Morgunblaðið - 16.03.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.03.1966, Qupperneq 5
Miðvlftudagur TB marz 1966 MORGUNBLAÐID 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM á svið í Réttarholtsskóla — Já, en það verður ekki fyrr en seinniihluta næstu viku, þegar skólasýningum lýkur. Nú þurfti Hinrik að bregða sér að tjaldabaki, því að æf- ing var að hefjast. Leikendur eru alls 12, og með aðalhlut- verkin fara þau Rannveig Jóhannsdóttir, sem leikur hina snúnu og lífsglöðu þjón- ustustúlku Toinette og Rand- ver Þorláksson sem leikur Argan hinn ímyndunarveika. Angéligue dóttir Argans er ieikin af Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, en aðrir leikendur þau Bryndís Guðbjartsdóttir, Sigurborg Matthíasardóttir, Ásbjörn Jóhannsson, Kristján Karlsson, Stefán Unnsteins- son, Ómar Valdimarsson, Elías Ólafsson, Flosi Kristjánsson og Sigurður Tómasson. Tjaldið var nú dregið frá, og á sviðinu sat veslings Ar- gan og endurskoðaði reikn- ingana frá lyfsalanum og var Eftir æfinguna spjölluðum við lítilsháttar við Argan og Toinette og spurðum þau m.a. .hvort þau yrðu fyrir áhrifum af hlutverkunum, en þau kváðu nei við þvL — Ert þú eins mikið fiðr- ildi í daglega lífinu og Toin- ette er í leikritinu, Rann- veig? — Ég veit það ekki. Ég er kannski dálítið stríðin, og nú skella þau bæði upp úr og líta undirfurðulega hvort á annað. — Hafið þið leikið áður? — Já, litilsháttar, segja bæði. — Ætlið þið að leggja leik- list eittihvað fyrir ykkur, er skólanum lýkur? — Það veit maður aldrei Það er nógur tími tii að á- kveða það. Við þökkum þessu káta fólki fyrir skemmtunina og kveðjum. sýningar er Hinrik Bjarnason kennari. Hinrik hefur undan- farin 3 ár haft með höndum framsagnarþjálfun á vegum Æskulýðsráðs, og flestir leik- aranna Ihafa notið tilsagnar hans. Hvað varð til þess að þið Reikningarnir voru of háir ákváðuð að ráðast i þetta verkefni? — Á árshátíðinni í fyrra settum við upp þátt úr ís- landsklukkunni, sem gekk ágætlega, og virtist eiga miklu betur við krakkana heldur en misjafnlega þýdd leikrit. Við ákváðum því, að í ár skyldi sett upp myndarlegt leikrit og öllum kabarett sleppt. — Hver er meðalaldur leik- ara? — Þau eru flest 15—16 ára, nema ein sem er tíu ára og við fengum lánaða til að leika yngri dóttur Argans. — Hvernig fenguð þið leik- tjöld og annan útbúnað? — Þau fengum við frá Þjóð- leikhúsinu og nutum aðstoð- ar þaðan við að setja þau upp, en Þorvaldur Jónasson kenn- ari teiknaði leikmyndina. Hvað búninga og annað snertir, þá erum við ákaflega þakklát öllum þeim aðilum er við höfum leitað til og sem hafa undantekningarlaust tek ið okkur frábærlega vel, því ef þeirra aðstoðar hefði ekki notið við þá hefði okkur ekki tekizt þetta. Svo hefur dr. Jón S. Jónsson samið fagran ástardúett fyrir okkur. — Hefur þú eitthvað feng- izt við leiklist sjálfur? — Ég var eitt sinn í leik- skóla Lárusar Pálssonar, en hef annars fengizt töluvert Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) VIÐ fréttum af þvi á dögun- um, að nemendur Réttarholts- skólans ætluðu að setja á svið leikrit Moliéres, „ímyndunar- veikina“ á árshátíð skólans er brátt fer í hönd. Þetta fannst okkur mjög athyglis- vert og stórt átak af gagn- fræðaskóla að vera, og feng- um því leyfi til að fylgjast með einni æfingu hjá þessu unga fólki. Aðalhvatamaður þessarar Toinette er hálf stríðin Imyndunarveikin sett við þetta með skólakrökk- um. — Telurðu svona starf ekki hafa þroskandi áhrif á krakk- ana? — Jú, fyrst og fremst það, nú svo læra þau að meta leiklist betur en ella og skilja hve mikil vinna liggur á bak við uppsetningu leik- rits. Hvað framkomu og fas snertir, þá hlýtur slíkt starf að hjálpa mikið til. — Hafið þið í hyggju að hafa sýningar utan skólans? Leikendur og leikstjóri Toinette og Argan í háarifrildi þar mest um inntökur og stól- pípur að ræða, og þær voru ansi dýrar, en líklega hefur ekkert sjúkrasamlag verið á þeim tíma. Æfingin gekk mjög vel, og allir kunnu sín hlutverk með ágætum og eiga án efa eftir að vekja mikla ánægju með leik sínum og * leikgleði. 4rn herb. íbúðnrhœð í VESTURBORGINNI. Rómeó og Júlía Til sölu er óvenju glæsileg, nýleg (126 ferm.) íbúð Falleg, brezk kvikmynd í litum með á 4. hæð x steinhúsi í Vesturborginni. — Sér hita- CLAIRE BLOOM veita. — Tvöfalt gler. — Harðviðarinnréttingar. — og Teppi á stofum og skála. — Tvennar svalir. — LAURENCE HARVEY 1 herbergi fylgir í risi. og fleiri úrvalsleikurum, verður sýnd í Félagsheimili Heimdallar í kvöld kl. 8,30. — Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. | Skipa- og fasteignasalan s*“sás*, | Heimdallur FliS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.