Morgunblaðið - 16.03.1966, Page 8

Morgunblaðið - 16.03.1966, Page 8
8 Miðvikudagur 16. marz 1966 MORCU HBLADIÐ dSaanaai Lánaákvæbi atvinnuleysis- tryggingasjóös verði rýmkuð Á mánudag mælti Þorvaldur Garðar Kristjánsson lyrir áliti heiibrigðis- og félagsmálainefnd- ar á frumvarpinu um atvinnu- leysistryggingar. Sagði hann að hér væri um að ræða frumvarp tii breytingar á lfigum frá 1956 um atvinnuleysistryggingar. Ár- ið 1956, þegar sú löggjöf var sett hefðum við haft almanna- tryggingar, þar sem almenninugr hefði verið tryggður gegn af- leiðngum þess að missa stárfs- getu sína fyrir elli, sjúkdóma, slys eða örorku. En á þeirri tíð hetfði vantað veigamikinn hlekk f tryggingarkerfi okkar og sá hlekkur hefði verið settur með aetningu laga um atvinnuleysis- tryggingar. En svo mikilvægt sem það hefði verið að greiða bætur til þeirra sem hefðu verið atvinnulausir, lægi það í augum uppi ,að mikilvægast af öllu hlyti að vera það, að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Að sínu áliti ætti ekki að greiða mönn- um bætur fyrir það að ganga atvinnlausir fyrr en í síðustu lög. Það ætti að gera flest sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir atvinnleysið sjálft. >jú hefði það verið svo, að almannatryggingalögin frá 1956 hefðu ekki skap að einungis að- stöðu til þess að greiða bætur þeim, sem yrðu fyrir atvinnu- leysi, heldur hefðu þau skap- að að vissu leyti betri aðstöðu til koma í veg fyrir sjálft atvinnlepsið. Þetta gerðist með þeim miklu sjóðmyndunum, sem hefðu orð- — Alþingi Framhald af bls 1 úr dýrtíð í landinu. Séð verður til þess, að iðnaðurinn í land- inu njóti í þessu sambandi eðli- legs aðlögunartíma og ráðstaf- anir gerðar í lánamálum og á annan hátt til að gera honum auðveldara að tileinka sér ýmsa tækni og aukna hagræðingu og framleiðni til eflingar þessari at- vinnugrein í frjálsari viðskipt- um. í þriðja lagi: Haldið verði áfram að efla Iðnlánasjóð, svo að iðnaðinum skaþist viðunandi stofnlánaaðstaða, jafnframt því sem gert er ráð fyrir, að aðstaða hans í bankakerfinu haldist til jafns við aðrar atvinnugreinar. Samtímis hefur verið sköpuð að- staða til umbóta á sviði lána- mála með lögum og reglugerð í samráði við bankana til að breyta lausaskuldum iðnaðarins í löng og hagkvæmari lán. í fjórða lagi: Kíkisstjórnin hefur stuðlað að því að hefjast megi 1 landinu nýjar atvinnu- greinar á sviði iðnaðarins, þar sem horfur eru á, að verð og gæði standist erlenda samkeppni, og þjóðhagslega mikilvægt, að slíkar atvinnugreinar eflist, svo sem innlend stálskipasmíði, sam- fara endurbyggingu gamalla og úreltra dráttarbrauta, og efling fiskiðnaðar, m. a. með niðursuðu og niðurlagningu síldar til út- flutnings. í fimmta lagi: Sett hafa verið lög um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna og þar með stór- efldar rannsóknir á sviði iðnað- arins, á vegum tveggja stofnana. Fyrsta lagi Rannsóknarstofnun iðnaðarins, sem vinna á að rann- sóknum til eflingar og hagsbóta fyrir iðnaðinn í landinu og rann sóknum vegna nýjunga á sviði iðnaðar og annarrar framleiðslu, rannsóknum á nýtingu náttúru- auðlinda landsins í þágu iðnaðar, og veiti nauðsynlega þjónustu og kynni niðurstöður rannsókna í vísinda- og fræðsluritum. í öðru lagi Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, sem vinnur að endurbótum í byggingariðnaði og lækkun á kostnaði við mann- virkjagerð, hagnýtum jarðfræði- rannsóknum og vatnsvirkjunar- rannsóknum, kynni niðurstöður rannsókna, veiti upplýsingar um byggingarffæðileg efni og aðstoð við eftirlit með byggingarefni og byggingarframkvæmdum. í sjötta lagi: Stefnt er að virkj- un stórfljóta landsins, byggingu stórra orkuvera, sem verði grund völlur og orkugjafi fjölþættrar iðnvæðingar í landinu. Orkuver landsins séu eign fslendinga, en til þess að virkja megi í stórum stíl og undir lántökum verði risið á sem hagkvæmastan hátt, er tryggi ódýrari raforku, og til þess að styrkari stoðum sé rennt undir atvinnulíf landsmanna, verði erlendu áhættuf jármagni veitt aðild að stóriðju, ef hag- kvæmt þykir samkvæmt mati hverju sinni og landsmenn brest ur fjárhagslegt bolmagn eða að- staða. í sjöunda lagi: Ríkisstjórnin hefur leitað og mun leita sam- ráðs og samvinnu við samtök iðn aðarmanna, Félag íslenzkra iðn- rekenda og Landssamband iðn- aðarmanna, um hagsmunamál iðnaðarins og stefnir að því að efla samstarf þessara aðila við iðnaðarmálaráðuneytið og þær stofnanir iðnaðarins, sem undir það heyra, svo sem rannsóknar- stofnanir iðnaðarins og Iðnaðar- málastofnun íslands.“ Frumvarp það sem hér er flutt stefnir að því að lögfesta og framkvæma nokkur þeirra mark miða, sem ríkisstjórnin vill beita sér fyrir. Samhliða öðrum frumvörpum, sem nú eru lögð fyrir Alþingi til þess að koma betri skipan og samræmdari stjórn á fjárfest- ingarlánasjóði atvinnuveganna, felast í þessu frumvarpi tillögur um veruiega eflingu og nýskip- an Iðnlánasjóðs. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að fimmfalda árlegt framlag rík- issjóðs til Iðnlánasjóðs, úr 2 millj. kr. í 10 milljónir króna. Þessi aukning á ríkissjóðs- framlaginu er bæði við það mið- uð að efla almenna lánastarf- semi og hag Iðnlánasjóðs og eins til að mæta þeim öðrum megin- tilgangi þessa frumvarps að mynda nýjan lánaflokk í því skyni að veita sérstök hagræð- ingarlán, sem væru við það miðuð að bæta aðstöðu fyrir- tækja til aukinnar framleiðni og til þess að aðlaga sig nýjum við- horfum vegna breyttra viðskipta hátta, svo sem tollabreytinga og fríverzlunar og nýrrar tækni. Með frumvarpinu er eldri lán- tökuheimild Iðnlánasjóðs, sem var 100 millj. kr hækkuð í 150 millj. króna, og veitt ný lántöku- heimild vegna hagræðingarlána allt að 100 millj. króna. Aukið ríkissjóðsframlag skapar m. a. aðstöðu til þess að veita hag- kvæmari lán en ella og taka á sjóðinn nokkra byrði, sem kynni að leiða af lægri vöxtum og lengri lánum til útlána en láns- fé sjóðsins væri við bundið. Með framangreindum breyt- ingum á lögum um Iðnlánasjóð er stefnt að því að stórefla að- stöðu hans til styrktar iðnþróun í landinu, en það er framhald á þeirri eflingu Iðnlánasjóðs sem átt hefur sér stað hin síðari ár. ið samkvæmt þessum lögum. Um síðustu áramót hefði verið tal- ið, að eignir atvinnuleysistrygg- ingasjóðs hefðu numið á 8. hundrað millj. kr. árið 1964 hefðu atvinnuleysistrygginga- sjóður haft um 123 millj. kr. í tekjur. Það gæfi auga leið, að það væri ekki sama hvernig svo miklum fjármunum væri varið, eða hvernig þessi sjóður væri ávaxtaður. I lögunum frá 1956 væru ströng ákvæði um lánveitingar sjóðsins, þannig að stjórn hans væri ekki heimilt að ávaxta fé sjóðsns í útlánum eða vaxta- bréfum nema gegn ábyrgð rík- issjóðs eða annarri öruggri trygg ingu. En síðan þetta ákvæði hefði verið sett hefðum við feng ið reynslu af starfsemi þessari og hefði það komið í ljós, að þessi ákvæði um tryggingar á útlánum sjóðsins væru til traf- ala, þegar haft væri í huga það sjónarmið að veita lánin þangað sem þörfin væri mest að afstýra atvinnuleysi. Þar kynni að vera erfitt að veita fullkomnar trygg- ingar og einnig að erfitt væri að greiða háa vexti. Með tilliti til þess að bæta úr þessu væri frumvarp þetta komið fram. 1 frumvarpinu vær lagt til að lánaheimild sjóðsstjórnarinnar yrði rýmkuð frá því sem nú væri. í fyrsta lagi væri lagt til, að þegar í hlut ættu staðir sem ættu við að stríða verulegt at- vinnleysi, væri hægt að veita þeim lán sem verði vaxtalaus, eða með lágum vöxtum um lengri eða skemmri tíma. í öðru lagi gerði frumvarpið ráð fyrir að sjóðsstjórninni sé heimilt að ákveða að slík lán yrðu afborg- unarlaus tiltekið árabil. Og í þriðja lagi væri lagt til, að ekki þyrfti aðra tryggingu fyrir slík- um lánum en ábyrgð hlutað- eigandi sveitarfélags. Slík lán máettu þó ekki nema hærri fjár- hæð samtals á ári hverju en sem næmi fjórðungi vaxtartekna sjóðsins. Framsögumaður sagði að loks væri lagt til í frumvarpnu, að sjóðsstjórn skyldi leita umsagnar stjórnar Atvinnubótasjóðs áður en hún veitti lán samkvæmt þessari lagagrein. Væri hér að- eins gert ráð fyrir því að at- vinnubótasjóður, sem hefði það hlutverk að leysa úr vandræð- um vegna atvinnuskorts, hefði aðstöðu til þess að fylgjast með þeim ráðslöfunum, sem sjóðs- stjórn atvinnuleysistrygginganna kynni að gera samkvæmt þessari lagaheimild. Framsögumaður vék síðan að breytingartillögum- þeim, er heil brigðis- og félagsmálanefnd var sammála um að gera á frum- varpinu. Eru þær helztar að biðtíma verður nokkuð breytt frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir, til rýmkunar bóta- réttar frá því sem er í gildandi lögum, Þá er breytingartillaga sem miðar að því atvinnuelysis- bætur verði alls staðar hinar sömu og jafnháar slysadagpen- ingum. Að lokum sagði Þorvaldur Garðar, að það væri augljóst mál, að það kæmi margt til álita um breytingar á lögum um at- innuleysistryggingasjóðinn. Sá sjóður hefði orðið til uipp úr verkfallinu mikla 1955 og það hefði þurft að semja þá löggjöf með tiltölulega stuttum fyrir- vara. Herfði verið gert ráð fyrr því að þau lög yrðu endurskoð- uð eftir tMÖ ár. Sú enduskoðun hefði hinsvegar ekki farið fram á Alþingi enn. 1960 hefði verið skipuð nefnd til að endurskoða lögin, en sú endurskoðun væri ekki komin fram. Þar væri þó Framhald á bls. 11 Fermingargjafir Vinsælar fermingargjafir Tjöld, margs konar Vindsængur Svefnpokar picnic-töskur Gassuðutæki Ferðaprímusar Bakpokar. Aðeins úrvals vörur. Geysir hf. Vesturgötu 1. Hafnarfjörbur Nýkomið til sölu: Tvær nýl: og glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í 2ja hæða um 96 ferm. húsi á rólegum og góðum stað í suðurbæn- um. Stórt geymsluloft fylg- ir efri hæðinni. 4ra herb. góð íbúð á neðri hæð í steinhúsi í Garða- hreppi við Hafnarfjarðar- veg. Hefi kaupanda að góðri 4—5 herbergja íbúð í Kópavogi, fullgerðri eða tillbúnni undir tréverk. ÁRNI GUNNLAUGSSON hrl. Austurgötu 10. Hafnarfirði Sími 50764 kl. 9—12 og 1—4 I TIL SÖLU Talleg 2 ja herb. íbúð f háhýsi við Sólheima Ólafur 1» or g rímsson HÆSTAR ÉTTAFU-ÖGM AOUR Fasteigna- og verðbréfaviöskifti Austurstraeti 14, Sfmi 21785 Til sölu m.a. 3ja herb. rúmgóð kjallaraíbúð í steinhúsi við Barðavog. Tvöfalt gler, sérinngangur, sérhiti. Ræktuð og girt lóð. Glæsileg 6 herb. ibúðarhæð í háhýsi við Sólheima. Raðhús við Kaplaskjólsveg seljast fokheld og eru til- búin til afhendingar strax. 1 Garðhús á Flötunum í Garða- hreppi selst fokhelt með uppsteyptum bílskúr og tvö földu gleri. Fullfrágengið að utan. Glæsilegt einbýlishús við Lindarbraut, Seltjarnar- nesi, selst fokhelt og er til- búið til afhendingar strax. Skipa- & fasleignasalan KIRKJUHVOLI Simar: 14916 or 13842 Vantar stóra húseign vel- staðsetta fyrir góðan kaup- anda með mikia útborgun. Ti! sölu 3ja herb. íbúðir á hæð og í risi við Lindargötu. Útb. kr. 250 þús. 3ja herb. nýinnréttuð og teppalögð lóð við Ránar- götu. Sérhitaveita. 3ja herb. góðar kjallaraíbúðir við Barmahlíð, Efstasund og víðar. 4ra herb. nýleg íbúð rétt við Meistaravelli. 4ra herb. ódýr rishæð við Efstasund. 5 herb. rishæð í Kópavogi. — Sérlþvottahús og hiti, bíl- skúr. Einbýlishús með 6—7 herb. íbúð á hæð og í risi í Smá- íbúðahverfi, nýmálað og vel umgengiið. Nýr 40 ferm. bílskúr. Stór glæsileg efri hæð á fögr- um stað við sjávarsíðuna. 4 svefnherbergi m. m. — Þvottahús á hæðinni. Sér- hiti. Fallegt útsýni. Upplýsingar aðeins á skrif- stofunnL AIMENNA FASTEI6HASALAN ÍINDARGATA^SlMI^Jtl^O Húseigendur r Æ Oskum eftir góðum ein- býlishúsum og íbúðum til sölu f borginni og nágrenni Mátflutningsskrifstofa Fasteigna- og verðbréfasala GÍSLI G. ÍSLEIFSSON hrL JÓN L. BJARNASON, fasteignaviðskiptL Hverfisgata 18. Símar 14150 og 14160. Sjómenn Til sölu er 3,5 tonna trilla með nýrri vél, Simrad dýptarmæli, línuspili með afdráttarkarli, sjódælu við vél. Gott verð og greiðsluskilmálar. FASTEIGNAMIBSTÖÐIN Austurstræti 12. Símar 14120 og 20424.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.