Morgunblaðið - 31.12.1965, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.12.1965, Qupperneq 17
Fostuðagur 31. des. 1965 MORGl! N BLAÐIÐ 17 leitt til ósanngjarnra úrslita. Ríkisstjórnin hlaut ekki að þessu sinni fremur en oft áður stuðning í tilraunum til að fá aðila til að einbeita sér að því, að bæta kjör þeirra, sem lakast eru settir. Hvorki heildarsamtök verkalýðs né vinnuveitenda treysta sér, ■— þrátt fyrir góðan vilja —, til að styðja það sanngirnis- mál. Fámenn félög innan Al- þýðusambandsins hafa æ of- an í æ getað knúið fram kröfur sínar, þó að þær séu ótvírætt til tjóns fyrir hin fjölmörgu félög, sem Al- þýðusambandið sækir styrk sinn til. Fjöldasamtökin eru látin efla þá aðila, sem sára- lítinn styrk hafa í sjálfu sér, til að knýja fram kröf- ur á kostnað fjöldans, sem yfir aflinu ræður. ★ Bæði Þjóðviljinn og Tím- inn héldu því fram í sumar, að það hefði verið „hernað- aráætlun“ mín að koma í veg fyrir allsherjarsamn- inga. Þessu var haldið blá- kalt fram, einnig eftir að Björn Jónsson hafði sagt í viðtali við Frjálsa þjóð hinn 22. júlí sl.: „— — heildarsamningar fyrir öll verkalýðsfélögin hafa aldrei verið gerðir hér í samanlagðri sögu verka- lýðshreyfingar á íslandi. Ef svo hefði verið nú, væri það eitthvað alveg nýtt. Ástæð- urnar fyrir sérsamningum einstakra aðila eru margar. Ólíkar aðstæður í atvinnu- málum og mismunandi tími heppilegur til samninga. Hins vegar eru vandamál verkalýðsfélaganna í höfuð- dráttum hin sömu — stefnan sú sama — og niðurstöður samninganna núna líka mjög svipaðar. Félögin fyrir norðan og austan héldu sameiginlega ráðstefnu til undirbúnings sínum samningum þegar í apríl. Þar ákváðum við — í samráði við forystu Verka- mannasambandsins — að vera sérstakur hópur í samn ingunum. Við stóðum eðli- lega við þá ákvörðun, enda er hún ekki ný“. Þessi hreinskilna játning Björns Jónssonar var síðan staðfest á skemmtilegan hátt í stjórnmálaályktun flokks- stjórnarfundar Sósíalista- flokksins, sem birt var hinn 11. desember sl. í Þjóðvilj- anum. Þar segir m.a.: „Reynslan hefur einnig sýnt, að brýn nauðsyn er á að halda við sjálfstæðum samningsrétti einstakra fé- laga eða félagsheilda, og að í ákveðnum tilvikum getur verið óhjákvæmilegt, að samningar einstakra félaga eða félaga í heilum lands- hlutum verði með öðrum hætti og á öðrum tímum en annarra félaga.“ Furðulegt er og að sjá þá, er harðast börðust gegn því, að skynsamlegir samningar tækjust í sumar, fullyrða nú, að ríkisstjórnin hafi lofað því, að engar verðhækkanir munu leiða af þeim samning um, sem gerðir voru. Auð- vitað hefur engu slíku nokkru sinni verið lofað. Allt annað mál er, að af hálfu ríkisstjórnarinn- ar var lýst yfir því, að hún mundi í lengstu lög leitast við, að draga úr því, að kaup hækkanir leiddu til verð- lagshækkana. Eftir hvíta- sunnusamningana töldu sum ir atvinnurekendur sig ekki þurfa að fara fram á almenn ar verðlagshækkanir. Mögu- leikum til þessa var þó ætíð skorinn þröngur stakkur. Eftir því, sem kauphækkan- ir urðu meiri, var ljóst, að þær yrðu óraunhæfari af því, að ómögulegt væri að hindra verðlagshækkanir þeirra vegna. Ákvæðin um verðtryggingu launa byggj- ast á því, að verðhækkanir séu óhjákvæmilegar, enda lá útreikningur á sumum þeirra fyrir strax í vor, svo að samningsaðilar gátu kynnt sér þær, ef þeir vildu. Fulltrúum verkalýðsins var einnig fullkunnugt um laga- ákvæðin um ákvörðun bú- vöruverðs. í tilvitnuðu sam- tali við Frjálsa þjóð játaði Björn Jónsson og hreinlega: „Verðhækkanir stafa reyndar ekki allar af sömu ástæðum. Kauphækkanir hafa alltaf í för með sér ein- hverjar verðhækkanir. Spurningin er: hve mikið af umsömdum kauphækkunum hverju sinni stendur eftir; hve mikið er raunhæf kjara bót. Á Norðurlöndum er reynslan slík, að það þykir góður árangur ef helmingur situr eftir. Við verðum vitan lega að stefna að því að gera samninga við atvinnurekend ur og ríkisvald um raunveru legar kjarabætur. Hækkun kaups í rýrnandi krónum er að sjálfsögðu enginn mæli- kvarði á raunverulega kaup hækkun. 4% kauphækkun ein út af fyrir sig er skamm- vinn kjarabót í óðaverð- bólgu, en mjög veruleg, ef um leið tekst að stöðva verð bólgu. Þetta sýnist einfalt — en það á langt í land, að menn hafi almennt skilið, hvað í þessu felst“. Enn er of snemmt að gera upp hvern hag almenningur hefur haft af kauphækkun- um ársins 1965 en eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja, þá hafa verka-, sjó- og iðn— aðarmenn nú verulega bætt hlut sinn og fengið meira en sinn hlut af véxti þjóðar- tekna. ★ Til lengdar skiptir það mestu máli, hvort raunveru lega tekst að stytta vinnu- tíma hinna verst séttu, eins og að var stefnt með kaup- samningunum við verkalýðs félögin að norðan og austan í vor og síðan Dagsbrúnar- samningunum og öðrum hlið stæðum. Svo sem oft hefur verið sagt, þá er vonlítið að þetta takist, ef allir aðrir, sem þegar hafa fengið styttri vinnutíma, vilja í skjóli þessarar leiðréttingar knýja fram tilsvarandi kjara bót — og hvað þá meiri — til handa sjálfum sér. Raunverulegri styttingu vinnutíma þeirra, sem hing- að til hafa orðið að vinna óhæfilega lengi til að sjá sér fyrir nauðþurftum, verður ekki náð nema því aðeins, að um það takist einlægt og styrkt samstarf 'milli þeirra verkalýðsfélaga, sem hlut eiga að máli og úrslitavald geta haft í Alþýðusamband- inu, vinnuveitenda og ríkis- stjórnarinnar. Til þess þarf m.a. setningu löggjafar um vinnuvernd. Að þvílíkri laga smíð hefur nú verið unnið allt frá því á árinu 1962. Út af fyrir sig þarf ekki að furða sig á, að þvílík ný- smíði taki töluverðan tíma. Atvinnuhættir okkar eru um margt svo sérstæðir, að ekki er við því að búast, að erlend löggjöf eigi hér við nema að takmörkuðu leyti. Nefnd, sem skipuð var til athugunar á málinu, mun hafa skilað tillögum til Al- þýðusambandsins og vinnu- veitenda, en ríkisstjórnin hefur ekki enn fengið þær til formlegrar meðferðar. Þær verða og lítt framkvæm anlegar nema sjálfir frum- aðilar, verkamenn og vinnu- veitendur, geti komið sér saman a.m.k. í meginatrið- um. Hæpið er, að hreint valdboð mundi verða hér að gagni, enda yrði ekki sparað að gera það tortryggilegt. Þá er einnig mikilsvert, að vel takist til um þær fram- kvæmdir, sem ríkisstjórnin lýsti yfir, að hún myndi beita sér fyrir í húsnæðis- málum og miða að því að hraða byggingum og gera byggingarkostnað minni en raun hefur orðið á hér í Reykjavík og nágrenni. Eng- in fullnægjandi skýring hef- ur fengizt á því, af hverju byggingarkostnaður er miklu hærri hér en annars staðar á landinu, þar sem aðstaða sýnist þó að ýmsu leyti örðugri. Skortur á vinnuafli er víðar en hér og þó að kostnaðarmunur kunni að vera eitthvað meiri nú en stundum áður, þá er hann engan veginn nýtt fyr- irbæri. Erfitt kann að verða að leysa þennan vanda, en samstarf ríkisvalds og verka lýðshreyfingarinnar mun gera það mun auðveldara en ella. Þjóðfélaginu ríður á fáu meira en að koma þessum málum í viðhlítandi horf. Náið samband er á milli byggingarkostnaðar og kaup kröfugerðar. Óhóflegur bygg ingarkostnaður getur ráðið úrslitum um það, hvort forð- að verður frá öngþveiti í at- vinnu- og efnahagsmálum. Út af fyrir sig er ekki æski- legt, að ríki eða bæjarfélag þurfi að blanda sér beint í þetta mál með þeim hætti, sem nú er ráðgert. En úr því að ekki hefur tekizt að leysa það með öðru móti, þá verður að gera þessa tilraun í samvinnu við verkalýðsfé- lögin. , ★ I öllum mannlegum félags skap mun ætíð verða við ein hvern vanda að etja. Ekki tjáir að láta slíkt vaxa sér í augum eða ætla, að erfið- leikarnir verði auðleystari, þótt undan þeim sé flúið. Menn flýja aldrei undan sínum eigin veilum. Það sannast bezt á Framsóknar- flokknum. Hann hefur ekki á heilum sér tekið eftir upp- gjöfina í desember 1958. Flokkurinn ráfar um í reiðuleysi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Við afgreiðslu fjárlaga í fyrra fullyrtu Framsóknar- menn, að mikill tekjuafgang ur mundi verða hjá ríkis- sjóði, bæði 1964 og 1965, og vildu hækka ríkisútgjöld um hundruð milljóna. Nú tala þeir um botnlausa útgjalda- hít og flytja einungis eina breytingartillögu við fjárlög •vegna þess, að allt sé orðið óviðráðanlegt, enda sé hin eina tillaga þeirra einungis flutt í mótmælaskyni! Á gamlársdag í fyrra skrif aði formaður flokksins langa grein, þar sem aðalboðskap- urinn var sá, að skoðana- munur milli Framsóknar- manna skipti litlu, aðeins ef þeir sameinuðust um að vera á móti Sjálfstæðis- flokknum og núverandi rík- isstjórn. Fyrir fáum dögum kúskaði hann svo, nánast í alþjóðaraugsýn, verulegan hluta flokks síns til þess að snúast allir í einum hópi á móti því máli, sem margir Framsóknarmenn hafa talið eitt mesta velferðarmál þjóð arinnar, stóriðju í sambandi við Búrfellsvirkjun. Ekki er furða þó að for- maður Framsóknar spyrði sjálfan sig í haust, þegar Al- þingi kom saman til starfa: „Hvernig á þá að taka á þessu? Auðvitað verður að finna aðra leið í meginefn- um. í stað þessara úreltu að- ferða, sem notaðar hafa ver- ið, verður að koma það, sem við getum kallað hina leið- ina. Það verður að koma önnur leið. Til þess að reyna að átta sig ofurlítið á þessu er kannske nauðsynlegt að spyrja örfárra spurninga, ef það gæti orðið til þess að blása þokunni eitthvað frá, ef mönnum finnst þess þurfa“. Sálmaskáldið segir: „Ó, blessuð stund er burtu þok- an líður“, og býst þó ekki við, að það verði fyrr en í öðrum heimi. Allir óskum við formanni Framsóknar langra lífdaga, enda mundi hann ekki lengur fýsa að fara hina leiðina, ef hann svaraði þeim spurningum, sem hann lagði fyrir sjálfan sig, í samræmi við staðreynd ir og þau gögn, sem öllum eru tiltæk. Þá mundi þokan jafnskjótt líða frá hugskots- sjónum hans. Fyrstu 3 spurningarnar hljóða svo: 1) „Hvernig telja menn skynsamlegt, að þjóðin beiti starfsorku sinni?“ 2) „Hvernig telja menn skynsamlegt að vinnuafli þjóðarinnar sé beitt og því vélaafli, sem þjóðin ræður yfir?“ 3) „Á að beita þessu afli að lífsnauðsynlegri fram- leiðslu í landinu eða ekki?“ Þarna er í raun og veru þrisvar spurt hins sama. Vöxtur þjóðartekna a mann síðustu þrjú ár er nær tvö- falt meiri en hann var á þeim þremur árum, þegar vinstri stjórnin var við völd. Aukning fjármunamyndun- ar hefur haldizt í hendur við vöxt þjóðartekna, og er fjár- munamyndun því nú um 60% meiri en á árinu 1958. Jafnframt er hlutur opin- berra framkvæmda í fjár- munamynduninni heldur meiri nú en þá var. Fjárfest- ingarhömlur á einstaklinga þá leiddu þess vegna alls ekki til þess, að tryggja hlut opinberra aðila betur en nú. Lífsnauðsynleg framleiðsla nýtur sín og ólíkt betur nú en áður. 4. spurningin var: „Á að efla menntun og gera það, sem þarf til þess að byggja skóla og annað í sömu átt?“ _ Já, vissulega og meðan framkvæmdir eru a.m.k. tvisvar sinnum meiri en á síðasta valdatíma Framsókn arflokksins, þá ætti formað- ur hans frekar að fylgja for- dæmi annarra en sjálfs sín. 5. spurningin var þessi: „Á að efla rannsóknir og gera það, sem þarf til þess að byggja rannsóknarstöðvar og búa þannig í haginn að fleiri vísindamenn geti kom izt að og unnið nauðsynlega vinnu?“ Rannsóknarstofnanirnar í þágu atvinnuveganna hafa verið efldar og nú er í bygg- ingu mikil rannsóknarstofn- un í Keldnaholti. Lög um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna voru sett á þessu ári og veita þessum málum miklu betri aðbúnað en áður. Framsóknarmenn reyndu hins vegar við meðferð máls ins á Alþingi að hindra f jár- öflun til eflingar rannsókn- um og vildu þannig gera hina nýju lagasetningu að pappírsgagni. 6. spurning formanns Framsóknarflokksins hljóð- aði svo: „Á að efla vélaorku og framleiðni og verja til þess því, sem þarf ?“ Já, og þar reynir sérstak- lega á, hvort menn hafa framsýni til að ráðast í virkj un Búrfells og byggingu ál- verksmiðju. 7. spurningin var: „Á að bæta samgöngur á sjó og landi og í lofti og láta í té þá þjónustu yfirleitt, sem menningarríki verður að gera, ef lífskjör eiga að batna og kröftugur atvinnu- rekstur á að þrífast í land- inu?“ Frá því í árslok 1958 til árs loka 1964 er talið, að verð- mæti samgöngumannvirkja hafi aukizt úr 4400 millj. kr. í 5740 millj. króna, hvor- tveggja á verðlagi 1960. Með sama hætti hefur verðmæti samgöngutækja á þessu tíma bili hækkað úr 2170 millj. kr. í 3600 millj. kr. Hér hef- ur því verið vel að verið. Að lokum er 8 spurning formanns Framsóknarflokks ins á þessa leið: „Eiga þær þúsundir fyrir- tækja og einstaklinga í land- inu, sem þjóðfélagið byggist að verulegu leyti á,. eiga þessi fyrirtæki t.d. að hafa rekstrarfé, svo að þau geti notið sín eða ekki?“ Heilbrigð sparifjársöfnun er undirstaða allrar lána- starfsemi. Ofþensla í útlán- um, sem Framsókn hefur stöðugt heimtað, dregur áð- ur en varir úr söfnun spari- fjár og bitnar innan stundar á þeim, sem lánsfé þurfa að fá. Vegna ofþensluhættu nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.