Morgunblaðið - 16.03.1966, Page 15

Morgunblaðið - 16.03.1966, Page 15
Miðvikudagur lf. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 15 Stuölar - strik - strengir „Ég er skapgeröarleikari" segir Peter 04Toole, sem leikur Jesús Krist í kvikmyndinni „Biblían44 ÞEGAR framleiðendur kvik- myndarinnar Arabíu-Lawrence hófu leit að þeim manni, er fá skyldi aðal'hlutverkið, höfðu þeir fyrst og fremst eitt í huga: að finna einhvern leik- ara, sem væri gestum kvik- myndahúsanna ókunnur. Eftir langa leit fundu þeir mann j sem uppfyllti allar þeirra j kröfur; írska leikaraiín Peter J O’Toole. f kvikmyndinni var * O’Toole kynntur, sem „óþekkt- | ur“ leikari. >etta var ekki alls- j kostar rétt, því hann hafði að | baki margra ára reynslu í leik- I húsum, er hann fékk hlutverk eyðimerkurriddarans. Um það leyti, er reynslu- myndirnar vegna áðurnefndrar kvikmyndar voru teknar, starf- i aði OToole við Shakespear- leikhúsið í Stratford-on-Avon. Hann var þá 26 ára gamall og yngsti leikarinn, er starfað hafði sem aðalleikari við þetta merka leikhús. Á þessum tíma fór hann með stór hlutverk í þremur Shakespeare leikritum: j Shylock í „Kaupmaðurinn frá j Feneyjum", Petruchio í „The j Taming of the Shrew“, og Thersites í „Troilus og Cress- ida“. Peter OToole kveðst hafa fest ást á leiklist þegar hann var sex ára gamll. Á yngri ár- um starfaði O’Toole, sem blaða maður við „Yorkshire Evening News“ í Leeds. Ritstjóri blaðs- ins var þeirrar skoðunar, að OToole ætti að verða leikari, eða að minnsta kosti eitthvað annað en blaðamaður, því hann var rekinn. Næstu tvö árin var O’Toole í kafbátadeild brezka sjóhersins, en þar vaknaði aft- ur hjá honum áhugi á leiklist. Skömmu eftir að hann var leystur frá herþjónustu, inn- ritaðist hann í „Royal Aca- demy of Dramatic Art“ og var þar við nám í tvö ár. Fyrsta hlutverk O’Tooles sem atvinnuleikari, var smáhlut- verk í leikritinu „The Match- maker" eftir Thornton Wilder. Þetta var hjá Old Vic leikhús- inu. Á næstu þremur árum fór hann með &3 hlutverk hjá fé- laginu, þ.á.m. Hamlet, Doo- little í „Pygmalion“ og Jimmy Porter _ í „Horfðu reiður um Öxl“. Árið 1959 var OToole kjörinn „Leikari ársins“ fyrir leik sinn í hlutverki her- mannsins í „The Long and the Short and the Tall“ í West End í London. O’Toole er kvæntur Sian Phil’lips frá Wales. Hún er leikkona og hef- ur oft leikið á móti eiginmanni sínum. Arabíu Lawrence var ekki fyrsta hlutverk O’Tooles í kvik mynd, hann hafði m.a. leikið í myndinni „Daginn, sem þeir rændu Englandsbanka“. O’Toole hafði lengi haft áhuga á að leika í kvikmyndum og þegar honum bauðst fyrsta stórlhlutverkið var hann vel undir það búinn. Eftir að mynd in Arabíu Lawrence kom á markaðinn, var nafn írska leik- arans á allra vörum og honum bárust fleiri tilboð um kvik- myndaleik, en hann gat annað. Frá því að O’Toole lék Lawr- ence,. hefur hann leikið hin ólíkustu hlutverk í eftirtöldum myndum: „Lord Jim“, „What’s New, Pussycat?“, „How to Steal a Million“ og „Becket“, sem hér var sýnd í vetur. Fyrir reter OTooie í nintverkl Aru- biu Lawrence. skömmu var lokið við gerð myndarinnar „The Bible", með O’Toole í aðalhlutverkinu. Leik stjóri myndarinnar var John Huston. Um þessar mundir er Peter O’Toole staddur í Var- sjá vegna kvikmyndunar á „Nótt hershöfðingjanna", og í ráði er að gera nýja „Waterloo’* Peter O’Toole í hlutverki Krists kvikmynd, með O’Toole í hlut- verki Wellingtons og Richard Burtons í hlutverki Napóleons. O’Toole kveðst hafa haft mikla ánægju af að leika kon- unginn í „Becket“, einkum vegna þess að þar gafst honum kostur á að sýna áhorfendum nýja hlið á leikgáfu sinni. O’Toole leggur óhemju vinnu í sérhvert hlutverk. Hann “ er maður með mikið sjálfsálit, og og hann segir, að það hafi aldrei hvarflað að sér, að hann yrði miðlungsleikari. „Ég er skapgerðarleikari’* segir OToole, „og það gladdi mig, að fá tækifæri í „Becket“ til að sýna öllum heiminum, að ég get gert ýmislegt fleira en að leika bláeygða, gullinhærða hetju, eins og Arabíu-Lawr- ence“. O’Toole hefur sagt svo frá í sambandi við „Becket“, að hann hafi heimtað, að meiri- hlutinn af því, er höfundur kvikmyndahandritsins hefði sett inn, yrði strikað út. Það var gert með samlþykki höf- undar leikritsins, Jean Anouilh. Eitt sinn, sem oftar, meðan á kvikmyndun stóð, voru þeir O’Toole og Burton staddir á bjórkrá skammt frá kvik- myndaverinu. Tahð barst að Hamlet, sem þeir höfðu báðir margoft leikið. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að báðir voru farnir að hata Hamlet. Báðir voru við skál, (Iþó ekki mikið, segir OToole) og stakk Burton upp úr því, að þeir skyldu framkvæma þá sjálfs- pyndingu, að leika Hamlet einu sinni enn. OToole samþykkti. Næsta verkefnið var að finna nothæfa leikstjóra. Þeir voru sammála um, að Sir Laurence Olivier og Sir John Gielgud væru þeir einu, sem til greina kæmu. En hvor átti að stjórna hvorum? Samkomulag um það náðist ekki með góðu og vörp- uðu þeir því hlutkesti. Úrslit þess eru ekki kunn, en áður en ölvíman var runninn af þeim félögum, höfðu þeir hringt í „meistarana“ og var sam- stundis tekin sú ákvörðun, að Burton léki Hamlet í New York undir stjórn Gielguds, en OToole í London undir stjórn Oliviers. Þetta varð síðar að veruleika og þóttu merkir leik listarviðburðir. Það er dgæti listarinnar sem máli skiptir ,en ekki það hver átti frumhug- myndina. — George Antheil. Anna Akmatova hin aldna skálddrottning Sovétríkjanna látin NÝVERIÐ er látin í Moskvu skáldkonan Anna Akmatova, 76 ára gömul. Hún var frægust sovézkra skáldkvenna um sína daga en skáldskapur hennar var misjafnlega þokkaður af valdhöfunum og langtímum saman voru bækur hennar for- boðin lesning og bannað að gefa þær út. Undir ævilokin endurheimti Anna Akmatova þá virðing og hylli er hún hafði áður notið og var henni þá ýmis sómi sýndur bæði í Sovét- ríkjunum og utan þeirra. Anna Akmatova gaf út fyrstu Ijóðabók sina árið 1912 og var henni vel tekið. En lífið lék skáldkonuna ungu hart. Árið 1921 var maður hennar, skáldið N. Gumilev, tekinn af lífi fyrir meinta aðild að samsæri gegn bolsjevikkum. Þegar stóðu yfir „hreinsanirnar“ miklu í stjórn- artíð Stalins var sonur hennar tekinn höndum og varpað í fangelsi og skömmu eftir heims styrjöldina síðari féll Anna sjálf í ónáð hjá menningar- málaráðherra Stalins, Andrei Ejdanov, sem réðist harkalega á hana fyrir „borgaralegar til- hneigingar“. Á árunum frá 1921 og fram undir heimsstyrjöldina síðari áttu ljóð Önnu erfitt uppdrátt- ar hjá útgefendum en meðan á styrjöldinni stóð var hún aftur tekin í sátt En það var aðeins Anna Akmatova á efri árum. um stundarsakir, því eins og áður sagði féll hún í ónáð aftur eftir stríðið og var þá rekin úr rithöfundasamtökum Sovétríkj- anna. Anna Akmatova vann fyrir sér með þýðingum þau ár sem verk sjálfrar hennar voru á bannlista. Er Stalin var allur, varð hún aftur smám saman persona grata í Sovétríkjunum og ljóð hennar fóru að sjást þar aftur á prenti. Þó hefur eitt frægasta kvæði hennar, Requiem, aldrei verið gefið þar út óstytt. Ljóð þetta orti Anna eftir handtöku sonar síns og fjallar það um hina angistar- fullu bið kvenna eftir hand- teknum eiginmönnum og son- um. Er leið fram á ævikvöld Önnu Akmatovu var hún aftur tekin í sátt eins og áður sagði og nú fyrir fullt og allt. Verk hennar nutu aftur þeirrar við- urkenningar sem þeim hafði áður hlotnazt og Anna var hyllt bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra sem hin aldna skáld- drottning Sovétríkjanna. Þess má geta svona innan sviga, að meðal þeirra bók- menntagagnrýnenda af yngri kynslóðinni, sem einna mest gerðu til þess að veita Önnu Akmatovu og verkum hennar uppreisn æru var Andrei Siny- avsky, sá er fyrir skemmstu var dæmdur í sjö ára þrælkun- arvinnu fyrir að hafa smyglað andsovézkum bókmenntum úr landi til útgáfu á Vesturlönd- um. Anna fékk ferðaleyfi úr landi í fyiTa að halda til Englands að veita þar viðtöku heiðursdok- orsnafnbót við háskólann í Ox- ford og einnig hlaut hún það ár virðuleg ítölsk bókmenntaverð- laun. í Sovétríkjunum kom út fyrir nokkru safn ljóða hennar og þýðinga og fékk hinar beztu viðtökur og seldist upp á skömmum tíma. í tilkynningu Tass-fréttastof- unnar um lát hinnar öldnu skálddrottningar var eingöngu fjallað um þau tímabil í ævi Önnu Akmatovu er hún naut viðurkenningar og hylli vald- hafanna en ekki minnzt á hin mörgu og löngu ár er hún var í ónáð. Anna í Paris árið 1911 ☆ ☆ ☆ Frá Bretlandi: Meðal bóka þeirra er telja má að eigi vísa almenna for- vitni þetta herrans ár 1966 er bókin „Zhakov v Bond“, svar kommúnista við Ian Fleming. Avvakum Zhakov, söguhetjan er rússneskur gagnnjósnari og skapari hans búlgarski rithöf- undurinn André Gulyashki. í þessari bók sinni, hinni nýjustu í sögusafninu um Zhakov, læt- ur Gulyashki Zhakov komast í kynni við hetju Ian Flemings — og lýkur þeim kynnum með ó- sigri James Bond. Sagt er að kommúnista hafi furðað stór- lega á því að brezkur útgefandi skyldi hafa áhuga á þessari bók — og það meira að segja Cass- els, sem gefa út verk erkikapí- talista á borð við Churchill og Eden. Frá Bandaríkjunum: Síðasta skemmtan banda- rískra rithöfunda, sem vilja vekja á sér athygli umfram þá sem sjálft efni ritverka þeirra gefur tilefni til, er að byrja ekki bókina þar sem hefð er að bækur byrji heldur til dæmis á blaðsíðu níu og inni í miðri setningu, eins og Stephen Schneck gerir í bók sinni „The Nightclerk". Argir bóksalar hafa skilað bókinni aftur í hrönnum til útgefenda, og kvartað undan svo gallaðri framleiðslu, en fengið aftur kurteislegt bréf þar sem segir að þetta sé með ráðum gert, svona hafi höfundurinn nú vilj að hafa bókina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.