Morgunblaðið - 16.03.1966, Side 7

Morgunblaðið - 16.03.1966, Side 7
Miðvikudagur 16. marz 196f MORGU NBLAÐIÐ 7 Djákninn á Myrká. — Málverk eftir Ásgrím Jónsson. LR ÍSLEMZKUM ÞJÖÐSÖGLMI í fyrri daga var djákni einn að Myrká í Byjafirði; ekki er þess getið, hvað hann hét. Hann var í þíngum við konu, sem Guðrún hét; hún átti að sumra sögn heima á Bægisá, hinumegin Hörgár, og var hún þjónustustúlka prestsins þar. Djákninn átti hest gráföx- óttan og reið hann honum jafn an, — þann hest kallaði hann Faxa. — Einhverju sinn ber svo til litlu fyrir jól að djákn inn fór til Bægisár til að bjóða Guðrúnu til jólagleði að Myrk á, og hét hann að vitja henn ar á ákveðnum tíma og fylgja henni til gleðinnar aðfanga- dagskvöld jóla. — Guðrún hugði gott til jólagleðinnar á Myrká. Þegar leið á daginn, fór hún að búa sig, og þegar hún var vel á veg kominn með það, heyrði hún að það var barið. Fór þá önnur kona til dyra, sem hjá henni var, en sá engan úti, enda var hvorki bjart úti né myrkt, þvi tungl óð í skýjum og dró ýmist frá eða fyrir. í>egar stúlka þessi kom inn aftur og kvaðst ekki hafa séð neitt, sagði Guðrún: „Til mín mun leikurinn gerð- ur, og skal ég að vísu út ganga“. — Var hún þá al- búin, nema hún átti eftir að fara í hempuna. Tók hún þá til hempunnar og fór í aðra ermina, en fleygði hinni erm inni fram yfir öxlina og hélt svo í hana. — begar hún kom út, sá hún Faxa standa fyrir dyrum og mann hjá, er hún ætlaði, að væri djákninn. Ekki er þess getið, að þau hafi átt orðræðu saman. — Hann tók Guðrúnu og setti á bak og settist síðan sjálfur á bak fyr ir framan hana. Riðu þau þá svo um hríð, að þau töluðust ekki við. Nú komu þau til Hörgár, og voru að henni skar ir háar, en þegar hesturinn steyptist fram af skörinni, lyftist upp hattur djáknans og aftanverðu, og sá Guðrún þá í höfuðkúpuna bera. í þeirri svipan rak skýin frá tunglinu. — f»á mælti hann: — „Mánin líður dauðinn ríður. Sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún?“. En henni varð bilt við og þagði. — Ekki er sagt af sam- ræðum þeirra fleirum né ferð um, fyrr en þau komu heim að Mynká, og fóru þar af baki fyrir framan sáluhliðið. Seg- ir hann þá við Guðrúnu: „Bíddu hérna, Garún, Garún, meðan ég flyt hann Faxa, Faxa upp fyrir garða, garða.“ Að því mæltu fór hann með hestinn, — en henni varð lit- ið inn í kirkjugarðinn. Sá hún þar opna gröf og varð mjög hrædd, en tekur þó það til bragðs, að hún grípur í klukku strenginn. — í I>ví er gripið aftan í hana og varð henni þá það að happi, að hún hafði ekki fengið tíma til að fara nema í aðra hempuermina; því svo var sterklega til þrif- ið, að hempan gekk sundur um axlarsauminn á þeirri erm inni, er hún var kominn i. — En það sá hún síðast til ferða djáknans, að hann steyptist með hempuslitrið, er hann hélt á, ofan í gröfina opna, og sópaðist moldin frá báðum 'hliðum ofan yfir hann.“ (Ingibjörg borvaldsdóttir I Belgsholti, 1807.) Áheit og gjafir ’ Aheit og gjaiir til GaulverjabæJaT- kirkju, árið 1965: Gjafir: Frá Kven- JEélagi Gaulverjabæjarhrepps 5.000; irá Páli Guömundssyni og Elinu, Baugst. 3.000; frá börnum Siggeirs Guðmunds sonar Baugst. 2.000; fár Vigdísi Magn- ijsdóttur 1.000; frá Sigríði Jónsdóttur 500. Til Qrgelsjóðs: Frá Erlendi Jóns- sá NÆST beztti Steinn Steinarr lá banaleguna. l>á kom til hans prestur einn og spurði, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hann. „Ekki strax“, svaraði Steir.n og brosti. syni, til minningar um Guðlaug Jóns- son hringjara frá Eystri Hellu 2.100; frá Kristínu Andrésdóttur, til miim- ingar u<m sama 600; frá Ingibjörgu Árnadóttur 300; frá Systkinunum frá Vestri-Loftstöðum 2,9000. Áheit: Frá M.Þ. 1.000; frá Guðmundu Jónedóttur 500; fré V.G.V. 100; frá A.Ö. 50; frá Sigrún Gunnarsdóttir 25; frá Tómasi syni 500; frá N.N. 200; frá Jóni Ólafs Tómassyni 1.000; frá Stefáni Jasonar- syni 100. Samtals kr. 20.875.00. í>ökkum innilega fyrir ofangreindar gjafir og áheit og hvern annan stuðn- ing og hlýhug er kirkju vorri hefir verið sýndur á liðnum árurn. Sóknarnefnð Gaulverjabæjarsóknar. sYS. £g uátti svo sem viU, að þú værir að leyna mig EENHVER JU! ! J Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í Vífilsstaðahæli nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 51855. Skrifstofa ríkisspítalanna. Útboð Óskað er tilboða í framkvæmdir við lagningu vatns- veitu í Hnífsdal á komandi sumri. — Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora, Borgartúni 7, Reykja- vík, gegn kr. 2000,00 skilatryggingu. Innkaupastofnun ríkisins. Lppboð Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð á hluta í húseigninni Bald- ursgötu 9, hér í borg, eign dánarbús hjónanna Þór- unnar og Benedikts Elfar á eigninni sjálfri í dag, miðvikudaginn 16. marz 1966, kl. 2 síðdegis. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík. KR. KRISTJÁNSSON. Jarðhæð í Hlíðunum Til sölu er 3ja herb. jarðhæð, 110 ferm. á einum bezta stað í Hlíðunum. — Sér inngangur. — Sér hitaveita. — Teppi á stofu og skála. Skipa- og fasíeignasaian KIRKJ.L1 HVOI.I Sirnar: 119!« ojt nS42 Verzlunarhúsnæði Til leigu ca. 100 ferm. verzlunarhúsnæði í hverfi í Austurbænum, sem er í hraðri uppbyggingu. — Hentugt fyrir allskonar byggingavörur. Lögfræðiskrifstofa ÁKA JAKOBSSONAR, HRL. Austurstræti 12. 3. hæð. - Símar 15939 og 18398. 50 íslenzkir skemmtikraftar í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 17. marz kl. 11,15. Aðgöngumiðar á kr. 100,00 seldir í Aust- urbæjarbíói frá kL 4 í dag. Skrifstofa skemmtikrafta Pétur Pétursson. IMýleg kjötverzlun í fullum gangi í eignarhúsnæði í einu af nýju hverf- um borgarinnar er af sérstökum ástæðum til sölu. Öll áhöld og tæki, m.a. vél til kjötiðnaðar fylgja. Vaeg útborgun. — Nánari upplýsingar gefur: IMýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.