Morgunblaðið - 31.12.1965, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.12.1965, Qupperneq 13
Föstudagur 31. des. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 13 Sr. Sigurhjörn Á. Gísla- son í Ási nírœöur J>ANN íyrsta janúar árið 1966 er séra Sigurbjörn Ástvaldur Gísla- son níræður. Hann hefur komi'ð víða við sögu og gefið sig að ýmsum málum á langri ævi, svo sem prestsskap, kennslu og bind- indisstarfi. Einnig hafa önnur fé- lagsmál í sambandi við líkn og mannúð átt hug hans og sjást þess glögg og varanleg merki í góðum árangri, enda er séra Sig- urbjörn löngu þjóðkunnur máð- ur. Æviferil þessa aldna klerks, störf og menntun, mun ég ekki rekja frekar, þar sem það verður væntanlega gert af öðrum. En um leið og ég færi séra Sigurbirni innilegar hamingju- óskir og þakkir á þessu merkis- afmæli hans, vil ég nefna tvo áberandi þætti í fari hans, sem hafa orðið mörgum ungum presti til uppörfunar og hjálpar í starfi. Séra Sigurbjörn hefur ætíð verið boðinn og búinn að miðla öðrum af langri reynzlu og hann hefur um árabil haft til sölu úrvals bækur, aðallega erlendar, ásamt tímaritum, en allt hefur þetta fjölbreytta lestrarefni fjallað um guðfræði og kirkjuleg mál. Svo mikil deyfð ríkti lengi í því að útvega mönnum sígildar bæk- ur og rit kirkjunnar, að þessi ágæta starfsemi séra Sigurbjarn- ar hafði ámóta áhrif og vín í eyðimörk. Af einstæðum og óslökkvandi áhuga hefur séra Sigurbjörn staðið i traustu sam- bandi við bókaútgefendur fjöl- margra kirkjudeilda víða um heim og útvegað mörgum íslenzk um prestum dýrmætar fræði- bækur, ásam.t eins og öðru, sem til kirkju- og sálgæzlustarfs þarf. Hér er um að ræða braut- ryðjandastarf, sem er bæði mikils virði og mjög svo þakkar- vart. í heilagri Ritingu standa þessi orð: „Sæll er sá þjónn, sem húsbóndi hans finnur breyta þannig, er hann kemur“ (Mt. 24,36). Og í þessa bók hefur séra Sigurbjörn sótt þann boðskap, sem hefur borið hann uppi í erfið leikum og sorg. í>að munu ýmsir minnast þess méð þakklæti, hvernig séra Sigurbjörn setti sig í samband við þá á liðnum ár- um, ef verða mætti, að hann gæti eitthvað greitt götu þeirra í kirkjulegu starfi. Og um leið og ég endurtek mínar beztu heillaóskir til hans á þessu merka afmæli og þakka vináttu alla, óska g honum og fjölskyldu hans sannrar farsæld- ar á nýju ári. Fáll Pálsson. ALDRAÐUR, góður vinur minn, séra Sigurbjörn Ástvaldur Gísla- son, verður níræður á nýársdag. Kynni akkar urðu til vegna mik- illar vináttu milli mín og hans elskulegu eiginkonu, Guðrúnar Lárusdóttur. Við urðum strax samrýmdar eftir okkar fyrstu fundi og leiddi það til þess að við urðum tíðir gestir á heimilum hvor annarra og fékk ég að kynn ast heimili þeirra hjóna. Oftast nær var gengið í gegnum skrif- stofuna hjá séra Sigurbirni, bæði þegar ég kom og fór. Ævinlega var aðeins stoppað á skrifstof- unni og skipzt á nokkrum orð- um, en alltal kom hann í borð- stofuna og drakk með okkur kaffi hlýr og hress í tali. En ótal verk- efni biðu hans og óðar var hann seztur við skrifborðið aftur. Séra Sigurbjörn Ástvaldur er fæddur á Glæsibæ í Staðarhreppi á nýársdag 1876. Foreldrar hans voru Kristín Björnsdóttir og Gísli Sigurðsson. Þau áttu jörð ina og voru þá vel stæð eftir því sem þá var talið. Þegar Sigur- björn var á sjötta ári fluttu for- eldrar hans að Neðra-Ási í Hjalta dal. Foreldrar hans vildu láta hann ganga menntaveginn og var hann látinn læra undir skóla. 1891 fór hann í Latínuskólann. Þegar hann var í fjórða bekk missti hann föður sinn. Þá fannst honum að hann bæri ábyrgð á afkomu móður sinnar og systkina. Hann hafði langað mjög til að læra stærðfræði eða eðlisfræði, en nú fannst honum ekki mögu- leiki á að hann gæti siglt til náms. Hann taldi sig verða að velja léttustu leiðina, sem fyrst veitti honum próf og embætti og fór því í prestáskólann. Hann varð stúdent 1897 og kandidat aldamótaárið. Þá fór hann um 14 mánaða skeið um Danmörk, Nor- eg og Svíþjóð til þess að kynna sér kirkjulega starfsemi og naut til þess styrkja frá danska rík- inu. Hann sótti mjög fundi og samkomur heimatrúboðsins og varð brátt virkur þátttakandi í því. Þarna lagði hann grundvöll að ævistarfi sínu. Ef farið væri út í það að lýsa ævistarfi séra Sigurbjörns, öllu því sem hann hefur gert og komið á framfæri yrði úr því efni í stóra bók. Aðal- áhugamál hans hafa verið trú- mál, bindindismál og mnanúðar- mál, öll í víðtækasta skilningi. ov "A' ■■ vmvwMgí LAUST fyrir kl. 13 í gær- dag var slökkviliðið kallað út að húsi við Grensássímstöð- ma. því köttur hafði klifrað þar upp á símastaur og hafði setið þar allan morguninn. 1 þann mund er slökkvi- liðið kom bar að mann frá Rafveitunni og gekk hann upp staurinn á klifurskóm sínum. Kisu leizt ekki á blik- una þegar átti að setja hana í poka og stökk hún niður, a.m.k. 25 kisuhæðir, og kom niður á fæturna í húsagarði og tók á sprett fyrir næsta húshorn. Ljósm.: Sv. Þ. Hann hefur og oft ferðast um er- lendis. Þá hefur hann kynnt sér trúmál, líknarstörf og heimsótt líknarstofnanir ýmiskonar í tuga tali. Hann var boðsgestur ís- lenzka kirkjufélagsins lúterska vestan hafs 1918. Séra Sigurbjörn naut styrkja frá Heimatrúboði Dana, Biblíufélagi Skota og Frið- riki konungi VIII til frjálsrar kristilegrar starfsemi. Bindindis- mál voru séra Sigurbirni áhuga- efni. Hann varð strax formaður bindindisfélagsins í skólanum. Hann var aðalmaður um stofnun stúkunnar Hlín. Þar kynntist hann ungri og glæsilegri gáfaðri stúlku, Quðrúnu Lárusdóttur. Þau voru heitbundin áður en hann fór í dvöl sína til Norður- landa, en opinberuðu trúlofunun sína þegar hann kom heim. Árið 1902 giftu þau sig og brúðkaups- ferð fóru þau norður til móður hans. Þau settust að í Reykjavík. Leigðu fyrst í Þingholtsstræti en 1906 fluttu þau að Ási þar sem hann býr enn. Hjónin í Ási voru aldrei rík á veraldarvísu, þau bjuggu þó ævinlega það vel að vera fremur veitendur en þiggj- endur. En áttu verðmæti andlegra auðæfa og til þess fjársjóðs var gott að grípa þegar misst var af jarðnesku yndi og eftirlæti. Þau nutú lífsins í blíðu og báru birgð- irnar saman í stríðu. Þau áttu 10 börn, 5 syni og 5 dætur, og misstu 3 í æsku. Þá var um stór sár að binda og þá var það stærsta eftir er hann missti sína elskulegu eiginkonu og dætur er slysið var í Tungufljóti. Þá mun hin eld- heita og hreina trúarvissa hafa verið hans styrkur og hinar ljúfu og björtu minningar um sambúð hjónabandsins. Þau voru svo lík í öllum skoðunum, að þar gat aldrei verið greinarmunur á . neinu. Það var elskulegt og hugljúft að kýnnast heimilislífinu í Ási, alltaf glaðværð og alltaf talað vel um alla. Hugheilar heillaósk- ir góði vinur. Daníel 12.3. Og hinir vitru munu skína eins og ljómi himinhvelfingarinnar og þeir sem leitt hafa marga til réttlætis, eins og stjörnurnar un aldur og ævi. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti. ALLT ÞETTA ER INNIFALIÐ í VERÐINU Aluminium hús, með hliðargluggum Miðstöð og rúðublásari Afturhurð með vara- hjólafestingu Aftursæti Tvær rúðuþurrkur Stefnuljós Læsing á hurðum Innispegill Útispegill Sólskermar Gúmmí á petulum Dráttarkrókur Dráttaraugu að framan Kilómetra hraðamælir með vegamæli Smurþrýstimælir V atnshitamælir H. D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan Eftirlit einu sinni eftir 2500 km. Hjólbarðar 750 x 16 ALUMINIUM YFIRBYGGING, SEM EKKI RYÐGAR. rr ^ a a/r\ [ 4NU — -rove, R J ■'L, BENZIIM EÐA DIESEL VERÐ: BENZINBILL UM KR: 152.000, DIESELBÍLL UM KR: 170.000.- LEITIÐ UPPLÝSINGA UM FJÖLHÆFASTA FARARTÆKIÐ A LANDI Sími 21240 HEILDVFRZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.