel að farið hjá Ólsen. Annars var rólegt hjá okkur í Latínuskólanum á þessum ár- um. Ég man aðeins eftir einu atviki, þegar skólapiltar gerðu uppsteit. Það var þegar bænadag urinn var tekinn af okkur en hann var frídagur okkar og hon- um vildum við ólmir halda. En það rættist vel úr því. — Úr Latínuskólanum fór ég í Prestaskólann og útskrifaðist þaðan árið 1900. Þar kenndi mér meðal annars Jón Helgason síðar biskup og fleiri ágætismenn. Það má geta þess til gamans, að við erum aðeins þrír núlifandi ís- lendingar, sem tókum stúdents- próf fyrir aldamót; Karl Einars- son, fyrrverandi bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, sem er okkar élztur stúdent. tók prófið 1895, Halldór Júlíusson fyrrverandi sýslumaður Strandasýslu og ég, sem tók stúdentspróf vorið 1897. Jón Helgason hvatti mig til að fara til Danmerkur að loknu námi í Prestaskólanum, sem ég og gerði. Fór ég á heimili hjá dönskum presti, Skovgaard Peter sen, mesta heiðursmanni. Margir voru þá undrandi og hneykslaðir á Petersen að taka inn á barn- margt heimili sitt íslenzkan kandídat, því það var útbreidd skoðun, að allir íslenzkir kandí- datar væru drykkjumenn! Ég hygg þó, að fólk þetta hafi fljót- lega skipt um skoðun. Þegar ég kom aftur til íslands hóf ég kennslu í Kvennaskól- anum og kenndi þar um nokk- urt skeið. Þá bannaði Þóra Mel- sted skólastýra, stúlkunum að kalla mig Ástvald eins og allir gerðu, en kalla mig þess í stað Sigurbjörn. Seinna nafnið hefur greinilega verið þeim feimnis- máL Árið 1915 byrjaði ég að kenna í Vélskólanum og var þar við kennslu í 29 ár. Ég komst fljótlega að raun um er ég byrjaði að tala við og kynnast prestum hér heima, að allan þorra þeirra var bókarlaus og hófst ég þá handa um að út- vega þeim kristileg rit og bækur. Þetta geri ég að vísu enn þann dag í dag þótt í smærri stíl sé. Ég hafði alltaf mikinn áhuga fyrir stærðfræði og samdi reikn- ingsbók, sem út kom í sex heft- um. — Eiginkonu minni Guðrúnu Lárusdóttur kvæntist ég 1902. Hún var mikil gáfu- og hæfileika- kona, var meðal annars lands- kjörinn þingmaður í átta ár og var önnur aiþingiskonan á Al- þingi íslendinga. Hún var einnig afkastamikill rithöfundur og nutu skáldsögur hennar mikilla vinsælda á sínum tíma. Það var dapurt árið, sem hún dó og til- drögin að dauða hennar hryggi- leg. Hún drukknaði í Tungu- fljóti árið 1938 ásamt tveimur uppkomnum dætrum mínum. Það voru erfiðir tímar og til að létta á sálu minni heimsótti ég ekkjur og talaði við þær og reyndi að hughreysta þær. Það varð mér jafnmikil raunabót og þeim. Má ég ekki spila fótbolta? — Ég hef ferðast heilmikið þrátt fyrir aðvaranir lækna og heilsuleysi, sem á mig hefur sótt að undanförnu. Einn sona minna bauð mér að fara til Landsins helga og Egyptalands fyrir nokkru. Ég fór sjóleiðis ásamt öðrum presti og einum kunn- ingja mínum, þrátt fyrir það að læknir einn hefði sagt mér, að hjartað væri ónýtt og ég skyldi varast alla áreynslu. „Má ég þá ekki spila fótbolta", spurði ég, en hann sagði að þetta væri ekkert spaug, og hefur vafalaust rétt fyrir sér í því efni. Nú, ég fór samt og var níu vikur á stanzlausu ferðalagi og hresstist mikið. Ég álít að ferða- lög á sjó, sé einhver bezta heilsu- bót sem völ er á. Ég mundi fara til Brazilíu.ef ég fengi einhvern góðan mann til að fara með mér. — Ég hefði ekkert á móti því, að lifa ævi mína upp aftur nema Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.