Morgunblaðið - 16.03.1966, Side 1

Morgunblaðið - 16.03.1966, Side 1
53. árgangur. 28 síður Johnson undirritar f jár veit. vegna Vietnam Washington, 15. marz (AP.NTB) Á MUÐJUDAG undirritaði Johnson Bandaríkjaforseti 5000 millj. dollara aukafjárveitingu vegna Vietnamstyrjaldarinnar. 1 stuttri ræðu er forsetinn hélt í þessu tilefni, sagði hann að sum- staða þingsins um þessa fjárveit- ingu, en hún var samþykkt með 487 atkvæðum á móti sex, sýndi ljóslega, að bandaríska þjóðin stæði nærri einhuga að baki stefnu stjórnarinnar í Vietnam- málinu. í ræðu sinni beindi Johnson orðum sínum til stjórnarvald- anna í Hanoi og Peking og kvaðst vonast til að þau gerðu sér grein fyrir því, hve tilgangslaus væri yfirgangur þeirra í S-Vietnam. Hann kvaðst vöna, að stjórnar- vöid þessi sæju að sér og hæfu samvinnu við Bandaríkin við að AP« — 14. man. — Mynd Jþessi sýnir stöpulinn af styttu Nelsoms, sem sprengd var í loft upp 8. þ.m. Styttan af ejóliðsforingja nom sfóð í O’Conmell strseti í Dublin á trlandi. Getnini 8 á loft í dag Rennedyhöfða, 15. marz — AP — NTB — Áætlað er, að Gemini 8, með tveimur mönnum imnanborðs, Framhald á bls. 27 Frakkland sætir harðri gagnrýni á fundi V-Evrópnbandalagsins London, París, 15. marz. — (NTB-AP) — Á ÞRIÐJUDAG komu saman til fundar í London, utanrík- isráðherrar og fulltrúar þeirra sjö ríkja, sem aðild eiga að Vestur-Evrópu-banda laginu, sem er deild innan Atlantshafsbandalagsins. — Verkefni fundarins var að Djakarta: Þúsundir hylla Sukarno á útifundi — fyrir að láta vöKdin í Kiendtvr herstns Djakarta, 16. marz (AP-NTB) Á ÚTIFHNDI, sem haldinn var í Djakarta á þriðjudag, var Su- karno ákaft hvlltur fyrir að hafa fengið Suharto, hershöfð- ingja, öll völd í hendur. Enn- fremur var á fundi þessum bor- in fram krafa. um að ný stjórn yrð'i mynduð innan 48 klukku- fstunda. Djakartaútvarpið til- kynnti á þirðjudag, að indónes- íska þingið mundi koma saman á miðvikudag, til að ræða ástand Ið í landinu. Þetta verður fyrsti fundur þingsins frá því Suharto tók við völdum, og sagði útvarp- tð, að landsmálin yrðu þar rædd á breiðum grundvelli. Stúdentar og and-kommúnist- ar í Djakarta hafa lýst yfir full- um stuðningi við Suharto og hrefjast þess, að undinn verði hráður bugur að því að útrýma hommúmistum úr valdastöðum. Þeir hafa einig óskað þess, að ný stjórn verði mynduð innan tveggja sólarhringa. Sukarno, forseti, heldur nú til i höll sinni í Bogor, sem er 66 km. fyrir utan Djakarta. Á mánudag sl. sátu ráðamenn hersins fjögurra tóma fund með Sukarno og lögðu fram kröfu «m að mynduð yrði stjórn með aðeins 26 ráðherrum, en í frá- farandi stjóm voru 106 ráðherr- ar. Suharto, hersihöfðingi, var ekki á fundi þessum og var hann sagður liggja í inflúenzu. Ta'lsmaður mdónesiska hersins hefur sagt, að afstaða landsins til Malaysíu verði óbreytt frá því sem áður var. Hann sagði ennfremur, að sú bjartsýni, sem kviknað hefði hjá valdamönnum Malaysíu eftir að Suharto tók við völdum, væri ekki annað en óskhyggja, sem hefði ekki við Framhald á bls. 3 ræða afstöðu Frakka til sam- takanna, einkum þá ákvörð- un þeirra, að taka í sínar hendur yfirstjórn á herafla NATO sem hefur aðsetur í Frakklandi. Á fundinum voru mættir ráðherrar frá Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Bretlandi. en sérlegir sendi herrar frá Frakklandi, Lux- emborg, Belgíu og Ítalíu. Fyr ir hönd Frakklands var mætt- ur Jean De Broglie. Michael Stewart, utanríkisráðherra Breta, hafði boðað til þessa fundar og stýrði hann honum. Fulltrúarnir munu rœðast við í tvo daga og eftir fynsta fund- inn á þriðjudagsmorgun, bauð Stewart gestum sínum til há- degisverðar. Stewart var harðorður í garð Framhald á bls. 27 vinna að bættri afkomu þeirra milljóna, er í Suðaustur-Asíu búa. Hann iagði áherzlu á,. að mannlegar þarfir þessa fólks væru hinar sömu og annarra manna. I»að þarfnist matar, hús- næðis og menntunar. Johnson gat þess, að þrátt fyrir það, að flestar þjöðir og þjóðhöfðingjar vildu frið, væri Vietnamstríðinu hald- ið áfram, vegna þeirra fáu sem væru á annarri skoðun. Johnson iagði ríka áherzlu á það, að ástæðan fyrir veru Bandarikja- hermanna í Vietnam væri sú, að sýna þeim þjóðum er hyggðu á yfirgang hvar sem er í heim- inum, að slíkt yrði ekki látið viðgangast. Hann minntist á. þær háu upphæðir, sem styrjöld þessi kostaði og taldi að fé þessu yrði sannarlega betur varið til að bæta afkomu þurfandi fólks, en að slíkt yrði ekki nægt fyrr en kommúnistar hættu yfirgangi sínum í Vietnam. Dönsk fjöl- skylda deyr of matareitrun á Spóni Khöfn, 15. marz. — NTB. DÖN8K hjón og tvö börn iþeirra, sem verið höfðu á ferðalagi á Spáni, fundust lát in í íbúð sinni í ferðamanna- bænum Ben Almadena nálægt Torremolinos. Spönsku yfir- völdin gáfu þær upplýsingar, að fjölskyldan hefði déið af að borða vissa eitraða banana tegund, sem yxi villt á Spéni. Jaijðræktardeild Kaupmanna hafnaúháskóla hefur hins veg- ar staðhæft, að hvergi vaxi eitiraðir bananar. Mál þetta er nú í rannsókn og að því er danski sendiherrann í Madrid tilkynnti á þriðjudag, þá hafa einungis spænskk lækn- ar athugað likin. St]6marfruiiivarp um eflingu Iðnlánasjóds: Aðstaða Iðnlánasjóðs til styrktar iðnþróunar í landinu stórefld í GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um Iðnlánasjóð. Er lagt til með frumvarpinu að iðnlána- sjóður verði efldur til muna og kemur það fram í að framlag rikissjóðs til sjóðsins verður 10 milljónir króna á ári, í fyrsta sinni 1967 og að iðnlánasjóði heimilast að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að taka allt að 150 milljón króna lán, eða jafn- virði þeirrar f járhæðar í eriendri mynt, ef árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins nægir ekki til að hann geti viðunamff hátt gegnt hlut- verki sínu. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að iðnlána- sjóði verði heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að taka allt að 100 milljón króna lán til þess að mynda nýjan lánaflokk í því skyni að veita sér stök hagræðingarlán til viðbótar almennum lánum, er að mati sjóðsstjórnarinnar teldust stuðla verulega að því að auka fram- leiðni og bæta aðstöðu iðnfyrir- tækis til þess að aðlaga sig nýj- um viðhorfum vegna breyttra viðskiptahátta, svo sem tolla- breytingar og friverzlunar. Mega lán þessi vera með betri kjörum en lánasjóðsins almennt, svo sem með lægri vöxtum, lengri láns- tíma eða afborgunarlaus fyrst í stað, allt eftir því sem nánar yrði ákveðið í reglugerð. I greinargerð er fylgir frum- Varpinu kemur m. a. eftirfarandi fram: Iðnaðarmálaráðherra hefur nýlega á fundi í Félagi íslenzkra iðnrekenda, þann 5. febrúar sl., gert grein fyrir viðhorfum ríkis- stjórnarinnar til þessarar mála. Komst hann m. a. þannig að orði: „í fyrsta lagi: Stefnt er að þ\ að ríkja megi jafnrétti milli að« atvinnuvega landsmanna, o jafnframt að því unnið, að hags munir einstakra atvinnugrein séu ekki fyrir borð bornir, e það samrýmist hagmunum al mennings, eða þjóðhagslegi framkvæmd. í öðru lagi: Stefnt er að því a létta tollum af vélum og hráefn um iðnaðarins, samfara því a tollum sé almennt aflétt til þes að veita almenningi ódýrara o betra vöruval og draga með þ\ Framhaid á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.