Morgunblaðið - 16.03.1966, Síða 17

Morgunblaðið - 16.03.1966, Síða 17
Miðvíku<3agur 16. marz 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Lcandbúnaður — Sveitirnar — Landbúnaður í LJÁRFARIi AI.I.IR flokkar þurfa að eiga sína „reiðu, ungu menn“, menn sem ekki vilja una því sem er, menn sem hafa margt og mikið að athuga við ríkjandi venjur og ráðandi öfl og gagnrýna þau af fullkomnu hlífðarleysi, óbil- gjarnir og tiliitslausir, eyrandi engu því, sem þeim finnst eigi að veita í rústir svo hægt sé að byggja á ný. Þessir ungu reiðu menn eru nauðsynlegir í öllum samfélög- um þar sem frjáls hugsun á að geta þrifist. Og þeir þurfa að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós svo að þeir geti sagt flokki sínum til syndanna. í Framsóknarflokknum eru þeir sjálfsagt til þessir menn eins og annars staðar. En það ber ekki mikið á þeim hvernig sem á því stendur. Hins vegar er innan þess flokks, að því er virðist, allstór hópur, sem geta kallast „gamlir gramir menn“ og láta talsvert að sér kveða. í>eir þurfa oft að koma fram á ritvöllinn, því að þeim er all- mikið niðri fyrir. Og nú skyldi maður ætla að á þeim sannaðist hið fornkveðna, að „oft er það gott, sem gamlir kveða.“ En svo er ekki, því fer víðs fjarri. Það er ótrúlega lítið á skrifum þess- arra lífsreyndu manna að græða. Gremi þessara greinarhöfunda er mjög augljós. Hún setur svip sinn á öll skrif þeirra og stend- ur í vegi fyrir heilbrigðum og hófsamlegum málflutningi. Og hún er að vissu leyti mjög skilj- anleg. Hún á rætur sínar í því, hve þeir hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með flokkinn sinn, hve hann hefur brugðizt þeim, þótt þeir vilji máske ekki viðurkenna það, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum. Þeir sjá, eins og aðrir, hve allt hans ráð er nú á reiki, allur málflutning- ur neikvæður. Hann hefur tapað allri aðstöðu til að hafá áhrif ó gang mála. Það sem hann ætl- aði öðrum hefur orðið hlutskipti hans sjálfs — að „verða utan- garðs“ og áhrifalaus í landsmál- unum um margra ára bil. Og einmitt á því tímabili hef- ur orðið hvað örust uppbygging og mestar framfarir í atvinnu- lífinu og raunar á öllum svið- um. Aldrei hefur verðmætasköp- unin verið eins mikil, aldrei hafa atvinnutækin verið eins mörg og mikilvirk og aldrei hefur fram- leiðslan verið meiri, hvorki í landbúnaði, sjávarútvegi né jðnaði. En þjóðinni fjölgar ört og upp- byggingin verður að halda á- fram með fullum krafti. Ef stað- ið yrði í stað, er það sama og afturför, eins og Jónas kvað. Þess vegna verður alltaf að huga að nýjum úrræðum, leita nýrra viðfangs- og verkefna handa hin- um ungu, sem eiga að erfa land- ið. Við erum svo gæfusöm þjóð eð búa, lítil þjóð, í stóru landi mikilla möguleika og þá ber ótvírætt að nota til að gera at- vinnuhættina fjölbreyttari, svo eð afkomu-öryggið verði meira, þjóðartekjurnar árvissari til að halda uppi menningarlegri sókn ó öllum sviðrun þjóðlífsins. Þegar breytingarnar gerast jafnört og verið hefur hér und- anfarið, má það bylting kallast eins og Pétur bóndi í Austur- koti kemst að orði í grein sinni hér á síðunni í dag. Það er eðli- legt að sitthvað geti farið for- görðum, sem nokkur verðmæti hafa að geyma og eftirsjón er eð. Ekki sízt hlýtur sú hugsun eð gera vart við sig hjá hinum eldri, vekja sárindi í hugum þeirra manna, sem jafnframt eru fullir gremju yfir áhrifaleysi, Hvað skortir sveitirnar mest? Til að svara þessari spurningu lægi ef til vill beinast við að setja upp einskonar óskalista, og þá sjálfsagt, að nútíma hætti -— hugsa í krónum — láta efnis- hyggjuna ráða. Víst á efnishyggjan rétt á sér hér — þar sem verið er að byggja allt upp frá grunni — í raun réttri verið að nema land- ið. Svo til öll verðmæti sveit- anna, bæði í byggingum og rækt- un, eru til orðin á síðustu 30 ár- um. Hér hefir ekki þróun átt sér stað, eins og í öðrum menning- arlöndum — heldur hraðfara bylting. Það eru því engin und- ur þótt víða hafi orðið að herða mittisólina, svo rösklega, sem gengið hefir verið til verks. Allir munu sammála um að án landbúnaðarframleiðslu geti þjóðin ekki lifað, og þá um leið, að sú framleiðsla fæst ekki nema með tilveru sveitanna og þess fólks, sem þær byggir. Að visu hafa heyrzt raddir um að hægt sé að afla þeirrar vöru með innflutningi, en slíkar fajáróma raddir eru svo óraun- hæfar og órökstuddar, að þær ná ekki eyrum okkar, og því ekki svara verðar. En til að byggð haldist í sveit- unum og fólk uni þar, verður að tryggja því ekki lakari kjör, en öðrum þegnum þjóðfélagsins. Það verðu rað búa við sömu þægindi og sama öryggi hvað efni og afkomu snertir. Það er óréttlátt að það þurfi að greiða sjálfsögðustu þægindi — svo sem rafmagn o. fl. — öðru og hærra verði, en aðrir þegnar og það er óréttlátt að unglingum skuli mismunað í fræðslulögum eftir því hvort þeir eru fæddir í strjálbýli eða þéttbýli. Hvað efnahagshliðinni við kemur, tel ég mest aðkallandi að fá öruggari og réttlátari verð- grundvöll fyrir landbúnaðarvör- ur, en verið hefir. Grundvöll, þar sem ekki er öllu hrært sam- an — framleiðsluhlunnind- um — launatekjum — tilfærslu milli búgreina o. fl. o. fl. sem svo að úr verður óraunhæf verð- lagning. Þetta öryggisleysi í verðgrund vellinum hefir orðið til þess, að bændur hafa ekki getað skipu- lagt búrekstur og framkvæmdir sem skyldi en það er einn . af hornsteinunum undir því, að hægt sé að byggja upp traustan landbúnað, sem veitir lands- fólkinu öryggi. Vonandi stendur þetta allt til bóta og margt fleira — ef jafn ósleitilega verður að unnið og verið hefir nú um tíma .Morg- unroðann sjá þeir ef til vill bezt sem muna aðra tíma og trúlega hefir aldamótaskáldin ekki stefnuleysi og gengisleysi flokks síns, er þeir minnast fornrar frægðar hans og hann þóttist þess um kominn að setja and- stæðinga sina utangarðs í þjóð- málunum um ófyrirsjáanlegan tíma. — Það er engin von til þess að „gamlir, gramir menn“ sætti sig við slíkt. Það hlýtur að koma í ljós í skrifum þeirra. Og er það skaði. Þá nýtur sín ekki lífsreynsla þeirra til já- kvæðra áhrifa og sú mildi í dóm- um, sem jafnan er samfara mörg um æviárum kemst ekki að til að vekja þá hlýju í hugum hinna „reiðu, ungu manna“, sem þeir þeir þyrftu að fá að njóta. G. Br. ww ■ > w fwm t- LANDBUNAÐARSIÐAN baS Pétur M. Sigurðsson bónda í Austurkoti í Flóa að svara spurningunni: HVAÐ SKORT IR SVEITIRNAR MEST? — Gerir hann það í meðfylgj- andi grein. Pétur er tæpiega sextugur, Húnvetningur að ætt, stundaði mjólkurfræðinám í Dan- mörku, var forstjóri Mjólkur- stöðvarinnar í Rvík 1938— 54, fluttist þá austur í Flóa og hefur búið þar síðan. í sveit sinni hefur hann starfað að ýmsum féiagsmálum. Kona Péturs er Sigríður Ólafsdóttir, skagfirzk. Börn þeirra eru fimm .Tveir elztu synirnir eru við háskólanám erlendis. dreymt um að svo brátt myndu hugsjónir þeirra rætast, sem þegar er orðið á mörgum svið- um. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Skáldið frá Fagraskógi segir í einu af sínum hátíðarljóðum: ,,Of ísavetur — ornar fátt betur — allri ætt vorri — en Egill og Snorri“. Og einnig: „Því lifir þjóðin, -að þraut ei ljóðin.“ Sveitinnar hljóta — hér eftir sem hingað til — að verða and- leg uppspretta þeirrar þjóðmenn- ingar, sem þarf til að viðhalda þj óðlífinu. Engin þjóð getur átt tilveru nema hún eigi land og tungu. Það hefur verið orðað svo — að landið sé þjóðarlíkaminn, en tungan þjóðarsálin. Hvorttveggja verður að rækta og hlynna að — ef þjóðin á að lifa. Þessi rækt- un getur ekki farið annars stað- ar fram en í sveitum landsins. Þaðan er kominn sá eini forni þjóðarauður, sem vér raunveru- lega eigum. Slíkt getur aldrei orðið til í alþjóða-múghyggju borgarlífsins. Sveitirnar eru því það fjör- egg, sem þjóðin öll verður að sameinast um að varðveita — ef hún vill halda áfram að vera til — sem slík. Það er ekkert einka- mál sveitanna. Hinir óeðlilega stóru þéttbýl- iskjarnar landsins, eru að lang- mestu til orðnir fyrir efnivið, sem sveitirnar hafa lagt til. Slíkt útstreymi hlaut að láta eftir sig sár, sem nokkurn tíma tekur að græða. Þó verður því ekki móti mælt, að þeir sem eftir stóðu, hafa staðið vel í ístaðinu. Það sýnir hin mikla framleiðslu- aukning landbúnaðarins, sem orðið hefir — þrátt fyrir allt. Það er því líkast, sem hver sá er eftir stóð hafi gert það að sín- um metnaði að axla hverja þá byrði er brotthlaupinn kastaði af sér og bæta henni við sína. En þetta varð ekki nema með því að gera brauðstritið að of stórum þætti í tilverunni. Og þegar svo er komið, geta sveit- irnar ekki gegnt nema hálfu því hlutverki, sem þeim ber. Þarna verður að verða breyt- ing á. Fólkið í sveitunum verð- ur að geta sjálft sinnt sínum andlegu hugðarefnum og eiga sinn tíma frá brauðstritinu jafnt og aðrar stéttir. Slíkt er nú orð- ið talin sjálfsögð mannréttindi allra, og því þá ekki einnig þeirra, sem harðast leggja að sér? Þetta er það, sem ég tel að sveitirnar skorti nú mest; og á þessu verður að ráða bót — ef ekki á verr að fara. Hverjar leiðir eru þar til, gefst ekki tækifæri að ræða hér — en það verður ekki gert með bölsýni og barlóm, heldur með bjart- sýni og trú á landið og starfið. Sveitafólk verður sjálft að leysa þann vanda, sem og aðra er að því steðja. Og vel skal það vera þess minnugt, að því er trúað fyrir miklu, par sem það heldur fjör- eggi þjóðarinnar í hendi sér — og aðrir skildu hugleiða vel hverjar afleiðingar það getur haft að kasta að því steini. Brúar-nepjan SIGURBJÖRN skáld Jóhannsson frá Fótaskinni bjó um tíma á Hólmavaði í Aðaldal áður en hann fluttist vestur um haf. — Handan Laxá, gegnt Hólmavaði eru svonefndir Hvammabæir, Presthvammur, Yztihvammur o. fl. Sunnar í dalnum, nálægt nú- verandi Laxárvirkjun er bærinn Brúar. Það er forn fleirtala af brú. Stundum, undir vissum veð- urskilyrðum á vetrum, blæs kaldur vindur norður dalinn. Var hann nefndur Brúa-nepja. Um þann næðing kvað Sigur- björn þessa stöku: Gjörn að sjúga hold af hjörð, hamför nú með ramma, næðir Brúa-nepjan hörð norður á búin Hvamma. Kirkjan og sveitin: Miðdalur í Árnesþingi MIÐDALUR mun upphaflega hafa heitað Laugardalur hinn neðri og svo er hann nefndur í kirkjuskrá Páls biskups. Þar var prestssetur til 1866. Af Miðdalsprestum er kunn- astur sr. Kolbeinn Þorsteinsson sálmaskáldið, sem sneri Passíú- sálmunum á latínu, „gáfumað- ur, skarpvitur og iðjusamur." Annar Miðdalsprestur sr. Páll Tómasson var einnig skáld, þótt ekki notaði hann gáfu sína á líkan hátt og sr. Kolbeinn fyrir- rennari hans. Hann predikaði jafnan blaðalaust yfir Laugdæl- um en nokkuð þóttu ræður hans misjafnar. Séra Páll var föður- bróðir Gríms Thomsens. Um hann eru ýmsar sagnir í Blöndu og víðar. Síðasti pxestur í Miðdal var hinn mikli gáfu- og mælsku- klerkur sr. Páll Sigurðsson, fað- ir Árna prófessors og þeirra systkina. Miðdalskirkja mun vera ein minnsta kirkja á Suðurlandi, enda sókn fámenn þar til Laug- arvatn varð skólaborg. Á suð- urþili kirkjunnar hangir graf- i skrift, sem Páll á Hjálmstöðum I hefur sett sveitunga sínum. Það fer ekki illa á því að láta þetta innilega ljóð fylgja myndinni af Miðdal. Þú þráðir heim í hvíld og frið og ró, er húm og elli tók þig fast að mæða. En trú og von þér veikum jafnan þó á veginn benti upp til ljóssins hæða. Þú kaust þér helzt-að bera beinin faér við bjarkaþyt og hvítra fossa kliðinn, hvar móðurfoldin faðminn býð- ur þér og felur þig í skauti sínu — liðinn. Kom heill í vinahóp, í grafarreit þar húm og skuggar fá ei lengur kvalið. Þú gafst oss, drottinn, dýrðlegt fyrirheit að dauði og líf er þinni hendi falið. Svo hvíldu, vinur, vært í skjóli fjalls. Ég veit hjá Guði sálin frelsuð lifir. En góðar vættir vaki Laugardals, í vordögg blóma, kumli þínu yfir. Miðdalur í Árnesþingi :r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.