Morgunblaðið - 16.03.1966, Side 12

Morgunblaðið - 16.03.1966, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1966 NKRÚMAH var aldrei hörku- fullur einræðisherra, þott orðstír hans á Vesturlöndum gæfi það til kynna. Allt bend- ir til þess, að hin * sívaxandi einræðisstjórn hans hafi verið vegna öryggisleysis, ekki grimmdar. Og maðurinn, sem síðar varð ógnvaldur, varð leiðtogi flokks síns, Þjóðlega sameiningarflokksins, fyrst og fremst vegna hæfileika síns til að vingast við aðra menn. „>að fyrsta, sem menn skyldu gera sér ljóist“, skrif- aði hinn brezki yfirmaður herforingjaráðs hans, Henry Alexander, hershöfðingi, „eru hinir óumdeilanlegu persónu- töfrar Nkrumah". Stjórn Nkrumah átti samt við vandamál að stríða, sem hin alþýðlega framkoma hans gat ekki sigrazt á. >að var, að kjósendur í Ghana neit- uðu ætíð í frjálsum kosning- um að veita >jóðlega samein- ingarflokknum hinn yfirgnæf andi meirihluta atkvæða, sem hann sóttist eftir. >jóðlegi sameiningarflokk- urinn fékk alrdrei meira en 57% greiddra atkvæða, en oft greiddu um 70% kosninga- bærra manna ekki atkvæði. >etta var mjög hættulegt að áliti nýrrar afrískrar ríkis- stjórnar, sem átti í miklum örðugleikum vegna þess að ýmis héruð og trúarbragða- leiðtogar óskuðu aðskilnaðar. Allt frá árinu 1959 hvarf Nkrumah í æ ríkari mæii frá kosningum sem leið til að koma málum sínum fram. í kosningunum í júnímánuði 1905 voru alls engin atkvæði greidd. Allir hinir 198 fram- bjóðendur >jóðlega samein- ingarflokksins sneru aftur til þings án mótstöðu. f stað kosninga tók Nkrumah upp hina áköfu dýrkun á persónu sinni. Stytt- ur af honum voru reistar um allt landið og blöðunum var fyrirskipað að lofsyngja hann. „Dr. Kwame Nkrumah, hinn mikli leiðtogi okkar og frels- ari,“ var algengt slagor.ð. '’f'. Hin ákafa leit að „öryggi" Hér virtist að sjálfsögðu vera um að ræða endurvakn- ingu hugmyndarinnar um ætt arhöfðingjann. En hafi það verið svo, var ekki í rauninni valin bezta leiðin til að treysta völd Nkrumaih í Ghana, því samkvæmt gam- alli hefð, frá þeim tíma áður en landið varð nýlenda, kunnu íbúarnir það ráð að losa sig við óhæfa eða ein- ræðissinnaða höfðingja með atkvæðagreiðslu. Og í kjölfar persónudýrkun arinnar var hert á einræðis- stjórinni. í marz-mánuði 1959 tók Nkrumah alveg í sínar hendur veitingu á stöðum æðstu embættismanna og dómara. Um leið áskildi hann sér persónulega rétt til sak- sóknar í málefnum varðandi öryggi ríkisins. Síðasta stjórnarandstöðublað ið var múlbundið árið 1960 með lögum um ritskoðun og það var keypt árið 1962. í marzmánuði 1962 var enn hert á lögunum um fangels- un án málsrannsóknar vegna öryggis ríkisins. Var takmörk unin um 5 ára hámarks fang elsunar án málsrannsóknar afnumin. Árið 1963 var Sir Arku Korsah, forseti Hæstaréttar, flæmdur úr embætti tveim dögum eftir að dómstóll hans hafði sýknað þrjá menn af ákæru um landráð. Nkrumah tók sér þá völd til að ógilda dóma kveðna úpp af dómstól um landsins. Kvaðst hann gera þetta vegna hagsmuna þjóðarinnar. Og á árinu 1964 voru þrír dómara Hæstarétt- ar sviptir embættum án nokk urra skýringa. Síðustu tvö árin var tilgang ur Nkrumah sá, að kóma starfsmönnum >jóðlega sam- einingarflokksins fyrir alls staðar í þeim embættum rik- isins sem nokkur hætta kynni að stafa frá. Sú spilling og ódugnaður sem varð árang- urinn gerði ekki annað en að auka enn á efnahagserfiðleika þjóðarinnar — sem var hin raunverulega hætta, sem hon- um var búin. >egar hér var komið hafði óttinn og ein- angrunin gert hinn félags- lynda Nkrumah innhverfann. í æ ríkari mæli komst hann úr snertingu við raunveruleik ann. Á hraðri leið til gjaldþrots Fáum dögum fyrir fáll Nkrumah átti Sir Stephen Carlill, aðmíráll, síðasta við- tal sitt við hann í Kristjáns- borgar-kastala, en Sir Steph- en er fulltrúi fyrir Vestur- Afríku-nefndina, sem vinnur að auknum verzlunarviðskipt um. Eins og fjölmargir fyrri fundir þeirra, var þessi ein- staklega vinsamlegur. En jafn skjótt og Carlill tók að ræða- efnahagserfiðleika Ghana sleit Nkrumah fundinum. Staðreyndirnar voru ógeð- felldar. En staðreyndirnar voru of alvarlegar til að horfa fram hjá þeim. Efnahagsmálin voru mikilvægasta ástæðan fyrir byltingunni gegn Nkrumah, því landið var á barmi gjáldlþrots. Gjaldeyris- varasjóður landsins, sem var hærri en dæmi voru til í Afríku, .nam 200 milljónum sterlingspunda (24 milljörð- um ísl. króna) árið 1957, en var kominn niður í 10 millj- ónir sterlingspunda. Grundvallarástæðan fyrir efnahagsörðugleikum Ghana er heimsmarkaðsverðið á kakó. Um það bil þriðjung- ur af framleiðslu á kakó í heiminum kemur frá Ghana og 60% af gjaldeyristekjum lancLsins eru fyrir útflutning á því. >ví miður hefur orðið verðfall á kakó. >að var 352 sterlingspund fyrir tonnið 1957—58, en verðið féll niður í 180 sterlingspund fyrir tonn- ið 1963—1964. Á síðasta sumri var svo komið, að bændur í Ghana, sem höfðu aukið kakófram- leiðsluna mjög mikið af bjart sýni eftir sjálfstæðistökuna 1957, fengu ekki meira en 75 sterlingspund fyrir tonnið. í áköfum tilraunum til að losa þjóðina við umframbirgð ir hennar af kakó féllst stjórn Nkrumah á mjög óhagstæða vöruskiptasamninga við járn- tjaldslíöndin. Hún skipti á kakó fyrir dýrar vélar og tæki, sem hún þarfnaðist 1 rauninni ekki. Ýmsar viðskiptavenjur í Ghana voru ekki beinlínis í samræmi við hagsmuni þjóð- arinnar. Fyrir nokkru harm- aði nefnd, sem falið hafði verið að ransaka óheiðarleika í viðskiptum í Ghana, fram- komu starfsmanna fyrirtækis ríkisins, sem annast fram- leiðslu landbúnaðarafurða. í skýrslunni segir: „Vinna er hafin á ákveðnum tíma og henni er hætt á ákveðnum tíma, en því miður er það ekki ætíð í samræmi við þarf- ir landbúnaðarins.“ Verst af öllu var samt skort urinn á verkfærum. Bændur gátu ekki fengið nauðsynleg verkfæri til uppskerustarfa og ef þau voru til einhvers staðar varð að kaupa þau á margföldu svartamarkaðs- verði. Árangurinn varð verðbólga, sem jafnast á við verðbólguna í Brazilíu. Verð á matvörum, framleiddum í landinu, hækk uðu sums staðar í Ghana um 400% frá marzmánuði 1963 til desember 1964. Meðalhækk unin í landinu var 36%. Ofan á þetta veikburða efna hagskerfi bættust svo Óhóflag útgjöld ríkisstjórnarinnar. Áætlanir í menntunar- og félagsmálum voru svo yfir- gripsmiklar, að ríkissjóður gat ekki staðið undir þeim og var gripið til hærri og hærri Nkrumah skatta. >egar komið var fram á árið 1904 kvartaði fjár- málaráðuneytið í Ghana kurt- eislega yfir því, að útgjóld ríkisstjórnarinnar væru ekki heppileg. Sem dæmi má taka, að flug félagið Ghana Airways fékk í fyrstu til umráða rússnesk- ar Ilyushin þotur og síðan tvær brezkar VC 10 þotur, en borgandi farþegar voru allt of fáir. Salur fyrir ráðstefnur og 2 þúsund sæta veizlusalur, sem kostaði 10 milljónir sterl ingspund að 'byggja (1200 milljónir ísl. króna) var opn- aður í októbermánuði sl. fyr- ir ráðstefnu Einingarsamtaka Afríku. Skaðlegastur var samt kostnaðurinn við uppbygg- ing iðnaðarfyrirtækja ríkis- ins, sem orðinn var 50 milljón ir sterlingspunda á ári (6 milljarðar ísl. króna). Með hliðsjón af hinum ástríðufullu árásum Nkrumah á „efnahags lega nýlendustefnu" var það kaldhæðni, að mest af þessu fé fór til samvizkulausra fjár málamanna í Vestur-Evrópu. Nokkur fyrirtæki seldu Nkrumah verksmiðjur, sem áttu að hafa úrslitaáhrif fyrir efnahag landsins. Að því er sagt var þurftu íbúar Ghana ekki að gera annað eftir af- hendingu verksmiðjanna en að opna dyrnar og byrja að vinna. >egar þeir gerðu það komust þeir of oft að því til dæmis, að vefnaðarvöruvc rkr smiðja gat aðeins þrykkt á gæðamestu baðmull, sem flytja þurfti inn. Getur herinn stjórnað Ghana? >essari ringulreið hefði átt að vera unnt að komast hjá í Ghana, ef nokkurs staðar í Afríku. Allt frá síðari hluta nítjándu aldar héfur verið til afrísk millistétt í suðurhlutan um, fyrst og fremst í Accra. >etta millistéttarfólk er vel menntað og leikið í stjórn- sýslu og hefur verið þunga- miðjan í embættismannakerf- inu og hernum. Framkvæmda áætlanir, sem embættismenn- irnir hafa getað stjórnað, eins og t.d. virkjunarframkvæmd- unum í Volta ánni, hafa tekizt mun betur. En einræði Nkrumah og sú tilhneiging hans' að fela flokksbroddum framkvæmd áætlana dró kjarkinn úr em- bættismannastéttinni. Margir hæfustu mennirnir yfirgáfu landið. Robert Gardiner lét af starfi sínu í þjónustu ríkisms og varð yfirmaður Efnahags- nefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Afríku. G.V.L. Phillips, sem‘ var æðsti efnahagsráðu- nautur ríkisstjórnarinnar íór til nýrra starfa í Genf. A.L. Adu, sem var ríkisráðsritari, fór fyrst til starfa í Austur- Afríku, en síðar til Samein- uðu þjóðanna. Denis Austin sem er yfir- maður. þeirrar stofnunar við Lundúnaháskóla sem fjallar um málefni samveldisland- anna, segir: „>að eru eins margir hinna hæfustu em- bættismanna Ghana farnir burt úr landinu og unnt cr að finna í hvaða höfuðboig Afríku sem vera skal.“ Ghana reynir nú þriðja stjórnkerfi sitt á 15 árum. Frjálsar kosningar og einræð- isstjórn Nkrumah brugðust. Nú reynir herinn sína stjórn. Hvaða möguleika hefur her- Ankrah inn til að láta hana takast? Hinir nýju stjórnendur styðjast við vald hersins. Her inn telur um 10 þúsund manns, sem eru vel búnir vopnum. Honum er skipt í sex fótgönguliðsdeildir, fallhlífa- liðsdeild og eina vélaher- deild. Styrkur hersins nærri tvöfaldast í byltingunni með bandalaginu við lögregluna, sem telur um 9 þúsund manns. Hæfileikafólk býr í Ghana og það er friðsamt að upp- lagi og það hefur ljóslega lít- ið dálæti á einræði í hvaða mynd sem það birtist. >ví að- eins að hermennimir geti slak að nægilega á til að leyfa nokkurn lýðræðislegan sveigj anleika í þjóðlífi landsins munu þeir geta freistað hinna landflótta mennta- manna til að snúa heim aftur eða jafnað ágreininginn með- al þjóðarinnar. >að er við- kvæmt viðfangsefni að feta sig aftur til lýðræðis. Ayub Khan, forseti Pakistan, er sá eini, sem styðst við hernaður einræði, sem hefur sýnt nokk- urn hæfileika í þá átt. En verði það ekki gert má gera ráð fyrir að ókyrrð hefjist í Ghana á nýjan leik. * >egar Nkrumah, forseti, vék úr embætti í júlímánuði síðastliðnum næstráðandá hersins, Arthur Ankrah, virð- ist hann ekki hafa haft nein- ar raunverulegar sannamr fyrir því, að Ankrah væri við- riðinn samsæri. Nkrumah héít aðeins, að Ankrah kynni að verða viðriðinn einhvert sam- særi í framtíðinni. >að er kaldhæðni, að það hefur að líkindum verið þessi fljótfærnislega öryggisráð- stöfun sem tryggði, að Ank- rah átti eftir að taka þátt í samsæri og er nú leiðtogi Ghana. Fram til þessa hafði Ank- rah haldið af staðfestu við þá brezku kenningu, að liðsfor- ingjar eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum, þótt hann hafi lýst í einkaviðræðum and úð sinni á „Nkrumah-isma“. Hinn óréttmæti brottrekstur hans hlaut að leiða til þess, að hann kæmist á þá skoðun, að Nkrumah yrði að víkja. >að kom af sjálfu sér, að herinn sneri sér til Ankrah, þegar upp úr sauð. Sam- kvæmt því sem Henry Aléx- ander, hershöfðingi, segir en hann var áður fyrirmaður herforingjaráðs Ghana, þá er Ankrah að líkindum harð- skeyttasti hermaðurinn í Ghana og getur verið ótrú- lega miskunnarlaus í tilfell- um, sem krefjast hörkulegra aðgerða. Hann er þrekvaxinn og er farinn að nálgast fimmtugs- aldurinn. Hann er af Ga-ætt- flokknum í suðurhluta Ghana. Ankrah var eitt sinn kennari við trúboðsskóla, en gekk í herinn sem óbreyttur hermaður á árum síðari heims styrjaldarinnar. Hann var í fyrstu í kennsludeild hersins, varð hnefaleikameistari í frí- stundum sínum, og hækkaði mjög fljótlega í tign. Áður en landið fékk takmarkaða sjálfs stjórn árið 1949 varð nann annar hinna svörtu íbúa lands ins til að öðlast liðsfonngja- tign. Eins og Ironsi, herhöfðingi, sem nýlega tók völdin í Nígeríu í sínar hendur, fékk Ankrah mikla bardagareynslu í Kongó. Hlaut hann heiðurs merki fyrir framgöngu sína þar og aukinn frama. Alexander leggur áherzlu á, að þrátt fyrir að hann get,i verið miskunarlaus, þá sé Ankrah mjög viðkvæmur og góðhjartaður maður. Afstaða hans til hermanna sinna er mjög föðurleg. En hann er ekki aðeins föðurlegur í starfi sínu, því hann er þríkvæntur og á 22 börn. Flestum, sem til þekkja, ber saman um, að Ankrah kunni þá list að leita ráða hjá öðr- um — og fari jafnvél eftjr þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.