Morgunblaðið - 16.03.1966, Page 26

Morgunblaðið - 16.03.1966, Page 26
26 MORCU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. marz 1966 Gunnlaugur frá keppni um sinn vegna meiðsla — en allar líkur á að hann leiki með gegn Dönum GUNNLAUGUR Hjálmarsson landsliðsmaður í handknatt- leik er meiddur og verður að líkindum eitthvað frá keppni þó óvíst sé hversu lengi. Telur hann og læknar að varla komi þó til þess að hann geti ekki verið með í landsleiknum við Dani 2. apríl n.k. Gunnlaugur skýrði svo frá í gær, að meiðslin væru á síðu, rifnað hefðu liðbönd eða vöðvi frá rifbeini. Sagði Gunn laugur að hann hefði fyrst fundið til eymsla á þessum stað er leikið var við Rúss- ana í desember. Síðan hefði þetta smá ágerzt unz hann leitaði til læknis á laugar- dagsmorgun. Sagði Gunnlaugur að hann hefði mjög fundið til eymsla í og eftir leik Fram og FH á föstudaginn. Hefði hann ver- ið inná allan leikinn og svo aumur á eftir að hann ætlaði vart að komast í fötin eftirá. Við meiðslunum er lítt hægt að gera, nema reyna lítið á sig og bíða batans. Við notuðum tækifærið um leið og spurðum Gunnlaug hvernig honum litist á danska landsliðið og Gunnlaugur svar aði: — Það er ástæðulaust að við séum með vanmáttar- kennd. Þetta eru sömu menn- irnir og við lékum við úti og ættum að hafa í fullu tré við þá. Við þurfum bara að halda humornum uppi — og það munum við gera, sagði fyrir- liði landsliðsins. Síðari umferð körfuknattleiksmótsins Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD kl. 8,15. verður íslandsmótinu í körfuknattleik haldið áfram að Hálogalandi. Þá fara fram tveir L U T St. 4 4 0 8 4 3 16 ÍR KFR ÍKF 4 2 2 4 4 13 2 4 0 4 0 Einar, í 2 flokki Víkings leikir í fyrstu deild. Það eru fyrstu leikirnir í síðari umferð. Fyrri leikurinn er milli Ar- manns og Í.K.F. Leikur þessara liða í fyrri umferð endaði með naumum sigri Ármanns eða þriggja stiga mun. Síðari leikurinn er milli f.R. og Reykjavíkurmeistaranna K.F.R. Fyrri leikur þessara liða endaði með sigri f.R. eftir harða og tvísýna baráttu. Staðan í mótinu er nú þannig, að efsta sætið skipa K.R.ingar. Þeir hafa unnið alla sína mót- herja með talsverðum yfirburð- um. í öðru sæti eru Ármenn- ingar, sem hafa unnið alla sína leiki nema gegn K.R. Næstir í röðinni eru Í.R.-ingar. Þeir hafa tapað tveim leikjum og má segja að þeir hafi átti betri daga á undanförnum árum. K.F.R. rek- ur nú lestina af Reykjavíkurlið- unum, sem er talverð afturför frá því að sigra þau öll í Reykja víkurmótinu. Þeir eru þó til alls vísir í síðari umferðinni. Í.K.F. skipar botnsætið eftir harða bar- áttu. Virðist þetta lið aðeins skorta herzlumuninn til að standa Reykjavíkurliðunum á sporði. Stökk 146 m á skíðum NORÐMAÐURINN Björn Wir kola, sem vann tvenn gull- verðlaun á helmsmeistara- mótinu í norrænum skíða- grcinum, setti heimsmet í skíðastökki í risabrautinni í Vikerssund. Stökk Wirkola 146 metra og hefur enginn stokkið lengra á skíðum. í fyrri stökkinu stökk Wir- kola 143 m og -fékk stíleink- unnirnar 4 sinnum 19 og 19.5 hjá dómurunum fimm. í síð- ara stökkinu stökk hann 146 m og fékk þá í einkunn 20 (eða það sem hæst er gefið) og 4 sinnum 19.5. Er slíkur stíll mjög fátíður. var markataflan rangtfærð? 8jö leikir yngri flokkanna um helgina Sjö leikir voru leiknir í fs- landsmeistaramótinu í hand- knattleik yngri flokkanna um helgina. FJÖRUGUR og skemmtilegur lei'kur tveggja kappsamra liða. Haukarnir áttu meiri og betri byrjun en Í.B.K. og höfðu ræki- legt forskot í hálfleik 7:3. Liðin komu ákveðin til leiks í seinni hálfleik og var greini- legt á Keflavíkingunum að þeir hugðust bæta upp slæman fyrri- hálfleik. Hjörtur fyrirliði Í.B.K. kom sínum mönnum á bragðið og skoraði þegar á fyrstu mín- útu. .Haukunum tókst að bæta fyrir þetta mark Keflvikingarnir litlu síðar, er þeir skoruðu tvö mörk. En Keflvíkingarnir voru ekki alveg á því að gefast upp og lauk nú miklum sóknartilraun- um þeirra með fjórum mörkum án þess að Haukarnir gætu nokkuð að gert. En þetta var aðeins of seint af stað farið og leiknum lauk með sigri Hauk- anna 9:8. Haukarnir eru skemmtilega Svíþjóð — Pólland 15-15 SVÍAR og Pólverjar léku lands- leik í handknattleik í Varsjá á sunnudag og varð jafntefli 15—15. í hálfleik var staðan 7—6 Pólverjum í vil. Þremur mínút- um fyrir leikslok var staðan 15—13 fyrir Pólverja en með góð um endaspretti tókst Svíum að jafna. Var síðasta markið skorað úr vítakasti. Donald Lindblom í marki Svía átti frábæran leik og bjargaði Svíum frá stórtapi. leikandi og hafa góða stráka á línu sem og fyrir utan. Magnús fyrirliði er efni, og hefur skemmtilegt auga fyrir veiku- hliðunum hjá andstæðingunum. Steingrímur er einnig efnilegur, en hættir of mikið til einleiks. Keflvíkngarnir eru einnig efni- legt lið, með Hjört sem aðal- mann, aðeins eitt háir þeim verulega, hárið. III. flokkur karla Víkingur — Haukar 16:5. Leikur þessara liða var jafn og spennandi í fyrri hálfleik. Víkingarnir skoruðu fyrsta mark leiksins, en Haukar jöfn- uðu. Georg kemur Víking yfir á 2. mín leiksins, með marki af Mnu. Víkingarnir bættu við sig tveim mörkum á móti einu frá Haukunum, í fyrri hálfleik. Stað an í hálfleik 4:2 Víking í vil. í seinni hálfleik kom betri hlið Víkings í ‘ljós brugðu þeir þá fyrir sig leikaðferð sinni og gafst hún mjög vel. Eftir að sjö rrfín- útur eru liðnar af seinni hálf- leik, eru Víkingsstrákarnir bún- ir að breyta stöðunni 4:2 í 12:3, og er það vel af sér vikið. Þeir sem skoruðu á þessum tima voru aðallega þeir Har- aldur með langskot og Georg af línu. Fyrir leikslok bæta Vík- ingarnir við sig fjórum mörk- um á móti tveim frá Haukum. Leiknum lauk með yfirburða- sigri Víkings 16:5. Víkingsliðið lék ekki vel í fyrri hálfleik, en náði sér vel upp í síðari hálfleik og sýndi þá oft á tíðum bráð- skemmtilegan sóknarleik. Bezt- ur var markvörður liðsins, sem varði oft á tíðum mjög vel. Hauikaliðið kom ákveðið til leiks, og virtist eins og þeir væru staðráðnir í að sýna Víkings- strákunum í tvo heimana. í seinni hálfleik datt botninn úr Haukastrákunum og því fór sem fór. Beztur var Magnús. III. flokkur karla Þróttur — Fram 11:14. Þróttur kom þarna mjög á óvart og veitti Framstrákunum verðuga keppni frá byrjun. Settu fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð aðdáenda sinna. Fram- strákarnir vildu nú reyna hvort ekki væri einhverjir mættir þeim til hvatningar og tók Rúnar á sig rögg og skoraði fyrsta mark Fram á 2. mín. og ekki stóð á fagnaðarlátunum. Þrótt- ararnir komast aftur yfir, en Framararnir jafna aftur, og litlu síðar bæta Framararnir við sig þriðja markinu, sem Þróttar- arnir jafna ekki fyrr en eftir þrotlausa baráttu í tvær mín- útur. Framararnir komast enn yfir á 9. mín þegar Friðgeir skorar mark af línu. Á sömu minútu svarar Bjarni í Þrótti þessu með marki af löngu færi. Friðgeir kemur Framörunum yfir aftur með manki af línu. Þannig fór fyrri hálfleikurinn Fram skorar 5:4 frá þrótturun- um. Síðari hálfleikur var nokk- uð svipaður nema hvað varnir liðanna voru enn slappari en í fyrrihálfleik. Svipaður var sókn- arleikurinn, Framararnir léku taktik en þróttararnir aftur fjálsar. Fram skoraði þrjú mörk í nöð í byrjun en að Þróttur- Eftir það skiptust liðin á að skora, og bæta Framstrákarnir við sig sex mörkum til við- bótar á móti jafnmörgum frá Þróttarstrákunum. Leiknum lauk með réttlátum sigri Fram 14:11. í Framliðinu voru þeir Sig- urgeir, Friðgeir beztir. Fram- liðið hefur oft leiðið betur en það gerði í þessum leik. Þróttar- liðið kom mér dálítið á óvart og er liðið að verða nokkuð sterkt. Beztur í þessum leik var BjarnL III. flokkur karla K.R.— Ármann 14:10. Þetta var skemmtilegur leik- ur með mörgum góðum tilþrif- um. Ármannsstrákarnir mættu glaðir til leiks, enda var þeim vel fagnað af skólasystrunum sem mættar voru á áhorfenda- bekkjunum. Sérstaka hylli þeirra vakti markvörður liðsins. Jæja nóg um það. Rétt liðin ein mínúta og Armenningarnir fá á sig vítakast, sem K.R.-ing- arnir skoruðu auðveldlega úr. Bjarni jafnar svo fyrir Ármann með góðu hoppskoti. Bjarni er mjög stór miðað við aldur og ætti eins og félagi hans Hörður í m.fl. að vera' erfiður viður eignar K.R.-ingarnir komast yfir aftur á þriðju mínútu. Ármenn- ingarnir gera margar tilraunir til markskota en allt kemur fyrir ekki, því erfitt reyndist fyrir þá er tvöfalda vörn K.R. stóð sig sem bezt. Á 6. mín. gliðnar hún svolítið í sundur og er Bjarni ekki lengi að nota sér það og jafnar þar fyrir Ármann. K.R.- ingarnir komast yfir: aftur, og, Ármenningunum tekst að jafna staðan er nú 3:3. Og enn kom- ast K.R.-ingarnir yfir og enn jafna Ármenningarnir. K.R.-ing- arnir skora síðan tvö mörk til um tókst að setja sitt fyrsta. viðbótar fyrir hálfleik án þess

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.