Morgunblaðið - 16.03.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.03.1966, Qupperneq 3
Miðvikudagur 18 tnaTE 1966 MORGUNBLAÐID 3 Hvað er Rotary? Rætt við dr. Jouko Huttunen HÉR HEFUR verið á ferð dr. Jouko Huttunen, læknir í Hyvinkáá í Finnlandi, en hann á sæti í yfirstjórn Rot- ary International ©g kom hingað sem fulftrúi samtak- anna. Mbl. hitti hann að máli ásamt Sverri Magnússyni, dr. phil., lyfsala í Hafnarfirði, sem er umdæmisstjóri Rot- ary-klúbbanna á Islandi. Dr. Huttunen sagðist vera á heimleið frá Bandaríkjun- um, þar sem hann sat ráð- stefnu Rotary-samtakanna. Forseti samtakanna, sem er Hollendingur, spurði hann vestra, hvort hann gæti ekki komið við á íslandi og flutt fyrirlestra um starf samtak- anna í nokkrum Rotary- klúbbum hiér. Þetta varð úr, og þegar Mlbl. átti tal við dr. Huttunen, hafði hann verið hér í fimm daga og talað í jafnmörgum klúb’bum, eða í Reykjavík, á Akranesi, í Hafnarfirði, Keflavík og á Selfossi. Rotary International var stofnað 23. föbrúar árið 1905 í Ohicago. Stofnandinn var lögfræðingurinn Paul Harris ásamt fjórum öðrum mönnum úr ólíkum starfsgreinum. Harris var einmana í stór- borginni og hugkvæmdist að safna saman hópi manna, úr hverri starfsgrein. Rotary- hreyfingin, sem hefur höfuð- stöðvar sínar í Evanston í Illi- nois, skammt fyrir norðan Chicago, hefur vaxið svo á umliðnum sex áratugum, að nú eru starfandi 12.000 klúbb ar í 132 löndum með um 600.000 félagsmenn. Dr. Huttunen tók fram, að engin leynd hvíldi yfir starf- semi Rotary-klúbbanna, enda væri hér alls ekki um neina leynireglu að ræða. Að vísu gæti enginn ákveðið sjálfur að gerast félagsmaður, held- ur er hann valinn af öðrum félagsmönnum og aldrei nema einn úr hverri starfs- grein á félagssvæðinu. Takmark Rotary-samtak- anna er að fá menn úr ólík- um starfsgreinum til þess að hittast í þægilegu klúfob- andrúmslofti, kynnast hver öðrum og því, sem er að ger- ast í öðrum starfsgreinum. Þetta er hugsað sem mótvægi við „fagid'íótí", svo að menn öðlist víðari sjóndeildar- hring. Þar sem samtökin eru alþjóðleg geta félagar alls staðar komizt í kynni við aðra Rotary-félaga, sem greiða götu þeirra. Það er viðtekin venja alls staðar hjá Rotary- félögum að hittast einu sinni í viku, og eru þá allir Rotary- félagar, sem staddir eru á félagssvœðinu, velkomnir. Rotary-samtökin ráða yfir mjög öflugum námsstyrkja- sjóði, sem nemur nú um 6 milljónum döllara. Enginn fé- lagi er skyldur til þess að láta neitt af hendi rakna til sjóðs- ins, heldur hefur safnazt í sjóðinn með frjálsum fram- lögum hvaðanæva að úr ver- öldinni. Rotary-félagar á Is- landi hafa verið mjög örlátir, og hefur enginn_ gefið minna en tíu dollara. Á hverju ári eru veittir um 150 námsstyrk- ir til manna, sem leggja út í framhaldsnám eftir að hafa lokið prófi við háskóla. ís- lendingar fá einn styrk til út- hlutunar annað hvert ár, og hafa alls sjö íslenzkir náms- menn hlotið styrkinn til þessa. Þeir sem styrkinn fá, mega læra hvar í veröldinni sem er, þar sem Rotaryfélag er starfandi. Styrkurinn nem- ur frá 2.500 dollurum til 4.000 dollara, eftir því, hvar er num ið, og á hann að nægja fyrir ferðalögum, námskostnaði og Dr. Sverrir Magnússon (t.v.) og Mbl. Sv. Þ. ) uppihaldi. Styrkþegi verður að vinna það fil endurgjalds að segja frá ættlandi sínu á Rotaryfundum, og er heim kemur, á hann að segja frá námslandinu. Svokölluð vinaumdœmi eru stofnuð meðal Rotaryfélaga í ýmsum löndum. Til dæmis eiga íslenzk Rotaryfélög sér tvö vinaumdæmi, annað í Japan en -hitt í Danmörku. Reynt er að tengja saman klúbba með svipaða félaga- tölu, en síðan er skipzt á bréf- um, upplýsingum o. s. frv. Starfsemi þessi hefur aukizt á síðari árum, þannig að félög- in veita hjálp á víxl, ef þörf er á. Hér er ekki um peninga- lega aðstoð að ræða, heldur fyrst og fremst tæknilega. Nefna má sem dæmi, að bandarisk félög hafa hjálpað til í vinaumdæmum sínum í Ghana við að efla smáiðnað. Bandarískir sérfræðingar ferð uðust í nokkra mánuðf um meðal lítilla iðnfyrirtækja í Ghana og gerðu síðan tillög- ur um það, hvernig bæta mætti reksturinn. Þetta bar ótrúlega góðan árangur, svo að mörg fyrirtæki hafa tvö- eða 'þrefaldað afköst sín og dr. Jouko Huttunen. (Ljósm. umsetningu. Sama eða svipað hefur átt sér stað á Filipps- eyjum, Indlandi, Colombíu og Ecuador. Þótt Rotary-hreyfingin hæf- ist í Bandaríkjunum, er hún nú fjölmennari utan þeirra, og förmaður allþjóðahreyfing- arinnar er Hollendingur í ár, eins og fyrr er sagt. Menn gegna störfum í eitt ár 1 senn í samtökunum — svo er „róterað“. Æskulýðsstarfsemi á veg- um samtakanna er öflug, og fara nú árlega um 3.500 ung- menni í heimsókn til annarra landa fyrir tilstilli og með stuðningi Rotary. Fyrsti Rotaryklúbbur í Finnlandi var stofnaður árið 1926, en á íslandi árið 1934 (í Reykjavík). Nú eru tuttugu klúbfoar á íslandi með um 600 félagsmenn. Eru hvergi í veröldinni fleiri Rotaryfé- lagar í nokkru landi miðað við fólksfjölda. Dr. Huttunen kom hingað fyrir sex árum, og voru hér þá tólf klúfobar. Fjórir klúbbar hafa verið stofnaðir síðan í júnímánuði síðastliðnum, sá síðasti á Hvolsvelli 26. feforúar síðast- liðinn. Heiðurssýning fyrir Reg- ínu á 30 ára leikafmœli Liðin eru 30 ár síðan Regína Þórðardóttir leikkona lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iönó. Af því tilefni verður efnt til heiðurssýningar fyrir leik- konuna á laugardagskvöld á Húsi Bernörðu Aiba, eftir Garc- ia Lorca, en Regína leikur sem kunnugt er titilhlutverkið í leik- ritinu. — Djakarta Framhald af bls 1 nein rök að styðjast. Ennþá er talin hætta á, að stúdentar stofni til óeirða í Djakarta. Er það vegna þess að þeim finnst hinir nýju valdhafar hafi tekið vettlingatökum á Suibandrio, en hann var Sukarn- os hægri hönd. Stúdentar hafa krafist þess, að Subandrio verði án tafar dreginn fyrir dómstóla, en ekkert hefur verið gert í mál- inu til þessa. Subandrio er sagð- ur dvelja í höll Sukarnos í Bog- or. Þar eru einnig í haldi 16 fyrr verandi ráðherrar, sem sagðir eru vera kommúnistar. Trúverðugar heimildir í Dja- karta telja, að hershöfðingjarnir vilji losna við Subandrio, en að það verði á sínum tíma gert, lögum samkvæmt. Talsmaður hinna nýju valdhafa hefur gefið í skyn, að mál Subandrios og ráðherranna verði afgreitt sam- kvæmt stjórnarskrá landsins, en að valdhafarnir hyggist ekki nota neinar ruddalegar aðferðir, hvorki í þessu máli né öðru. Sveinn Einarsson, leikhússtjóri skýrði blaðamönnum frá þessu í gær og sagði í stuttu máli frá leikferli Regínu. Fyrst hlutverk ið, sem hún lék hjá Leikfélaginu í Iðnó, var Vera Bernide í Æska og ástir vorið 1936. Hún hafði fyrst stigið á svið á Akureyri, er Leikfélagið kom þangað með Jósafat og lekið nokkur hlut- verk hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá fór hún utan tl náms við leikskóla. Er hún kom heim 1936, er I jin fór aftur til náms og lauk prófi við leikskóla Konunglega leikhússins. Regína kom svo heim með Petsamóförunum og lék eftir það í fjölmörgum leik- ritum í Iðnó. allt þar til Þjóð- leikhúsið var opnað 1950 og hún var þar fastráðin lekkona. Þar starfaði Regína svo í 10 ár, en hefur síðan aðallega leikið hjá Leikfélaginu. Regína er ein kunnasta leik- kona íslendnga og hefur skapað ótalmörg eftirminnileg hlutverk. Einn þekktasta hlutverk hennar í Iðnó er eflaust Jómfrú Ragn- heiður í Skálholti frá 1945. Þar lék hún einnig Steinunni í Galdra Lofti, Geirþrúði í Haml- et, frk. Johnsen í Uppstigningu, Grænklæddu konuna í Pétri Gaut. Og í Þjóðleikhúsinu átti hún t.d. eftirminnileg hlutverk ú leikritum Arthurs Millers, Sölumaður deyr, Horft af brúnni og í deiglunni, í Edward sonur minn. Af hlutverkum Regínu hjá Leikfélaginu á seinni árum eru kunn aðalhlutverkin í leikritum Dúrrenmats, Eðlisfræðingunum og Sú gamla kemur í heimsókn. Og nú í titilhlutverkinu í Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca. Sveinn sagði að sýningin á laugardag hefði eiginlega átt að verða síðasta sýning á Berrfirðu Alba, en aðsókn hefði aukizt svo mjög, að sennilega yrði það ekki svo. Regína sem Bernarða Alba. í baksýn Helga Backman. SMSTHNAR Skipulagsmál ASÍ Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur nýlega birt grein um fram- tíðarverkefni íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, en í þessari grein kemur fram hörð gagnrýni á skipulagsmál Alþýðusambands- ins. Þar segir m.a.; „Á hálfrar aldar afmæli Al- " þýðusambandsins eru heildar- samtök íslenzkra launþega fjár- hagslega á vonarvöl. Þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að hafa í þjónustu sinni þá starfs- krafta, sem þarf til þess að veita aðildarfélögunum lífsnauðsyn- lega þjónustu. Á þeirra vegum eru engar rannsóknir fram- kvæmdar á íslenzku þjóðfélagi út frá sjónarmiðum og í þágu verkamanna og launþega. Engin útgáfustarfsemi, enginn verka- Iýðsskóli, engin námskeið, engin skipulögð fræðslustarfsemi af neinu tagi, enginn áróður, þar af leiðandi engin vel skóluð og félagsþroskuð foringjaefni í röð- um yngri kynslóða til að taka við vanda og vegsemd þeirra eldri“. Aðilcu að ASÍ Greinarhöfundur ræðir síðan um aðildarfélög ASÍ og segir: „160 verkalýðsfélög, flest þeirra örsmá og varla til nema að nafninu einu saman, eru ekki heppilegar grundvallareiningar Alþýðusambandsins. Þau eru of mörg og smá og of lítils meg- andi..... Sú lausn, sem varan- legust mundi reynast ef hægt væri að koma henni á, væri að skipuleggja alla sem við einn atvinnuveg vinna (t.d. byggingar iðnað) án tillits til sérgreinar í einu sambandi (t.d. sambandi starfsmanna í byggingariðnaði). Þá mundi landssamband laun- þega í hverri atvinnugrein ann- ast samninga fyrir hönd allra launþega í þeirri grein, jafnt faglærðra sem ófaglærðra, í stað þess eins og nú væri, að verka- mannasamband semdi fyrir alla verkamenn, í hvaða iðnaði sem þeir annars störfuðu.“ Fræðslustarfsemi vanrækt Að lokum víkur Jón Baldvin Hannibalsson að fræðslumálum verkalýðshreyfingarinnar og segir: „Svo gersamlega hefur þessi þýðingarmesti þáttur félagsmála (starfsemi allra fjöldahreyfinga verið vanræktur, og það ára- tugum saman, að meirihluti verkalýðsfélaga er í reynd óstarf hæfur vegna skorts á hæfum for- ustumönnum. Flestir forráða- menn hreyfingarinnar eru mjög við aldur, og í fæstum tilfellum er nokkur nýtur ungur maður til þess að taka við. Þetta er al- varlegasta vanrækslusynd hreyf- ingarinnar, sem hún verður nú að bæta fyrir á hálfrar aldar af- mælinu. ASÍ getur ekki komizt hjá hjá því að ráða í sína þjón- ustu hæfa menn til þess að skipuleggja og endurvekja blóm legt félags- og fræðslustarf í fé- lögunum. Þótt sú starfsemi nái í fyrstu aðeins til fárra og beri engan stórkostlegan árangur fyrst í stað, má það ekki aftra mönnum frá að byrja, því hér liggur líf íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar við“. Hér hefur aðeins verið vitnað í fyrrnefnda grein á stöku stað, en af þessum tilvitnunum er ljóst, að hér er um að ræða mjög harða gagnrýni á þá, sem stjórnað hafa Alþýðusambandi íslands, og er greinilegt að greinarhöfundur telur, að þar hefði margt mátt betur fara á undanförnum árum og áratug- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.